Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 80
80 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. félk í fréttum UTGAFA Upplyfting lyftir sér upp Upplyfting hefur ekki verið iðin við plötuútgáfu þó svetin sé komin á annan tuginn í aldri. Fyrir stuttu kom þó frá henni platan Ein- mana, sem Steinar hf. gefur út. Upplyftingu skipa nú Sigrún Eva Aronsdóttir söngkona, Sigurður Dagbjartsson .gítarleikari, Birgir Birgisson hljómborðsleikari, Kristj- án B. Snorrason harmonikku- og bassaleikari og Már Elísson trommuleikari. Þau kynntu plötuna nýju í veitingastaðnum Bandito fyr- ir stuttu og léku á als oddi. Nú þegar áramót nálgast setjum við gula nellikku í barminn og tryggjum okkur miða á áramótadansleik Hótels Borgar með hljómsveitinni Rauða myllan í París Marquee í London Hótel Borg í Reykjavík Þrír skemmtistaðir sem staðist hafa tímans tönn úéí- ''r Forsala aöfifönírumiöa hefst í das:. B 0 R G I N ríYfííapi -.......! LEIKHUS Söngvaseiður æfður af kappi Meðal þeirra þriggja verka sem frumsýnd verða rétt eftir opnun stóra sviðs Þjóðleikhússins um miðjan mars á næsta ári er Söngvaseiður (Sound og Music) eft- ir Rodgers og Hammerstein í leik- stjórn Benedikts Árnasonar. Æf- ingar standa nú yfir að Lindargötu 7 og að undanförnu hafa þar hljóm- að söngvarnir úr Söngvaseiði. Æf- ingar eru það langt komnar að nýlega var rennt í gegn um verkið við píanóundirleik. Þessi sívinsæli söngleikur, sem nefndur hefur verið Söngvaseiður á íslensku, hefur aldrei verið fluttur hér á landi. Hann er byggður á ævisögu söngelsícu , nunnunnar Maríu er réði sig sem barnfóstru til.Trappfjölskyldunnar í Austurríki árið 1938. Með aðalhlutverkin fara Margrét Pétursdóttir sem leikur Maríu, Jó- hann Sigurðarson sem leikur von Trapp kaftein, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir sem leikur eistu dóttur- ina og börnin sex sem leika systk- ini hennar eru: Halldór Vésteinn Sveinsson, Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir, Gizzur Páll Gizzurarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Heiða Dögg Arsenauth og Signý Leifsdóttir. I öðrum veigamiklum hlutverkum erum: Ragnheiður Steindórsdóttir, Örn Árnason, Helga E. Jónsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Hilmar Jóns- son, Hákon Waage, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Olöf Sverrisdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Erlingur Gíslason, Baldvin Halldórsson og Jón Símon Gunnarsson. Til vara í barnahlutverkum eru: Ólafur Egils- son, Oddný Arnardóttir og Dagrún Leifsdóttir. Auk þess leikur um 20 manna kór og 16 manna hljómsveit. Þýðandi söngvaseiðs er Flosi Ól- afsson, tónlistinni stjórnar Agnes Löve, dansahöfundur er Ingibjörg Jónsdóttir, sýningarstjóri Johanna Norðfjörð og aðstoðarmaður leik- stjóra er Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Frá æfingu á Söngvaseið. Aðalhlutverkin leika: Margrét Pétursdótt- ir (María), Jóhann Sigurðarson (von Trapp kafteinn), Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (elsta dóttirin) og yngri systkinin leika: Halldór Vé- steinn Sveinsson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Gizzur Páll Gizzurar- son, Álfrún Örnólfsdóttir, Heiða Dögg Arsenauth og Signý leifsdóttir. Morgnnblaðið/Ólafur Bemódusson Ein af þeim greinum sem keppt var í var skólatöskuburður. S^AGASTROND „Flipp“-íþróttadag- urískólanum Skagaströnd. FLIPP“-íþróttadagur var haldinn í Höfðaskóla 7. desember sl. Markmið dagsins var að gefa öllum nemendum skólans kost á að spreyta sig, ekki síst þeim sem ekki ná að skara fram úr í hinum venjulegu íþróttagreinum. Állir nemendur skólans gengu í skrúðgöngu ásamt kennurum sínum frá skólanum að félagsheim- ilinu. Höfðu krakkarnir gert spjöld og borða með hvatningarorðum fyr- ir sinn bekk og settu þeir mikinn svip á skrúðgönguna. í félagsheim- ilinu var svo keppt í ýmsum grein- um en meðal þeirra voru: Sipp, skólatöskuburður eftir þrautabraut, pokahlaup og að koma blýanti í flöskustút. Um kvöldið lauk síðan „flipp“- íþróttadeginum með diskóteki í skólanum þar sem flutt voru skemmtiatriði og verðlaun dagsins voru afhent. - Ó.B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.