Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Reuter Því var mótmælt í Riga í Lettlandi í gær að svarthúfurnar svokölluðu, sem eru sovéskar sérsveitir, handtóku fimm félaga í Þjóðfylkingu landsins 20. janúar síðastliðinn. * Tökin hert á sovésku efnahagslífi: KGB fær hlutverk alls- herjar endurskoðanda Kunnur harðlínumaður segir að borgarastyrjöld virðist óumflýjanleg Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur fengið öryggis- lögreglunni KGB aukin völd. Sovéskur ofursti, Viktor Alksnis að nafni, sem var einn helsti talsmaður þess að herinn léti til skarar skríða í Eystrasaltsrikjunum, segir að borgarastyijöld virðist óum- flýjanleg í Sovétríkjunum. Alksnis, sem er einn hinna „svörtu ofursta“ eins og lýðræðis- sinnaðir þingmenn kalla þá, sakar Gorbatsjov um að hafa svikið bandamenn sína með því að stöðva aðgerðir hersins í Eystrasaltsríkj- unum. Alksnis á sæti í Æðsta ráði Sovétríkjanna og er helsti leið- togi þingflokks harðlínumanna sem nefnist „Sojuz“ eða Samband- ið. Hann er ofursti í hemum í Lettlandi og hefur mánuðum sam- an hvatt til þess að herinn stöðvi ólguna í Eystrasaltsríkjunum. í nóvember sagðist hann myndu hvetja til þess að Gorbatsjov segði af sér ef hann gripi ekki til rót- tækra aðgerða. Jeltsín seg- ir Gorbatsj- ov vera að missa tökin Washington. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rúss- lands, sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð á föstudag að Míkhaíl Gor- batsjov, forseti Sovétríkj- anna, væri að „ganga af göfl- únum“ og hann óttaðist að Sovétríkin væru á barmi borgarastyijaldar. Jeltsín spáði því að herinn myndi ekki styðja víðtækar hemaðaraðgerðir gegn almenn- ingi þótt Gorbatsjov fyrirskipaði slíkt. Af þeirri ástæðu hefði yfirstjórn sumra hersveita verið „færð undir KGB úr höndum hersins sjálfs“, sagði Jeltsín. Jeltsín sagði að fjögur stærstu lýðveldi Sovétríkjanna, Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína og Kazakhstan, myndu setja á stofn sérstakt ríkjasam- band ef Sovétstjórnin gerði til- raun til að hrifsa öll völd í sínar hendur. Gorbatsjov samþykkti aðgerðirnar Alksnis segir að Gorbatsjov hafi lagt blessun sína yfir stofunun Þjóðfrelsisnefndar Litháens. Þegar aðgerðimar í Litháen hófust fyrir hálfum mánuði vitnaði herinn til þess að nefndin færi með lögmæt völd í landinu. Alksnis segir að Gorbatsjov hafi hins vegar ekki staðið við loforð sitt um að skáka ríkisstjóm Litháens með því að koma á beinni forsetastjóm í landinu. „Forsetinn sveik okkur. Hann er hræddur við að taka á sig ábyrgð," sagði Alksnis í viðtali við vikublaðið Argumentí í Faktí. Hann líkti þessu við að skurðlækn- ir hæfi aðgerð á sjúklingi, en skildi sjúklinginn svo eftir á skurðar- borðinu. Alksnis sagði ekki útilok- að að herinn tæki völdin í sínar hendur í Sovétríkjunum. Allt var með kyrrum kjömm í Eystrasaltsríkjunum um helgina. Talsmaður stjómvalda í Litháen sagði þó að einn maður hefði slas- ast þegar hermaður, sem stöðvaði bifreið hans í Vilnius aðfaranótt sunnudags til að leita í bílnum, skaut í jörðina. Kúlan endurka- staðist og hæfði manninn í fótinn. FJÓRTÁN manns a.m.k. voru myrtir fyrir nokkru þegar þeir reyndu að flýja frá Sovétríkjun- um til Tékkóslóvakíu. Það er fréttaritari danska dagblaðsins Jyllandsposten í Vín sem hefur þetta eftir tékkneskum þing- manni, Peter Kulan að nafni. Kulan fór að landamæruhum í síðustu viku. Þegar hann kom aftur tii Prag sagði hann frá því að fimmtán vopnaðir Sovétmenn, líklega liðhlaupar úr hernum, hefðu reynt að flýja yfir til Slóvakíu. Sové- skir landamæraverðir hefðu stöðvað Ekki er ljóst hversu mikinn stuðning Alksnis hefur í hemum. En háttsettir liðsforingjar í stærstu borgum Litháens, sem Reuíers-fréttastofan hefur rætt við undanfama viku, taka allir undir skoðanir hans. Tökin hert á mörgum sviðum Gorbatsjov gaf út tilskipun á laugardag þar sem hann heimilar KGB og innanríkisráðuneytinu að fara inn í öll fyrirtæki landsins — þarmeð talin samvinnufyrirtæki Sovétmanna og erlendra aðila — og fara yfir reikninga þeirra og birgðahald. Þetta er að sögn gert í þeim tilgangi að vinna á svarta- markaðsbraski og skipulögðum glæpum. Tilskipun í síðustu viku um innköllun allra 50 og 100 rúblu seðla var gerð í sama tilgangi. Framkvæmd hennar var frestað til mánaðamóta vegna þess hve miklu uppnámi hún olii meðal fólks sem lagt hafði fé til hliðar en sá fram á að geta ekki fengið nema 1.000 rúblur hvert fyrir stóru seðlana sína. Einnig hefur löggæsla verið hert og verða hermenn og sjóliðar lögreglu til fulltingis í stærstu borgum Sovétríkjanna um helgar og á frídögum. Borgarstjóm Moskvuborgar hefur fordæmt þessa síðastnefndu ráðstöfun og spáir því að herinn noti þessi auknu völd sín til að koma í veg fyrir mótmæli sem honum eru ekki að skapi. ferð mannanna með ofangreindum hætti. Tékkneska innanríkisráðu- neytið sem ber ábyrgð á landa- mæravörslu segist hafa upplýsingar um tilfelli sovétmegin landamæ- ranna sem hafði dauða í för með sér. Ráðuneytið hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar. Tékkneskur blaðamaður sagði hins vegar í samtali við fréttaritara Jyllandsposten að blóðbaðið mætti rekja til þess að fimmtán sovéskir hermenn hefðu reynt að flýja til Ungveijalands. Fjórtán Sovétmenn myrtir á landamænim Loftárásir banda- manna draga úr olíustreyminu Dhahran, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. LOFTÁRÁSIR bandamanna á dælustöðvar við Mina al-Ahmadi olíu- lindina virtust í gær hafa dregið úr rennsli olíu í Persaflóa. Árásin var gerð á Iaugardag en umhverfissérfræðingar sögðu í gær að fimm til ellefu milljónum olíufata hefði verið hleypt í sjóinn. Bandamenn hafa sakað Iraka um skipuleg „umhverfishryðjuverk" en íraska herstjórnin fullyrðir að olíulekinn hafi komið til eftir árásir banda- manna á tvö írösk olíuskip. Sérfræðingar segja að áratugir kunni að líða þar til lífríkið á þessum slóðum kemst aftur í eðlilegt horf og því er spáð að fiskimið í norðurhluta flóans og dýralíf allt þar um slóðir hafi orðið fyrir óbætanlegu Ijóni. Heimildarmenn Reuters- frétta- stofunnar í Dhahran í Saudi-Arabíu sögðu í gær að eftirlitsferðir yfir olíubrákina hefðu leitt í ljós að veru- lega hefði dregið úr lekanum í sjó fram. Kváðust þeir ekki geta fullyrt hvort enn væri einhver olía eftir í leiðslunum sem liggja frá olíulind- inni og fram í sjó eða hvort loftárás- ir bandamanna hefðu ekki skilað tilaetluðum árangri. Á laugardag gerðu bandarískar sprengjuþotur af gerðinni F-lll loftárásir á olíuleiðslurnar og var nýjum leysistýrðum flugskeytum beitt við árásirnar sem fram fóru um nótt. Norman Schwarzkopf, yfirforingi herliðs bandamanna í Saudi-Arabíu, sagði á blaðamanna- fundi á sunnudag að hann væri bjartsýnn um að árásin hefði verið árangursrík. Svo virðist sem sprengjum hafi verið varpað á dælu- stöðvar og oiíuleiðslur sem liggja frá lindinni í olíutanka við strönd Kúveit. Umhverfíssérfræðingar við Persaflóa sögðu í gær að olíuflekk- Verður landhern- aði frestað fram í miðjan febrúar? Liðhlaupar draga upp dapurlega mynd af ástandi íraska hersins London. Daily Telegraph. HUGSANLEGT er, að flugher bandamanna fari í 70-100.000 árásar- ferðir á írak og Kúveit — fjórum eða fimm sinnum fleiri en farn- ar hafa verið — áður en landhernaður hefst. Er þetta haft eftir heimildamönnum innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sem segja, að fyrri spár um 10-daga-stríð hafi verið óskhyggja stjórn- málamanna en ekki komnar frá mönnum í hernum. „Ég tel óliklegt, að árásarferð- ima komist í 100.000 en lofthem- aðinum er langt í frá lokið,“ sagði Anthony Cordesman, sérfræðingur á vegum bandaríska varnarmála- ráðuneytisins, um helgina. Hann benti á, að enn væri meginhluti íraska flugflotans óskemmdur og svo virtist sem Saddam Hussein gæti haft samband vjð og stjórnað hernum. Þá hafa írakar skotið Scud-eldflaugum á ísrael og Saudi-Arabíu á hverri nóttu. Hernaðarsérfræðingum ber þó saman um, að hemaðarmáttur Ir- aka minnki með degi hverjum. Samkvæmt upplýsingum frá flóttafólki, fréttariturum og gervi- hnöttum hefur olíuframleiðsla ír- aka minnkað um helming og allar helstu raforku-, fjarskipta- og samgöngumiðstöðvar hafa verið eyðilagðar. Flugflotinn er ef til vill óhultur í byrgjunum en hann kemur ekki að neinu gagni þar. Annað stig hemaðaraðgerðanna, árásimar á úrvalssveitir Saddams, Lýðveldisvörðinn, stendur nú yfir og verið að meta árangurinn af árásunum þessa dagana. Þeir fáu, írösku hermenn, sem tekist hefur að flýja, hafa gefið dapurlega mynd af ástandi íraska hersins. Segjaþeir, að hermennirn- ir svelti, baráttuhugurinn sé eng- inn og það eina, sem komi í veg fyrir fjöldauppgjöf, séu þeirra eigin varnarvígi, gaddavírsgirðingar og jarðsprengjubelti. Margir hallast að því, að land- hernaðurinn og árás á Kúveit af sjó hefjist ekki fyrr en um miðjan febrúar en þá er stystur sólargang- ur og flóðhæð mest á þessum slóð- um. Það kemur sér betur fyrir landgönguliðið, að sjór standi hátt og þegar næturmyrkrið er svartast nýtast innrauðar nætursjár land- hersins til fullnustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.