Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 11 Umhverfisvemdar- átak næsta sumar UNGMENNAFÉLAG íslands mun næsta sumar efna til sérstaks átaks í umhverfisvernd þar sem stefnt verður að því að hvert ungmennfé- laganna taki að sér „fósturbarn" tilkynningu frá Ungmennafélagi Með „fósturbarni" er átt við verk- efni eins og fjöru sem hreinsuð er reglulega, vegarkafla sem hreinsað er meðfram, land til uppgræðslu, gróðursetning í ákvéðið láhdsvaéði, úr náttúru landsins, segir í frétta- Islands. hefting foks eða annað það sem landinu kemur ti! góða. Stefnt er að því að öll ungmennfélög á landinu, sem eru 245, taki þátt í r úfrihvérfisvéfádárátakinu. Skemmtilegiir hryllingxir _________Leiklist_____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir í Iðnó söngleik- inn Rocky Horror. Höfundur: Richard O’Brian. Þýðandi: Veturliði Guðnason. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdótt- ir. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Danshöfundur: Astrós Gunnars- dóttir. Leikmyndaráðgjafi: Guðrún Sig- ríður Haraldsdóttir. Ljósahönnun: Egill Ingibergsson. Kvikmyndin Rocky Horror Pict- ure Show er fyrir löngu orðin goð- saga í hugum þeirra sem hafa séð hana aftur og aftur. Erlendis mæt- ir fólk t.d. sums staðar í bíó klætt eins og uppáhalds persóna hvers og eins í myndinni. Myndin er hins vegar eftir söngleiknum The Rocky Horror Show sem var frumsýndur í London 1972 og sló þar rækilega í gegn. Þrátt fyrir að söngleikir hafi reynst með vinsælla efni í leik- húsi hér á landi hafa stóru leikhús- in ekki séð ástæðu til að færa þenn- an víðfræga söngleik upp á sín svið. Nú hefur leikfélag Menntaskól- ans við Hamrahlíð sem sagt látið gamlan draum margra rætast og hefur fært upp Rocky Horror í ís- lenskri þýðingu. Þetta er geysifjöl- m?nn sýning. Iðnó iðar bókstaflega af kæti enda er það skemmtilegasta við þessa sýningu hvað þátttakend- um finnst innilega gaman að leika í henni og það smitar auðvitað út frá sér. Þegar inn í Iðnó er komið taka á móti manni fáklæddar miða- sölustúlkur og sætavísur. Ýmsar kynjaverur reika um salinn klæddar í anda Rocky Horror og ungmeyjar ganga um og bjóða sælgæti til sölu. Söguþráður þessa verks er svo sem ekki margslunginn; ungt par, Janet og Brad, eru á leiðinni að heimsækja doktor í eðlisfræði en eru svo óheppin að það springur hjá þeim dekk á leiðinni og vara- dekkið auðvitað í ólagi. Þau banka upp á í kastala nokkrum og allt í einu eru þau lent í kynjaveröld hryll- ings og losta þar sem Frank-N- Furter ræður ríkjum. Umgjörð sýningarinnar er þann- ig úr garði gerð að það er sem við séum að horfa á bíómynd. í upp- hafi syngur ein sætavísan óð um B-myndir í Hafnarbíói og á kvik- myndatjaldi renna bútar úr nokkr- um slíkum myndum þar til sjálf sýningin hefst sem dregur okkur inn í þennan B-myndaheim. Eins og í mörgum góðum myndum erum við leidd áfram af sögumanni um þennan dularfulla og undarlega heim. Það er óhætt að segja að það sé samhæfður hópur sem ræður ríkj- um í Iðnó þessa dágana. Rýmið er vel nýtt, það er alls staðar fólk; í salnum í kringum áhorfendur, uppi á pöllum sem eru sitt hvoru megin í salnum og á sviðinu. Sögumaður- inn reikar svo á milli. Reyndar fór eitt atriðið með sögumanninum, sem var á öðrum pallinum, fyrir ofan garð og neðan hjá þeim er sátu aftarlega í salnum. Svalimar í Iðnó gerðu það að verkum að ekkert sást nema fæturnir á leikar- anum. Þetta er auðvelt að laga með því að hann færi sig nær sviðinu. Annars voru allar stöður og hreyf- ingar vel unnar. Fyrst ég er byijuð að hnýta aðeins í sýninguna þá varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum með „sándið". Ég hefði gjarnan vilj- að hafa það talsvert kraftmeira og að það bærist betur aftur í salinn. Þetta er kraftmikil tónlist og söng- urinn var fínn og það hefði skapað enn betri stemmningu ef græjurnar hefðu verið skrúfaðar ögn hærra. Að öðru leyti var þetta stórfín sýn- ing. Það hlýtur alltaf að vera svolítið erfitt að fínna meðal áhugamanna fólk sem bæði getur sungið vel og leikið ekki síður. En Kolbrúnu hefur tekist það bærilega og náð að virkja hvern og einn. Hvað búninga og útlit persónanna varðar er sýningin greinilega undir sterkum áhrifum frá myndinni. Það er hreinlega með ólíkindum hvað sumir leikaranna eru líkir þeim sem fóru með sömu hlutverk í The Rocky Horror Pict- ure Show. Páll Óskar Hjálmtýsson er i hlutverki Frank-N-Furters og að öllum öðrum ólostuðum þá var hann sá sem náði hvað bestum tök- um á hlutverki sínu. Þrátt fyrir góðan leik þá tókst sumum misjafn- lega vel upp við að samræma orð og hreyfíngar. Stundum var því lostafullur textinn í svolitlu tóma- rúmi, hréyfíngarnar voru ekki jafn tælandi og spilltar. Páll samræmdi hins vegar þetta hvort tveggja prýð- is vel og var síst að sjá að um áhug- aleikara væri að ræða. Katrín Kristjánsdóttir og Jón Atli Jónasson léku þau Janet og Brad og þau áttu bæði ágætis mótleik við Pál, skemmtilega saklaus og óspillt. Gestur Svavarsson lék sögumann- inn og var afslappaður í því hlut- verki sínu, kryddaði Jeikinn með fínlegum hreyfíngum. Ég ætla ekki að rekja neitt frekar frammistöðu hvers leikara en mér finnst aðdáun- arvert hvað sýningin, bæði leikur og söngur, var allt í allt hnökralaus. Setningin „og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna“ átti svo sann- arlega við þessa sýningu sem ég sá. Meirihluti áhorfenda var á sama aldri og leikaramir og sýningin hitti greinilega beint í mark. Ég vildi gjarnan að maður sæi þetta fólk einhvern tímann svona hrifíð í stofnanaleikhúsunum. Hvað um það, þessi viðamikla sýning er leik- sigur fyrir alla aðstandendur henn- ar. Skemmtidagskrá sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara Vilhjálms Vilhjálmssonarr. Frumsýning: 2. febrúar. Aörar sýningar: 9., 16. og 23. febrúar. FRAM KOMA: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunnarsson, Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Magnús Kjartansson. Hljómsveit: Magnús Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson, Finnbogi Kjartansson, Ásgeir Óskarsson og Pétur Hjaltested. Stjórn dagskrár: Egill Eðvarðsson. MATSEÐILL Forréttur: Blandaöir heitir sjávarréttir í buUerdeigskænu Aöalréttur: Heilsteiktar nautalundir með rjómalagaðri koníakspiparsveppasósu, Hassel kartöflum og smjörsoðnu spergiikáli Eftirréttur: ítölsk ostaterta með þeyttum rjóma og ávöxtum Eftir að skemmtidagskrá lýkur er dansleikur til kl. 03:00. Miöaverð: 3.900,- krónur Boröapantanir í síma 77500 Hinn siðspillti Frank á milli Brads og Janetar. Leikarar eru Jón Atli, Páll og Katrín. Ungmennafélag Islands: I I III HM I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.