Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Bretar gramir 1 garð annarra EB-þjóða St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKIR ráðamenn eru gramir ýmsum öðrum ríkjum vegna lítilla framlaga til kostnaðar af Persaflóastríðinu. Breski fjármálaráðher- rann fór fram á aukið fé frá þeim á fundi fjármálaráðherra Evrópu- bandalagsins (EB) í gær. Þessi gremja kom fyrst í ljós í ummælum Alans Clarks, aðstoðar- varnarmálaráðherra, sl. föstudag. Hann sagði í viðtali við breska út- varpið, BBC, að sameiningar- draumar EB hefðu ekki staðist sína fyrstu raun. Um leið og á reyndi hefðu allir bandamenn Breta í EB horfið ofan í kjallara. Hann sagði framlag annarra ríkja EB en Bret- lands til stríðsrekstursins vesældar- legt. Þessar yfirlýsingar ráðherrans voru gagnrýndar harkalega um helgina. En John Major forsætisráð- herra hefur neitað að setja ofan í við Clark. Tom King vamarmála- ráðherra og Michael Heseltine um- hverfismálaráðherra hafa tekið undir það, að önnur ríki þurfi að leggja fram aukið fé til stríðsrekst- ursins, þó ekki með sömu orðum og Alan Clark. Þeir lögðu einnig áherslu á, að Bandaríkjamenn myndu fylgjast vandlega' með því, hvað ríki EB legðu fram til kostnaðar vegna stríðsins. Ef þau hliðruðu sér hjá frekari framlögurn, þýddi það að líkindum frekari samdrátt í herliði Bandaríkjanna í Evrópu, þegar stríðinu lyki. Viðbrögð Þjóðveija við Persa- flóastríðinu hafa vakið sérstaka gremju meðal breskra ráðamanna. En Þjóðveijar hafa verið tregir til að leggja fram fé til stríðsins. Norman Lamont fjármálaráð- herra fór óformlega fram á frekari framlög EB-ríkjanna á fundi í Brussel í gær. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins: Mikið áfall fyrir NATO ef Tyrkjum yrði ekki hjálpað Brussel. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MANFRED Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sagði í gær að það yrði mikið áfall fyrir bandalagið ef það veitti ekki Tyrkjum aðstoð yrðu þeir fyrir árásum frá Irökum. Hann taldi hins vegar litlar líkur á slíkri árás, ef til hennar kæmi sýndi það algjört dómgreind- arleysi Saddams Husseins ír- aksforseta. Innan NATO er nú rætt um það hvernig bregðast ætti við ef Irakar réðust á Tyrkland. Sam- kvæmt fimmtu grein Atlants- hafssáttmálans, stofnskrá NATO, er árás á eitt ríki banda- lagsins árás á þau öll. Stjórnmálamenn í ýmsum ríkjum bandalagsins, ■ einkum Þjóðveijar og Spánveijar hafa látið í ljós efasemdir um að unnt sé að vísa til fimmtu greinarinnar í tilviki Tyrkja. Þeir hafi ögrað írökum með því að leyfa Banda- ríkjamönnum afnot af flugvöllum innan landamæra sinna til árása á skotmörk í Irak. Manfred Wörner telur fráleitt að líta þannig á að það eigi að bitna á Tyrkjum að þeir hafi lagt sitt af mörkum til að framfylgja ákvörðunum Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Tyrkir hafi gert minna en margar NATO-þjóðir í Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. þessu efni. Til dæmis gætu Bandaríkjamenn ekki beitt her- afla sínum gegn írökum án af- nota af flugvöllum í Þýskalandi og á Spáni. Hnattstaða Tyrkja í nágrenni íraks ætti ekki að verða til þess að veikja varnarskyldur NATO vegna þeirra. Það yrði mlkið áfall fyrir bandalagið ef það brygðist Tyrkjum á þessari stundu, sagði Wömer. Líkur á því að írakar ráðist inn í Tyrkland eru taldar sáralitlar. Við landamærin eru 180.000 tyrkneskir hermenn sem eru vel þjálfaðir þó svo þeir séu fremur illa vopnum búnir. írakar væru að stofna til átaka á tveimur vígstöðvum ef þeir réðust á Tyrki og hætta vísvitandi á átök við NATO-ríkin. Loftárásir íraka á Tyrkland eru taldar ólíklegar en á vegum hraðliðs NATO eru nú 40 orrustuvélar frá flugheijum Þýskalands, Belgíu og Ítalíu í Tyrklandi auk bandarísku flug- vélanna sem eru þar í samræmi við tvíhliða samning Bandaríkja- manna og Tyrkja. Ekki er útilok- að að írakar sendi Scud-eldflaug- ar á Tyrki þótt það sé einnig talið ólíklegt.. Frá því að ,NATO var Stofnað árið 1949 hefur aldrei verið grip- ið til aðgerða samkvæmt fimmtu grein Atlantshafssáttmálans. _ Í öllum NATO-Iöndum, nema ís- landi, eru í gildi ákveðnar reglur um töku ákvarðana í slíkum til- vikum og hefur verið efnt til æfinga í samræmi við þær. ís- lensk stjórnvöld hafa aldrei tekið þátt í slíkum æfingum. Búist við öldu hryðjuverka til stuðnings Saddam Hussein: Irakar segja múslima reiðubúna til árása Nikosiu, Aþenu, Berlín, Manila, Kaíró, London. Reuter. IRÖSK stjórnvöld segja að skæruliðar úr röðum múslima muni ráð- ast á bandamenn um allan heim og gera George Bush Bandaríkjafor- seta að „gisl í svarta húsinu sínu“. Útvarpið í Bagdad hafði eftir málgagni stjórnarflokksins, al-Thawra, í gær að „heiðarlegir arabar og fylkingar múslima" væru alls staðar að búa sig undir að taka þátt í baráttunni. Eldflaug var skotið á aðalstöðvar American Express- bankans í Aþenu í gær en engan sakaði; lögregla taldi líklegt að árásin tengdist Persaflóaátökunum. Einnig varð sprenging við stöðv- ar tryggingafélags er tengist bandarískum viðskiptum. Frá því átök- in hófust fyrir botni Persaflóa 17. janúar hefur verið greint frá a.m.k. 27 tilræðum víða um heim sem álitið er að hafi verið í tengsl- um við stríðið. Einn maður lét lífið í tilræði gegn útibúi fransks banka í Baalbek í Austur-Líbanon á laugardag og sprenging varð einnig í útibúi í Sídon. Alls hafa níu manns verið skotnir í Ind- landi, Pakistan og Tyrklandi, ýmist í fjöldaaðgerðum gegn Banda- ríkjamönnum eða til stuðnings írökum. Reuter Starfsmaður American Express-bankans í Aþenu kannar skemmdirn- ir eftir að gerð var árás með lítilli eldflaug á byggingu bankaútibús- ins í gær. Enginn slasaðist í árásinni. Óvíst er hverjir voru að verki en Iögregla telur líklegt að vinstrihreyfingin 17. nóvember hafi átt hlut að máli. Talið er fullvíst að tilræðið tengist stríðsrekstri banda- manna gegn írökum. Aður óþekkt samtök er nefna sig Arabísku hefndarsamtökin sögðust standa fyrir tilræðunum í Líbanon. Þau vöruðu almenning við því að halda sig í nánd við byggingar sem væru í eigu ríkja ijölþjóðahersins við Persaflóa. Minni háttar spreng- ing varð í útibúi saudi-arabísks banka sunnarlega í landinu á fimmtudag. í Tyrklandi var slagorð- ið „Mið-Austurlönd eru eign þjóð- anna í Mið-Austurlöndum“ máluð á skrifstofuvegg í Istanbúl og ofstæk- isfull vinstrisamtök sögðust hafa komið fyrir sprengjum í banda- rískum skrifstofum og stofnun á vegum Atlantshafsbandalagsins. Fleiri tilræði hafa verið gerð í Tyrk- landi en ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki. Tilræði hafa verið gerð gegn bandarískum stofnunum og einstaklingum á Filipseyjum, í Mal- asíu og í Uganda. I Lima, höfuð- borg Perú, var skotið á bandaríska sendiráðið úr pallbíl á föstudag og var þetta önnur árásin á Banda- ríkjamenn þar í landi frá því átökin hófust við Persaflóa. írakar segja Mubarak verða myrtan Bagdad-útvarpið sagði að hefnt yrði fyrir „glæpaverk" bandamanna gegn óbreyttum borgurum í írak. „Fyrir sérhvern dropa sem úthellt verður af írösku blóði verður svarað með því að drepa fjölda fólks sem skríður í skjól í Saudi-Arabíu, ísra- el eða annars staðar." Útvarpið sagði á sunnudag að Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseti yrði myrtur vegna þátttöku Egypta í stríðinu. Stjórnvöld í Kaíró hafa gert ýmsar öryggisráðstafanir, lokað söfnum landsins, takmarkað aðgang að píramídunum, bannað flug yfir Aswan-stífluna og aukið öryggi- sviðbúnað við Súez-skurðinn. Forstjóri bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI), William Sessions, sagði á sunnudag að engin merki væru um hryðjuverk af hálfu íraka í landinu þótt vitað væri um hópa ofstækismanna þar. Miklar öryggis- ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir hryðjuverk og hefur fjöldi fólks sem ættir rekur til Mið-Austurlanda verið yfirheyrð- ur. Lögregla og herlið í mörgum Evrópulöndum hafa einnig verið mjög á varðbergi en vitað er um eitt tilræði í París. Hættulegri hermdarverk á næstunni? Paul Wilkinson, forstjóri breskrar stofnunar er fylgist með vopnuðum átökum og hryðjuverkum, varar við því að ástandið geti versnað mjög. Fram til þessa hafi eingöngu verið um að ræða verk lítilla, sjálfstæðra hópa sem látið hafi hrífast af áróðri gegn Vesturlöndum og ráðist á skotmörk af handahófi. Tvær aðrar tegundir árásarhópa séu hættu- legri. Annars vegar þeir sem gerðir séu út af íröskum leyniþjónustu- mönnum og skipulagðir með aðstoð íraskra stjórnarerindreka. Hins vegar öfgahópar sem hafi lengi stundað hermdarverk og séu hlið- hollir írökum. Wilkinson nefndi sem dæmi Hizbolla-skæruliðana í Líban- on og ýmsa hópa Palestínumanna á við þann er Abu Nidal, af mörgum talinn hættulegasti hryðjuverka- maður heims, stjórnar. Nadir al-Tamimi, fulltrúi hinnar róttæku múslimahreyfingar Jihad Beit al-Maqdess, sem hefur aðsetur í Jórdaníu, sagði í viðtali við þýska blaðið Der Morgen í gær að e.t.v. yrðu gerðar árásir á herstöðvar Bandaríkjamanna í landinu. Þjóð- veijum sjálfum yrði hlíft vegna fjöl- mennra mótmæla sem verið hafa í landinu gegn .stríðinu. „Við erum t.d. að velta fyrir okkur bandarísku stöðvunum í grennd við Frankfurt," sagði al-Tamimi. Faðir hans er stjórnandi hreyfingarinnar er lýsti á hendur sér árás á ísraelskan lang- ferðabíl í Egyptalandi á síðasta ári en þá létust 11 manns. Heimildar- menn hjá þýskum öryggisyfirvöld- um segja að hreyfingin sé þeim vel kunn og hótun al-Tamimis sé tekin alvarlega. SKÓÚTSALA Skóverslun Þóröar, Kirkjustræti 8, sími 14181 Lmigavegi 41, simi 13570

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.