Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Læknadeilan: Aðeins ágreining- oir um eitt atriði Aðstoðarlæknar e.t.v. hvattir til að mæta þótt formlega undirskrift vanti SATTAFUNDUR í deilu ríkis og Reykjavíkur annars vegar og læknafélaganna fyrir hönd að- stoðarlækna á sjúkrahúsum stóð fram eftir kvöldi í gær. Að sögn Sverris Bergmann, formánns samninganefndar lækna, var þá eitt ágreiningsatriði eftir; vinnuá- lag og flokkun vakta. I gærkvöldi var undimefnd samn- inganefndanna að reyna að ná sam- Stukku af bátnum á öldutoppum Grindavík. MIKIÐ starf var unnið á laug- ardag og aðfaranótt sunnu- dags til að bjarga norska mjöl- flutningaskipinu Miröndu, sem tók niðri í innsiglingunni við Grindavík. Þrátt fyrir rbjörgunartilraunir sökk skip- ið vestur af Sandgerði á sunnudagsmorgun. Tveir slökkviliðsmenn, sem fóru um borð í skipið til að reyna að dæla úr því, urðu að sæta færis og stökkva upp í skipið þegar báturinn kom á öldu- topp. Rúnar Helgason, annar slökkviliðsmannanna, fór með björgunarbátnum Oddi V. Gísla- syni yfir í Miröndu. Hann sagði að skipverjar norska skipsins hefðu verið tilbúnir að grípa þá. „Við urðum að klifra upp í brúna, þar sem hurðin á þilfari var lokuð og sjór gekk yfir skip- ið. Við fórum síðan niður gang- inn og þá var ekki kominn mik- ill sjór í hann. Þar reyndum við að koma dælunni í gang en að- stæður voru allar mjög erfiðar, myrkur og svo hækkaði vatnið mjög ört eftir að við komum. Eftir að ljóst var að dælan gekk ekki var orrustan töpuð og við yfirgáfum því skipið. Þá náði sjórinn bakborðsmegin okkur í hné og stjórnborðssíðan hafði hækkað mikið. Ferðin til baka gekk vel,“ sagði Rúnar. FO Sjá frásögn á bls. 18. komulagi um útfærslu vaktakerfis og vinnuálags. Búizt var við að fundi hennar lyki fyrir miðnættið, en jafn- vel þótt samkomulag næðist þar, var ekki áformað að halda fundi áfram í nótt. Sverrir Bergmann sagði að ef undirnefndin næði samkomulagi, væri síðasta hindrunin fyrir samning- um úr vegi. „Ef það verður samkomulag, get- um við strax á morgun farið að gera ráðstafanir tii þess að menn mæti aftur til vinnu,“ sagði Sverrir í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það er lítil ástæða til að halda áfram aðgerðum ef það er búið að ná sam- komulagi, þótt einn eða tveir dagar séu eftir í skriffinnsku áður en menn skrifa undir.“ Guðríður Þorsteinsdóttir, formað- ur samninganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar, sagði að sam- komulag hefði þegar náðst um hluta erfiðasta deilumálsins, sem er vakta- og vinnufyrirkomulag á spítulunum. Hún sagðist hins vegar ekki þora að vera bjartsýn á að samningar væru á næsta leiti. Hvað ungurnemur, gamall temur Morgunbíaðið/Sverrir Upphaf vetrarvertíðar hefur verið heldur slakt víðast hvar og hjá togurum á Vestljarðamiðum hefur afli verið lélegur og fiskurinn rýr. Bátar frá einstaka stað hafa þó sett í góðan afla. Drengirnir á myndinni fylgjast af athygli með því hvernig trillukarlinn ber sig að við löndun aflans í Reykjavíkurhöfn og er aldrei að vita nema það eigi eftir að koma þeim að gagni í framtíðinni. íslendíngum boðið að stunda línuveiðar við Grænland ROYAL Greenland, útgerðarfyrirtæki grænlensku heimastjórnarinn- ar, hefur boðið íslendingum að veiða þorsk á línu við Suðvestur-Græn- land með því skilyrði að aflanum verði landað í Grænlandi, að sögn Kristjáns Ragnarssonar formanns Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Þessar línuveiðar við Grænland eru ekki endilega bundnar við ákveðinn árstíma," upplýsir Kristján. Hann segir að aukaafli yrði trúlega ýsa, lúða og steinbítur. Kristján Ragnarsson segir að Grænlendingar hafi talað um að greiða 8 danskar krónur (um 76,50 ísle.nskar krónur) fyrir kílóið af stærri þorski og 7 krónur (um 67 íslenskar krónur) fyrir minni þorsk. Þeir hafi hins vegar lækkað verðið í gær niður í 7 krónur fyrir stærri þorsk og 6 krónur (um 57 íslenskar krónur) fyrir minni þorsk. „Þessi verðlækkun olli okkur vonbrigðum. Hins vegar teljum við þetta mál þess virði að skoða það og nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á þessum veiðum," segir Kristján. A íslensku fiskmörkuðunum eru nú greiddar rúmar 100 krónur fyrir stóran þorsk og rúmar 70 krónur fyrir smáan. Kristján upplýsir að enn hafi ekki fengist uppgefið hjá Grænlend- ingum hversu mikið íslensk skip mættu veiða á línu við Grænland. „Grænlendingar virðast hvorki kunna línuveiðar, né eiga skip, sem henta til þeirra. Þeir sjá sér hins vegar hag í að nýta okkar góðu þekkingu og skip í þessu tilliti. Aðrar þjóðir hafa viljað stunda þessar veiðar upp á þau býti að sigla með aflann í burtu en Græn- lendingar leggja mikið upp úr að aflinn sé unninn í Grænlandi. Á móti kemur hins vegar viðunandi verð, þannig að við setjum það ekki fyrir okkur,“ fullyrðir Kristján. Honum finnst líklegra að beitt verði í landi en um borð í skipunum ef íslensk skip fara á línuveiðar við Grænland. Kristján segir að erlend skip hafi lítið stundað þessar veiðr ar. „Við fréttum af norskum báti, sem var á línuveiðum við Grænland í fyrra. Hann fiskaði sæmilega og aflinn var saltaður um borð.“ Bensínnotkun á tnann hefur tvöfaldast á tuttugu árum Iðnaðarráðherra vill halda háu bensínverði til að livetja til sparnaðar BENSÍNNOTKUN hvers íslendings, að meðaltali, hefur tvöfaldast á síðustu 20 árum. Árið 1970 var heildarbensínnotkun í landinu rúm- lega 53 þúsund tonn, samkvæmt gögnum frá Orkustofnun sem kynnt voru á blaðamannafundi Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráð- Verra í gær um átak til eldsneytissparnaðar. Þetta samsvarar rúm- íega 300 Iítrum á mann. í fyrra var bensínnotkun um 125 þúsund tonn, eða rúmlega 600 lítrar á mann. Fram kom einnig að olíunotk- un fiskiskipaflotans hefur meira en tvöfaldast á sama tíma. Jón Sigurðsson kynnti átak til eldsneytissparnaðar sem meðal annars beinist að bíleigendum. í fyrstu verður beitt kynningu og áróðri og dugi það ekki verður grip- "'éð til harðari aðgerða, ef enn verður ófriður við Persaflóa og olían jafn- torfengin og dýr og hún er um þess- ar mundir vegna stríðsins. Jón kvaðst aðspurður vera þeirr- ar skoðunar að ef olíuverð færi lækkandi á ný eftir að botn væri kominn í deilurnar í Austurlöndum, þá væri óhyggilegt að neyta ekki færis til að auka nokkuð skattlagn- ingu til að draga úr slíku verðfalli. „Það er ærin hvatning í olíuverð- inu eins og það er til þess að fara sparlega með olíuna. Það sem mér finnst skynsamlegra nú á þessu stigi að hugleiða, og það gerum við, ef dregur úr verðlaginu á mark- aðnum, hvort þá eigi ekki einmitt að nota tækifærið til þess að halda verðinu uppi, vegna þess að þegar við hugsum í áratugum en ekki árum, þá er mikil ástæða til þess að sporna gegn notkun á þessum jarðeldsneytisvörum eins og við frekast getum. Þar er ekkert áhrifa- ríkara en verðið,“ sagði Jón. Af þessum sökum kvaðst hann vera því fylgjandi að halda háu bensín- verði hér á landi. Jón Sigurðsson rifjaði upp góðan árangur af átaki til olíusparnaðar í framhaldi af fyrri olíukreppum, meðal annars væri olíunotkun til húsahitunar nú nánast hverfandi. Hvatt verður meðal annars til bættrar nýtingar bílaflotans, bætts aksturslags, minni hraða og auk- innar notkunar almenningssam- ganga. Tæplega 800 sækja um starf flugfreyju TÆPLEGA átta hundruð um- sóknir bárust Flugleiðum um laus flugfreyjustörf hjá félag- inu, sem auglýst voru nýlega. Að sögn Einars Sigurðssonar hjá Flugleiðum voru það um 650 stúlkur á aldrinum 20-26 ára sem sóttu um og rúmlega eitt hundrað piltar sóttu um að ger- ast flugþjónar. „Það eru um 12 þúsund stúlkur á landinu í þess- um árgöngum og það eru því rúmlega 5% þeirra sem sækja um,“ sagðir Einar. Ákveðnar viðmiðanir eru varðandi þessi störf og eftir að búið var að fara yfir allar um- sóknir voru 250 umsækjendur valdir til að þreyta próf. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi góða almenna menntun og þá er gjarnan miðað við stúdents- próf eða eitthvað sambærilegt. Auk þess á viðkomandi að hafa vald á ensku, skandinavísku máli og einu tungumáli til við- bótar. Einar sagði að erfitt yrði að velja úr þessum 250. Þróun heimsmála myndi hafa áhrif á hve margir yrðu ráðnir, en það gætu orðið allt að fimmtíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.