Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991 Tökum aó okkur hverskyns þorraveislur. Matreiðslumenn með áratuga reynslu. Þorramatur við öll tækifæri. í trogunum okkar er: Sviðasulta, hrútspungar, lundabaggar, bringukollar, lifrarpylsa, blóðmör, hangikjöt, rófustappa, harðfiskur, hákarl, flatbrauð, smjör, stld, pottbrauð, ítalskt salat. Verð kr. 1.190.- Minning: Sigríður Bjarna- dóttir frá Hömrum Fædd 14. febrúar 1893 Dáin 19. janúar 1991 Sigga á Hömrum — orðin hljóma í eyrum mér eins og ljúf tónlist, ljúf eins og hún sjálf, þessi kona sem hefur orðið mér kærari en nokkur annar mér vandalaus. Frá því ég nokkurra mánaða gömul kom í fyrsta skipti í baðstofuna til hennar á Hömrum hafa leiðir okkar legið saman, í nálægð og íjarlægð i hart- nær hálfa öld. Hamrar, Sigga og Jóhannes urðu hluti af lífi mínu, þar sem saman tvinnuðust leikir og störf, lífsreynsla og, þroski, gamall og nýr tími. Og nú er hún horfin á braut og löngu og farsælu lífsstarfi lokið. Eftir stöndum við öll sem elsk- uðum hana og þökkum fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá okkur svo lengi-. Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Minnibæ í Grímsnesi 14. febrúar 1893. Foreldrar hennar voru Bjarni Jörgensson bóndi þar og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Bjarni vár sonur Jörgens bónda á Stærribæ, Bjarnasonar og konu hans, Stein- unnar Bjarnadóttur bónda á Vatns- leysu, Einarssonar. Móðir Steinunn- ar var Vigdís Halldórsdóttir, prests á Torfastöðum, Þórðarsonar. Móðir Vigdísar var Vigdís Pálsdóttir, prests á Torfastöðum, Högnasonar, „Presta-Högna“, prest á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móð- ir Vigdísar Pálsdóttur var Þórdís Asmundsdóttir, bónda í Asgarði, Sigurðssonar, föður Sigurðar, lan- gafa Jóns forseta. Ragnhildur, móð- ir Sigríðar, var dóttir Jóns söðla- smiðs, Björnssonar, á Arakoti á Skeiðum, síðast á Hömrum. Móðir Jóns var Ragnhildur Jónsdóttir, prests á Klausturhólum, Jónssonar, prests í Hruna, Finnssonar, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móðir Ragn- hildar var Margrét Kolbeinsdóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteins- sonar. Móðir Ragnhildar og amma Sigríðar var Katrín Snorradóttir, bónda aðHömrum í Grímsnesi, Jóns- sonar og konu hans Sigríðar Einars- dóttur, bónda á Hrygg í Hraungerð- ishreppi, Jónssonar. Að Sigríði stóðu eins og sjá má styrkir stofnar sunnlenskra ætta þar sem saman fléttuðust greind og dugnaður. Sjálf var hún einstaklega vönduð kona til orðs og æðis og lét alls staðar gott af sér leiða á langri ævi. I tæp 98 ár lifði hún og starf- aði, óijúfanlega tengd bænum sínum Hömrum, þar sem hún sleit barns- skónum og stýrði búi í nær hálfa öld. Það var sem forlögin hefðu ætlað henni Hamra þar sem forfeður hennar höfðu búið á þriðju öld, sex ættliðir mann fram af manni. Þegar hún er aðeins rúmlega ársgömul, sú níunda í röð tólf systkina, kemur móðursystir hennar Ingibjörg hús- freyja á Hömrum að Minnibæ. Ingi- björg og maður hennar Jörgen, sem var föðurbróðir Sigríðar, höfðu átt fimm börn og misst þau öll. Erindi Ingibjargar var að biðja systur sína að gefa sér barn í lítinn kjól sem hún hafði meðferðis. Ragnhildur kvaðst ekki vilja gefa henni barnið en féllst á að lána henni Sigríði í litla kjóiinn. Þar með voru örlög Sigríðar ráðin og hún tengd Hömrunum órjúfandi böndum. En allt er í heiminum hverf- ult og þegar hún var rétt rúmlega fimm ára andaðist fóstra hennar. Sorgin sat lengi í litlu barnshjarta. Sigríður var áfram hjá Jörgen fóstra sínum og föðurbróður á Hömrum, en við búsforráðum tóku nú Sigríður móðursystir hennar og maður hennar Kristinn Jónsson. Árið 1904 keypti Kristinn vesturbæ- inn á Hömrum, en þar hefur löngum verið tvíbýli, og ólst Sigríður upp þar uns hún stofnaði sitt eigið heim- ili í austurbænum árið 1920. Ragnhildur móðir Sigríðar mun hafa viljað taka litlu stúlkuna sína til sín er fóstra hennar dó, en Sigríð- ur móðursystir hennar sem hafði að hluta alist upp með henni mátti á ekki af henni sjá. Lítið var um skóla- göngu fyrir tæpri öld hjá þeim sem þá uxu úr grasi. Tólf ára fékk hún þær sex vikur náms sem áttu eftir að endast henni allt lífið, og vorið 1907 fermdist hún upp á kverið. 1917 fékk hún svo tilsögn í hannyrð- um hjá Sigríði Hildi systur Guð- mundar á Efri-Brú. Aðeins einu sinni dvaldi Sigríður fjarri Hömrum á sínum yngri árum en það var vetur- inn 1918-19 er hún fékk tilsögn í matreiðslu og fatasaumi hjá Sigríði í Einarshúsi á Eyrarbakka, systur Guðmundar oddvita. Vitnaði hún oft í veru sína þar og hversu ánægjuleg og gagnleg hún hefði verið. Það var svo árið 1920 sem Sigríð- ur giftist manni sínum Jóhannesi Jónssyni frá Þórisstöðum og bjuggu þau svo allan sinn búskap á Hömr- um, en Jóhannes lést 20. febrúar 1968. Þau Sigrður eignuðust þijú börn, Ingibjörgu Tönsberg, kennara í Reykjavík, Jóhönnu, kennara í Reykjavík og Gunnar, bónda á Höm- rum. Sigríður var komin á miðjan aldur t er ég man fyrst eftir henni. Hamra- heimilið hafði þó áður komið við sögu hjá fjölskyldu minni þar sem föðurbróðir minn Elías ólst þar upp að hluta hjá Sigríði móðursystur Sigríðar og Kristni manni hennar. Auk þess kom faðir minn á heimili RAÐAUGIYSINGAR FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆDISPLOKKURINN F É L A G S S T A R F Akranes - þorrablót Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi heldur sitt árlega þorra- blót föstudaginn 1. febrúar nk. á Heiðabraut 20 kl. 20.00. Þorramatur, glens og söngur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir fimmtudagskvöld til Óla Grét- ars í síma 11135 eða 12800. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Akureyri - Akureyri Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður hald- inn í Kaupangi við Mýrarveg miðvikudaginn 30. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Kosningar. 4. Önnur mál. Fulltrúar fjölmennið. Stjórnin. Sauðárkrókur Almennur fundur verður í Sjálfstæðisfélagi Sauðárkróks í dag, þriðjudaginn 29. janúar, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ræðumaður fundarins verður Hjálmar Jónsson. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Almennar umræður. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Sjálfstæðiskonur á Sauðárkróki! Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks verður haldinn i Sæborg miðvikudaginn 30. janúar kl. 20.30. Dagkrá: , 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör landsfundarfulltrúa. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Önnur mál. Kaffiveitingar. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló heldur aðalfund fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.30 í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðismanna. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosningar framundan. 3. Önnur mál. Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló, Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar: Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja verður haldinn í As- garði í kvöld, þriðjudaginn 29. janúar 1991, kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fulltrúar á landsfund. 3. Önnur mál. Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavik verður haldinn í Átthhagasal Hótels Sögu í kvöld, þriðju- daginn 29. janúar, kl. 20.30 stundv- íslega. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt reglugerð Fulltrúaráðsins. 2. Ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik við næstu alþingiskosningar. 3. Ræða: Davíð Oddsson, borgarstjóri. Fundarstjóri: Ólafur B. Thors. Siglufjörður Fulltrúaráðsfundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu 29. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kjör landsfundarfulltrúa. 2. Önnur mál. Stjórn fulltrúaráðs. Ráðstefna um ferðamál í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, laugardaginn 2. febrúar kl. 13.00-16.00. Dagskrá: Kl. 13.05 Ráðstefnan sett: Sigríður A. Þórðardóttir, formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Kl. 13.10 Þróun ferðamála á Islandi: Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri. Fyrirspurnum svar- að að erindi loknu. Kl. 13.50 jsland, land gæða, hreinieika og heilbrigðs lífs: Baldvin Jónsson, markaðsstjóri. Fyrirspurnum svarað að erindi loknu. Kl. 14.30 Kaffi. Kl. 14.15 Auknar vinsældir íslands fyrir ráðstefnuhald og hvatn- ingarferðir: Hildur Jónsdóttir, markaðsstjóri. Fyrirspurnum svarað að erindi loknu. Kl. 15.25 Hvert stefnir i ferðamálum á íslandi? Friðrik Sophusson, alþingismaður. Fyrirspurnum svarað að erindi loknu. Kl. 16.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri. Landssamband sjálfstæðiskvenna. Stjórnin. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.