Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991 Undantekningarkröfur einstakra EFTA-landa eru þess eðlis að um þær verður að fjalla sérstaklega milli viðkomandi EFTA-lands og EB. Sem dæmi má taka samning um vöruflutninga EB-landa um Sviss og ámóta samning um vöru- flutninga EB um Austuijíki. Und- antekningarkrafa okkar íslendinga um beinar fjárfestingar erlendis frá í íslenskum fiskiðnaði er einnig gott dæmi um sérþörf EFTA-lands. í staðinn fyrir undanþágur eiga að koma verndarákvæði sem til dæmis kveða á um lengd aðlögun- artíma. Verndarákvæði munu ein- ungis gilda í þeim tilvikum þar sem sannanlega er um mikilvæga hags- muni viðkomandi ríkis að ræða. Til dæmis má nefna að EFTA-lönd- in hafa oft strangari reglugerðir í öryggis- og umhverfismálum en EB og krefst EFTA að tillit verði tekið til þess í samningum. Aðrar sérkröfur EFTA-landa eru t.d. fyr- irvari Sviss og íslands hvað erlendu vinnuafli viðvíkur og fyrirvari Austurríkis varðandi kaup á jarð- eignum á tilteknum svæðum í Austurríki. Samningstilboð EFTA um að falla frá flestum fyrirvörum um að gildandi EB reglur verði teknar upp innan EES er háð skilyrði. Það er að viðunandi lausn fáist á þátt- töku EFTA-ríkja í ákvarðanatöku innan EES í framtíðinni. Hagstæð niðurstaða fyrir EFTA í viðræðun- um um ákvarðanatökuna er helsta baráttumál EFTA-hópsins í samn- ingalotunni sem hófst nú í janúar. Margítrekuð afstaða EB til þessar- ar meginkröfu EFTA hefur verið, að þau ríki, sem ekki eru með í EB-klúbbnum, geti ekki vænst þess að fá að taka þátt í ákvarð- anatöku innan EB heldur einungis að hafa rétt á áheym og gera grein fyrir máli sínu. Aheymar- og tillöguréttur á öll- um stigum innan EES er allsendis ófullnægjandi tilboð frá sjónarhóli EFTA, og fara samtökin fram á að eiga beinan hlut að ákvarðana- tökunni. Einmitt þama stendur hnífurinn í kúnni og er ekki ólík- legt að EES-viðræðurnar í heild standi og falli með niðurstöðu þessa þáttar. Annar mikilvægur þáttur í samningaviðræðunum um EES er hvernig leysa eigi deilumál innan EES, og vill EFTA að settur verði á fót EES-dómstóll sem starfi í tengslum við dómstól Evrópu- bandalagsins. Fyrir EB krefðist þetta fyrirkomulag breytinga á Efnahagsbandalagssamningnum2 sjálfum og gæti það orðið snúið innanhússmál hjá bandalaginu. Það kom EFTA nokkuð á óvart síðastliðið haust þegar fram- kvæmdastjóm EB bætti löngum lista landbúnaðarafurða við þau mál sem bandalagið vill semja um í tengslum við EES. Vissulega er landbúnaður í heild ekki til um- ræðu nú frekar en þegar Fríversl- unarsamningamir vom gerðir 1972-1973, og það er ekki til umræðu að EFTA-löndin taki upp landbúnaðarstefnu bandalagsins. Framkvæmdastjórn EB er einfald- lega að koma á móts við „fátæk- ari“ aðildarríki bandalagsins — Spán, Portúgal, Grikkland, írland — með því að krefjast greiðari aðgangs fyrir landbúnaðarvörur að markaði EFTA-landa. Líklegt er að EFTA láti undan þessu á einn eða annan hátt sem og í flestu öðm í samningaviðræðunum fram til þessa. Krafan um greiðari að- gang fyrir landbúnaðarvörur að markaði EFTA tengist kröfunni um aðgang að fiskimiðum okkar íslendinga. Þama er því ekkert smámál á ferðinni þegar íslenskir hagsmunir eru hafðir í huga og fyrir EB er þetta pólitískt við- kvæmt mál. EB réttlætir kröfur sínar með því að benda á þann ábata sem iðnaður og þjónusta í EFTA-ríkjunum muni hafa af þátt- töku sinni í EES, og því sé ekki nema sanngjamt að eitthvað komi á móti til að styrkja framfarir á hinum fátækari svæðum EB. Það hefur áður verið rætt á hvaða hátt EFTA gæti stutt framfarir á lítt þróuðum svæðum EB. Til dæmis hefur verið rætt um að koma á fót þróunarsjóði, eitthvað í líkingu við þann sem EFTA hefur komið upp, til að efla framfarir í Portúgal. Fallið var frá þessari hugmynd af hálfu EB á þeirri forsendu að þá ekki ólíklegt, að viðræðurnar renni út í sandinn eða EES verði bið- stofa fyrir væntanleg aðildarríki bandalagsins. Komi EB á hinn bóginn til móts við óskir EFTA í ákvarðanatökumálinu dregur úr þörf meirihluta EFTA á að sækja um fulla aðild að EB. Málið snýst um sameigin-lega ákvarðanatöku í sameiginlegum málum. 1. „The European Community" er þýtt á íslensku sem „Evrópubandalagið“, en það er röng þýðing og misvísandi um EC sem stofnun. Þegar íslenska heitið er þýtt orðrétt á ensku t.d. kemur villan greinilega í ijós. Eina tungumálið þar sem „The European Community" hefur verið þýtt sem „Evrópubandalagið" er ístenska. Eðlilegast væri að taka upp heitið „Evrópusamfélagið“ og væri for- vitnilegt að fá álit annarra á þessu. 2. Evrópubandalagið er samheiti þriggja bandalaga: Efnahagsbandálags Evrópu, Kola- og stálbandalags Evrópu og Kjarn- orkubandalags Evrópu. 3. Sú leið sem líklegast er að verði valin til lausnar þessu máli er tvíhliða viðræð- ur milli EB og einstakra EFTA-ríkjá. Kom þetta fram á sameiginlegum ráð- herrafundi EFTA-EB 1. desember sl. í ljósi núverandi fiskveiðistefnu EB er ekki fráleitt að ætla að í lok viðræðn- anna um EES verði samið tvíhliða um iausn helsta hagsmunamáls fslands. Hvort EES-samkomulag standi eða falli með viðunandi lausn á fríverslun með fisk innan EES má teljast hæpið, því af hálfu EB fellur þessi málaflokkur ekki undir ijórfrelsið innan EES. Það er aftur á móti krafa EFTA hópsins að svo verði. f vissum skiiningi er ísland í þessu máli á sama báti og suðræn riki í EB, þ.e. ísland er fyrst og fremst fram- leiðsluland matvæla sem opnar markað sinn fyrir iðnaði og þjónustu frá EB. Höfundur starfur við alþjóðatengsl á vegum umhverfismálastofnunar í Saizburg, Austurríki. Eystrasaltsríkin áber- andi á nefndafundum N orðurlandaráðs SÍÐUSTU vikuna í janúar halda allar fastanefndir Norðurlandaráðs fundi til að ganga frá þeim málum sem koma til afgreiðslu á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 26. febrúar til 1. mars, segir í frétt frá íslandsdeild Norðurlandaráðs. í öllum nefndum eru til af- greiðslu tillögur um norrænt sam- starf og stuðning við umhverfis- vernd í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, aukið samstarf milli Norð- urianda og Eystrasaltsríkja á sviði landbúnaðar, stuðning við alþjóð- legt samstarf og þróun lýðræðis í Austur-Evrópu, menningarsam- starf milli Norðurlanda og Austur- Evrópu auk samstarfs við Eystrar- saltsríkin um samgöngumál. Til umræðu í öllum nefndum verða einnig tillögur, sem miða að því, að gera störf Norðuriandaráðs skilvirkari. Nefnd sú, sem leggur fram tillögur þessar, leggur til, að möguleikar á samstarfi Norður- landaráðs um alþjóðleg málefni verði bættir og að áhrif Norður- landaráðs á norrænu fjárlögin verði aukin. NYR TRANSP* V.W. „Rúgbrauöiö“ þekkja allir. Þaö er bíll sem hefur verið lítiö breyttur í rúm 40 ár. N Ú ERALLT BREYTT NEMA NAFNIÐ □ Ný innréttlng - 5,4m3 □ Nýr vélbúnaður - Hreyfill frammí sambyggður við gírkassa og drif □ Ný yfirbygging - Vindstuðull = 0,36 □ Nýir aksturseiginleikar - Framhjóladrif □ Nýir notkunarmöguleikar - Með eða án vsk. □ Nýtt og hagstætt verð: Frá vsk. kr. 1.057.815 kr. 259.185 m. vsk. kr. 1.317.000 Ymsar gerðir Fjöldi möguieika 9-1 2m fólksbfll/sendlbíll Pallbfll, lengrl gerö Háþekja n c rzm Paltbfll m 6m. húsi Vængjahuröir aö aftan Rennihurðir á hliöum Sama gólfhæð afturúr HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.