Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Þekking, færni og hugvit Stóraukin almenn og sér- hæfð menntun og þekking landsmanna á 20. öldinni, sam- hliða tæknivæðingu atvinnu- vega, margfaldaði þjóðartekj- ur okkar og færði Islendinga í hóp velmegunarþjóða. Hins vegar höfum við ekki haldið í við aðrar OECD-þjóðir um hagvöxt og lífskjör næst- liðin tiu ár. Ástæðan er marg- þætt. Við höfum ekki lagað atvinnulíf okkar og þjóðarbú- skap nægilega að þeirri fram- vindu sem orðin er og yfir stendur á helztu viðskipta- svæðum okkar. Og við erum í hópi þeirra OECD-ríkja, ásamt írum , Grikkjum, Portúgölum og Spánveijumm, sem veija lægstu hlutfalli þjóðarfram- leiðslu til almennra og hag- nýtra rannsókna ,og þróunar- starfs. Staðreynd er að þær þjóðir, sem veija hæstu hlutfalli þjóð- artekna til rannsókna og þró- unarstarfs, eins og Banda- ríkin, Japan, Þýzkaland og Svíþjóð, hafa forystu meðal þjóðanna í efnahags- og at- vinnulífi. Árið 1981 vörðu ís- lendingar aðeins 0,67% af vergri landsframleiðslu til rannsókna, svo dæmi sé tekið, en Svíar 2,23% og Bandaríkja- menn 2,52%. Árið 1987 vörðu íslendingar fjármunum til rannsókna, sem svara til 150 Bandaríkjadala á hvern lands- mann. Samsvarandi tala í Svíþjóð var 430 dalir og í Bandaríkjunum 530 dalir. Við höfum og sérstöðu um fjármögnun rannsókna að því er varðar skiptingu milli ríkis- ins og atvinnuveganna. íslenzk fyrirtæki framkvæma um 16% rannsókna, sem framkvæmdar eru í landinu. Meðaltal fyrir- tækjanna í framkvæmd rann- sókna í OECD-ríkjum er hins vegar stórum meira, eða um 59%. Það er einkum tvennt sem veldur þessu lága hlutfalli fyrirtækja hér á landi. í fyrsta lagi hefur smæð fyrirtækjanna og almenn uppbygging at- vinnuvega sitt að segja. I ann- an stað hafa fyrirtæki hér á landi ekki haft rekstrarlega stöðu til að byggja upp eigið fjármagn að neinu ráði um langt árabil. Leiða má líkur að því að vegur hagnýtra rann- sókna sé meiri þegar atvinnu- vegir og fyrirtæki eiga í hlut en hið opinbera. Margt hefur verið vel gert í rannsóknum hér á landi, þrátt fyrir takmarkað fj.ármagn til starfseminnar. Stærsta rann- sóknarstofnunin er Hafrann- sóknastofnun. Gildi þeirra rannsókna fyrir þjóðarbúskap- inn er óumdeilt. Af öðrum stofnunum, sem veija umtals- verðum fjármunum til rann- sókna, má nefna Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknar- áð ríkisins. Þessar stofnanir sinna mikilvægri þjónustu við atvinnulífið og fyrirtækin. Hjá sumum þeirra hefur hlutfall sértekna í almennum rekstri og fjármögnun rannsókna vax- ið mikið á 9. áratugnum, á sama tíma og opinber framlög hafa dregizt saman. Ársskýrsla Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins fyrir árin 1988 og 1989 er nýkomin út. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs, sagði m.a. á árs- fundi þess: „Rannsóknaráð er orðið þeirrar skoðunar að mikilvæg- ustu möguleikar á alhliða efna- hags- og þjóðfélagsframförum felist í skynsamlegri nýtingu þekkingar, færni og hugvits þess mannauðs sem þjóðin býr yfir. Náttúruauðlindir eru að sjálfsögðu mikilvægar, en úr þeim verður ekki mikið án kunnáttu til að nýta þær skyn- samlega. Mannlegir hæfileikar eru auðlind í sjálfu sér sem leysist úr læðingi ef rétt skil- yrði og hvatning eru fyrir hendi ...“ Ástæða er til að taka undir þessi orð. Menntun, þekking, rannsóknir og þróunarstörf eru meðal þeirra vopna, sem gagnast munu landsmönnum bezt í lífsbaráttu komandi ára- tuga. Samhliða verðum við að laga efnahags- og þjóðarbú- skap okkar að þeim veruleika sem við blasir og fyrirsjánlegur er í umheiminum í náinni framtíð. Ef við ætlum okkar að halda í við önnur velmegun- arríki um hagvöxt og lífskjör á komandi tíð verðum við að efla hvers konar vísinda-, rannsóknar- og þróunarstörf. Ljósm./Jóhannes Long Björn Þórhallsson, fyrrvarandi formaður Landssam- bands verslunarmanna, var sæmdur nafnbót heiðurs- félaga Verslunarmannafélags Reykjavíkur á 100 ára afmæli félagsins. Magnús L. Sveinsson formaður fé- lagsins í ræðustóli. 21 félagsmaður VR var heiðraður og sæmdur gull- merki félagsins á afmælishátíðinni. Verslunarmannafélag Reykjavíkur 100 ára: Fjöldi gesta kom á vel heppnaða afmælishátíð Verslunarmannafélag Reykjavíkur hélt hátíðlegt 100 ára afmæli félagsins á Hótel Islandi síðastliðinn sunnudag. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns félagsins, tókst hátíðin í alla staði mjög vel og sóttu hana á fimmta hundrað manns. 21 félagi VR var sæmdur gullmerki félagsins við þetta tækifæri og Björn Þórhallsson, fyrrver- andi formaður Landssambands verslunarmanna, var gerður að heið- ursfélaga. Hátíðarhöldin hófust klukkan 15, en áður lék Lúðrasveit verkalýðsins nokkur lög. Magnús L. Sveinsson flutti hátíðarræðu og að henni lok- inni voru skemmtiatriði. Signý Sæ- mundsdóttir sópran söng við undir- leik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, Ríó lék og söng, meðal annars Búð- arvísur eftir Emil og Jón Thorodd- sen, þá var danssýning þar sem börn frá Nýja dansskólanum sýndu. Monika Abendroth hörpuleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari fluttu þekkt lög og loks flutti Róbert Arn- finnsson leikari sönginn Minni verslunarmanna, lag eftir Jón Lax- dal og ljóð eftir Hannes S. Blönd- al. Róbert var í gervi gamals kont- órista eins og skrifstofumenn voru áður fyrr kallaðir. Að loknum skemmtiatriðum ávörpuðu gestir samkomuna og árnuðu félaginu heilla. Þeirra á meðal voru Davíð Oddsson borgar- stjóri, Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra, forseti Alþýðu- sambandsins, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, for- maður Landssambands verslunar- manna og tveir fulltrúar norrænna verslunarmannafélaga, frá Kaup- mannahöfn og Ósló. 21 félagsmaður VR var heiðraður og veitt gullmerki félagsins. Þá var Björn Þórhallsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslun- annanna, gerður að heiðursfélaga í VR og eru þá núverandi heiðursfé- lagar fjórir talsins. Fiskveiðistefna Evrópubandalagsins eftir Jakob Jakobsson í þeirri umræðu sem hafín er hér á landi um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalaginu hefur því oft verið haldið fram að fiskveiðistefna Evrópubandalagsins sé slík að ís- lendingar þurfi ekki að óttast að fiskveiðiréttindi lendi í höndum út- lendinga enda þótt við gengjum í bandalagið. Þar sem undirritaður hefur haft nokkur kynni af fisk- veiðistefnu Evrópubandalagsins í reynd tel ég mér skylt að fara nokkrum orðum um það hvernig stefnan hefur reynst á þeim átta árum sem liðin eru frá því að hún var samþykkt. Falsaðar aflatölur Fljótlega eftir að fiskveiðistefnan var samþykkt snemma á þeim ára- tug sem nú er nýliðinn fór að bera á því að starfsbræður mínir frá löndum Evrópubandalagsins gátu ekki treyst upplýsingum um afla og aflasamsetningu innan lögsögu bandalagsins. Eftir því sem leið á síðasta áratug hefur komið æ betur í ljós að nánast engum aflatölum innan bandalagsins er treystandi. Haldgóð vitneskja um þann afla sem berst að landi er þó sú undir- staða sem öll úttekt á fiskstofnum verður að byggjast á. Til þess að reyna að bæta úr þessu hafa fiski- fræðingar frá Evrópubandalags- löndunum reynt að hafa tvöfalt bókhald, þ.e.a.s. annars vegar hinar opinberu aflatölur sem þeir vita mjög vel að ekki er treystandi og hins vegar hafa þeir vegna náinna kynna og þekkingar á sjávarútvegi landa sinna reynt að bæta úr þessu með einskonar rassvasabókhaldi þar sem menn geta sér til um líklegri tölur en þær sem birtar eru opinberlega. Hér munar oft þúsund- um ef ekki tugþúsundum tonna. Rassvasabókhaldinu hefur þó farið hrakandi af ýmsum ástæðum. í einu landi Evrópubandalagsins er fiski- fræðingum t.d. bannað að nota óopinberar aflatölur nema heimilda sé getið. Þetta er að sjálfsögðu ekki unnt að gera án þess að bregð- ast trúnaðartrausti þeirra sem láta upplýsingar í té. Auk áreiðanlegra aflatalna er einnig nauðsynlegt við úttekt á ástandi fiskstofna að hafa öruggar heimildir um afiasamsetninguna. Dæmi eru hins vegar um það að starfsbræðrum mínum innan Evr- ópubandalagsins hefur verið hótað limlestingum ef ekki lífláti ef þeir gerðust svo djarfir að taka sýni úr afla við Iöndun fiskiskipa. Við slíkar aðstæður er jafnvel reynt að leyna því hvaða tegund verið er að landa, að ekki sé talað um aldursdreifingu eða stærð aflans. Þrátt fyrir þetta ófremdarástand hefur Alþjóðahaf- rannsóknaráðið reynt eftir fremsta megni að veita Evópubandalaginu ráðgjöf um stjórn fiskveiða uns upp úr sauð á sl. hausti þegar fiskveiði- nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ACFM) samþykkti einróma að við þær aðstæður sem nú ríkja í fisk- veiðimálum og fiskveiðistefnu Evr- ópubandalagsins brysti allar for- sendur til að veita raunhæfa ráð- gjöf um ástand fiskstofnana. Takmarkalaus tortryggni í reynd hefur því fiskveiðistefna Evrópubandalagsins beðið algert skipbrot. Afstaða sjómanna og út- vegsmanna í löndum bandalagsins einkennist af takmarkalausri tor- tryggni gagnvart starfsbræðrum sínum í öðrum löndum. Hugsunar- hátturinn sem þar ræður ríkjum er MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 25 Morgunblaðið/KGA Magnús L. Sveinsson, formaður V erslunar mannaf élags Reykjavíkur, flytur hátíðarræðu á 100 ára afmælishátíð félagsins á sunnudag. Úrslit kosninga í Dagsbrún: Stíórnin hlaut 62,5% atkvæða Minnsta kosningaþátttaka í sögu félagsins STJÓRN og trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar voru endurkjörin um helgina í fyrstu stjórnarkosning- um í félaginu síðan 1972. Alls voru 3.506 á kjörskrá, en 1.365 kusu eða 38,9%. A-listi núverandi stjórnar fékk 852 atkvæði eða 62,5%. B-listi sem borinn var fram að Jóhannesi Guðnasyni og Þóri Karli Jónassyni fékk 486 atkvæði eða 35,5%. Auðir seðlar voru 18 og ógildir 9. Guðmundur J. Guðmundsson, sem var endurkjörinn formaður Dagsbún- ar, sagði að engan þyrfti að undra þótt stjórn Dagsbrúnar fengi á fimmta hundrað atkvæði á móti sér. „Barátta þessa mótframboðs var eig- inlega gegn þjóðarsátt. Menn eru ekki að styðja að verðbólgan fari Morgunblaðið/Bára K. Kristinsdóttir Forseti Islands heiðursdoktor Forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, var á laugardag veitt heiðursdoktorsnafnbót við mannvísindadeild Gautaborgarháskóla. Há- skólinn hélt þá hátíðlegt 100 ára afmæli sitt. Við athöfnina fluttu þeir Lars Lönnröth prófessor og Sveinn Einarsson dagskrárstjóri ávarp, en Sveinn var í fylgdarliði Vigdísar. Vigdís flutti þakkarávarp, þar sem hún fjallaði m.a. um frið og sagði að vonin um frið um heim allan hefði brostið þegar stríð hófst við Persaflóa. Á slíkum tímum væri enn mikilvægara en ella að halda í trúna á þýðingu þekkingar og menntunar. Á myndinni sést forsetinn taka við heiðursskjali úr hendi Bo Ralph prófessors. aftur af stað en þeim finnst þeir vera með of léleg kjör og láta þess vegna ekki til sín taka. Við erum gerðir ábyrgir fyrir þjóðarsáttinni en síðustu tveir mánuðir hafa einkennst af hækkuðum vöxtum, hækkuðum fasteignagjöldum og hækkunum hjá tryggingafélögunum. Þá spyija menn hvort það sé þjóðarsáttin og við verðum sökudólgarnir. Þeir vilja þó ekki kjósa á móti okkur heldur sitja hjá,“ sagði Guðmundur. Fékk ekki taugaáfall Hann benti á að stjórn Dagsbrún- ar hefði tvívegis fengið minni stuðn- ing í kosningum. „Þetta er samt hlut- fallslega minnsta þátttaka í kosning- um í félaginu frá upphafi," sagði hann. Benti hann einnig á að félags- leg þátttaka færi mjög minnkandi í þjóðfélaginu. „Ég fékk ekkert taugaáfall út af útkomu kosninganna, hafði reiknað með að við myndum ná rösklega 1.000 atkvæðum og mótframboðið fengi á bilinu 5-600 atkvæði," sagði hann. Óánægður með úrslitin Jóhannes Guðnason, efsti maður á B-lista, sagði við Morgunblaðið, að varla væri hægt að vera ánægður með úrslit kosninganna. Hins vegar hefðu margir komið að máli við sig og lýst yfir ánægju með árangurinn og það hvetti sig og félaga sína til áframhaldandi baráttu. „Það eru ákveðin skilaboð til stjórnarinnar, að hún fær aðeins stuðning 20% félagsmanna í þessum kosningum. Nú höfum við ár til að reyna að koma í gegn á félagsfund- um breytingum. á lögum félagsins, þannig að auðveldara verði að bjóða fram til stjórnarkjörs. Við erum líka reynslunni ríkari og vitum hvað við gerðum rangt í þessari lotu.“ Smalað á kjörstað Jóhannes sagði að sér hefði komið á óvart hve fáir kusu í kosningunum, miðað við að ekki hefði verið kosið í félaginu í 18 ár. Og það hefði vald- ið sér miklum vonbrigðum, að 30 manns af 120 á B-listanum kusu ekki. Hann sagði einnig greinilegt að smalað hefði verið af hálfu A-list- ans síðasta kosningadaginn, meðal annars af elliheimilum. Og framanaf í talningunni hefðu atkvæðin skipst nokkuð jafnt en atkvæði í síðasta kjörkassanum hefðu nær öll fallið til A-listans. „Það var hvergi smalað á elliheim- ilum,“ sagði Guðmundur. „Hins veg- ar hringdu nokkrir sem vildu kjósa og þeir voru sóttir, en að við höfum hreinsað elliheimilin, það eru algjör ósannindi," sagði hann. Jóhannes gagnrýndi ýmislegt í sambandi við kosningabaráttuna og sagði m.a. að skrifstofa Dagsbrúnar hefði ekki gefið fólki upp símanúmer kosningaskrifstofu mótframboðsins heldur eingöngu á kosningaskrif- stofu stjórnarframboðsins. Þá hefði kjörstjórn eingöngu verið skipuð mönnum af A-lista og Guðmundur J. Guðmundsson hefði verið formað- ur hennar. Guðmundur sagðist taka undir að óeðlilegt væri að formaður félagsins væri um leið formaður kjörstjórnar og sagðist mundi beita sér fyrir að því yrði breytt. Hann sagði að hugs- anlega hefði stjórnin ekki svarað nægilega ákærum mótframboðs- manna um svindl í undirbúningi kosninganna. „Við vildum taka þetta á hærra plani og það var eftirtektar- vert að aldrei kom ein einasta at- hugasemd í kjörstjórninni um fram- kvæmd kosninganna, enda hafði umboðsmaður þeirra aðgang að öllu. Akærur komu aðallega úr fjölmiðl- um,“ sagði hann. Styðja Guðmund til góðra verka Þegar Jóhannes var spurður hvort tekið yrði vel í það af hálfu mótfram- boðsins, að ganga til samstarfs við stjórnina ef eftir því yrði leitað, sagði hann að þeir væru ákveðnir í að heija sem fyrst undirbúning kosn- inga að ári og því yrði varla um mikla samvinnu að ræða. Hins vegar sagði hann þá styðja Guðmund J. Guðmundsson til allra góðra verka. „Við munum bjóða öllum upp á samvinnu en förum ekki út í nein hiutafjárútboð,“ sagði Guðmundur. „Við útilokum ekki samstarf við neinn sem vill vinna með okkur af heilum hug, en förum ekki að bjóða einhver stjórnarsæti eða annað af því tagi,“ sagði hann. Sagði Guðmundur að hugur sinn stæði til að starfa áfram af kráfti innan Dagsbrúnar og sagði að mót- framboðsmönnum væri velkomið að bjóða aftur fram lista hvenær sem er. „Hins vegar hefur löngum legið fyrir að ég ætlaði að hætta í stjórn Verkamannasambandsins á síðasta þingi þess. Það varð ekki þá en ég^ er löngu búinn að ákveða, að ég gef ekki kost á mér aftur til formennsku í Verkamannasambandinu," sagði Guðmundur. Kjörsókn var 56% í Dags- brúnarkosningum 1972 EKKI hefur farið fram sljórnarkjör í Dagsbrún frá árinu 1972 en þá fóru kosningar fram 29. og 30. janúar. Voru tveir listar í kjöri,., A-Iisti, sem borinn var fram af stjórn og trúnaðarráði, og B-listi, borinn fram af Friðriki Kjarval og Árna Sveinssyni. Félagar í Dags- brún á kjörskrá voru þá 3.180 og alls greiddu 1.778 gild atkvæði í kosningunum. Var kjörsókn því 56%. Hlaut stjórnarlistinn yfirgnæf- andi kosningu, sigraði með 89% atkvæða. Lista stjórnar skipuðu: Eðvarð Sigurðsson, formaður, Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður, Halldór Björnsson, ritari, Pétur Lárusson, gjaldkeri, Andrés Guð- brandsson, fjármálaritari, og með- stjórnendur voru Pétur Pétursson og Baldur Bjarnason. Hlaut A-listinn 1.566 atkvæði, eða 89% en B-listi 212 eða 11%. Að sögn Halldórs voru úrslit kosninganna 1972 hagstæðasta út- koma sitjandi stjórnar í kosningum innan félagsins í 33 ár. „Það er því erfitt að miða við þessar kosningar nú, engu að síður er kjörsóknin í kosningunum núna óskiljanlega dræm í ljósi þess hversu langt er síðan síðast var kosið í Dagsbrún," sagði Halldór. sá að ef ég svindla ekki þá svindla allir aðrir. Hér skiptir ekki máli hvað stendur á blaði um fiskveiði- stefnu Evrópubandalagsins. Það er framkvæmd hennar sem öllu máli skiptir. Það sem hér hefur verið sagt á einkum við um fiskveiðar í Norðursjó. Niðurstaðan er þá sú að þessum gjöfulustu fiskimiðum í Atlantshafi hefur verið svo misboð- ið að þar hafa þorsk- og ýsuveiðar nánast alveg brugðist undanfarin tvö ár. Þetta hefur raunar komið íslenskum sjávarútvegi að gagni vegna þess að fiskþurrðin í Norð- ursjó hefur valdið því að verð á íslenskum fiski hefur rokið upp úr öllu valdi. Gegndarlaus ofveiði Úr því að niðurstaðan er eins og að framan er lýst á heimamiðum Evrópubandalagsins hvernig skyldi þá hafa gengið á fjariægari miðum. Nærtækasta dæmið eru fiskveiðar sem floti Evrópubandalagsins hefur stundað á miðunum rétt utan 200 mílna lögsögu Kanada. Þar hagar svo til að híuti landgi'unnsins nær út fyrir 200 mílna mörkin. Það er alþjóðleg stofnun, Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðiráðið sem fer með stjórn fiskveiða á því svæði. Ég tek sem dæmi að árið 1986 samþykkti NV-Atlantshafsfiskveiðiráðið að hámarksafli á landgrunninu utan 200 mílna lögsögu Kanada yrði um 40 þús. tonn. Þetta vildi Evrópu- bandalagið ekki sætta sig við og ákvað 100 þús._ tonna afla handa sínum skipum. í raun veiddu Evr- ópubandalagsríkin um 170 þús. Jakob Jakobsson „Ef íslendingar ganga í Evrópubandalagið er það óumdeilanleg stað- reynd að stjórn fisk- veiða okkar flyst frá íslandi til Belgíu.“ tonn í stað þeirra 40 þús. tonna sem NV-Atlantshafsfiskveiðiráðið hafði samþykkt. Árið 1989 samþykkti NV-Atlantshafsfiskveiðiráðið að á framangreindum svæðum skyldi leyfilegur hámarksafli vera um 30 þús. tonn. Sem fyrr vildi Evrópu- bandalagið ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og gaf út veiðileyfi fyrir rúmlega 150 þús. tonnum sem er fimm sinnum meira en lögmætir stjórnendur fiskveiða þarna höfðu samþykkt. Þegar upp var staðið tókst gífurlegum flota Evrópu- bandalagsins þó ekki að skrapa upp nema rúm 50 þús. tonn á þessu svæði. Afleiðingar eru að sjálfsögðu þær að fiskur er ekki einungis upp- urinn utan 200 mílna lögsögu Kanada heldur hefur þetta haft veruleg áhrif á fiskgengd innan 200 sjómílna markanna nær landi. Um 100 sjómílum utan fiskveiðilögsögu Kanada eru fiskimið, sem heita Flemish Cap (Flæmingjahöfði). Þar var atgangurinn slíkur að 1987 varð að banna þar allar þorskveiðar. Útlendingar á íslandsmið Því hefur oft verið haldið fram að samkvæmt fiskveiðistefnu Evr- ópubandalagsins myndu útlendir menn ekki fá sjálfkrafa veiðiheim- ildir á íslandsmiðum. Er þá gjarnan vitnað til þess að Spánveijum hefur ekki verið úthlutað veiðiheimildum í Norðursjó. Þegar Spánvetjar sóttu um veiðiheimildir í Norðursjó er rétt að hafa það í huga að þar voru þeir að sækja um veiðiheimildir á“ heimamiðum stofnenda og áhrifa- mestu þjóða í Evrópubandalaginu þar sem fiskur var það að auki að mestu uppurinn. Spánveijar áttu þvi undir högg að sækja svo ekki sé meira sagt. Ef íslendingar gengju í Evrópubandalagið væt'i að sjálfsögðu við allt aðrar aðstæður að etja. Þá væru það áhrifamestu þjóðir Evrópubandalagsins sem krefðust fiskveiðiréttinda hjá hinni smæstu og áhrifaminnstu. Því til viðbótar er rétt að minna á að þjóð- ir Evrópubandalagsins, sem hér stunduðu veiðar áður en fiskveiði- lögsagan var stækkuð, hafa ævin- lega haldið því fram að þær ættu rétt á bótum vegna þess taps sem þær urðu fyrir er þær misstu fisk- veiðiréttindi við ísland. Hætt er við að slíkar bætur yrðu sóttar með harðfylgi ef við gerðumst aðilar að Evrópubandalaginu. Þegar Spán- veijum var synjað um fiskveiði- heimildir í Norðursjó tóku þeir að skrá skip sín í Bretlandi og fá þann- ig aðgang að fiskveiðiheimildum Breta. Um þetta standa óútkljáðar deilur en staðreyndin er sú að Spán- verjar nýta breskar fiskveiðiheim- ildir með þeim skipum sem þeir hafa látið skrá í Bretlandi. Þegar til lengri tíma 'er litið er augljóst að undanþágum og sérsamninguni mun fækka. Það þýðir að hugsan- legir samningar sem fælu í sér undanþágu frá grundvallarreglunni um gagnkvæm fiskveiðiréttindi halda ekki nema til skamms tíma. Þá hefut' því verið haldið fram að ef Islendingar kæmu á sölu veiði- leyfa sem boðin væru á almennu uppboði myndu íslendingar sitja einir að fiskveiðum á íslandsmiðum enda þótt við værum í Evrópu- bandalaginu einfaldlega vegna þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu bestan aðgang að miðunum og gætu því boðið hærra verð fyrir fiskveiðileyfi en öhnur evrópsk fyr- irtæki. Þetta er svo fáránleg álykt- un að maður veit stundum ekki hvort stuðningsmenn Evrópu- bandalagsins eru að gera grín eða^ tala í fullri alvöru. I fyrsta lagi skiptir ekki máli hvort skip sem landa í Hull eða Grimsby eða í þýsk- um höfnum eru gerð út frá íslandi, Bretlandi eða Þýskalandi. Ef landa á aflanum í Evrópulöndum er líklega auðveldara að gera þau út þaðan heldur en héðan ef eitthvað er. I öðru lagi er augljóst að stærð og fjárhagslegt bolmagn erlendra fyrirtækja er oft og tíðum svo marg- falt meira heldur en íslenskra að hin íslensku gætu aldrei staðist samkeppni á uppboðsmarkaði. Sljórn fiskveiða til Brussel Ef íslendingar ganga í Evrópu- bandalagið er það óumdeilanle^ staðreynd að stjórn fiskveiða okkar flyst frá íslandi til Belgíu. Það er ekki einungis að leyfilegur há- marksafli hverrar fisktegundar yrði ákveðinn af yfirvöldum Evrópu- bandalagsins í Brussel heldur það sem enn verra er að framkvæmd og veiðieftirlit yrði stjórnað þaðan. Sú „stjórn" yrði falin í því að í raun yrðu hér algerlega óheftar veiðar, engri aflatölu yrði treystandi. Fiski- miðin umhverfis landið yrðu skilin eftir sem eyðimörk innan fárra ára og gilti þá einu hvort það yrðu inn- lendir eða útlendir menn sem stund-v uðu veiðarnar. Með því að ganga í Evrópubanda- lagið væru Islendingar að kasta lífsbjörginni, Ijoreggi sínu, til Brussel en þaðan kæmi það aldrei óbrotið aftur. Höfiindur er forstöðumaður Hnfrannsóknastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.