Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 23. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Allt að 100 íraskar flugvélar sagðar hafa flogið til Irans Washington, Lundúnum, Nikosíu. Reuter. TJM 100 íröskum her- og farþegaflugvélum hefur verið flogið til Irans á undanförnum þremur dögum, að því er heimildarmenn í breska hernum sögðu í gær. Bandariska varnarmálaráðuneytið sagði hins vegar að vélarnar væru fleiri en 80. Bresku heimildarmennirn- ir sögðu þetta skipulagða flutninga, sem bentu til þess að einhverjir af valdamönnum Iraks teldu nú óhjákvæmilegt að Irakar biðu ósigur í stríðinu. Stjórnvöld í íran hafa lofað að kyrrsetja vélarnar. Heimildarmenn í Lundúnum sögðu að búast mætti við að fleiri flugvélum yrði flogið til írans á næstunni. Þeir kváðust ekki telja að flugvélarnar réðust á banda- menn frá íran því þarlend stjórn- völd hefðu fullvissað bresku stjórn- ina um pð flugvélarnar yrðu kyrr- settar. íranir hafa lýst yfir hlut- leysi í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði að 60 orr- ustu- og sprengjuþotur hið minnsta og tuttugu farþega- og flutninga- vélar væru komnar til Irans. Yfirmenn fjölþjóðahersins gáfu engar skýringar á því hvers vegna flugvélunum var flogið þangað. Getgátur hafa verið um að flug- mennirnir hafi gerst liðhlaupar, að Saddam Hussein eða yfirmenn íraska' flughersins vildu bjarga flug- vélunum frá loftárásum banda- manna. Ennfremur hafa heyrst þær tilgátur að írakar hyggist koma bandamönnum á óvart síðar með árásum frá íran og að írösk stjórn- völd vonist til þess að íjölþjóðaher- inn ráðist á flugvélarnar með þeim afleiðingum að Iranir neyðist til að taka þátt í stríðinu. Heimildarmennimir í Lundúnum töldu ólíklegt að flugmennirnir hefðu gerst liðhlaupar. „Það eina sem vitum er að þeir taka augljós- lega ekki lengur þátt í stríðinu. Við hljótum að álykta að einhveijir íraskir valdamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að írakar séu að tapa stríðinu. Þessar vélar geta ekki lengur varið landherinn og það eru góðar fréttir," sagði einn heim- ildarmannanna. Hann bætti við að bresk stjórnvöld teldu að vélarnar gætu ekki gert árásir frá íran, þar sem þær hefðu ekki nægar vopna- birgðir. A meðal flugvélanna eru nokkrar af bestu orrustu- og sprengjuþotum Iraka, auk könnunar-, herflutninga- og tankflugvéla og nokkurra far- þegavéla. Bandamenn segja að ír- akar hafi misst 26 flugvélar í loft- bardögum og 23 á jörðu niðri. Tal- ið er að írakar hafi átt 5-700 orr- ustu- og sprengjuvélar fyrir stríðið. írakar skutu Scud-eldflaug á ísrael í gær og sjónarvottar sögðu að hluti hennar hefði lent í byggð Palestínumanna á Vesturbakka Jórdanar án þess að nokkur særð- ist. Scud-flaug var skotin niður yfir Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu. Peter Arnett, fréttamaður bandaríska sjónvarpsins CNN, tók í gær 90 mínútna viðtal við Saddam Hussein í einu af úthverfum Bagdad. Þar kvaðst Saddam vera sigurviss og hann sagði að Scud- eldflaugar hans gætu borið efna- og kjarnorkuvopn. Hann kvaðst þó vonast til þess að þurfa ekki að beita þeim. Þá sagði hann það rétt- lætanlegt að nota olíu í stríðinu eins og írakar hafa gert. Þetta er í fyrsta sinn sem hann ræðir við erlendan fréttamann frá því stríðið hófst fyrir tólf dögum. Arnett gat þess að Saddam hefði virst rólegur í viðtalinu. írakar vöruðu við því í gær að hryðjuverk stuðningsmanna þeirra yrðu til þess áð George Bush Bandaríkjaforseti yrði „gísl í Svarta húsinu". Sprengjuárás var gerð í Aþenu seint 1 gærkvöldi, skammt frá ísraelska sendiráðinu og skrif- stofu breska olíufyrirtækisins BP. Talið var að árásin tengdist stríðinu við Persaflóa og samkvæmt fyrstu fregnum varð ekkert manntjón en byggingar skemmdust. Sjá fréttir á bls. 20-23 og 30. S. i ,MÉ. Ml. IÉ.ÉÉ.I I.... .■■■., ^.É.,,, Reuter Þessa mynd gaf yfirstjórn fjölþjóðahersins við Persaflóa út í gær eftir að bandarískar sprengjuþotur höfðu gert árás á olíudælustöð við strönd Kúveits til að stemma stigu við frekari olíumengun frá henni. Irakar höfðu dælt 11 milljónum fata af hráolíu í sjóinn, að því er stjórnvöld í Saudi-Arabíu áætluðu. Míkhaíl Gorbatsjov heimilar löggæslu hermanna á götum sovéskra borga: Landsbergis segir aðgerðina „lævíslega einræðistilburði“ Vilnius. Reuter. VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, fordæmdi í gær tilskip- un Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta frá því um helgina um að hernum yrði heimilt að taka þátt í löggæslu á götum helstu borga Sovétríkjanna. Hann sagði tilskip- unina til merkis um „lævíslega einræðistilburði". „Þannig verður ólögleg starfsemi hersins gerð lögleg," sagði Lands- bergis á litháíska þinginu. Hann kvaðst hafa beðið Gorbatsjov um að breyta tilskipuninni, þannig að hún næði ekki til Litháens, en hún tekur gildi í öllum Sovétríkjunum á föstu- dag. Stjórnvöld í Kreml segja að þátt- taka hersins í löggæslunni sé nauð- synleg til að stemma stigu við fjölg- un glæpa, einkum þeim sem beinast að hermönnum. Sovéskir umbóta- sinnar telja hins vegar að hermönn- unum sé ætlað að koma í veg fyrir Leiðtogafundi stór- veldanna frestað Washing^ton. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til- kynntu í gær að leiðtogafundi stórveldanna, sem vera átti í Moskvu 11.-13. næsta mánaðar, yrði frestað vegna stríðsins fyrir botni Persaflóa. Akveðið yrði á fyrri helmingi ársins hvenær fundurinn yrði haldinn. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Alexander Bessmertnykh, starfsbróðir hans í Sovétríkjunum, tilkynntu þetta eft- ir að sá síðarnefndi hafði rætt við George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. „Stríðið við Persa- flóa gerir það að verkum að Bush forseti getur ekki farið frá Wash- ington. Auk þess tekur lengri tíma að undirbúa samninginn um fækk- un langdrægra kjarnorkueld- flauga,“ sagði Baker. Utanríkisráðherrarnir minntust ekki á óánægju Bandaríkjamanna með ofbeldisverk sovéska hersins í Litháen og Lettlandi í þessu sam- bandi. Baker sagði þó að hann og Bush hefðu rætt sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna við Bessm- ertnykh. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Alex- ander Bessmertnykii, starfs- bróðir hans í Sovétríkjunum. mótmæli og óeirðir vegna mikiila verðhækkana á matvælum, sem einnig voru kynntar um helgina. Samkvæmt tilskipun Gorbatsjovs, sem hann gaf út á laugardag, verð- ur öryggislögreglunni KGB og her- sveitum innanrikisráðuneytisins einnig heimilt að fara inn í fyrirtæki landsins til að rannsaka reikninga þeirra og birgðahald. Tilgangurinn er sagður sá að stemma stigu við svartamarkaðsbraski. Tveir norskir sérfræðingar í mannréttindamálum, lagaprófessor- inn Torkel Osahl og Asbjörn Eide, yfirmaður Mannréttindastofnunar Noregs, sögðu í gær liættu á að borgarastyijöld brytist út í Litháen ef Gorbatjsov færði lýðveldið undir beina stjórn sína. • Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að þiggja boð Lands- bergis um að senda fulltrúa til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslu í Litháen, sem fer fram dagana 4.-9. febrúar. Einnig kemur til greina að sendinefndin heimsæki í sömu ferð Eistland og Lettland. Norðurlanda- ráð hyggst ennfremur bjóðast til að samræma ferðir þingmanna frá þjóðþingum Norðurlanda til Eystra- salts til að tryggja að norrænir þing- menn verði þar sem lengst meðan á erfiðleikuhum stendur. Sjá frétt á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.