Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 80

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 80
80 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. félk í fréttum UTGAFA Upplyfting lyftir sér upp Upplyfting hefur ekki verið iðin við plötuútgáfu þó svetin sé komin á annan tuginn í aldri. Fyrir stuttu kom þó frá henni platan Ein- mana, sem Steinar hf. gefur út. Upplyftingu skipa nú Sigrún Eva Aronsdóttir söngkona, Sigurður Dagbjartsson .gítarleikari, Birgir Birgisson hljómborðsleikari, Kristj- án B. Snorrason harmonikku- og bassaleikari og Már Elísson trommuleikari. Þau kynntu plötuna nýju í veitingastaðnum Bandito fyr- ir stuttu og léku á als oddi. Nú þegar áramót nálgast setjum við gula nellikku í barminn og tryggjum okkur miða á áramótadansleik Hótels Borgar með hljómsveitinni Rauða myllan í París Marquee í London Hótel Borg í Reykjavík Þrír skemmtistaðir sem staðist hafa tímans tönn úéí- ''r Forsala aöfifönírumiöa hefst í das:. B 0 R G I N ríYfííapi -.......! LEIKHUS Söngvaseiður æfður af kappi Meðal þeirra þriggja verka sem frumsýnd verða rétt eftir opnun stóra sviðs Þjóðleikhússins um miðjan mars á næsta ári er Söngvaseiður (Sound og Music) eft- ir Rodgers og Hammerstein í leik- stjórn Benedikts Árnasonar. Æf- ingar standa nú yfir að Lindargötu 7 og að undanförnu hafa þar hljóm- að söngvarnir úr Söngvaseiði. Æf- ingar eru það langt komnar að nýlega var rennt í gegn um verkið við píanóundirleik. Þessi sívinsæli söngleikur, sem nefndur hefur verið Söngvaseiður á íslensku, hefur aldrei verið fluttur hér á landi. Hann er byggður á ævisögu söngelsícu , nunnunnar Maríu er réði sig sem barnfóstru til.Trappfjölskyldunnar í Austurríki árið 1938. Með aðalhlutverkin fara Margrét Pétursdóttir sem leikur Maríu, Jó- hann Sigurðarson sem leikur von Trapp kaftein, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir sem leikur eistu dóttur- ina og börnin sex sem leika systk- ini hennar eru: Halldór Vésteinn Sveinsson, Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir, Gizzur Páll Gizzurarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Heiða Dögg Arsenauth og Signý Leifsdóttir. I öðrum veigamiklum hlutverkum erum: Ragnheiður Steindórsdóttir, Örn Árnason, Helga E. Jónsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Hilmar Jóns- son, Hákon Waage, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Olöf Sverrisdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Erlingur Gíslason, Baldvin Halldórsson og Jón Símon Gunnarsson. Til vara í barnahlutverkum eru: Ólafur Egils- son, Oddný Arnardóttir og Dagrún Leifsdóttir. Auk þess leikur um 20 manna kór og 16 manna hljómsveit. Þýðandi söngvaseiðs er Flosi Ól- afsson, tónlistinni stjórnar Agnes Löve, dansahöfundur er Ingibjörg Jónsdóttir, sýningarstjóri Johanna Norðfjörð og aðstoðarmaður leik- stjóra er Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Frá æfingu á Söngvaseið. Aðalhlutverkin leika: Margrét Pétursdótt- ir (María), Jóhann Sigurðarson (von Trapp kafteinn), Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (elsta dóttirin) og yngri systkinin leika: Halldór Vé- steinn Sveinsson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Gizzur Páll Gizzurar- son, Álfrún Örnólfsdóttir, Heiða Dögg Arsenauth og Signý leifsdóttir. Morgnnblaðið/Ólafur Bemódusson Ein af þeim greinum sem keppt var í var skólatöskuburður. S^AGASTROND „Flipp“-íþróttadag- urískólanum Skagaströnd. FLIPP“-íþróttadagur var haldinn í Höfðaskóla 7. desember sl. Markmið dagsins var að gefa öllum nemendum skólans kost á að spreyta sig, ekki síst þeim sem ekki ná að skara fram úr í hinum venjulegu íþróttagreinum. Állir nemendur skólans gengu í skrúðgöngu ásamt kennurum sínum frá skólanum að félagsheim- ilinu. Höfðu krakkarnir gert spjöld og borða með hvatningarorðum fyr- ir sinn bekk og settu þeir mikinn svip á skrúðgönguna. í félagsheim- ilinu var svo keppt í ýmsum grein- um en meðal þeirra voru: Sipp, skólatöskuburður eftir þrautabraut, pokahlaup og að koma blýanti í flöskustút. Um kvöldið lauk síðan „flipp“- íþróttadeginum með diskóteki í skólanum þar sem flutt voru skemmtiatriði og verðlaun dagsins voru afhent. - Ó.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.