Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991 Opið bréf til mennta- málaráðherra IIÝTT SÍMANÚNAER auglá singadeild- onn GÆTUM LANDSINS - GERUM HREINT. IÐIMLÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA 13a, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00 Höfundur er dagskrárstjóri Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins. eftir Svein Einarsson Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson. Með innrás CNN og SKY inn í íslenska menningarlögsögu brast stífla. Með því að verðlauna þá, sem vísvitandi og án þess að blikna brutu gegn íslenskum reglugerð- arákvæðum, og með því að breyta viðkomandi reglugerð að þeirra geðþótta, steyptist yfir okkur flaumur og heimsvaldastefnu en- skrar tungu tókst að smeygja sér inn á íslensk heimili um okkar eig- in boðleiðir. Nú vitum við, að það getur verið gott að vökva gróður, og hvorki er okkur gerlegt né ráðlegt að reka neina einangrunarstefnu. Hins veg- ar hafa flóð þann vonda eiginleika, að þau geta líka valdið skaða, þeg- ar þau fara yfir bakkana. Réttlæting þín, eins og hún kom fram í viðtali í Ríkisútvarpinu í gær, fyrir því sem nú gerðist í snar- hasti og að óyfirveguðu máli, var sú, að við yrðum þá að snúa okkur af alvöru að því að treysta bakk- ana: að efla og bæta innlent efni, svo að fólk fengi fljótt leið á að glápa á hið erlenda efni — nema þegar eitthvað óvenju mikið væri um að vera. Við erum, mörg, sem tökum heils hugar undir það, að hér býður þjóð- arsómi. Mér heyrðist á þér í gær, að þú álitir, að málræktarátakið í fyrra myndi skila okkur dijúgt í þessum nýja vanda. Ekki vil ég géra lítið úr því átaki, en hræddur er ég um, að meira þurfi til. Byggi ég þá skoðun mína á daglegum samskiptum við tugi og hundruð fólks, sem á að vera til fyrirmyndar um meðferð tungunnar, en ræður í raun yfir fábreytilegu málfari og málkennd, sem hrakar. Ekki batnar það, þegar við förum að hugsa á ensku stóran hluta sólarhringsins. Mér skildist á þér, að þú værir að velta fyrir þér, hvernig hlúa mætti betur að innlendu sjónvarpi. Ég tala hér auðvitað aðallega um þá stöð, sem rekin er af almannafé að hluta og hefur lagalegar menn- ingarskyldur, en ekki aðrar stöðv- ar, sem kunna fyrst og fremst að vera reknar með gróðasjónarmið í huga. I fyrsta lagi væri hér kjörið tæki- færi, að stjórnvöld stæðu við þau lög, sem þau sjálf setja og skiluðu Ríkisútvarpinu aftur þeim tekju- stofni, sem það hefur verið svipt — þvert ofan í lög — undanfarin ár: greiðslum sínum af aðflutnings- gjöldum. í öðru lagi hafa verið felld niður afnotagjöld tryggingabótaþega. Formaður fjárveitingarnefndar Al- þingis hefur viðurkennt, að það sé óréttlátt að velta þeim ijárhags- bagga yfir á Ríkisútvarpið, í stað þess að láta félagsmálaráðuneytið eða menntamálaráðuneytið bæta Ríkisútvarpinu þann tekjumissi. Hvort tveggja hefur komið illi- lega niður á framleiðslu innlends sjónvarpsefnis, þannig að undanfar- in ár hefur hlutur þess fremur rýrn- að en hitt, peningalega séð. Hækk- un afnotagjalda, sem þú stóðst myndarlega að fyrir tveimur árum, hefur nefnilega farið í að borga niður skuldir sem m.a. eru vegna þess að ríkisvaldið hefur svipt þetta óskabarn umræddum tekjustofnum, og Innlend dagskrárdeild, sem ætl- að var að njóta þeirrar hækkunar, hefur ekki séð eyri af því fé. Hér þarf því að taka til hendi „Hér þarf því að taka til hendi og það strax. Stjórnvöld ættu nefni- lega fremur að standa við sínar eigin lagasetn- ingar en verðlauna lög- og reglugerðarbrjóta.“ og það strax. Stjórnvöld ættu nefni- lega fremur að standa við sínar eig- in lagasetningar en verðlauna lög- og reglugerðarbijóta. . Við eigum mikið í húfi íslendingar, hvernig þessi mál þróast, þar sem afkoma okkar byggist á gœðum lands og sjávar. Engum blandast hugur um að hrein og tœr náttúra landsins og fyrirtœki búin samkvœmt ýtrustu hreinlœtis- og mengunarvarnakröfum eru bestu vopnin, þegar att er kappi við aðra franileiðendur á heimsmörkuðum Á þessu sviði eru mörg verkefni og stór sem bíða úrlausnar sveitarstjórna og atvinnurekenda, en efalaust hafa fáir gert sér grein fyrir því, að unnt er að leysa þau með langtíma fjármögnun. - / lögum Iðnlánasjóðs eru ákvœði, sem heimila honum að lána í þessa mikilvœgu uppbyggingu. Sveinn Einarsson Minningarathöfn um ÓLAF V IMOREGSKONUNG fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 30. janúar 1991 kl. 15.00. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, og sendiherra Noregs, Per Aasen, flytja minningarorð. Allir, sem vilja heiðra minningu hans, eru velkomnir. HREIN OG TÆR NÁTTÚRA LANDSINS Ein helsta auðlind (Djóðarinnar um alla framtíð. Til að nýta þessa auðlind þarf umhverfi okkar allt að vera óspillt og ýtrasta hreinlætis að vera gætt á vinnustöðum. Eir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.