Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 23 Reuter Jórdönsk Scud-leikföng seljast vel Abdel-Hamid Alafghani, sem býr í Amman, höfuðborg Jórdaníu, málar litlar eftirlíkingar af íröskum Scud-eldflaugum sem eru sovésk- smíðaðar en hafa margar verið endurbættar í Irak. Til hliðar sést fáni íraks en þorri fólks í Jórdaníu, þar sem býr fjöldi landflótta Palestínumanna, virðist styðja Saddam Hussein. Ástandið í Kúveit óbærilegt og fer síversnandi í Bagdad Flóttafólk við komu sína til Jórdaníu: Ruweished í Jórdaníu. Reuter. HUNDRUÐ flóttamanna komust í gær frá írak yfir landammærin til Jórdaníu en þúsundum manna, einkum aðfluttum verkamönnum, hef- ur verið neitað um leyfi til að halda frá Irak og hafast þeir við í timb- urhjöllum um 70 kílómetra frá jórdönsku landamærastöðinni við Ruw- eished. Flóttamennirnir sögðu við komu sína til Jórdaníu að ástandið í Kúveit væri orðið óbærilegt og að alvarlegur matarskortur væri tekinn að gera vart við sig í höfuðborg Iraks, Bagdad, auk þess sem orkumiðlun lægi niðri. Flóttamenniynir sögðu þúsundir manna vera íraksmegin við jórd- önsku landamærin og kváðust þeir ’nafa séð fjölda fólks orna sér við opna elda sem kveiktir hefðu verið við timburhjalla er tekist hefði að hrófa upp. Næturfrost eru nú á þess- um slóðum auk þess sem fólkið hef- ur mátt þola miklar rigningar og snjókomu. Einn flóttamannanna kvaðst undanfarna sjö sólarhringa hafa haldið til í bifreið ásamt eigin- manni sínum og tveimur sonum. Öllum bar saman um að kuldinn hefði verið ægilegur. Talsmenn hjálparstofnana hafa lýst yfir þung- um áhyggjum sökum ástandsins en svo virðist sem flestir flóttamann- anna séu við Treibeel-landamæra- stöðina í írak. Fimm flóttamenn voru sagðir hafa látist þar. Talið er að í síðustu viku hafi um 5.000 marms freistað þess að kom- ast frá írak í gegnum Ruweish- ed-landamærastöðina. Irakar lokuðu hins vegar landamærunum á þriðju- dag í síðustu viku og var fólkinu tjáð við komu sína að þvi bæri að snúa aftur til Bagdad til að fá tilskil- in leyfi til að halda úr landi. Yfirvöld í Jórdaníu hafa mótmælt þessari ákvörðun og freistað þess að skipu- leggja neyðarhjálp í samvinnu við Rauða krossinn. Viðmælendur Reiiters-fréttastof- unnar sögðu við komu sína til Jórd- aníu að ástandið í Kúveit væri orðið óbærilegt með öllu. Algengustu matvæli væru illfáanleg og alvarleg- ur bensínskortur væri tekinn að hrjá landsmenn. Margir hefðu safnað miklum birgðum matar en helstu nauðsýnjar væru ófáanlegar á opn- um markaði. Við þetta bættist síðan að almenningur þyrði tæpast að yfir- gefa heimili sín og margir væru í felum. Flóttamönnunum bar einnig sam- an um að ástandið í írak færi ört versnandi sökum linnulausra loftár- ása bandamanna. „í Bagdad er eng- an mat að fá, ekkert rafmagn og ekkert gas. Símasamband er ekkert og sjónvarpssendingar liggja niðri,“ sagði indverskur flóttamaður, sem kvaðst hafa unnið við að byggja forsetahöllina í Basra, næststærstu borg íraks. Viðmæiendum bar sam- an um að Basra hefði orðið fyrir þungum loftárásum og nefndu einn- ig að helstu vegir til höfuðborgarinn- ar væi-u ófærir sökum hernaðarað- gerða bandamanna. Siad Barre flúinn frá Sómalíu: Skæruliðahreyfingar hyggj- ast mynda nýja ríkisstjórn Nairobi í Kenía. Reuter. FAGNANDI liðsmenn úr skæruliðahreyfingum, sem barist hafa gegn stjórn Mohameds Siads Barres forseta í Vestur-Afríkuríkinu Só- maliu, skutu upp í loftið af byssum sínum við útvarpsstöð landsins á sunnudag og dansað var á götum höfuðborgarinnar, Mogadishu, er \jóst var að Barre hafði flúið land. Talið er að hann hafi komist á brott í skriðdreka, sennilega til nágrannalandsins. Keníu, aðeins 15 mínútum áður en uppreisnarliðið tók forsetahöllina. Talsmaður öflugustu hreyfingar skæruliða segir að mynduð verði samsteypu- stjórn fulltrúa uppreisnarhópanna, lýðræði tekið upp og sljórnvöld muni biðja um alþjóðlega neyðaraðstoð. inni, sem hefur um milljón íbúa, frá því í lok desember er uppreisnar- menn réðust á hana. Matarskortur þjakar almenning og margir óbreyttir borgarar hafa fallið í átök- unum. Talsmaður skæruliða, Ali Hassan Uppreisnarmenn tóku flugvöll höfuðborgarinnar á sunnudag. Er- lendir heimildarmenn í Mogadishu sögðu í gær að allt virtist með kyrr- um kjörum þar í fyrsta sinn um nokkurra vikna skeið. Vatns- og rafmagnslaust hefur verið í borg- Bretland: Tilraunaskáldsaga fær Whitbread-bók- menntaverðlaunin St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssj'ni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SÍÐUSTU viku voru Nicholas Mosley skáldsagnahöfundi veitt Whitbread-bókmenntaverðlaunin fyrir söguna Vonglaðar ófreskjur (Hopeful Monsters). Nicholas Mosley er ekki í hópi þekktari breskra rithöfunda og nýj- asta skáldsaga hans vakti ekki sér- lega mikla athygli, þegar hún kom út á síðasta ári. Hún fékk slæma dóma gagnrýnenda og víða var alls ekki minnst á hana. Þegar hún var valin í hóp sex bóka, sem kepptu til úrslita um Whitbread-verðlaunin, áttu fæstir von á, að þessi skáldaga yrði fyrir valinu. Nicholas Mosley hefur stundað- ritstörf frá því fyrir 1950 og 21 bók hefur komið út eftir hann. Fæstar þeirra hafa vakið athygli, en allar skáldsögur hans hafa verið til- raunaskáldsögur, þar sem vikið er frá venjulegum söguþræði. í þess- ari nýju sögu er eitt stefið erfðir og hvort áunnir eiginleikar geti erfst. Tvær aðalpersónurnar líta á sig sem nýja tegund vera, sem orð- ið hafi til við stökkbreytingu. Þær telja sig ekki geta lifað við óbreytt ástand í veröldinni, sem einkennist af stöðugum átökum. Bókinni lýkur Hussein, hefur aðsetur í London og er fulltrúi hreyfingarinnar Só- malska einingarráðsins (USC) sem fólk af Hawiye-ættbálknum fylgir. Hinar tvær eru Þjóðarhreyfing Sómalíu (SMM), studd af Isak-ætt- bálknum, og Sómalska föðurlands- landsfylkingin (SPM) er stofnuð var af hermönnum ættuðum frá Ogaden-eyðimerkursvæðinu sem er innan landamæra Eþíópíu en eink- um byggt Sómölum. Siad Barre reyndi að leggja Ogaden úndir sig árin 1977-1978 en beið afhroð í átökum við marxistastjórnina í Addis Abeba er naut aðstoðar Sov- étmanna og kúbverskra hermanna og skriðdreka. Forsetinn braut á bak aftur uppreisn árið 1978 með_. mikilli harðneskju en vopnuð bar- átta hófst á ný gegn Barre í byijun níunda áratugarins og hafa upp- reisnarmenn notið hjálpar Eþíópíu- manna og haft bækistöðvar þar í landi. 1988 gerðu liðsmenn SMM innrás í norðurhéruð landsins og er talið að tugþúsundir óbreyttra borgara hafi týnt lífi í bardögunum. Átökin færðust enn í aukana eftir stofnun SPM 1989. Latneska letrið eina afrekið Ólíkt mörgum öðrum Afríkulönd- um er munur á ættbálkum í Sóm- alíu afar lítill. Tungan er hin sama, einnig trúarbrögðin (islam) og íbú- arnir rekja nær allir ættir sínar til hirðingjaþjóðflokka. Sjálfur studd- ist Siad Barre aðallega við fólk af eigin ættbálki, Marehan, sem er mjög fámennur, og var valdaspilling mjög mikil. Helstu baráttumál stjórnvalda voru fyrstu árin herferð gegn ólæsi og sagt er að eina verk forsetans, sem muni standa, sé að hann lét taka upp latneskt letur í landinu. Forsetinn reyndi á síðari árum að halda völdum með því að etja saman ólíkum hópum og ættbálk- Mohamed Siad Barre. Ill-'uter um. Er hann rændi völdum án blóðsúthellinga 1969 hét hann því að binda enda á deilur ættbálka en skilur nú við landið flakandi í sárum og efnahaginn í rúst. Sagt er að Barre, sem er áttræður að aldri, hafi að undanförnu einkum „nærst“ á sígarettum og sterku kaffi. Bresk- ur sérfræðingur í málefnum Só- malíu, I. M. Lewis, segir að stjórn- arfarið hafi verið „andstyggilegt" og einkennst af stanslausri sjálfs- hælni valdhafa sem hafi einskis svifist til að halda völdum. Flestir ættingjar og margir ráðherrar Siads Barres höfðu þegar flúið til annarra landa er forsetinn loks hvarf á braut. á hugleiðingu um smíði kjarnorku- sprengjunnar í Los Alamos. Nicholas Mosley er sonur Sir Oswalds Mosleys, leiðtoga breskra fasista á fjórða áratugnum. Sir Oswald var í hópi stórbrotnustu stjórnmálaleiðtoga á þeim tíma í Bretlandi og vekur enn blendnar tilfinningar meðal Breta. Nicholas Mosley er sonur fyrri konu Sir Os- walds, Cynthiu. Síðari kona Sir Oswalds var Díana Mitford, sem var málkunnug Hitler og einn helsti aðdáandi hans á Bretlandseyjum. Nicholas Mosley ritaði ævisögu föður síns í tveimur bindum, sem kom út á fyrri hluta síðasta áratug- ar. Ævisagan vakti athygli meðal anpars fyrir það, að Díana Mosley hafði lagt blessun sína yfir verkið, en snerist síðan hugur og fordæmdi bókina, þegar hún kom út. Hún sagði Nicholas Mosley hroðalegan son, sem hefði skrifað ómerkilega bók. Þau hafa ekki talast við síðan. Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu í kvöld, þriðjudaginn 29.janúar, kl. 20.30, stundvíslega. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt reglugerð fulltrúaráðsins. 2. Ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. 3. Ræða: Davíð Oddsson, borgarstjóri. Fundarstjóri: Ólafur B. Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.