Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 . . .að eyða síðustu krónunni í gjof handa honum. TM Reg. U.S. Pat Olf. all rights reserved c 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkafíinu IOJ Eigum við ekki að sleppa ballinu og láta fara vel um okkur? HOGNI HREKKVISI ,,/fLýTtJZ /)£> Í/E/5A B/iBhJNUI//tT.GUR." Björk og börnin hennar Lesendur þessara dálka muna eflaust margir eftir grein „Bjark- ar“, einstæðrar móður þriggja ungra barna sem birtist í Mbl. 28. des. sl. Eitt barnanha berst við lífshættulegan sjúkdóm. Eðlilega kýs hún að vera heima hjá börnum sínum en afkomumöguleikarnir eru rýrir vegna þess að móður- hlutverkið er ekki metið í réttu hlutfalli við verðmæti þess fyrir þjóðfélagið. Er hún skrifaði grein- ina þá skuldaði hún tæpa milljón króna, aðallega vegna lögfræði- kostnaðar. Fyrir atbeina góðra manna er skuldin komin niður í um 700 þús. kr. Björk hefur um 70 þús. kr. á mánuði í meðlag, mæðralaun, barnabætur og ör- orkubætur fyrir barnið. Hún hvorki reykir né drekkur, svo ekki er óreglunni fyrir að fara, en hún þarf á hjálp að halda til að losna úr skuldinni. Vilji gott fólk, sem aflögufært er, leggja þessari ungu ijölskyldu lið í neyð hennar, þá getur það iagt fé á sparisjóðsbók nr. 0513-05-73956 í Islands- banka, og hafi þeir heila þökk fyrir sem það gera. Heimaumönnun barna er þjóð- hagslega hagkvæm og það þarf að meta hana frekar til frjár en nú er gert. Guðmundur H. Garðarsson hef- ur lagt fram þingsályktunartil- lögu um að skattleysismörk verði hækkuð verulega. Það er mjög brýnt mál. Hafi hann þökk fyrir. Galdurinn við að stjórna þjóð vel er að geta greint aðalatriði frá aukaatriðum, að halda sóun á al- mannafé í lágmarki og leitast við að sjá til þess að allir eigi til hnífs og skeiðar og geti lifað mann- sæmandi lífi. Rannveig Tryggvadóttir Um ljósanotkun Hraðakstur og bensíneyðsla Til Velvakanda. Margt bendir til þess að ný olíu- kreppa sé í uppsiglingu ef styijöld- in við Persaflóa dregst á langinn. Talað hefur verið um að með lækk- un hámarkshraða mætti ná fram miklum bensínsparnaði en hvergi hefur þó komið fram, svo ég viti, nein úttekt á því hversu mikið væri hægt að spara með því að draga úr hraðanum í umferðinni. Athugandi væri líka að setja sér- stakan skatt á stóra bíla en láta svo skattinn fara stiglækkandi þannig að léttustu og minnstu bíl- arnir væru skattlausir. Með þessu móti mætti ná fram verulegum bensínsparnaði. Sparsamur Til Velvakanda. „Fátækur bíleigandi" skrifar grein í Velvakanda 24. janúar 24. janúar 1991 þar sem hann heldur á lofti þeirri skoðun sinni, að lög um ljósaskyldu í akstri séu van- hugsuð. í þessari stuttu grein eru því miður nokkrar rangfærslur sem nokkrum sinnum hefur verið haldið á loft, en eiga ekki við rök að styðj- ast. Þessi lagagrein gekk Lgildi með nýjum umferðarlögum frá árinu 1988. Finnar riðu á vaðið og slík lög hafa verið í gildi í Svíþjóð frá árinu 1977. Þessi lög eru enn í fullu gildi þar og 1985 var komið á ljósaskyldu í Noregi. Síðast var ijósanotkun gerð að skyldu í Dan- mörku, frá og með 1. október sl. ' Slíkar ákvarðanir eru ekki tekn- ar án vandlegs undirbúnings og rannsókna. Um áhrif þeirra er það að segja, að talið er að ein og sér dragi notkun ökuljósa úr slysa- hættu. Mest eru áhrifin á slys á gangandi fólki. í tveimur rann- sóknum um áhrif ljósanotkunar allan sólarhringinn, annarri norskri og hinni sænskri, eru nið- urstöður samhljóða, að slysum á gangandi fólki fækki um 17%. Á fyrstu tveimur heilu árum eftir gildistöku ljósaskyldu er greinilegt að talsvert færri slasast sem gang- andi vegfarendur hér á landi en næstu ár þar á undan. Gísli Jónsson prófessor í raf- magnsverkfræði kannaði fyrir tæpum þremur árum hver væri kostnaður bíleigenda við ljósanotk- un. Sé sú tala framreiknuð laus- lega til núgildandi verðlags, má ætla að hún sé um 1.135 krónur á bíl á ári. Þetta eru talsverðir peningar, en spurningin sem bíleig- endur standa frammi fyrir er sú, hvort ekki megi einhverju fórna til að auka umferðaröryggi. Og hafi menn á annað borð ráð á að reka bíi, er ólíklegt að þessi upphæð sem nemur þremur til fjórum krónum á dag skipti sköpum fyrir þá, en ljósanotkunin getur hins vegar gert það fyrir alla þá sem eru í umferðinni. Sigurður Helgason upplýs- ingafulltrúi Umferðarráðs Yíkveiji skrifar Gosið í Heklu að þessu sinni er fyrst og fremst augnayndi og hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn innlenda og erlenda. Við þekkjum hins vegar í okkar samtíma eldgos, sem hefur valdið mikilli eyðilegg- ingu. Þar er fyrst og fremst um að ræða gosið í Heimaey fyrir tæpum tuttugu árum. En sú var tíðin, að eldgos ollu ótrúlegum búsifjum á íslandi. Skaftáreldar hófust 1783. Á næstu þremur árum fækkaði landsmönn- um um 10 þúsund manns úr tæpum 49 þúsund í rúmlega 38 þúsund. Á einu ári féll helmingur allra naut- gripa Islendinga, Um 80% af öllu sauðfé og um 75% af hrossum. Yíkveiji er orðinn óskaplega leiður á CNN og Sky. Þetta eru stöðugar endurtekningar, stanzlaus kjaftagangur og lítið um aðrar fréttir en stríðsfréttir. Eftir mestu spennuna á fyrstu dögum stríðsins er lítið púður í þessum stöðvum. Líklega verður ekki mikil eftirspurn eftir fréttaútsendingum þeirra, verði þær boðnar hér í áskrift. XXX Gatnakerfið, sem byggt hefur verið upp þar sem áður var hringtorg á gatnamótum Skúlagötu og Borgartúns er stórundarlegt. Þeir ökumenn, sem fara þarna um eiga afar erfitt með að skilja þetta furðuverk gatnahönnuða borgar- innar. Það væri fróðlegt að fá að heyra röksemdir þeirra fyrir þessari skiýtnu gatnagerð. Sjónvarpsþættirnir Tvídrangar, sem Stöð 2 hefur sýnt síðustu mánuði hafa verið mjög til umræðu hér og meira en títt er um slíka þætti vegna þess, að Islendingur hefur átt hlut að framleiðslu þátt- anna og íslendingar koma fyrir í þeim í sérkennilegum hlutverkum. Framan af voru þættirnir að mati Víkverja býsna spennandi en nú er farið að draga mjög úf þeirri spennu. Hvað gerðist eiginlega í þættinum sl. laugardagskvöld? Gerðist eitthvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.