Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 19 „ Morgunblaðið/KGA Herra Olafur Skúlason biskup setur séra Jón Dalbú Hróbjartsson inn í embætti prófasts í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Til vinstri í kór situr Jónas Gíslason vigslubiskup. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra: Jón Dalbú settur prófastur BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, setti Jón Dalbú Hróbjarts- son, sóknarprest í Laugarneskirkju, inn í embætti prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í Laugarneskirkju á sunnudag- inn. Reykjavík var áður eitt prófastsdæmi en er nú tvö, Reykjavík- urprófastsdæmi vestra og eystra. Prófastur í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra er Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur og sóknar- prestur í Árbæjarkirkju. Séra Jón Dalbú sagði í samtali við Morgunblaðið að starfið væri spennandi og legðist vei í sig. Hann sagði að prófastarnir tveir í Reykjavík myndu vinna að sam- eiginlegum verkefnum í framt- íðinni. Til dæmis yrði unnið að samhæfingu í æskulýðsmálum í söfnuðunum og tekið yrði á mál- efnum aldraða. Auk þess yrði full- orðinsfræðsla í grundvallaratrið- um kristinnar trúar efld. Sérstakan áhuga sagðist Jón Dalbú hafa á svokallaðri fjöl- skylduþjónustu sem byggðist upp á því að ungu fólki, sem hygðist ganga í hjúskap, yrði boðið upp á fræðslu um málefni fjölskyldunn- ar. Einnig yrði fjölskyldum boðið upp á fræðslu og aðstoð. Austasta kirkjan í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra er Langholts- kirkja en sú vestasta er Seltjarnar- neskirkja. Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra nær yfir Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog. Tíu prófastsdæmi eru á landinu öllu. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Dökki sogfiskur hugsanlega stoppaður upp Dökki sogfiskur, sem rækjubáturinn Driffell BA veiddi í Arnarfírði á fimmtudag, drapst um borð í Heijólfi á sunnudag. Hugsanlegt er að súrefnisskortur hafi orðið þessum kynjafiski að aldurtila, að sögn Kristjáns Egilssonar forstöðumanns Fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja. Dökki sogfiskur verður því ekki á meðal lifandi fiska í safninu, eins og vonast var til, en Kristján segir að ef til vill verði fiskurinn stoppaður upp og hafður til sýnis í safninu. Þessi dökki sogfiskur er sá eini, sem náðst hefur lifandi hér, svo vitað sé. Jón Halldórsson, skipstjóri á Driffelli, heldur á kynjafiskinum. BRAUÐRIST E20 RAFMAGNSPAN N A HANDÞEYTARI AÐUR KR. 2.995 ÁÐU R KR. 8.900 ÁÐUR KR. 2,930 IMÚ 1.995 IMÚ 5.500 IMÚ 1.990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.