Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Tilvistarvandi EFTA eftir Steingrím Gunnarsson Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) eru ekki ánægð með gang viðræðna um evrópska efnahags- svæðið. (EES) og lá við að þær sigldu í strand í desember síðast- liðnum. Ástæðan er ofur einföld. EFTA hefur slegið af flestum kröf- um sínum og fallið frá öðrum til að liðka fyrir samningum, en Evr- ópubandalagið (EB)' hefur aftur á móti staðið fast á sínu og heldur aukið kröfur sínar en hitt. Hugmyndin um EES er komin frá Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar EB, sem hugsaði hana sem leið fyrir EFTA að innri markaði EB. Þar með vildi hann bæta markaði hinna sjö aðild- arríkja EFTA við markað EB-ríkj- anna tólf og á þann veg draga úr þrýstingi einstakra EFTA-ríkja um aðild að bandalaginu. í sem fæst- um orðum á EES að statfa á eftir- farandi hátt: EFTA-ríkin, sem gerðu hagkvæma fríverslunar- samninga við EB á árunum 1372- 1973, eiga að innleiða „frelsin íjög- ur“, hornsteina innri markaðarins 1993, „íjórfrelsið“ svokallaða á við fijálsa flutninga á vöru, fjár- magni, fólki og þjónustu. „Fjórfrel- sið“ nær ekki til þandbúnaðar og skiptir það okkur íslendinga máli því að fiskur og fiskveiðar flokkast þar undir. Verði af stofnun EES munu 19 ríki eiga aðild að því með samtals um 350 milljónum íbúa, og innan þessa svæðis geta fyrirtæki og fólk flust til að vild. Vöruverslun og viðskipti með Ijármagn og þjón- ustu verða óhindruð. Með því að ryðja úr vegi viðskiptahindrunum milli EFTA og EB gera menn sér góðar vonir um að styrkja sam- keppnisaðstöðu EFTA-EB út á við, myndi EFTA hafa áhrif á ákvarð- anatökuna um það hvernig sjóður- inn yrði notaður og þannig á innan- hússmál hjá bandalaginu. Leiðin sem EB hefur valið til að EFTA láti eitthvað af hendi rakna til þró- unarsvæða EB er að fá greiðari aðgang að landbúnaðarmörkuðum og fiskimiðunrEFTA-landanna.3 I þessu samhengi þarf enga sérstaka glöggskyggni til að koma auga á sérstöðu Islands í EFTA-hópnum. Hún er augljós. Fyrrnefndir þættir viðræðnanna um EES að viðbættri stífni EB í ákvarðanatökumálinu gerir samn- ingsaðilum erfitt fyrir, og um tíma heýrðust þær raddir í EFTA-hópn- um, sem efuðust um einlægni EB í viðræðunum almennt. Það þarf ekki að líta þannig á, heldur leiðir afstaða EB í EES-málinu í ljós styrkleikahlutföll viðsemjenda og að EB-menn hafi þrýst EFTA-lið- inu upp að veggnum. Upphaflega var gert ráð fyrir að samkomulag næðist fyrir lok síðasta árs, en sú varð ekki raunin, og er miðað við að ganga frá samkomulagi núna í vor eða í síðasta lagi um mitt sum- ar. Tíminn er naumur, því væntan- legir EES-samningar verða að fá samþykki umbjóðenda samnings- aðila, þ.e. þeir verða að fara fyrir ráðherraráð EB og þing banda- lagsins, fyrir þjóðþingin og í Sviss verður þjóðaratkvæði um málið. Ef EES-dæmið gengur upp eiga EFTA-löndin að hafa innleitt EB- reglurnar hinn fyrsta janúar 1993. Til að EFTA se'm stofnun verði hæf í EES-samstarfinu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á stofnsamningi og uppbyggingu samtakanna og munu þær breyt- ingar að öllum líkindum leiða til þess að EFTA verði breytt í yfir- þjóðlega stofnun. Heyrst hefur að í stað 100 manna starfsliðs EFTA nú verði þörf á 2.000 manns til að sinna verkefnum samtakanna þegar EES er orðið að veruleika. Forysta EFTA-hópsins á loka- spretti EES-viðræðnanna er í höndum Austurríkismanna og reynir nú mikið á samningaleikni þeirra. Það er ekki úr vegi hér að benda á þá skondnu staðreynd að á einhveiju viðkvæmasta samn- ingsstigi viðræðnanna skuli forysta EFTA falla í skaut Austurríkis, sem hefur þegar sótt um aðild að EB (17. júlí 1989). Lúxemborg veitir ráðherraráði EB forstöðu á sama tíma og ætti það að auðvelda EES samkomulag og sætta svo- kölluð suður-norður viðhorf innan bandalagsins hvað EES-viðræð- urnar áhrærir. Síðastliðið haust gætti vaxandi svartsýni í EFTA-hópnum um framhald viðræðnanna, og yfirlýs- ing Svíþjóðar um að ætla að leggja fram umsókn um inngöngu í EB vorið 1991 bætti ekki andrúmsloft- ið og veikti samningsstöðu EFTA enn frekar. Ekki er ólíklegt að Noregur og jafnvel Finnland fylgi fordæmi Svíþjóðar. Það gæti leitt til þess að EB semji við íjögur EFTA-landa samtímis um inn- göngu í EB. Þá væri EB búið að ná kjörstærð að mati margra áhrifamanna innan EB og eftir í EFTA væru þá Sviss, Liechten- stein og ísland. Skipan mála í Evrópu hefur leitt til þess að ríki sem áður lutu stjórn kommúnista vilja nú ganga í Evr- ópubandalagið. EB á i viðræðum við Tékkóslóvakíu, Ungveijaland og Pólland um aukin tengsl og mun að öllum líkindum verða sa- mið við þessi ríki á breiðari grund- velli en t.d. þegar Fríverslunar- samningamir voru gerðir milli EFTA og EB á árunum 1972- 1973. Búist er við að þessi lönd fái greiðan aðgang að innri mark- aðnum og að EB veiti þeim allt að tíu ára aðlögunartíma til að bæta samkeppnisstöðu sína. Þessir samningar munu greiða fyrir efna- hagslegum og ekki síst pólitískum samruna Evrópu, en það þýðir ekki endilega að Evrópubandalag- inu væri akkur í að fá þessi lönd sem fullgild aðildarríki. Þessi mál í heild eru risavaxin að umfangi, en ef samningar tak- ast, annars vegar um EES og hins- vegar á milli EB og kommúnista- ríkjanna fyrrverandi í Austur- og Mið-Evrópu, mun komast á lag- girnar evrópskt efnahagssvæði sem ekki einungis nær til ríkja Vestur-Evrópu. Samtímis þessari þróun i Evrópu eru í gangi samningaviðræður milli Bandaríkjanna og Mexíkó um Steingrímur Gunnarsson „Samningstilboð EFTA um að falla frá flestum fyrirvörum um að gild- andi EB reglur verði teknar upp innan EES er háð skilyrði. Það er að viðunandi lausn fáist á þátttöku EFTA-ríkja í ákvarðanatöku innan EES í framtíðinni. Hag- stæð niðurstaða fyrir EFTA í viðræðunum um ákvarðanatökuna er helsta baráttumál EFTA-hópsins í samn- ingalotunni sem hófst nú í janúar.“ fríverslun og er reiknað, með að Fríverslunarsvæði Norður- Ameríku (Mexíkó, Bandaríkin og Kanada) verði að veruleika um líkt leyti og Innri markaður EB. Á Norður-Ameríkusvæðinu eru um 360 milljónir íbúa. Allar þessár viðræður austan hafs og vestan endurspegla þróunina í heimsvið- skiptunum í átt til stærri viðskipta- heilda og skýra um margt tilveru- vanda EFTA. Leiðir þátttaka í EES til aðildar að EB? Svarið við þessari spurn- ingu ræðst mikið til af niðurstöðu samninga um ákvarðanatökuna innan EES. Nái niðurstaðan of skammt fyrir EFTA-ríkin þá er og þá sérstaklega gagnvart Banda- ríkjunum og Japan. Innan EES mun aukið fijálsræði leiða til auk- innar samkeppni sem á að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Eftir sem áður munu upprunaregl- ur og tollaeftirlit vera nauðsyn- legt, því að EES verður ekki tolla- bandalag. Stefnt er að því að EES verði að veruleika 1. janúar 1993, þ.e. um leið og innri markaður EB. Til að auðvelda aðlögun, verða EFTA-löndin að taka upp gildandi EB-reglur. Hafi EFTA í upphafi viðræðna farið fram á undantekn- ingar til langs tíma frá EB-reglum, þá hafa Fríverslunarsamtökin snú- ið við blaðinu síðan og eru nú reiðu- búin að falla frá flestum fyrirvör- um, með ákveðnum skilyrðum þó. Vib á Sjanghæ höfum fengið til liös viö okkur Kínverjann JIAO YOUNG; en hann starfaði áöur á Fragrant Hill Hotel sem er 5 stjörnu hótel í Peking. JIAO YOUNG valdi saman á tilboösmatseöil úrval rétta af nýjum matseðli Sjanghæ og tilreiðir þá eins og honum einum er lagiö. Tilboðið gildir öll kvöld frá 29. janúar til 8. febrúar. FORRÉTTUR Glóöuð svínarif m/Hoi sin sósu SÚPA Szechuansúpa (sterk) AÐALRÉTTUR Fiskiseiðar m/sérstakri sósu yfirmatreiðslumeistarans Kjúklingur m/ostrusósu Nautakjöt m/chilisósu og kaffi eba te á eftir Allir þessir réttir kosta abeins 1.290,- kr. Frí heimsendingarþjónusta. Laugavegi 28b, sími 16513 REIKNISTOFNUNOG ENDURMENNTUNARNEFND HÁSKÓLA ÍSLANDS TÖLVUNOTKUN (PC-TÖLVUR) GRUNNNÁMSKEIÐ Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái trausta grunnþekk- ingu á aimennri notkun einkatölva. A námskeiðinu er farið vel í tvö algengustu notkunarsvið einkatölva, þ.e. ritvinnslukerfið Orð- snilld (WordPerfect) og töflureikni (PlanPerfect) auk MS-DOS stý- rikerfisins. Ætlast er til að þátttakendur geri æfingar milli tíma LEIÐBEINANDI: Ásrún Matthíasdóttir, tölvunarfræðingur og kennari. TÍMI OG VERÐ: 4. febrúar - 22. apríl (4. mars ekki með), mánudagskvöld kl. 19.30-22.00. Verð kr. 23.500,-. Öll námsgögn innifalin. Ath.: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, BSRB og SFR styrkja félagsmenn sína til þátttöku í þessu námskeiði. Skráning fer fram í síma 694940, en nánari upplýsingar fást í sfmum 694923 og 694924. ra S PRENTARAR SEM AÐRIR LIKJA E F T I R EaESiKS Hágæöa ritvinnsluprentari Hljóölaus Gæöaletur Hewlett Peckard hágsedaprentarar EINSTAKT TILBOD Hewlett Packard DeskJet 500 - kr. 63.000, með VSK Mikið rekstraröryggi Mjög nettur Tilbúínn fyrir Windows 3 Góð greiðslukjör 58.590 stgr. m/VSK eða t.d. MUNALÁN 25% útborgun og 4.427,- á mánuði í 12 mánuði. Gerðu verðsamanburð. M ÖRTÖLVUTÆKNI W TÖLVUKAUP HF ■ SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI: 68 72 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.