Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 46
#6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. Staíltaipir eðSmism £1 (§© M. Vesturgðtu 16 - Símar 14680-13280 \x>& Blomberg þvottavélar. 7 gerðir. lOtt verð - greiðslukjör Einar Farestvett&Co.hf BORGARTÚNI28, SÍMI622901. LaiA4stopparvWdymar l:l:l:l:l:l:l: Ódýrar RAFMAGNS- TAIÍUR 100kg-200kg. íyrirvörulagera, verkstæði, byggingaverktaka, bændurogfleiri. Eigum einnig fyrirliggjandi: Steypuhrærivélar. Rafstöðvar. Flísasagir. Loftþjöppur. Verkstoðlskrana. SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA Faliar hf. Dalvegi 16 - 200 Kópavogi. Símar 42322 - 641020 Ríkissúónún svíkur loforð mn að hækka ekki opinber gjöld - segir Kristján Ragnarsson formaður LIÚ „ÞEGAR við gerðum kjarasamning við sjómenn í fyrra lofaði ríkis- stjórnin að hækka ekki opinber gjöld á okkur, þar sem samningurinn væri hluti af þjóðarsáttinni. Síðan kemur það í bakið á okkur að afla- gjaldið er hækkað úr 0,85% í 1% af aflaverðmæti nú um áramótin, sem þýðir 50 miiljóna króna útgjaldaauka fyrir okkur á þessu ári,“ segir Krislján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. LÍÚ hefur mótmælt hækkun afla- gjaldsins við ríkisstjórnina. Mótmæl- in voru tekin fyrir á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag en vísað til sam- gönguráðherra. „Okkur finnst að með þessari hækkun á aflagjaldi sé komið aftan að okkur,“ segir Kristján Ragnars- son. „Vinnuveitendasambandið sagði okkur að við gætum treyst því að þetta yrði ekki gert og vinnuveit- endur hafa tekið þetta mál upp við ríkisstjórnina og sagt að .þeir hafi verið gerðir að ómerkingum." Kristján segir að þar sem afla- gjaldið sé ákveðið hlutfall af afla- verðmæti hafi hafnirnar notið verð- hækkana á fiski undanfarið, sem hafi verið umfram almennar verð- breytingar. „I einni sjóðakerfísbreyt- ingunni var aflagjaldið lækkað úr 1% í 0,85% vegna þess að stofninn, sem gjaldið var lagt á, var hækkað- ur þegar allir sjóðirnir komu inn í verðið, þannig að hafnirnar fengu í rauninni meira út úr 0,85% en 1%,“ segir Kristján Ragnarsson. „Ég er ef til vill ekki rétti aðilinn til að svara fyrir um það í einstökum atriðum, sem fór á milli aðila vinpu- markaðarins og ráðherranefndar, sem aðrir sátu í. Á hinn bóginn hef ég ekki skilið það þannig að menn hafi þar bundið einhverjar tölur í öllum einstökum atriðum hvað gjald- skrár fyrir þjónustu varðar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- ráðherra. „Það er á hinn bóginn viðurkennt að menn voru þar að tala um að setja sér ákveðin mörk í sambandi við svona skattheimtu. Aflagjaldið er aftur á móti ekki nema eitt af mörgu, sem fellur undir gjaldskrá, eða skattheimtu sveitarfélaganna. Ég legg á það áherslu að hér er fyrst og fremst verið að gefa út eina samræmda gjaldskrá fyrir þjónustu í höfnum. Það er gert á grundvelli tillagna frá Hafnasambandi sveitar- félaga og reyndar skar ég verulega niður óskir Hafnasambandsins um gjaldskrárhækkun." Steingrímur segir að Hafnasam- bandið hafi farið fram á 10% hækk- un á vörugjöldum og aimennum hafnagjöldum. „Ég heimilaði ekki nema 4,5% hækkun á þessum gjöld- um með tilliti til þess að almennt séð er afkoma vöruhafnanna betri en afkonja fiskihafnanna en þessi 4,5% hækkun er langt undir áætluð- um verðlagsbreytingum á milli ára. Því verður ekki á móti mælt að fiski- hafnirnar hafa búið við slakari af- komu en vöruhafnirnar, auk þess sem þær hafa fengið á sig umtals- verðar kostnaðarhækkanir undan- ■ farið,“ segir Steingrímur. •Hann segir að þar beri hæst nýja reglugerð um vigtun afla, sem tók gildi nú um áramótin. Sveitarfélögin hafi því sótt á um að fá aflagjaldið hækkað upp í að minnsta kosti 1%, eins og það hafi áður verið. „Ég hef kynnt þessa ósk í ríkisstjórninni tvö undanfarin ár en niðurstaðan varð sú að verða ekki við þessari beiðni vegna lélegrar afkomu í útgerð, sérs- taklega á árunum 1988 og 1989.“ Steingrímur segir að staðan hafi aftur á móti verið orðin nokkuð breytt í árslok 1990, þar sem afkoma útgerðar hefði batnað verulega og þvi hafi hún verið betur i stakk búin að taka á sigy hækkun. Eftir langa yfirvegun hafi lendingin því orðið sú að heimila hækkun á aflagjaldi úr 0,85% í 1% af brúttóverðmæti landaðs afla. Hafnasambandið hafi á hinn bóginn beðið um að aflagjöid- in yrðu hækkuð í 1,5%, þegar reglu- gerð um vigtun sjávarafla var gefin út. Ráðgjafarnefnd og ritstjórn bókarinnar um íslenska samtíðarmenn á fundi í húsakynnum Vöku- Helgafells. Frá vinstri: Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Þóra Kristjánsdóttir Iistfræðing- ur, Helgi Seljan framkvæmdastjóri, Kristinn Arnarson framleiðsiustjóri, Vilhelm G. Kristinsson ritstjóri, Olafur Ragnarsson framkvæmdastjóri, Haraldur Olafsson dósent og Þórarinn Friðjónsson útgáfustjóri. Vaka-Helgafell: Tvö þúsund samtíðarmenn valdir í handbók BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helga- fell vinnur nú að útgáfu ritsins Islenskir samtíðarmenn þar sem birt verða æviágrip um tvö þúsund íslendinga í tveimur bindum. Ritið verður frábrugð- ið fyrri bókum af sama toga á þann hátt að einungis verður sagt frá fólki sem kastljós frétta beinist að um þessar mundir. Þá munu birtast ljós- myndir af öllum þeim sem get- ið verður. Islensku samtíðarmennirnir tvö þúsund eru sérstaklega valdir. Ritnefnd og ritstjórar til ráðuneyt- is við valið er fimm manna starfs- hópur sem í eru Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari, Har- aldur Ólafsson dósent, Helgi Selj- an framkvæmdastjóri, Sigurveig Jónsdóttir fréttastjóri og Þóra Kristjánsdóttir listfræðingury . Ritstjóri íslenskra samtíðar- manna er Vilhelm G. Kristinsson og ritnefnd verksins skipa Ólafur Ragnarsson framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells, Þórarinn Frið- jónsson útgáfustjóri og Kristinn Arnarson framleiðslustjóri. Ætl- unin er gefa íslenska samtíðarmenn út reglulega, með nýjum upplýsing- um og nýjum nöfnum hveiju sinni, segir í fréttatilkynningu Vöku- Heklafells. Frumvarp Ásg-eirs Hannesar Eiríkssonar: Þingmönnum verði fækkað í 43 22 kosnir í einmenningskjördæmum, 21 af landslista ÁSGEIR Hannes Eiríksson, þingrnaður Borgaraflokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga, þar sem meðal ann- ars er gert ráð fyrir að þingmönnum verði fækkað í 43, og tekið verði upp svipað kosningakerfi og í Þýzkalandi, þar sem hver kjós- andi hefur tvö atkvæði og notar annað í kjördæmakjöri en hitt í landskjöri. Frumvarp þingmannsins gerir ráð fyrir að kjördæmakjörnir þing- menn verði kosnir í 22 einmenn- ingskjördæmum, en 21 þingmaður af landslista. Fyrir hveijar kosning- ar skuli skipta landinu í 22 sem næst jafnfjölmenn kjördæmi. Mesti leyfilegur munur á fjölda þess kjör- dæmis, sem fæsta kjósendur hefur, og því, sem flesta hefur, verði 5%. í frumvarpinu er eftirfarandi ákvæðum um kjördæmaskiptingu ætlaður staður í stjórnskipunarlög- unum: „Hagstofa Islands skal ann- ast skiptingu landsins í kjördæmi þannig: Deilt er í fjölda kosningarbærra manna með tölunni 22. Síðan eru afmörkuð landsvæði sem hafa að geyma þann fjölda kosningarbærra einstaklinga og telst hvert svæði eitt kjördæmi. Mörkin skulu fylgja hreppa-, bæja- eða sýslumörkum eins og við verður komið. Ella skal styðjast við önnur landfræðileg kennileiti, svo sem ár, fjöll, vegi og aðalgötur í bæjum.“ . Frumvarpið kveður jafnframt á um að kjördæmakosnir þingmenn skuli kosnir einfaldri meirihluta- kosningu í kjördæmunum, þ.e. sá nær kjöri, sem fær flest atkvæði. Landskjörnu þingmennirnir skuli hins vegar vera kosnir af landslist- um stjórnmálasamtaka með hlut,- fallskosningu og höfð hliðsjón ’af atkvæðahlutfalli á bak við þing- menn kjöma í kjördæmum. Þá er í frumvarpinu reiknað með Ásgeir Hannes Eiríksson að Alþingi starfi í einni málstofu. Kveðið er á um að allar reglugerðir þurfi að samþykkja með lögum á Alþingi áður en þær taki gildi, þótt þinginu sé heimilt að fela aðilum utan þings að semja þær. Þá er gert ráð fyrir að öll þingmál hljóti þinglega meðferð, og séu afgreidd í þeirri röð, sem þau berast. Frumvarpinu fylgja drög að frumvarpi til kosningalaga, þar sem meðal annars er ráð fyrir því gert að heimilt sé að kosningar fari fram í fangelsum, á sjúkrahúsum, dvalar- heimilum aldraðra og öðrum stofn- unum. % Í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess séu þrjú; í fyrsta lagi að jafna atkvæðisrétt allra landsmanna, í öðru lagi að koma á persónukosningum og þar með beinum tengslum milli þingmanna og kjósenda í einmenningskjördæmi og tryggja um leið að samræmi sé í hlutfalli þingmanna og kjósenda, sme hafa svipuð sjónarmið, og í þriðja lagi að fækka þingmönnum í 43.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.