Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 17 Svarið við vanda íslenskra fjölmðla er ekki það að reyna að setja regnhlíf yfir ísland eins og Einar Kárason komst að orði á fundi sem ég hélt um þessi mál sl. þriðju- dag. Svarið er frekar það að grípa til almennra aðgerða til þess að styrkja íslenska menningu og íslenska tungu sem grundvöil henn- ar. Það sem hefur verið og verður gert Það sem gert hefur verið í þeim efnum er margt: Ég bendi á mál- ræktarátakið sem sýndi meiri áhuga íslensku þjóðarinnar á menn- ingu sinni og tungu en nokkurn hafði órað fyrir. Jarðvísindamenn leita stundum eftir heitavatnsæðum langtímum saman. Mér datt sú samlíking í hug í málræktarátak- inu: Við fundum æð sem sýndi samnefnara íslensku þjóðarinnar — samnefnarinn er málið, er tungan. Það er ekki vafi á því að ein ástæða þess að virðisaukaskattur var felld- ur niður af bókum var umræðan í málræktarátakinu. Það varð vakn- ing. Þess vegna varð til pólitískur - jarðvegur til að fella virðisauka- skatt niður af bókum sem er ein þýðingarmesta aðgerð síðari ára- tuga til þess að styrkja íslenska menningu, bókina og bóklesturinn, margfalt þýðingarmeiri aðgerð en öll reglugerðarákvæði. Fyrir utan þetta sem hér hefur verið nefnt má nefna margvíslegar aðgerðir af smærra og stærra tagi: Stílverð- laun, stuðning við útgáfu orðsifja- bókar, stuðning við mállýskurann- sóknir, ár læsis og fleira og fl eira. Og nýlega hefur háskólaráð sam- þykkt áætlun um málrækt og íðorðasmíð í háskólanum. Með sam- þykkt háskólans er stigið stórt skref sem felur í sér viðurkenningu á því aðalatriði að íslenskan lifir því að- eins að hana megi nota um flest- allt sem fólk fæst við og að fræði- menn fái ekki lengur að afsaka sig með erlendum hugtökum þegar þeir tala hver við annan. Og senn verður kynnt framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins um íslenskt mál og verður gerð grein fyrir henni fljótlega. En það er ekki nóg að gert. Næsta meginverkefni okkar á þessu sviði í menntamálaráðuneytinu er framkvæmdaáætlun um þróun íslenskrar tungu. Þar setjum við okkur markmið: Hversu mikið á að þýða af fræðiheitum, hvaða áhersl- ur á að hafa í skólum landsins, o.s.frv. Og síðast en ekki síst: Það verður að tryggja það að þær stöðv- ar sem hafa leyfi til að starfrækja sjónvarp hér á landi flytji íslenskt efni og í rauninni er engin vörn til önnur en sú að íslensku stöðv- arnar séu betri en aðrar. Það á að vera forgangsverkefni þessara stöðva að setja fjármuni í íslenskt efni fremur en allt annað. í upphafi var minnt á að „vörn- in“ væri lykilorðið í umræðunni um íslenska tungu. Við eigum að veij- ast. En við eigum líka með skipuleg- um hætti að sækja. Sá sem alltaf er í vörn tapar smátt og smátt og á að lokum hvergi skjól í sviptingum samtímans. íslensk menning þarf á því að halda að menn hafi kjark til þess að reisa merki hennar alís stað- ar og nú á að spyija: Hvernig getum við notað alþjóðlegar breytingar til þess að efla íslenska menningu. Getur alþjóðleg þróun orðið nýr aflgjafi íslenskrar menningar. Svar- ið er já. Ef við þorum og hikum ekki við að hagnýta okkur mögu- leika og greinum aðalatriðin glöggt frá aukaatriðum. AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæði Olíufélagið hf 603300 Dagblaðið Tíminn, sem hefur birt snjallar greinar um íslensk menn- ingarmál á síðustu misserum, skrif- ar um að ég hafi staðið fyrir aðför að íslenskri menningu með reglu- gerðarbreytingunni 17. janúar sl. Það versta við grein Tímans er það að hún er nafnlaus og þar af leið- andi ekki marktæk. En þeir sem tala máli íslenskrar menningar þurfa helst að þora að koma fram undir nafni. Það er vísari vegur til sigurs en heimóttarskapurinn undir regnhlíf nafnleysisins. Leiðari Morgunblaðsins um þessi þýðingar- mál var líka nafnlaus er hann birt- ist. En mér fannst það góður leið- ari og ég er sammála honum í grundvallaratriðum. Ég _er einnig sammála grein Kristjáns Árnasonar sem birtist í þessu blaði á fimmtu- daginn. Ég er raunar sannfærður um að um málið er breið og víðtæk samstaða. Nú er unnið að breyting- artillögum við útvarpslögin í nefnd með fulltrúum íslenskrar málnefnd- ar, Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2, sam- gönguráðuneytisins, Pósts og síma, útvarpsréttarnefndar og mennta- málaráðuneytisins og ég vona að okkur takist nú á næstu vikum að skýra þessi mál frekar með laga- breytingu og breytingum á reglu- gerðum. Þá reynir á hvað löggjafinn vill gera í þessu efni og fátt er mikilvægara en að það sé þjóðar- sátt um þjóðtunguna. Höfundur er menntamálaráðherra. Aths: ritstj.: Vegna ummæla menntamálaráð- herra um nafnlausa leiðara Morg- unblaðsins skal eftirfarandi tekið fram: Forystugreinar blaðsins eru skrifaður á ábyrgð ritstjóra' þess. Svavar Gestsson þarf því ekki að leita lengi að ábyrgðarmönnum umrædds leiðara. Námsketó og leshringar um andleg mál og heimspeki Vidfangsefnid er þróunarheimspeki og sálarheimspeki. Þeirri reglu er fylgt aö lesa ekki tvcer bcekur samfellt eftir sama höfund. Byrjad verdur á bókinni BRÉF UM DULFRÆÐILEGA HUGLEIÐINGU eftir Alice A. Bailey og tíbetska ábótann Djwhal Khul. Þátttökugjald er kr. 1.500,- á mánuöi. Upplýsingar í síma 91-79763. Samtök áhugamanna um heimspeki. Góð ávöxtim og eignaskattsfrelsi gera gæfuimimnn Innstceða á Bakhjarli sparisjóðsins er góður kostur Bakhjarl gaf hœstu ávöxtun innlánsreikninga í bönkum og sparisjóöum á síðasta ári. Bakhjarl er 2ja ára bundinn, verðtryggður reikningur. Með innstœðu á fíakhjarli leggurþií jafnframtgrunninn aðgóðri lána- fyrirgreiðslu íframtíðinni fyrirþig og þína. Þérgetur ef til vill boðist betri raunávöxtun annars staðar á íslenskum fjármagnsmarkaði -enþegarþess ergœtt að innstceða á Bakhjarli nýtur eignaskattsfrelsis hjá einstaklingum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, erufáir kostir vœnlegri. Hér er sýnt hvernig raunávöxtun þriggja sparnaðárleiða breytist eftir eignaskattsálagningu. 1 ] Raunávöxtun Jyrir eignaskatt % Ef lijóniii eiga hreina eign 6,4-9,3 inilljónir kr. Skutlhhitfall 1,2%. Ef hjónin eiga lireina eign 9,3-18 milljónir kr. Skatthlutfall 1,45%. Ef lijóuin eiga lireina eign uiiifram 18 niilljónir kr. Skattlilutfall 2,2%. Dœmið er um miðaldra hjón sem hafa 3, 7 millj. kr. í árslaun, skulda ekkert en eiga sparifé og geta valið um Bakhjarl eða verðbréf Valið stendur á milli Bakhjarls sem gefur 6,6% raunávöxtun á ári, nýrra spariskírteina ríkissjóðs, sem gefa 6% raunávöxtun, ogýmissa (eignaskattsskyldra) verðbréfa, sem íþessu dœmi gefa að meðaltali 7,2% raunávöxtun áðuren tekið ertillit til eignaskatts. *Áýmsutn verðbréfum getur verið um Ékírteinis— og itinlausnargjald að rœða að auki. Hafðu sparisjóðinn að Cakhjarli SPARISJÓÐURINN -fyrir pig og þína SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR • SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS • SPARISJÓÐUR MÝRARSÝSLU • SPARISJÓÐUR ÓLAFSFJARÐAR SPARISJÓÐUR REYKJAVlKUR OG NÁGRENNIS • SPARISJÓÐUR SVARFDÆLA • SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA • SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.