Morgunblaðið - 29.01.1991, Page 16

Morgunblaðið - 29.01.1991, Page 16
7Í íé- ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 HREINSAR... TJÖRU OG FÖST ÓHREININDIAF BÍLUM. HEMLAÚTBÚNAÐI, BlLVÉLUM, VERKSTÆÐIS- OG BlLSKÚRSGÓLFUM, FLlSUM OG LINOLINUM LÖGÐUM GÓLEFNUM, HÚSGÖGN SEM MÆÐIRÁ OG MJÖG ÓHREINAN VINNUFATNAÐ. lAgfreyðandi. LYKTARLAUST OG BROTNAR NIÐURINÁTTÚRUNNI. SÖLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA SMBJUVEGI5,200 KÓPAVORUR, SlMI 43211 / 0DEXIQN léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann • Svörtstálrör • Grá stálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allargerðirtengja Við sníðum niðureftir máli r LANDSSMIÐJAN HF, Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 tOCI 51AUHAI .es 3'JOAQUiaiarj glQAjaH'JOHOM -MGRötTNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Þjóðarsátt um þjóðtungima eftir Svavar Gestsson Sjálfsagt höfum við oftast talað um það hvernig á að fara að því að „veija“ íslenska menningu and- spænis erlendum áhrifum. Miklu sjaldnar höfum við talað um það hvernig á að fara að því að hag- nýta okkur erlend áhrif í þágu íslenskrar menningar. En það er kominn tími til þess að tala þannig um málin vegna þess að varnirnar eru í rauninni engar aðrar en þær að við með almennum aðgerðum styrkjum og eflum íslenska menn- ingu. Þegar Keflavíkursjónvarpið var opnað fyrir landsmenn á sínum tíma var mikil ásókn í það á því svæði sem náði geislanum frá kanasjón- varpinu. Þá töluðum við um að verja íslenska menningarhelgi fyrir er- lendri ásókn. Þegar íslenska sjón- varpið var opnað haustið 1966 þurrkaðist áhugi á kanasjónvarpinu út. Niðurstaða: Þegar Ólafur R. Einarsson 'sat í útvarpsráði fyrir Alþýðubandalagið á sínum tíma lagði hann áherslu á að opna rás 2 í Ríkisútvarpinu til þess meðal ann- ars að loka fyrir kanaútvarpið. Árangur: Enginn hlustar lengur á kanaútvarpið eftir að rás 2 varð til og síðar fleiri stöðvar. Þegar ís- lenskar kvikmyndir urðu gildari þáttur í sýningum kvikmyndahús- anna þustu íslendingar tugþúsund- um saman í bíó. Þegar ákveðið er að fella niður virðisaukaskatt af íslenskum bókum eykst bóksala verulega. Þegar efnt er til málrækt- unarátaks er áhuginn meiri en nokkum hafði grunað. Niðurstaða af þessu öllu: Sókn er besta vömin. En það ber ekki að lasta þá sem lögðu áherslu á að veija íslenska menningu meðan það var hægt með takmörkuðum aðgerðum á einstök- um sviðum. Það er unnt enn á mörgum sviðum en besta svarið við alþjóðlegum sviptingum er jákvæð nálgun. Að nýta hina alþjóðlegu strauma í þágu okkar menningar á öllum sviðum. Fjöldi alþjóðlegra samninga í anda þessarar stefnu höfum við unnið að því undanfarin misseri að tryggja Islendingum aðgang að þeim samningum í Evrópu sem snerta rannsóknir, vísindi, þróun, menningu og skóla. Háskóli íslands hefur gert íjölda tvíhliða samninga við háskóla í Evrópu á undanfömum árum. Við höfum í menntamála- ráðuneytinu opnað íslenskum kvik- myndagerðarmönnum aðild að Eurimage-kvikmyndasjóðnum og einnig að Norrænum kvikmynda- og sjónvarpssjóði. Þá höfum við gerst aðilar að Vísindasjóði Evrópu- ráðsins sem styrkir verkefni á sviði allra greina raunvísinda. Ennfrem- ur höfum við sótt um aðild að um- hverfisrannsóknaráætlun og rann- sóknaráætlun á sviði veðurfars- rannsókna. Þá höfum við þegar gerst aðilar að svonefndri Comet- áætlun og unnið er að því að íslend- ingar verði' ásamt öðrum EFTA- þjóðum aðilar að svonefndum ER- ASMUS-samningi sem opnar leið fyrir námsmannaskipti milli háskóla í Evrópu. Meira virði en tollfríðindi og útlendir bankar Það er hafið yfír allan vafa í mínum huga að álík samskipti eru betur til þess fallin að styrkja Is- lendinga og þar með íslenska menn- ingu í alþjóðlegri samkepþni kom- andi ára en margt af því sem einblínt hefur verið á í Evrópusam- hengi að undanfömu: Hvort sem um er að ræða gjaldeyrisreglur eða tollfríðindi að ekki sé minnst á fjölg- un erlendra banka sem menn tala um eins og sáluhjálparatriði. Við höfum unnið samkvæmt þeirri reglu að íslendingar reyni að hirða allt sem nýtilegt er í Evrópusamstarfinu til þess að styrkja menningu okkar — en það er jafnframt mín skoðun að sú krafa sem nú er uppi um aðild að Evrópubandalaginu komi ekki til greina. Vissulega má segja að ýmislegt það sem gert hefur verið til opnunar í þeim efnum orki tvímælis að ekki sé fastar að orði kveðið en það er utan við efni þess- arar greinar. Að sækja — eða verjast? En hvað má til vamar verða íslenskri menningu? Er sjálfgefíð að hún farist í sviptingum alþjóða- mála á komandi ámm? Er vörnin sú að setja reglugerð sem lokar fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar? Svarið við síðari spumingunni er nei. Svarið við þeirri fyrri er já ef Svavar Gestsson „Það er því löngu ljóst að þýðingarskyldan eins og hún hefur verið framkvæmd er kattar- þvottur sem dugir ekki íslenskri menningu.“ menn reyna að blekkja sig með því að þröngar lokunarreglugerðir bjargi málum. Fyrst um þýðingarskyldu. Það á að hafa þýðingar í sjónvarpsstöðv- unum. Það á að hafa vandaðar þýð- ingar. Þær hafa ekki alltaf verið vandaðar. Þess vegna höfum við falið íslenskri málstöð að gera út- tekt á þýðingum og að birta um það skýrslu sem örugglega vekur til umræðna og umhugsunar. En hversu dugði þýðingarskyld- an samkvæmt reglugerðinni frá 1985? Svar: Hún dugði ekki gagn- vart kapalkerfunum og hún dugði ekki gagnvart móttökudiskunum. Það.er ekki of mikið að áætla að 15 þúsund manns hafi þannig um kapal eða móttökudiska fengið er- lent óþýtt efni inn í stofuna til sín um sjónvarpstækið. Með öðrum orð- um: Þýðingarskyldan hélt ekki — hún dugði ekki þar sem fyrir liggur að stór byggðarlög — Ólafsvík og Ólafsfjörður svo dæmi séu nefnd — eru öll tengd kapalkerfum og hér em nú mörg hundmð diskar sem oft ná til margra íbúða í senn. Það er því löngu ljóst að þýðingarskyld- an eins og hún hefur verið fram- kvæmd er kattarþvottur sem dugir ekki íslenskri menningu. Reglu- gerðin frá í síðustu viku felldi ekki niður þýðingarskylduna — það er aðeins heimilt þegar um viðstöðu- lausar sendingar frá vettvangi er að ræða að styðjast við endursögn eftir á. Meginreglan er eftir sem áður þýðingarskylda en hana þarf að bæta. En ekki er það til bóta að leyfa erlendum stöðvum að senda hingað efni um íslenskar sjónvarpsstöðvar sem breyta sér í endurvarpsstöðvar meira en-hálfan sólarhringinn. Nei. Og það var ekki með glöðu geði að ég breytti reglugerðinni i síðustu viku og sérstaklega þar sem að- dragandinn var lögbrot. En ég er reyndar sannfærður um að menn hefðu komist að sömu niðurstöðu þó reglugerðinni hefði verið breytt við aðrar aðstæður. Þeirri ákvörðun fylgdi það að vísu að stöðvarnar eiga nú að stefna að því að helming- ur af dagskrám þeirra verði íslensk- ur og að íslensk málnefnd fái ijár- muni til þess að gera úttektir á íslensku máli í fjölmiðlum árlega svo unnt verði að fjalla um málin út frá raunsæju mati á málunum. Það sem var sérlega ógeðfellt við að breyta reglugerðinni var það að Stöð 2 hafði brotið lög og þess vegna hefði auðvitað átt að leggja til að afturkalla leyfí hennar til út- varpsrekstrar. Það var ekki gert. Fyrst og fremst vegna þess að yfír- gnæfandi vilji sýndist til þess pólitískt að breyta reglugerðinni auk þess sem fullyrt hefur verið að reglugerðin standist tæpast lög, en ég er vissulega ósammála því við- horfi. íslensk tunga á allan rétt á ís- landi. Það er kjami málsins og ég hygg að það sé ekki verra að íslend- ingar fái að kynnast þessum gervi- hnattastöðvum með þeim hætti sem gerst hefur að undanförnum. Ég geri ekki ráð fyrir því að þessar stöðvar verði mikið notaðar — þvert á móti held ég að þær muni kalla í auknum mæli á almennnilegar íslenskar sjónvarpsstöðvar. • 26. ian. 1991 Vinningstolur laugardaginn I ------...... VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 I 1 7.231.840 Z. 4af5^Á 5 150.728 3. 4af5 243 5.349 4. 3af 5 7.555 401 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 12.314.842 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 ■ LUKKULÍNA 991002 Ljóðatónleikar ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sigríður Ella Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson komu fram á vegum menningarmiðstöðvar- innar að Gerðubergi sl. sunnudag og fluttu söngverk eftir Brahms, Wagner og Þórarin Guðmunds- son. Fyrri hluti tónleikanna stóð saman af 11 ljóðasöngvum og raddsetningum þýskra þjóðlaga, eftir Brahms. Þar í bland voru meistaraverk eins og Von ewiger Liebe, Liebestreu, Vergebliches Standchen og Da untem im Tale. ÖIl voru þessi lög mjög vel flutt en þó sérstaklega Von ewiger Liebe og Liebestreu, sem er eitt af fyrstu sönglögunum eftir Brahms. í þessum perlum var samleikur Jónasar frábær. Síðast af Brahms-lögunum var hið óvið- jafnanlega Vergebliches Stándch- en, sem Sigríður Ella söng nokkuð hægt en án þess að ofgera í leik. Annað lag af svipaðri gerð, Wie komm’ich durch die Tiir herein, var frábærlega vel flutt. Wesendonk-lögin eftir Wagner voru nokkuð misjöfn, einkum tvö fyrstu en það síðasta, Tráume, var fallega sungið. Ekki er undir- ritaður viss um að þessi lög séu Jónas Ingimund- Sigríður Ella arson Magnúsdóttir vel passandi fyrir Sigríði Ellu, því þau standa nær Wagnerískum óperusöng en viðkvæmnislegri „li- eder-túlkun“. Tónleikunum lauk með fimm lögum eftir Þórarin Guðmunds- son, sem ávallt er gaman að heyra, sérstaklega þegar svo vel er að verki staðið eins og að þessu sinni. Ekki eru lögin sem hér voru sungin öll jafn góð en þar sem Þórarni tókst upp, eins og í Manstu er saman við sátum og , Þér kæra sendi kveðju (og reynd- ar fleiri lögum), er hann góður. Auðheyrt var að Sigríði Ellu þyk- ir vænt um þessi litlu lög og söng hún þau fallega og af innileik. Jónas Ingimundarson lék af- bragðsvel og í Brahms-lögunum var flutningur beggja frábærlega vel samstilltur, bæði hvað snertir mótun blæbrigða og túlkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.