Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 4
4 Rektorskjör í Háskóla íslands: Sigmundur Guðbjarna- son gefur ekki kost á sér Morgunblaðið/Sverrir Frá blaðamannafundi Rauða kross íslands í gær, þar sem alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum var kynnt. Á myndinni eru, frá vinstri, Skapti Jónsson, starfsmaður RKÍ, Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, Guð- jón Magnússon, formaður RKÍ, Hannes Hauksson, framkvæmdastjóri RKÍ og Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Rauði krossinn; Sól úr sorta - átak til hjálpar stríðshijáðum REKTORSKJÖR verður í Há- skóla Islands í byrjun apríl næst- Alþingi; Ami, Jóhann og Eyjólfur til Litháens JÓHANN Einvarðsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Árni Gunnars- son verða í sendinefnd Alþingis, sem heimsækja mun þjóðþingið í Liháen síðar í vikunni. Nefndin fer utan næstkomandi fimmtudag. Að sögn Jóhanns Ein- varðssonar er megintilgangurinn að heimsækja litháenska þingið, en svo kann að fara að nefndin fari einnig til Lettlands og Eistlands. Það mun koma í ljós þegar nefndin kemur til Eystrasaltslanda, en hún mun meðal annars millilenda í Rigu, komandi, og hefur kjörnefnd verið skipuð til að undirbúa próf- kjör og annað er lýtur að kjör- inu. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor gefur ekki kost á sér í rektorskjörinu, en hann hefur gegnt starfinu í sex ár, eða í tvö kjörtímabil. Sigmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi það vera eðlilegast fyrir Háskólann, sem hefði miklu mannvali á að skipa, að skipt væri um rektor á sex ára fresti. „Ég held að það sé farsælast bæði fyrir Háskólann og einstakl- inginn, að menn taki þá til við fyrri störf, bæði kennslu og rannsóknir, og það mun ég gera. Þetta er hinn eðlilegi gangur hér, og ég tel að hingað eigi að koma. menn sem hafí mikinn metnað og ákveðnar hugmyndir um hvaða málum þeir ætli að vinna framgang. Hér er mikið mannval og margir eru bæði fúsir og vel undir það búnir að glíma við þetta," sagði hann. RAUÐI kross íslands kynnti í gær „Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum". Samtímis var átakið kynnt í öllum landsfélög- um Rauða krossins og Rauða hálfmánans í yfir eitt hundrað löndum. Rauði hálfmáninn er samsvarandi stofnun og Rauði krossinn, en starfar í löndum múslima. Hér á landi hefur átak- ið fengið yfirskriftina „Sól úr sorta“. Átakið hófst í raun hér á landi í haust með myndasam- keppni grunnskólanema, en það nær hámarki með landssöfnun á alþjóðadegi Rauða krossins þann 8. maí næstkomandi. Á blaðamannafundi Rauða kross íslands í gær var lögð fram skýrsla Alþjóða rauða krossins, um fórn- arlömb styrjalda. í henni kemur fram, að níu af hverjum tíu, sem láta lífið, hljóta örkuml eða eru hraktir á flótta frá heimkynnum sínum í þeim styrjöldum sem nú eru háðar, eru óbreyttir borgarar. Flest fómarlömbin eru börn, konur og gamalmenni. Sambærilegt hlutfall í fyrri heimsstyrjöld var rúmlega 10 af hundraði, en í þeirri seinni um 60 af hundraði. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, sagði að þetta átak hefði verið undirbúið árum saman og það væri tilviljun að því væri hrint í framkvæmd nú, þegar stríð hefur skollið á við Persaflóa. „Rauði krossinn hefur undanfarin ár rannsakað afleiðingar styrjalda," sagði hann. „Það kom í ljós að stöð- ugt fieiri óbreyttir borgarar láta lífið, örkumlast og missa heimili sín vegna styrjalda, þó þeir eigi ekki beinan þátt í þeim. Rauði kross ís- lands ætlar að leggja sitt af mörk- um og reyna að vera áberandi í fjöl- miðlum til vorsins, með greinaskrif- um um málefni sem tengjast stríðshrjáðum. í lok apríl verður sett upp ljósmyndasýning, sem ber heitið Börn í stríði, en á henni verða 150 ljósmyndir, sem spanna þessa öld. Samhliða verða sýndar 50 til 80 myndir úr samkeppni grunn- skólanema." Guðjón sagði að Rauði kross ís- lands hefði notið ráðgjafar sérstaks heiðursráðs við skipulagningu átaksins, en í því eiga sæti Guðrún Agnarsdóttir, læknir, Gylfr Þ. Gísla- son, prófessor og Matthías Johann- essen, skáld. A fundinum sagði Gytfi, að Rauði krossinn hefði áork- að miklu og enn væri mikil þörf á starfi hans. Guðrún benti á, að ís- lendi'ngar gætu orðið að liði á marg- an hátt og ættu að hafa hugfast, að þeir væru aflögufærir, þegar safnað er í þágu góðs málstaðar. Verndari átaksins er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. í ávarpi hennar, sem birt var á fund- inum, segir: „Við íslendingar skul- um minnast þess láns að hafa aldr- ei átt aðild að stríðsátökum í þeim mæli sem svo margar þjóðir hafa þurft að þola. íslendingar hafa ávallt haft samkennd með þeim sem þjáðst hafa og hugsa með hryggð og djúpri samúð til þeirra sem nú hafa orðið fórnarlömb blóðugra styijalda, þar sem vopnuð átök eiga sér stað og stríð geisa.“ VEÐURHORFUR í DAG, 29. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Suðlæg átt, gola eða kaldi og él á stöku stað vestanlands, en hægviðri og lítils háttar rigning austanlands. Hiti var frá eins stigs frosti vestanlands og upp í fjögurra stiga hita á Austurlandi. SPÁ: Suðvestlæg átt, víðast kaldi en stinningskaldi i éljum sem búast má við sunnanlands og um vestanvert landið. Á Norðaust- ur- og Austurlandi verður bjart veður að mestu. Hiti verður yfir- leitt nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Heldur vaxandi suðlæg átt og hlýnandi veður. Rigning eða súld sunnan- og vestanlands en þurrt á Norður- og Austurlandí, HORFUR Á FIMMTUDAG: Suð- eða suðaustlæg átt, sums staðar nokkuð hvöss og hlýtt víðast hvar. Rigning um sunnan- og vestan- vert landið en þurrt að mestu norðaustanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað A ■Qk Hálfskýjað A__ 'ŒHk Skýjað jjjli. A|skýiað Wímm x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnár vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma j|0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari; Boðinn samningur við óperuna í Wiesbaden VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík 0 úrkoma Bergen vantar Helsinki 2 snjóél Kaupmannahöfn 0 Þokumóða Narssarssuaq -11 léttskýjað Nuuk +13 snjókoma Ósló +4 léttskýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Þórshöfn 8 atskýjað Algarve 15 léttskýjað Amsterdam 5 skýjað Barcelona 9 mistur Berlín 1 þokumóða Chicago vantar Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 2 léttskýjað Glasgow 3 súld Hamborg 3 skýjað Las Palmas London 5 skýjað LosAngeles 9 þokumóða Lúxemborg 0 skýjað Madríd 6 mistur Malaga vantar Mallorca 14 léttskýjað Montreal +2 skafrenningur NewYork 7 rlgnlng Orlando vantar Parfs 0 alskýjað Róm 12 skyjað Vín 3 hátfskýjað Washington vantar Winnipeg +30 ísnálar GUNNAR Guðbjörnsson tenór- söngvari hefur fengið tilboð um gera tveggja ára samning við óperuhúsið í Wiesbaden í Þýska- landi frá og með næsta hausti, og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann gera ráð fyrir að taka tilboð- inu þar sem um góðan samning væri að ræða. Tveir' Islendingar eru þegar á samningi við óperu- húsið í Wiesbaden, þeir Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnars- son. „Þetta er mjög freistandi tiiboð og hiutverkin sem mér eru boðin eru mjög hentug, og eins og allt stefnir í dag er ég ákveðinn í að taka þess- um samning," sagði Gunnar. Hann sagði að við óperuhúsið í Wiesbaden væru nú tveir lýrískir tenórar starfandi, en þar sem mikið væri sótt eftir gestasöngvurum það- an frá öðrum óperuhúsum í Þýska- landi væru þeir þegar farnir að syngja mikið í öðrum húsum. „Þeir hjá óperuhúsinu hafa þess vegna viljað. ráða þriðja tenórinn til að starfa við húsið. Vinnuskyldan hjá mér verður því ekki mjög mikil mið- að við það sem oft gerist, og þetta er því að mörgu leyti það sem ég hef verið að leita að í sambandi við Þýskaland. Það er erfitt að fá ná- kvæmlega þann samning, sem mað- ur telur að sé réttur fyrir mann sjálf- an, ert ég held að ég hafi fengið hann þarná.“ Lögreglu- manni vis- aðúrstarfí Lögreglumanni í Reykjavík hefur verið vísað úr starfi á með- an rannsókn stendur yfir á meintu broti hans. Hann heldur helmingi launa sinna á meðan. Ungur maður kærði lögreglu- manninn fyrir að hafa veitt sér áverka við handtöku á Bergþórugötu þann 27. desember sl. Nú hefur nið- urstaða rannsóknar á málinu verið send til ríkissaksóknara, sem sendi hana til umsagnar í dómsmálaráðu- neytinu. Lögreglumanninum . hefur nú verið vísað úr starfi, en hann heldur helmingi launa sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.