Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991 María S. Bjarna- ■ dóttir - Minning' Fædd 20. raaí 1944 Dáin 19. janúar 1991 Þann 19. janúar andaðist í Landspítalanum hún vinkona okkar María eftir mikið veikindastríð. Hún var dóttir hjónanna Emu Ámadóttur og Bjarna Kristinsson- ar, og var María elst fjögurra barna þeirra. Næstur í röðinni er Anton, síðan Guðrún, sem nú er látin og yngstur er Pétur. Föður sinn missti - María fyrir um fímmtán áram. Mæju, eins og hún var ætíð kölluð, höfum við allar þekkt á þriðja tug ára og aldrei borið skugga á. Kynni okkar hófust þegar við unnum allar saman hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum, á Keflavíkurflug- velli og hefur sá kunningsskapur haldist síðan. Um tíma var málum þannig háttað að við bæði unnum og bjuggum undir sama þaki sem gerði samband okkar mjög náið enda deildum við gleði og sorgum. Það var margt brallað á þessum áram og eigum við margar ógleym- anlegar minningar frá þeim tíma. Við ferðuðumst mikið saman um víða veröld og var ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðafélaga en Mæju enda morg óskráð æfíntýr- in. Eins og gengur þá skildu leiðir en til að kunningsskapurinn héldist stofnuðum við saumaklúbb sem hefur verið okkur einstök lífsfylling í gegnum árin. Mæja hafði góða kímnigáfu, var sérstaklega sam- viskusöm og elskuleg manneskja og sennilega sú óeigingjarnasta sem við höfum kynnst á lífsleið- inni. Hún var vinnuþjarkur, ósér- hlífín og mætti alltaf til vinnu sama ’’ hvemig á stóð. Manngæska hennar kom best fram í því hve hún hugs- aði vel um systur sína Gunnu en hún var þroskaheft. Það var ekkert sem hún vildi ekki gera fyrir Gunnu enda var samband þeirra mjög sterkt. Mæja var móður sinni og systur ómetanleg stoð í þeirra lífsbaráttu. Systurnar börðust báð- ar í tæp þrjú ár við sama sjúkdóm en að lokum hafði maðurinn með ljáinn betur. Ekki eru nema þrír mánuðir síðan við fylgdum Gunnu til grafar og nú erum við aftur sam- an komnar til að kveðja Mæju. Við eram þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Mæju því hún kenndi okkur margt. Það verður erfítt að sætta sig við þá staðreynd að Mæja er ekki lengur á meðal okk- ar. Samferðatíminn var alltof stutt- ur en minninguna um hana og okk- ar góðu stundir munum við geyma í huga okkar. Ernu, bræðrum, mágkonum og bræðrabörnum vottum við okkar dýpstu samúð og við biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Tvær úr saumaklúbbnum, Gunna Sig. og Gréta, era búsettar erlendis og geta því ekki fylgt Mæju hinsta spölinn. Fyrir þeirra hönd flytjum við samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar. Anna, Dúttla, Habba, Mæja E., Nína, Sibba og Silla. Hugurinn hvarflar til baka til ársins 1944. Það er vor í lofti, enda kominn 20. maí. En það er ekki aðeins bjart yfír fólki vegna þess að heimsstyrjöldinni muni brátt ljúka. Heldur ekki vegna þess að Island verður lýðveldi í næsta mán- uði, þó hvor tveggja þessara at- burða fylli menn bjartsýni og gleði. Við þetta bætist, að ungu hjónin á loftinu hjá fjölskyldunni á Klöpp á Seltjamamesi, Erna systir og Bjami mágur, eiga von á sínu fyrsta bami. Undanfarna mánuði hefur ríkt eftirvænting og tilhlökkun hjá heimilisfólkinu. Brátt heyrist bams- grátur úr íbúð ungu hjónanna. Skömmu síðar fékk ég að sjá fyrsta barnabarnið í fjölskyldu okkar, litla fallega telpuhnátu, sem síðar fékk sína fallegu ljósu lokka. Hún varð strax mikið uppáhald í fjölskyld- unni. Foreldrar Maríu Sohpiu, sem þarna leit dagsins ljósí fyrsta sinn, voru hjónin Erna Árnadóttir Böðv- arssonár, rakarameistara og út- gerðarmanns, og konu hans, Maríu W.H. Eyvindardóttur, og Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri, Péturssonar, blikksmíðameistara, og konu hans, Guðrúnar Ottadóttur. Það kom oft í minn hlut að gæta telpunnar á kvöldin, þegar foreldr- arnir fóra í bíó eða eitthvað anjiað, einkum eftir að ungu hjónin fluttu niður á Ránargötu 33 A, en þar bjuggu Erna og Bjarni í nokkur ár. í apríl 1949 fluttu þau svo í Sörla- skjól 8, þar sem þau bjuggu í 15 ár, en síðar reisti Bjarni hús á Eini- mel. Það var því að mestu leyti í Sörla- skjólinu og á Einimelnum, sem María átti sín bernsku- og æskuár. Hún var eina bamabarnið í fjöl- skyldunni til ársins 1949 og var ætíð í miklum metum hjá allri fjöl- skyldunni. Hún var sérstaklega fal- leg ung stúlka, há, grönn ljóshærð og lagleg. Hún var búin góðum eðliskostum, hjálpsöm og hæglát. Síðar eignaðist hún systkinin Ant- on, f. 17. júlí 1949, Guðrúnu, f. 30. september 1952, og loks Pétur, f. 20. september 1955. María gekk í Mela- og Hagaskól- ana. Að skólanámi loknu var hún um tíma „au pair“ í London. Heim- komin vann hún um hríð hjá Dairy Queen-fyrirtækinu og síðar hjá föð- ur sínum við fjölskyldufyrirtækið. Aðalstarfsvettvangur hennar var þó hjá Flugleiðum, þar sem hún bytjaði að vinna 20 ára gömul sem hlaðfreyja á Keflavíkurflugvelli. Þar starfaði hún í 15 ár, en bjó þá í íbúð sinni við Álfaskeið í Hafnar- firði. í vinnunni eignaðist María marg- ar góðar vinkonur, sem hún mat mikils. Þær héldu tryggð við hana eftir að aðstæður breyttust. María kynntist Karli Harrý Sveinssyni úr Hafnarfírði og bjó með honum á Sævangi 9 frá árinu 1982. Eftir að María hætti hlaðfreyju- störfum vann hún við fjölskyldufyr- irtækið Glerborg, sem faðir hennar og fjölskylda höfðu stofnað. Faðir Maríu var annálaður dugnaðar- og framkvæmdamaður, en lézt langt um aldur fram árið 1975. Það kom óvænt og var mikið reiðarslag'. Þá reyndi mikið á Ernu og börnin. María var mjög umhyggjusöm við yngri systur sína, sem ekki komst til fulls þroska. Hún sýndi henni ávallt aðdáunarverða natni og^ ræktarsemi. Fyrir 2-3 árum kom í ljós, að hvorag systranna gekk heil til skóg- ar. Fyrst uppgötvaðist að Guðrún gengi með krabbamein og nokkru síðar greindist María með sama sjúkdóm. Guðrún systir hennar lézt 24. október sl. Það var því stutt milli brottfara systranna. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina við Maríu. Við vottum Ernu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð.. Minningin um góða dóttur, systur, mágkonu, frænku og sambýliskonu lýsir björt í hugum okkar. Guð blessi minningu Maríu Bjamadóttur. Gottfreð Árnason í dag fer fram útför elskulegrar frænku okkar, Maríu S. Bjarnadótt- ur, sem lést 19. janúar, eftir erfíða sjúkdómslegu. Hún var elst okkar barnabarna ömmu og afa og var augasteinn þeýra, sem og annarra, falleg og ljóshærð hnáta. Maja hafði fágaða framkomu og var miklum mannkostum gædd. Hún bar mikla umhyggju fyrir Guiyiu systur sinni og var mjög kært á milli þeirra. Við litum jafnan upp til Maju, sem stóru frænku. Það var alltaf jafn gott að ,Jptta hana og ræða málin, hún fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Elsku Erna okkar, Anton, Pétur og fjölskyldur, harmur ykkar og missir er mikill. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa á sorgar- stundu. Blessuð sé minning frænku okk- ar. Nú legg ég aftur augun mín en öndin hvarflar, Guð til þín þinn almáttuga ástarvæng lát yfírskyggja mina sæng. (T.K.) Gunnar, Fríða, Ásta, Erna og Bryndís. Ég kynntist Mæju fyrir 9 áram þegar hún hóf sambúð með pabba mínum. Hún var mjög hlédræg í framkomu en eftir að ég fór að kynnast henni kom í ljós hve yndis- leg hún var og fór mér að þykja mjög vænt um hana. Þau 4 ár sem ég átti heima í Noregi sáumst við Mæja ekki oft en allan þann tíma skrifaði hún mér mjög falleg bréf með jöfnu millibili. Ér ég kom svo heim til íslands í fríum fór Mæja oft með mig og Gunnu systur sína í bíó eða bingó og var það fastur liður að fá sér mjólkurhristing á eftir. Þessar ferðir með Mæju og systur hennar eru mé.r mjög minnis- stæðar og kom þar í ljós hve indæl og góð hún var við okkur sem aðra. Eftir að ég flutti heim hitti ég Mæju mun oftar en þá var hún orðin mjög veik. Ég veit að henni líður vel þar sem hún er núna en ég sakna hennar og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Guð blessi minningu hennar. Fanney Karlsdóttir í dag kveðjum við elskulega starfssystur okkar og vinkonu sem andaðist laugatdaginn 19. janúar eftir erfíða og harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Baráttu sem hún háði af sínu sérstaka hæglæti t Faðir okkar, GÍSLI GUÐLAUGSSON fyrrum bóndi í Steinstúni, Árneshreppi, lést 27. janúar. Guðlaugur Gíslason, Ólafur Andrés Gíslason, Gunnsteinn Rúnar Gislason, Ágúst Gíslason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GARÐAR ÞORSTEINSSON, Heinabergi 6, Þorlákshöfn, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 25. janúar. Jarðsett verður frá Þorlákskirkju laugardaginn 2. febrúarkl. 14.00. Rakel Guðmundsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Eyvindur Sigurfinnsson, Guðmundur Garðarsson, Ingibjörg Georgsdóttir, Þorvaldur Garðarsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Garðarsson, Hafdís Sigurðardóttir og barnabörn. t Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, MARÍA SOPHIA BJARNADÓTTIR, verður jarðsett frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið og Styrktarfélag vangefinna. Erna Árnadóttir, Anton Bjarnason, Helga Torfadóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Jóhannesdóttir og bræðrabörn. t Frændi okkar, KRISTMUNDUR ÞORSTEINSSON, Klafastöðum, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 27. janúar. Birgitta Guðmundsdóttir, Guðmundur E. Sigvaldason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ILLUGADÓTTIR frá Laugalandi, Reykhólasveit, síðasttil heimilis á Hverfisgötu 58a, Reykjavík, lést á Landspítalanum 26. janúar. Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurbjartur Sigurðsson, Guðný Jónsdóttir, Stefán Gíslason, Guðmundur Theodórsson, Guðlaugur Theodórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILBERG SIGURJÓNSSON, Kvistalandi 22, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum að morgni sunnudagsins 27. janúar sl. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Málfríður Vilbergsdóttir, Anna Vilbergsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir, Ásrún Vilbergsdóttír, Ýr Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Vilbergsson, og barnabörn. Þráinn Hjálmarsson, Þórarinn Ingólfsson, Viktor Viktorsson, Sigurður Grétarsson, Elísabet María Sigfúsdóttir BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGÁSQN HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.