Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 35
35' MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Sigríðar og Jóhannesar ungur drengur og dvaldist hjá þeim í sjö sumur. Þar með var lagður grunnur- inn að þeim vinaböndum sem aldrei slitnuðu. Mörg voru þau sporin sem lágu að Hömrum og öll jafnánægju- leg. Alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum, þeim hjónum var gestrisnin eðlislæg og sjálfsögð. Sex ára fór ég í fyrsta sinn til sumardval- ar að Hömrum. Þar beið Sigríður með opinn faðminn í hlýlegu baðstof- unni sinni og ævintýraheimur sveit- arinnar opnaðist í allri sinni dýrð. Með festu og hlýju stjórnaði hún heimilinu og okkur ungviðinu, sendi okkur niður að læk til þess áð sækja eða leggja saltfiskinn í bleyti, lét okkur hjálpa sér við að reyta arfann í matjurtagarðinum, sækja kýrnar eða tína kúadellur i strigapoka af túninu með Björgu gömlu. Bjarga eins og við kölluðum hana hét fullu nafni Hallbjörg Bjarnadóttir og dvaldist hún hjá þeim Jóhannesi um árabil og dó hjá þeim á Hömrum sumarið 1954. Mér eru sérstaklega minnisstæðir laugardagsmorgnarnir þegar Bjarga lá á fjórum fótum á baðstofugólfinu og skúraði þar með sandi, ekkert gat orðið jafnhreint, jafnhvítt. Eftir að ég fór að muna eftir mér á Hömrum er Sigríður að mestu við innanbæjarstörf en framan af bú- skap þeirra hjóna mun hún hafa gengið af miklum dugnaði í öll úti- verk eftir þörfum, en Jóhannes var oft fremur heilsulítill maður, þótt hann léti lítið á því bera. Af fáum minningum stafar jafnmikilli birtu og yl og þegar ég sat á skemli- í hlýju íjósinu og heyrði taktfastar bunur mjólkurinnar í fötunum hjá þeim Jóhannesi og Sigríði. Ekkert var jarðbundnara eða veitti meira öryggi. Eftir á hef ég oft dáðst að um- burðarlyndi Sigríðar þegar allur krakkahópurinn, við Hermann dótt- ursonur hennar og Halli, Gústi, Mummi og Ásgeir úr vesturbænum ærsluðumst og hlógum, skemmdum varpið í hænunum, hrekktum gæs- irnar eða riðum röftum á bæjarhús- unum. Og í eldhúsinu beið mjólk og kex sísvöngum öngum. Slíkt um- hverfi og áhrif eru holl litlu barni sem er að stíga sín fyrstu skref fjarri heimili sínu. Þeir komu líka sumar eftir sumar snúningastrák- arnir hennar og þar á eftir í heim- sóknir árum saman með konu og börn. Og ekki má gleyma laxveiði- mönnunum sem margir tengdust Hamraheimilinu sterkum vináttu- böndum. Siggu þótti blátt áfram miður ef þeir fóru austur úr án þess að koma inn og fá sér kaffisopa. Margur unglingurinn og barnið frá Sólheimum yljaði sér líka í eldhúsinu hjá Sigríði og þáði góðgæti og henni var ætíð vel fagnað þegar hún lab- baði sig með brauðin sín í dós upp að Sólheimum til þess að setja þau í hverinn. Þótt Sigríður gerði ekki víðreist um ævina lét hún sjaldan undir höf- uð leggjast að fara í kvenfélagsferð- irnar og veittu þær og samvistirnar við konurnar úr sveitinni henni mikla ánægju. Sigríður var komin vel á tíræðisaldur þegar hún fór sína síðustu ferð með kvenfélagskonun- um. Pijónavélin kom inn í líf hennar eftir að hún varð sextug og mikið var hún dásömuð. Hver flíkin af annarri rann fram af höndum Sigríð- ar og vélarinnar í þau 30 ár sem þær unnu saman. Síðan tóku við handprjónuðu rósavettlingarnir hennat' sem glöddu öll barnabörnin og barnabarnabörnin hvenær sem færi gafst. Vettlingarnir sem yljuðu litlu lófunum hans sonar míns fyrstu árin eru nú vandleg geymdir niðri í kistu sem dýrgripir væru. Ein er sú velgjörð sem Sigríði verður seint fullþökkuð en það er elska hennar og hlýja í garð Ólafar systur minnar. í íjögur ár dvaldi Ólöf að mestu hjá þeim hjónunum á Hömrum umvafin ástúð og kærleika. Aldrei þreyttist Sigríður á að sinna henni og hennar sérstöku þörfum og margan slaginn tóku þær saman. ,jAmma á Hömrum" er og verður Ólöfu minni kærari en flest annað og það var unun að sjá hve þær nutu þess að hittast á seinni árum þótt Hamrar væru þá víðs fjarri. Fyrir allar þær stundir vill Ólöf syst- ir mín þakka af heilum hug. Enga manneskja hef ég séð eld- ast eins vel og Sigríði á Hömrum, EtFA Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Mæg bflastæði til hinstu stundar hélt hún fullum andlegum og líkamlegum kröftum, stálminnug, forvitin, áhugasöm um allt og alla, ræðin og glettin, hlý og huguisöm. Allt það besta magnaðist í fari hennar með aldrinum. Það var unun að vera samvistum við hana og allir fóru ríkari af hennar fundi. Skerta sjón bætti hún með upp- skurði á tíræðisaldri, heyrnina með heyrnartæki og svo var hún þotin út og suður eftir að hagur hennar rýmkaðist og búsforráðum sleppti. Margan vetrarpartinn dvaldi hún hjá Ingibjörgu fóstursystur sinni á Stokkseyri eða í Reykjavík hjá Helgu mágkonu sinni og Þorbirni bróður sínum meðan hann lifði og naut þeirra stunda vel. Sigríður átti ekki því láni að fagna að eyða síðustu æviárunum á Hömr- um. í um sjö ár dvaldi hún á Kumb.- aravogi á Stokkseyri. Aldrei heyrðist hún kvarta þótt vistin væri oft frem- ur dapurleg og hugurinn leitaði heim að Hömrum. Jakvætt hugarfar ein- kenndi Sigríði og hún gerði sér far um að gera gott úr öllu. Margir heimsóttu Sigríði að Kumbaravogi, en á engan er hallað þótt hét'. sé minnst alls þess sem dóttursonur hennar Erlingur og Eygerður kona hans gerðu fyrir hana, og litli sonur þeirra Jóhannes, langömmubarnið og sólargeislinn sem átti sinn besta vin í langömmu. Á seinni árum kom Sigríður oftast til okkar viku á haustin eða vorin. Þá átti ég mörg viðtöl við hana um gamla daga, siði og venjur, örnefni og landslýsingar, trú og fordóma og margt fleira. Síðasta viðtalið átti ég við hana fyrir tæpu ári þar sem hún lýsir af nákvæmni matargerð og matarvenj- um bernsku sinnat'. Óll eru þessi viðtöl til á segulbandi og bíða nú úrvinnslu þjóðháttafræðinga. Úthald Sigríðar var með eindæmum. í bæj- arferðunum allt fram á 98. árið þótti henni sjálfsagt að fara í að minnsta kosti tvær heimsóknir á dag, helst þtjár eða fjórar svo hún kæmist nú yfir að heilsa upp á alla. Og allir fögnuðu Siggu á Hömrum, jafnt mágkonurnar komnar á tíræðisald- urinn sem börnin sem löðuðust að henni, spiluðu Ólsen-Ólsen og sprel- luðu svolítið. Engri ferð sleppti son- ur minn austur að Kumbaravogi til þess að heimsækja Siggu á Hömrum og heimsóknir hennar voru börnum mínum ætíð tilhlökkunarefni. En nú verða heimsóknirnat' ekki fleiri. Sigga á Hömrum er lögð af stað í lengri heimsókn, heimsókn sem bíður okkar allra. En eftir stönd- um við full þakklætis fyrir að hafa fengið að verða samferða þessari yndislegu konu sem dreifði birtu og yl hvert sem hún fór. Langri og giftusamlegri ævi er lokið. Blessuð sé minning Sigríðar Bjarnadóttur frá Hömt'um. Guðfinna Ragnarsdóttir Þorramotur Urvals norðlenskur þorramatur fyrir hópa. Upplýsingar gefur Jón Þorsteinn í síma 17260. NÖATÚN f--------------N ! HELGARFLU GUR : a ! HÓTEL ÖRK - ATHYGLISVERT HELGARTILBOÐ A FYRSTA FLOKKS HÓTELI 2 nætur með morgunverði og veislukvöldverði á laugardagskvöldi og dansleik að auki. Gestir hafa frían aðgang að gufubaði, útisundlaug, heitum pottum og líkams- ræktarsal svo fátt eitt sé nefnt. VERÐ AÐEINS KR: 5.950,- fyrir manninn í tveggja manna herbergi Hressilegt helgarfjör eða frískandi afslöppun ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 -Þitt er valið ! Ævintýraheimur Hótels Arkar hefur allt sem til þarf. HOTEL OQK Breiðumörk 1 HVERAGERÐI SÍMI: 98 - 34700 MUNIÐ GJAFAKORTIN VINSÆLU Aýll skrifstofutækiiinám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.