Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÍJAR 1991 9 Fákskonur afhwgið Aðalfundur kv,ennadeildar verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar í félagsheimilinu og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Fákskonur fjölmennió. Kvennadeildin. I/ELKOMINÍ TESS Fyrsta sendingin af nýjum vörum 1991 erkomin. Dragtir, pils, buxur og blússur. Opið virka daga 9-18, laugardaga 10-12. TESS v NEi v NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. 750 fyrirtæki og stofnanir eru með símkerfi frá Istel Símkerfin hjá ístel fást í mismunandi stærðum sem henta hvaða fyrirlæki eða stofnun sem er. Einkaminni, skilaboð, handfrjáls notkun, langlinulæsing eru meðal fjölmargra eiginleika sím- og kallkerfa ístel. Hafðu samband og við veitum allar nánari upplýsingar. S Ísfí-l Siöumúla 37 Simi 687570,Fax 687447 Framtíð veiða og vinnslu Sjávarútvegur er mikilvægasta undir- stöðugreinin í þjóðarbúskapnum. Hvern- ig sjá þeir, sem starfa í kviku sjávarvöru- framleiðslunnar, framtíðina fyrir sér? Staksteinar glugga í erindi Magnúsar Magnússonar, framleiðslustjóra Síldar- vinnslunnar-hf. í Neskaupstað, sem flutt var á verkstjórafundi Sölumiðstöðvar Framtíðin og fiskveiði- stefnan Magnús Magnússon, framleiðslustjóri, sagði m.a. í erindi um framtíð sjávarútvegs og fisk- vinnslu á verkstjórafundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna: „Framtið vinnslu og veiða mim mótast mjög af fiskveiðistefnunni, sem nú er aflakvóti á skip, og þeim samning- um, sem við munum gera við Evrópubandalagið, hvort sem um er að ræða fulla aðild eða annað samstarf. Það er trúlegt, enda bráðnauðsynlegt, að litið verði meir á heildarhags- muni veiða og vinnslu og að þessar atvinnugreinar verði sameinaðar í sterk samtök með öflugt starfslið og málsvara. Þrátt fyrir það að þeir sem veiða 80% af aflan- um eigi einnig vinnslu- stöðvar þá fer alltof mik- ið púður í hagsmuna- árekstra milli veiða og vinnsiu, miðað við það að langtímahagsmunir þeirra eru þeir sömu. Samþykktir þinga LÍU og SF fara oft ekki sam- an og skæklatogið skað- ar langtíma heildarhags- muni. Hlutaskiptakerfið er einfalt en erfitt í sambúð og gerir samskiptum veiða og vinnslu erfitt fyrir. Allt tal snýst upp í krónur og aura í stað þess að ræða um bætt gæði og aukna þjónustu við viðskiptavim, sem síðar mun færa mönnum fleiri krónur. Aflakvóti á skip mun leiða til jafnara framboðs á fiski og meiri sérhæf- ingar veiða og skipa. Ef til vill verður hann til að afnema hlutaskiptakerf- ið? Fleira verður fram- kvæmt um borð-.en nú er. Vhmubrögð og allar skráningar verða ná- kvæmari." hraðfrystihúsanna. Hvað mun breytast? Magnús segir áfram: „Togtími á hal mun að jafnaði styttast, blóðgun- arkör verða sett um borð í fiskiskipin og flokkun eykst. Fleiri tegundir koma í land, t.d. flatfisk- ur, og sótt verður meir i vannýttar tegundir, svo sem úthafskarfa, löngu og gulllax, svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki sist mun sjófrysting auk- ast. Hærra verð sjó- frystra afurða, auk erfið- leika á að manna fisk- vinnslustöðvar, leiðir til þessa. Vinnslustöðvar munu sameinast í rflkara mæli og verða bæði stærri og sérhæfðari. Nýjar smærri vinnslur munu risa þar sem framboð á fiski er mikið og sam- göngur eru góðar. Frystihús sem vimia ein- göngu afla eins togara leggjast af, enda ekki veijandi að geyma afla í landi til næstu inniveru togara, sem sér slíku húsi alfarið fyrir hráefni. Á landsbyggðimii þar sem aðstæður bjóða ekki upp á fískmiðlun munu frystihúsin stækka (vinna togarafarm á 1-3 dögum) og halda sig við staðlaða framleiðslu. Smærri vinnslustöðvar, þar sem vinna 1-2 fjölskyldur, munu byggja á sveigjan- legri framleiðslu og minni fjánnagnskostn- aði. Vinnslustöðvar munu þurfa að mæta enn harð- ari samkeppni um hrá- efnið frá ferskfiskmörk- uðum erlendis, aðallega í Evrópu, og þurfa því að hagræða enn frekar í sínum rekstri. Innganga í EB mundi hjálpa vinnsl- unni hér á landi. Hún laðar að fjármagn og lækkar tolla. Útgerðin niuiidi mæta enn harðari samkeppni auk þess sem ákvörðunarréttur okkar yfir þessari auðlind minnkar." Kröfur mark- aðarins Enn segir Magnús: „Viðskiptavinur framtíðarinnar vill fersk- ara hráefni, sveigjan- legri framleiðslu og meiri þjónustu. Þá ósk munum við uppfylla. Sölusamtökin, sem unnið hafa brautryðjendastarf í markaðssetningu á íslenzkum sjávarafurð- um, þurfa að leiða þessa þróun með hagsmuni við- skiptavinarins í huga. Stórmarkaðir víða um heim hafa fullkomið sölu- og dreifikerfi og bjóða mjög ferskt grænmeti og ávexti allsstaðar að úr heiminum og það sama er að gerast með fiskinn. Fiskbúðum í stórmörkuð- um mun fjölga og bjóða úrvals hráefni." Siðan fjallar höfundur um nauðsyn styttri veiði- túra, styttri bið hráefnis í landi, sjófrystingu, flutning fisks með flug- vélum, fjölbreyttari vinnslu hráefnis o.fl. „Við þurfum að einblína á gæði í víðtækri merk- ingu,“ segii' haim, „stöð- ugar umbætur þurfa að eiga sér stað og það er hraði umbótanna sem skiptir máli ef við ætlum að vera í fyrsta sæti og halda því. Til þess að þetta megi takast verða allir að leggjast á eitt. Stjórnvöld, fræðsluyfir- völd og fjölmiðlai’ leika stórt hlutverk í umhverfi veiða og vinnslu. Við- horfin til þessarar at- vinnugreinar skipta sköpum. Það er lofsvert framtak sem RÚV hefur sýnt með þættinum Auð- lindin og Morgunblaðið með útgáfu I verinu og fleiri fjölmiðlar hafa lagt lóð á vogarskálina ..." ÖRYGGI FYRIR ÖLLU Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og þolir högg. Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir tærnar. í hælbótinni er hlíf til varnar hásin og öklabeini. JALLATTE öryggisskórnir — öruggt val. *JaDabbe BYKO w KÚPAVOGI SÍMI 41000 HAFNARFIRÐI SÍMI54411 SJÓÐUR 6, NÝR VÍSITÖLUSJÓÐUR Sjóður 6 hjá VÍB er vísitölusjóður og er hlutabréfa- eign hans ávöxtuð í íslenskum almenningshluta- félögum í sem næst sömu hlutföllum og vægi þeirra er í hlutabréfavísitölu HMARKS. Mjög erfltt er að áætla hækkun á gengi hlutabréfa, og þar með ávöxtun Sjóðs 6, en meðálhækkun HMARKS - vísitölunnar síðastliðin þijú ár hefur verið um 54% sem samsvarar rösklega 33% raunávöxtun. Verið velkomin í VIB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. Fylffir hlutabréfavísitölu HMARKS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.