Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 30
-30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Persaflóastyij öldin; Island ekki stríðsaðili > - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra STYRJÖLDIN við Persaflóa var rædd lengi og ítarlega utan dag- skrár í sameinuðu þingi í gær. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) hafði beðið um þessa umræðu. Þingmaðurinn óttaðist að Islend- ingar yrðu þátttakendur í þess- uiHLÓfriði. f Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) vísaði til 5 gr. í sáttmála Norður- Atlanthafsbandalagsins: „Aðilar eru sammála um að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla. Fyrir því eru þeir sammála um að ef slík vopnuð árás verði gerð að þá muni hver þeirra í sam- ræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkennd- ur er í 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá sem á er ráðist með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds >til að koma aftur á og varðveita öryggi Norður-Atlanthafssvæðis- ins“. Í 9. gr. væru ákvæði um varn- arnefnd sem gerði tillögur um fram- kvæmdir m.a. 5. gr. Kristín taldi íslendinga ekki vera skuldbundna til að gerast stríðsaðilar og innti utanríkisráðherra og forstætisráð- herra eftir því hvort það væri ekki einnig þeirra skilningur. Hún spurði einnig um hvort ríkisstjórnin hefði mótað afstöðu vegna hugsanlegrar árásar á Tyrkland eða önnur ^NATÓ-ríki. Rséðumaður rakti einnig hörm- ungar styijalda, taldi ekki nóg hafa verið gert til að afstýra þessu of- beldi sem engan vanda leysti. Henni væri hulin ráðgáta hvers vegna ekki hefði verið hægt að fallast á að kröfu íraka um að leysa Pal- estínuvandamálið samhliða því að þeir dregðu heri sína frá Kúvæt. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði stríð þetta hafa hafíst 2. ágúst síðastliðinn með hernámi Kúvæts. Hernaðarað- gerðir gegn árásaraðilanum, Irak, hafi ekki hafist fyrr en eftir 5 mán- uði og 12 ályktanir Sameinuðu þjóð- anna. í þeirri síðustu væri aðild- »> arríkjum veitt heimild að grípa til allra ráða í samstarfi við lögmæt stjórnvöld í Kúvæt til að knýja Irak til að draga herlið sitt til baka. Við umræður um þessa ályktun var öll- um ljóst að vopnavaldi kynni að verða beitt. Utanríkisráðherra sagði 5. gr. Hjörleifur Guttormsson (Ab- Al) hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um „skipulags- nefnd um öryggis- og varnarmál". Þingmaðurinn vill fá upplýst: 1. Hvað veldur því að utanríkisráð- herra hefur nýlega skipað nefnd sem samkvæmt skipunarbréfí er m.a. ætlað að samræma áætlanir sem varða: a) varnar- og liðsdreif- ingaráætlanir varnarliðsins á ís- landi, vamir hernaðarlega mikil- Jón Baldvin Hannibalsson Atlantshafssáttmálans vera að flestra mati mikilvægustu grein sáttmálans. 5. grein yrði ekki virk með neinum sjálfkrafa hætti. Sá aðili sem yrði fyrir árás gæti farið fram á að Atlantshafsráðið og varn- armálanefnd þess kæmi saman og tæki ákvarðanir á grundveili 5. gr. Allar ákvarðanir innan Atlants- hafsráðsins væru teknar með fullri samstöðu. Utanríkisráðherra sagði að ef Atlanthafsráðið mæti það svo að 5. grein yrði virk, væri það ákvörðunarefni stjórnvalda í hverju landi hvernig með það mál skyldi fara. Ráðherrann vildi ekki gefa yfírlýsingar um hvernig brugðist yrði við aðstæðum sem ekki væru enn orðnar. Ræðumaður greindi m.a. frá því að Atlanthafsráðið hefur varað ír- aka við að ráðast á Tyrkland, því þá gæti 5. grein komið til fram- kvæmda. Einnig hefðu í öryggis- skyni þijár flugsveitir verið sendar til Tyrklands. Tyrkneska þingið hefði einnig heimilað ríkisstjórn að verða við beiðni Sameinuðu þjóð- anna um aðstoð við að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna. íslendingar skuldbundnir Ráðherrann ítrekaði að Island væri ekki styijaldaraðili í Persa- flóaátökunum og yrði það ekki með neinum sjálfkrafa hætti hvorki að því er varðaði samþykktir Samein- uðu þjóðanna né hvað varðaði 5. gr. Atlantshafssáttmálans. Ut- anríkisráðherra sagði sér þó skylt að taka fram að íslendingar væru skuldbundnir með samþykktum vægra staða, b) birgða- og stjórn- stöðvaáætlanir til stuðnings lið a), c) varnar- og liðsaukaáætlanir Atl- antshafsbandalagsins á Norður- Atlantshafi, d) stuðningsáætlanir viðtökulands (Host Natíon Support Plans), e) neyðaráætlanir Almanna- varna ríkisins, fjarskipta- og stjórn- kerfi. Hjörleifur vil! einnig fá að vita 2. hvetjir hafi verið skipaðir í þessa nefnd, 3. var haft samráð innan ríkisstjórnarinnar áður en þessi nefndarskipan var ákveðin? Kristín Einarsdóttir sínum á öllum tólf ályktunum Sam- einuðu þjóðanna til að fylgja fram þeirri stefnu sem þar væri mótuð, og verða við óskum — eftir getu og vilja — um aðstoð til að fram- fylgja þessum ályktunum. Utanríkisráðherra rakti í nokkru máli hvað ríkisstjórnin hefði gert til að afstýra þeim ófriði sem nú væri skollinn á, t.a.m. tillögur ut- anríkisráðherra Norðurlanda. Þar var m.a. gert ráð fyrir að Samein- uðu þjóðirnar lýstu sig reiðubúnar að beita sér fyrir ráðstefnu um lausn djúpstæðra og langvarandi deilumála m.a. milli ísrael og Araba, sérstaklega Palestínu- manna. Ræðumaður lagði áherslu á að þetta væri ekki tenging á Palestínumálinu og Persaflóaátök- unum. Tillögurnar norrænu ráðher- ranna voru skilyrtar við að írakar drægju herlið sitt frá Kúvæt. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra tók undir málflutning utanríkisráðherra um að ísland yrði ekki sjálfkrafa stríðsaðili. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) sagði m.a. augljóst að fjölþjóðaher banda- manna væri her Sameinuðu þjóð- anna. Þetta væri styijöld Samein- uðu þjóðanna. Við hefðum stutt ailar ályktanir þeirra samtaka og bærum sömu siðferðislega ábyrgð og aðrar fijálsar þjóðir. Ólafur Ragnar Grímsson lagði áherslu á að íslendingar væru ekki í stríði og yrðu það ekki nema þeir ákvæðu það sjálfir. Ásgeir Hannes Eiríksson (B- Rv) taldi engum blöðum um að flétta að ísland væri komið í stríð vegna þeirra samþykkta og sátt- mála sem við værum aðilar að. Ásgeir taldi orð 5. gr „sem hann telur nauðsynlegar" vera túlkunar- atriði. Væri átt við þann aðila sem yrði fyrir árásinni eða þann aðila sem ætti að koma þeim fyrrnefnda til hjálpar? Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) taldi margt óljóst í langri umræðu. Talað væri út og suður. „Hver er niðurstaðan? Rugl.“ Olaf- ur Þ. Þórðarson (F- Vf) sagði m.a. að menn yrðu að svara því hvað skyldi gera ef ofbeldismönnum skyldi liðið að vaða yfir aðra. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) og Guðrún Helgdóttir (Ab-Rv) töluðu mjög máli friðar og gagnrýndu vit- firringu styijaldar og einnig stríðsgleði fjölmiðla. Stuttar þingfréttir: Varið land Sl HUGEFLI Lærðu að virkja óbeislaða orku undirvitundarinnar á námskeiði sem byggir á nýjustu rannsóknum í Dáleiðslu, Gestalt og Neuro Linguistic Programming aðferðafræðinni (NLP). KYNNING í KVÖLD að Hótel Loftleiðum kl. 20.30 AÐGANGUR ÓKEYPIS OG ÖLLUM OPINN NAMSKEIÐ MEÐ ÁBYRGÐ! ☆ Á ÆSIR Morgunblaðio/Arni Sæberg Prófessor Jón Steffensen og þýski minjavörðurinn Karl-Heinz Opol- ony virða fyrir sér nokkra muni sem geymdir eru í Nesstofu. Læknasafnið í Nesstofu: Ýmsir munir dýr- mætir fyrir sögu læknisfræðinnar - segir þýskur minjavörður sem að- stoðar við viðgerðir ÝMSIR munir í Nesstofu eru fá- gætir og dýrmætir fyrir sögu læknisfræðinnar. Þetta er álit þýsks minjavarðar sem staddur er hér á landi til aðstoðar við viðgerðir á munum tengdum læknisfræðinni í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi. Karl-Heinz Opolony hefur starf- að í sjö ár við læknasafnið í Ingol- stadt í Bæjaralandi, eitt besta safn Þýskalands á þessu sviði. Það er Nesstöfa og Goethe-stofnunin á ís- landi sem standa að komu hans hingað til lands. Karl-Heinz sagði það hafa komið sér mjög á óvart hve margir sjaldgæfir munir væru til í Nesstofu. „Jón Steffensen hefur unnið mik- ið og gott starf við að safna saman og skrá muni. Hér eru margir dýr- gripir, ekki aðeins fyrir læknisfræð- ina sem slíka, heldur einnig fyrir söguna og alþýðumenninguna," segir Karl-Heinz. Tvennt kom honum einkum á óvart. „Það er með ólíkindum hversu vel munir hafa varðveist hér á landi, þrátt fyrir veðurfarið sem þið búið við og svo er skráning Jóns mjög nákvæm og vel gerð. Það er þó mikil vinna eftir til að koma öllu í sýningarhæft stand, en þetta er góð byijun.“ Safnið í Ingolstadt hefur aðstoð- að samskonar safn í Leníngrad og nú hafa þeir tekið Nesstofu undir sinn verndarvæng. Safnið ætlar að gefa Nesstofu ýmis rafmagnstæki sem tengjast læknisfræðinni og einnig vonaðist Karl-Heinz til að koma aftur hingað til enn frekari viðgerða. Jón Steffensen sagði mikinn feng í að fá Karl-Heinz og þau tengsl, sem nú væru komin á við safnið í Ingolstadt, væru mikilvæg. „Hann er mjög natinn við að ganga vel frá munum sem tímans tönn hefur far- ið misjöfnum höndum um. En til að hægt sé að gera safnið gott þarf fé og það hefur skort. Það er ekki einu sinni nægilegt fé til að halda í horfinu á Þjóðminjasafn- inu,“ sagði Jón. Þeir sem áhuga hafa á því að skoða læknasafnið í Nesstofu geta haft samband við Þjóðminjasafnið. Klarinettleikarar á Háskólatónleikum VORSTARF Háskólatónleika héfst miðvikudaginn 30. janúar kl. 12.30 í Norræna húsinu. Alls verða 12 tónleikar á misserinu. Á fyrstu tónleikunum koma fram klarinettleikararnir Kjartan Oskarsson, Oskar Ingólfsson og Sigurður I. Snorrason. Kjartan leik- ur auk þess á basset-horn. / - Á tónleikunum verða flutt verk eftir þijá miðevrópska tónsmiði. Fyrsta verkið er Kórall eftir ung- verska tónskáldið Laszló Kalmar (f. 1931). Þá munu þeir flytja Diverti- mento nr. 5 Kv 439b eftir Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791). Að lokum leika þeir Fimm þætt op. 112 eftir Jenö Takács (f. 1903). (Frcttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.