Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991
27
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1.janúar1991 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 11.497
'A hjónalífeyrir ....................................... 10.347
Full tekjutrygging ....................................: 21.154
Heimilisuppbót ........................................ 7.191
Sérstökheimilisuppbót ................................... 4.946
Barnalífeyrir v/1 barns ................................. 7.042
Meðlag v/1 barns ........................................ 7.042
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.412
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ....................... 11.562
Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eða fleiri ............. 20.507
Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 14.406
Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða .................... 10.802
Fullur ekkjulífeyrir ................................... 11.497
Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 14.406
Fæðingarstyrkur ........................................ 23.398
Vasapeningarvistmanna .................................. 7.089
Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 5.957
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ....,........................ 981,00
Sjúkradagpeningareinstaklings ......................... 490,70
Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 133,15
Slysadagpeningareinstaklings ........................... 620,80
Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 133,15
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
28. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 111,00 78,00 102,62 8,328 854.697
Smáþorskur 89,00 88,00 88,46 2,742 242.550
Ýsa 124,00 92,00 115,97 1,642 190.478
Saltfiskur 60,00*. 40,00 55,38 0,104 5.760
Koli 35,00 35,00 35,00 0,020 700
Rauðmagi/gr. 90,00 80,00 84,74 0,164 13.940
Steinbítur 70,00 67,00 79,07 0,106 7.321
Langa(ósl.) 75,00 75,00 75,00 0,035 2.625
Hrogn 305,00 305,00 305,00 0,056 17.080
Keila 45,00 45,00 45,00 0,012 540
Keila (ósl.) 45,00 45,00- 45,00 1,284 57.780
Steinbítur 70,00 67,00 67,85 0,148 10.042
Lúða 345,00 240,00 283,18 0,370 105.058
Langa 75,00 75,00 75,00 0,356 26.738
Samtals 99.89 15,369 1.535.309
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 115,00 96,00 109,63 41,227 4.519.569
Þorskur (ósl.) 80,00 74,00 79,24 0,879 69.654
Þorskur smár 88,00 88,00 88,00 3,114 274.032
Ýsa 125,00 80,00 108,91 12,280 1.337.444
Ýsa (ósl.) 94,00 75,00 86,17 3,106 267.639
Karfi 45,00 45,00 45,00 0,979 44.055
Ufsi 47,00 47,00 47,00 0,138 6.486
Steinbítur 67,00 60,00 64,08 0,328 21.017
Langa 77,00 69,00 75,88 1,292 98.036
Lúða 350,00 270,00 319,00 0,219 69.880
Skarkoli 70,00 69,00 69,07 0,161 11.188
Keila 39,00 39,00 39,00 0,035 1.365
Tindabikkja 27,00 27,00 27,00 0,042 1.134
Gellur 315,00 305,00 311,73 0,041 12.874
Hrogn 315,00 160,00 218,51 0,600 131.280
Blandað 112,00 30,00 47,58 0,298 14.180
Undirmál 87,00 74,00 84,28 0,553 46.608
Samtals 106,8 65,334 6.930.442
FISKMARKAÐUR SUÐURIMESJA hf.
Þorskur ósl. 125,00 87,00 106,96 26,400 2.823.850
Þorskur(d. blóðg.) 93,Ó0 76,00 87,85 13,400 1.177.200
Þorskurjlif. blóðg.) 122,00 113,00 119,85 9,500 1.138.550
Þorskur 98,00 89,00 92,25 4,695 433.110
Ýsa 94,00 94,00 94,00 0,074 6.956
Ýsa (ósl.) 99,00 80,00 95,19 3,282 312.422
Karfi 43,00 41,00 41,91 0,969 40.609
Ufsi 40,00 36,00 37,31 1,572 58.658
Steinbítur 69,00 69,00 69,00 0,100 6.900
Langa 68,00 67,00 67,24 0,594 39.942
Lúða 345,00 345,00 345,00 0,005 1.725
Skarkoli 79,00 69,00 73,81 0,436 32.180
Keila 45,00 43,00 43,06 0,577 24.845
Rauðmagi 133,00 130,00 130,86 0,070 9.160
Hlýri 66,00 66,00 66,00 0,044 2.904
Blandað 47,00 45,00 46,76 0,083 3.881
Undirmál 78,00 78,00 78,00 0,100 7.800
Samtals 98,88 61,901 6.120.692
Olíuverö á Rotterdam-markaði, síöustu tíu vikur,
16. nóv. - 25. jan., dollarar hvert tonn
500-
475-
450-
425-
ÞOTUELDSNEYTI
400 j
í i
35q kA | H
::v V J A
275 v1
296/
"292
250---------------------------------
225---------------------------------------------
H---1----1---1---1---1---1----1---1---1---b
16.N 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. 18. 25.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýjung í prófkjörsbaráttu
STÓR mynd af Þresti. Ólafssyni, frambjóðanda í
prófkjöri Alþýðuflokksins, blasir nú á nokkurra
mínútna fresti við vegfarendum í Miðbænum, ásamt
hvatningarorðunum „Þröstur í þriðja", og er þar átt
við þriðja sætið á framboðslista Alþýðuflokksins.
Auglýsingin birtist á nýlegu ljósaskilti á húsi Nýja
bíós. Að sögn Þrastar er þetta bæði nýjung í próf-
kjörsbaráttu og prufukeyrsla myndabúnaðar eigenda
skiltisins, en þeir hafa ekki áður birt mannsmynd á
skiltinu. Þröstur segir að þessi auglýsingamáti sé
ódýrari en útvarps- eða blaðaauglýsingar. Auglýs-
ingin verður sýnd út vikuna.
Ólafur Njáll Sigurðsson framkvæmdastjóri Alþjóða líftryggingafé-
lagsins afhendir Sigurði Björnssyni varaformanni Krabbameinsfé-
lags íslands gjöfina.
Alþjóða líftryggingafélagið:
Hálf milljón til Krabba-
meinsfélags Islands
í TILEFNI af 25 ára afmæli Al-
þjóða líftryggingafélagsins í
Reykjavík hefur félagið afhent
Krabbameinsfélagi íslands
500.000 krónur að gjöf,
í gjafabréfi til Krabbameinsfé-
lagsins segir: „Með þessari gjöf vill
alþjóða líftryggingafélagið stuðla
að framkvæmd og kynningu á
heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins
undir kjörorðinu betri heilsa, og
tengja nafn tryggingafélagsins við
hlaupið í ár. Hlaupið fer fram 8.
júní á sumri komanda í samvinnu
við Ólympíunefnd íslands.“
í gjafabréfinu segir ennfremur,
að Alþjóðalíftryggingafélagið vilji
með þessari gjöf stuðla að enn
víðtækari þátttöku en hingað til.
■ FÉLAG brottfluttra Höfð-
hverfinga og Grenvíkinga sunn-
an heiða heldur sína árlegu árs-
hátíð í Víkingasal Hótels Loft-
leiða laugardaginn 2. febrúar.
Gestir félagsins að þessu sinni verða
hjónin frá Lómatjörn í Höfða-
hverfi, Valgerður Sverrisdóttir
alþingismaður og Arvid Kro. Val-
gerður flytur félagsmönnum frétta-
annál úr átthögunum. Húsið verður
opnað kl. 19 og borðhald hefst kl.
Heklugosið:
Gosóróinn
minnkarenn
ÓRÓINN á gosstöðvunum við
Heklu er nú orðinn svipaður og
hann er venjulega þegar ekkert >"
gos er í fjallinu. Reykjarbólstrar
sjást þó enn við Heklu.
Þær upplýsingar fengust á Veð-
urstofunni að hreyfing við Heklu
hefði minnkað nokkuð um helgina
og væri nú svo komið að hreyfingin
væri vart meiri en veja er, þegar
ekkert gos er í fjallinu.
Svala Guðmundsdóttir, húsfreyja
á Selsundi, sagði skyggni til fjalls-
ins slæmt en þó sæist öðru hveiju Vy
ágætlega til Heklu. Hún sagði mikla
bólstra koma frá fjallinu, en trúlega
væri um gufubólstra að ræða. Ein-
hver eldur er enn í Heklu því þegar
dimmir sér heimilisfólkið á Selsundi
bjarma frá sprungunni.
Heklugosið hefur nú staðið í tólf
daga, heldur lengur en gosið 1980,
sem tók fljótt af.
20. Að venju verða eingöngu heima-
tilbúin skemmtiatriði á dagskrá
ásamt miklum og góðum fjölda-
sörig. Hljómsveit Karls Jónatans-
sonar leikur fyrir dansi. Formaður
skemmtinefndar er Helgi Laxdal,
en fonnaður félagsins er Lára
Egilsdóttir. Þeir sem ættir sínar «.
eiga að rekja á þessar slóðir eru
hjartanlega velkomnir.
(Fréttatilkynning)
UR DAGBOK
LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK:
25.-28. janúar
Helgin var fremur friðsöm í
heild, enda veður fremur kaldr-
analegt og blautt.
Ölvun var með minnsta móti
og „aðeins“ sent í 70 ölvunarköll
Fangageymslur voru hálfsetn-
ar, en þrír sem þær gistu voru
færðir fyrir dómara vegna
óspekta og fengu sektir frá 5.000
og að 9.000 kr. Þá var tilkynnt
fjórtán sinnum um rúðubrot og
ellefu sinnum um skemmdarverk.
Þá voru átta innbrot tilkynnt
og voru flest þeirra í bifreiðar,
en einnig var sjö sinnum tilkynnt
um þjófnaði.
Nokkur afskipti voru höfð af
ökumönnum. Þeir áttu þatt í alls
39 umferðaróhöppum. í fjórum
óhöppunum áttu sér stað slys á
fólki, en ekki er vitað um nein
meiriháttar meiðsli. Tveir öku-
mannanna sem lentu í óhöppum
eru gninaðir um ölvun við akstur.
Báðir gistu fangageymslur, vegna
rannsóknar mála þeirra.
Þá voru 16 ökumenn grunaðir
um að hafa ekið ölvaðir, 22 voru
stöðvaðir og kærðir fyrir of hrað-
an akstur og sjö fyrir að aka á
móti rauðu ljósi á umferðarvitum.
Ekki var friður á öllum heimil-
um og var óskað aðstoðar lög-
reglu 15 sinnum til að stilla til
friðar, eða biðja fólk, sem var að
skemmta sér að gefa öðrum kost
á að sofa.
Á föstudag lagði þef af mjöð í
geijun um hverfi eitt hér í borg.
Rannsóknardeildin brá skjótt við
og þefaði uppi staðinn og negldi
þar bruggara við iðju sína. Málið
var afgreitt á skömmum tíma,
enda starfsmenn deildarinnar í
góðri þjálfun við úrvinnslu slíkra
mála.
Þá hafði lögregla verið að svip-
ast um eftir strokufanga og á
laugardag lá fyrir grunur um
verustað hans. Almenn deild lög-
reglu brá skjótt við og fór á stað-
inn. Fanginn var síðan gripinn,
þegar hann reyndi að laumast út
um glugga bak við húsið.
Á laugardagsnóttu hafði lög-
regla afskipti af ökumanni bifreið-
ar, en aksturslagið virtist ekki
fullkomlega eðlilegt. Við athugun
reyndist allt í lagi með ökumann-
inn, en ekki farþegana. Einn
þeirra var mjög ósáttur við af-
skipti lögreglu af ökumanninum
og vildi greinilega kenna þeim hin
einu sönnu vinnubrögð við þessar
aðstæður. Lögregla þakkaði
ábendingar mannsins og ætlaði
síðan að yfirgefa staðinn. Við-
komandi taldi sig ekki hafa talað
út og veittist að lögreglu. Var
ekki um annað að ræða en að
taka viðkomandi úr umferð. Hann
ætlaði þá að komast undan og
aftur inn í bifreiðina, en var hand-
tekinn. Nokkur átök urðu við
handtökuna og beit viðkomandi
þá einn lögreglumannanna í lærið
og varð hann að fara á slysadeild
-eg láta líta á sárið. Næsta dag,
þegar viðkomandi var tekinn til
yfirheyrslu og spurður að því
hvers vegna hann hefði gert þetta,
bar hann því við, að það hefðu
átt sér stað átök, þegar hann var
tekinn af lögreglu og allt í einu
var læri beint fyrir framan hann.
Hann var hvort sem var með
munninn opinn og þurfti ekkert
annað að gera, en að loka honum,
en það var einmitt það sem lög-
reglan var marg búin að biðja
hann um áður en hann var tekinn.