Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 ATVIN N M3AUGL YSINGA R Atvinna óskast 28 ára lyfjatæknir óskar eftir atvinnu. Annars konar störf koma til greina. Upplýsingar í síma 25425 á kvöldin. Ritarastarf óskast Vanur og áreiðanlegur ritari óskar eftir starfi fyrir hádegi. Upplýsingar í síma 73015. Skrifstofustarf Starfsmaður óskast til almennra skrifstofu- starfa og tölvuvinnslu. Unmsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 5. febrúar nk. merktar: „Skrifstofustarf - 7809“. Með umsóknir verðurfarið sem trúnaðarmál. „Au pair“ ekki yngri en 19 ára, óskast til New Jersey. Má ekki reykja og verður að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 901-908-229-9774 (María). Sérverslun með kvenfatnað óskar eftir starfsfólki strax hálfan daginn frá kl. 13.00-18.00. Æskilegur aldur 30-55 ár. Reyklaus vinnustaður í miðbænum. Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl., fyrir 2. febrúar, merktar: „HL - 6832“. „Au pair“ Þýsk fjölskylda, búsett á stóru bóndabýli nálægt stórri menntaborg, óskar eftir „au pair“ frá og með mars nk. til að gæta tveggja barna, 2ja og 4ra ára, og sjá að einhverju leyti um heimilishald. Upplýsingar gefur Sigrún í síma 9049-2502- 8487. Starfsmaður Æskulýðssamband íslands óskar eftir starfs- manni í 30% starf á skrifstofu. Viðkomandi verður að hafa reynslu af félagsstörfum. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skilist á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 1. febrúar, merktar: „Æ - 6831“. Starfskraftur -frystitogari Starfssvið: Aðstoð við matsvein. Kaup samkvæmt samningum. Upplýsingar í síma 52605 milli kl. 15.00 og , 18.00. Gerðaskóli - forfallakennsla Forfallakennara vantar til íþróttakennslu við Gerðaskóla í Garði frá 11. febrúar til skóla- loka. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92-27020 eða 27048. Skólanefnd. Skipstjóri Vanur skipstjóri, með langa reynslu sem skipstjóri og útgerðarmaður, óskar eftir plássi á fiskibát, smáum eða stórum. Getur einnig tekið að sér útgerð bátsins eða tekið hann á leigu. Viðkomandi er vanur eftirtöldum veiðarfær- um: Þorskanetum, línu, handfærum, fiski- trolli, humartrolli, úthafsrækju, haukalóð og reknetum. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „S - 8823“ eða í telefax 98-33451. ÍSLENSKUR SKINNAIÐNAÐUR HF Efnaverkfræðingur - efnafræðingur Óskum að ráða efnaverkfræðing/efnafræð- ing til starfa hjá íslenskum skinnaiðnaði hf., Akureyri. Fyrirtækið er eitt stærsta iðnaðar- og útflutningsfyrirtæki landsins, með um 220 starfsmenn. Framleiðslan er hágæða skinn notuð í vandaðan fatnað hjá erlendum fata- framleiðendum. Starfssvið: ★ Vöruþóun. Hjá fyrirtækinu er mjög vel fylgst með nýjungum og þróun í litum, tísku, efnum og framleiðslutækni og þró- un nýrra vöruflokka úr erlendum hráefn- um. ★ Gæðaeftirlit. Mikil áhersla er lögð á vöru- gæði hjá fyrirtækinu. ★ Framleiðslustjórnun. Aðstoð við skipu- lagningu framleiðslunnar í samvinnu við framleiðslustjóra. V ★ Markaðsmál. Þátttaka í markaðssetn- ingu með tilliti til litasamsetninga, gæða og tísku í samvinnu við sölustjóra. Við leitum að manni með: ★ Efnaverkfræði/efnafræðimenntun. ★ Skipulags- og stjórnunarhæfileika. ★ Frumkvæði og samstarfshæfileika. ★ Hugmyndaflug og næmt auga fyrir litum og litasamsetningu. ★ Til að taka þátt í stefnumótun og rekstri með ungum, kraftmiklum stjórnunarhópi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Gæðaframleiðsla 52“. Hagva - - ngurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Símí 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir 1. vélstjóra vantar á bát í Grindavík. Upplýsingar í síma 92-68317 eða 92-68017. BORGARSPÍTALINN Býtibúr - ræsting Starfsfólk óskast í býtibúr og ræstingu. Vaktavinna. Upplýsingar gefur ræstingastjóri alla virka daga. Uppeldisfulltrúi Meðferðarheimilið á Kleifarvegi óskar eftir uppeldisfulltrúa til afleysingastarfa í 6 mán- uði. Spennandi en krefjandi starf. Uppeldis- menntun æskileg. Upplýsingar gefur deildarstjóri í síma 82615. Plastprent hf. Fosshálsi 17-25, sími 685600. Aðstoðarmaður óskast í pokadeild Aðstoðarmaður óskast. Æskilegur aldur 40-50 ár. Upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 13.00 og 15.00 dagana 29. og 30. janúar. Bragi Erlendsson. BORGARSPITALINN Skurðlækingadeildir Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á skurðlækningadeildum Borgarspítala. Deildirnar eru: Almenn skurðlækningadeild. Háls-, nef- og eyrnaskurðlækningadeild. Heila- og taugaskurðlækningadeild. Slysa- og bæklunarlækningadeild. Þvagfæraskurðlækningadeild. Einnig er laus til umsóknar staða aðstoðar- deildarstjóra á þvagfæraskurðlækninga- deild. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur: Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 696364. Endurhæfinga- og taugadeild Grensásdeild Staða aðstoðardeildarstjóra á deild E-62 er laus nú þegar. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á deildum E-61 og E-62. Upplýsingar um stöðurnar gefur: Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 696364. GjÖrgæsludeild Lausar eru 2 stöður sjúkraliða frá og með 1. febrúar eða eftir samkomulagi. Möguleikar á ýmis konar vinnuhlutfalli. Gjörgæsludeildin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í allri bráða- og slysaþjónustu landsmanna og starfs- reynsla þaðan því mikils virði. Nánari upplýsingar gefur: Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 696354. Deild A-6 Hjúkrunarfræðingar óskast á fastar nætur- vaktir og/eða kvöldvaktir. Vinnuhlutfall sam- komulagsatriði. Deildin er almenn lyflækn- ingadeild, en einnig eru þar 4 rúm fyrir skurð- lækingar (heila- og taugaskurðlækningar). Á deildinni er sérstaklega góður starfsandi. Nánari upplýsingar gefur: Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 696354.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.