Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 39 án þess að æðrast og án þess að kvarta. Hún var dugleg, samviskusöm og ósérhlífin og það mátti treysta því að hún mætti til vinnu ef hún á annað borð komst fram úr rúm- inu. Það var einkennandi fyrir Mæju að hún sagði oft áður en hún veiktist: Maður má þakka fyrir að hafa heilsu til þess að geta unnið. Eftir að hún veiktist breytti hún þessu og sagði: Maður má þakka fyrir á meðan maður getur unnið. En hún gerði betur og vann lengur en getan leyfði og fannst það einna erfiðast við veikindin þegar hún varð að hætta því. Mæja var góð manneskja og tal- aði aldrei illa um neinn. Hún var vinur í raun og rækti sína vini vel og þá skipti ekki máli hvort vinkon- uraar voru í næsta nágrenni, fyrir vestan, norðan eða erlendis, það reyndist henni létt að halda góðu sambandi við þær allar. Þessi rækt- arsemi skilaði henni góðum arði í veikindunum og þá átti hún marga góða að. Hún var líka einstaklega trygglynd og besti vitnisburður um það er hvemig hún annaðist Gunnu systur sína sem var alltaf barn þó hún eltist. Gunna var, eins og Mæja orðaði það sjálf, „hennar bam“ og þar sem hún eignaðist ekki barn sjálf naut Gunna allrar hennar móður- og systurumhyggju og ástúðar sem í henni bjó. Það var aðdáunarvert að sjá hve óþreytandi hún var að reyna að gleðja Gunnu, fara með hana það sem hana langaði og létta henni lífið á allan hátt. Hennar eigin veik- indi viku fyrir veikindum Gunnu og þegar hún dó brosti Mæja í gegnum tárin og sagði: Það er gott að hún þarf ekki að þjást lengur og að henni líður vel núna. Þetta segjum við um Mæju nú, aðeins tæpum þremur mánuðum seinna. Mæja var ’ einnig í mjög nánu sambandi við móður sína, Emu, og þegar hún bjó ekki hjá henni hittust þær mæðgur nær daglega. Eftir að systurnar veiktust um- vafði Erna þær móðurkærleika sínum, hún hætti að vinna til að geta hugsað um stelpurnar sínar, eins og hún sagði, og vakin og sof- in annaðist hún þær og gerði allt sem hún gat fyrir þær gert. Hun hefur verið ólýsanlega dugleg í þessum miklu raunum sem hún hefur þurft að þola og fyrir hana fylgir þessi litla bæn: Ó, Guð minn, vek þá hugsun mér í huga við hveija neyð og sorg og reynslusár, þá styrkist ég og læt mig böl ei buga, og brosið skín í gegnum öll mín tár. (Matth. Jochumsson þýddi.) En í myrkrinu er ennþá ljós og hennar ljós eru synirnir, tengdadæt- ur og barnabörnin sem hafa stutt hana og verið henni sá styrkur sem hún þarfnaðist í þessari miklu sorg. Guð gefi Emu og þeim öllum styrk. Við vitum að Mæja á góða heim- komu í vændum, þar sem bæði fað- ir hennar og Gunna systir taka á móti henni. Við biðjum þeim systrum Guðs blessunar og þökkum þeim sam- fylgdina. Starfsfélagar í Glerborg 108 Reykjavík. Sími 31099 Björgvin Eiríksson, Eskifirði - Minning Fæddur 15. febrúar 1954 Dáinn 31. desember 1990 Þegar ég tek mér penna í hönd til að minnast með fáeinum kveðju- orðum góðs bernskuvinar míns, Björgvins Eiríkssonar, finn ég best hve mikils ég sakna hans, enda þótt samverustundir okkar hafi allt- of fáar verið síðan við lukum námi við Gagnfræðaskóla Eskifjarðar. En þá skildu leiðir og við höfum lengst af síðan búið hvor í sínum landshlutanum. Er ég nú lít til baka, er margs að minnast af kynnum mínum við Björgvin. Hann var góður og far- sæll bekkjar-, leik- og vinnufélagi. í 9 ár vorum við bekkjarbræður. Fyrst í barna- og unglingaskóla Eskifjarðar og síðan í hinum ný- stofnaða gagnfræðaskóla á sama stað. Vorum við I fyrsta árgangin- um, sem útskrifaðist sem gagn- fræðingar frá Eskifirði. Björgvin var ávallt samviskij- samur í námi sem vinnu og hið mesta prúðmenni í allri framkomu. Þær voru margar stundirnar, sem við áttum saman í leik, svo sem á skíðum, skautum, stýrissleðum, í knattspyrnu, en þar þótti Björgvin standa vel fyrir sínu. Og ófáar fór- um við gönguferðirnar upp í hlíðina fyrir ofan bæinn á veturna, og þá oftast upp með gijótánni. Þá minnist ég og þess sumars, er við sem unglingar unnum við sorphreinsun á Eskifirði með þeim Valgeiri Daviðssyni og Lárusi Kjartanssyni. Þetta þótti nú fremur óþrifaleg vinna í þá daga, enda aðstæður á alla vegu allt öðruvísi og verri en þekkist í dag. Krakkarn- ir stríddu okkur Björgvin mikið á þessari vinnu okkar, en við snerum bökum saman og bárum okkur vel. Já, allt þetta voru ógleymanlegir og góðir tímar, sem nú skjótast upp á yfirborðið við skyndilegt fráfall Björgvins, sem lést á besta aldri, aðeins tæplega 37 ára. Foreldrar hans voru _ Oddný Björgvinsdóttir og Eiríkur Ólafsson, sem um árabil ráku sjoppu og bensínafgreiðslu Skeljungs á Eski- firði. Oddný lést fyrir aldur fram árið 1974, þá 7 barna móðir. Björgvin, sem var afar viðkvæm- ur persónuleiki, tók skyndilegt frá- fall móður sinnar mjög nærri sér. Og er mér nær að halda að hann hafi seint náð að sætta sig við orð- inn hlut í þeim efnum. í nokkur ár bjó Björgvin í Reykjavík. Hóf hann þar nám við Vélskóla íslands, auk þess sem hann keypti sér þar íbúð. En at- vinna hans var lengst af sjó- mennska. Sumarið 1990 flutti hann svo til æskustöðvanna og réð sig sem há- seta á skuttogarann Holmanes SU-1 frá Eskifirði. Björgvin þótti samviskusamur og duglegur starfs- kraftur og því eftirsóttur í vinnu. En Björgvin gekk ekki heill til skógar hvað heilsu varðaði. Átti hann á tíðum erfiðar stundir sökum lasleika, sem hann var haldinn. En að hann skyldi kallaður á brott svo skjótt sem raun hefur orðið á kom öllum á óvart. Um leið og ég kveð góðan vin og félaga, Björgvin Eiríksson, og óska honum velfarnaðar á nýjum leiðum, sendum við Bára Eiríki föð- ur hans og systrum svo og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng vera þeim huggun harmi gegn. Að leiðarlokum kveð_ ég minn gamla vin með orðum Jonasar: Dáinn, horfmn, harmafregn hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn. Emil Thorarensen t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Svínavatni, Austur-Húnavatnssýslu, lést í héraðssjúkrahúsinu Blönduósi 25. janúar sl. Steingrímur Jóhannesson, Helga Jóhannesdóttir. t Möðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HREFNA SIGFÚSDÓTTIR, Valfelli, Vogum, lést á Landspítalanum 27. janúar sl. Sólveig Jónsdóttir, Ólafur Karlsson, Sigfús Jónsson, Bergljót Sigurðardóttir, Kristján Jónsson, Finnur Jónsson, barnabörn óg barnabarnabörn. t Móðir mín, UNNUR HERMANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Antonsdóttir. t Útför ÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Háholti, Furugerði 1, sem andaðist 18. janúar, verður gerð frá Kirkju Óháða safnaðar- ins v/Háteigsveg, miðvikudaginn 30. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Þóra Skúladóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, INGÓLFS TÓMASSONAR, Lönguhlið 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á hjartadeild Landspít- alans fyrir góða umönnun og hlýju öll þessi mörgu ár. Herfríður B. Tómasdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför STEINUNNAR AUÐUNSDÓTTUR, Baldursgötu 15. Sigrún Bergsteinsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir, Guðbjörg Bergsteinsdóttir, Georg Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, SIGURJÓNU EINARSDÓTTUR frá Siglufirði. Anna Jónsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Sigríður Samúelsdóttir, Þuríður Andrésdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, ÁRNA SÆMUNDSSONAR, Bala, Þykkvabæ. Lovísa Anna Árnadóttir, Sigríður Theódóra Árnadóttir, Guðlaugur Árnason, Svava Þuríður Árnadóttir, Rut Árnadóttir, Óskar Gfslason, Guðrún Guðnadóttir, Jón Árnason, Unnsteinn Þorsteinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, GÍSLAS. REIMARSSONAR, Háaleiti 28, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss og Heilsugæslu Keflavíkur fyrir ómetanlegan stuðning. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Guðrún Sigurvaldadóttir, Þorbjörn Gislason, Gunnar Gislason, Jóhanna Gísladóttir, Reimar Marteinsson og systkini. Lokað Afgreiðslur okkar verða lokaðar frá kl. 12.00 þriðjudaginn 29. janúar vegna jarðarfarar MARÍU SOPHIU BJARNADÓTTUR. Glerborg hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.