Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991
Hvað er framleiðsla?
Þorvaldur Gylfason
„Stjórnvöld halda
áfram að afhenda til-
tölulega fáum útvöld-
um útgerðarmönnum
ókeypis aflakvóta, sem
þeir geta selt dýrum
dómum í auðgunar-
skyni, jafnvel þótt fiski-
miðin séu sameign þjóð-
arinnar samkvæmt lög-
um.“
eftir Þorvald
Gylfason
I. Marx í fullu fjöri
Karl Marx er ekki allur. Ýmsar
kenningar hans og kreddur halda
áfram að lifa góðu lífi í hugum
almennings og stjórnvalda í okkar
heimshluta og draga dilk á eftir
sér.
Marx er til dæmis höfundur
þeirrar kenningar, að öflun og
úrvinnsla hráefna séu undirstaða
framleiðslustarfseminnar og aðrir
atvinnuvegir hvíli á þessari undir-
stöðu. í samræmi við þessa kenn-
ingu skipti hann atvinnuvegum í
tvo flokka: iðnað og landbúnað og
um leið sjávarútveg á móti öllum
.hinum. Hann hafði sýnilega vel-
þóknun á framleiðslugreinunum,
sem hann nefndi svo, en óbeit á
hinum. Hann lýsti verzlun og þjón-
ustu beinlínis sem „afæturn" á
þjóðfélaginu. Allt þetta er að finna
í höfuðriti Marx, Das Kapital.
Marx hafði ekki skilning á því,
að vörur og þjónusta eru jafngild-
ar í þjóðarbúskapnum. Almenn-
ingur þarf á hvoru tveggja að
halda til að geta lifað sómasam-
legu lífi. Verðmæti vöru og þjón-
ustu á markaði fer eftir því verði,
sem fólk er fúst að greiða fyrir
hana. Króna er króna, hvort sem
hennar er aflað í tölvufyrirtæki
eða um borð í togara. Hvort styð-
ur annað, enda er tölvubúnaður í
öllum togurum nú til dags. Tölvu-
fyrirtækin styðja útgerðina og
öfugt. Rakarastóll er ekki merki-
legri en handbragð rakarans, þótt
stóllinn sé unninn úr hráefnum og
klippingin sé þjónusta. Rakara-
stóllinn væri lítils virði, ef fólk
sæktist ekki eftir þjónustu rakar-
ans.
II. Dýrkeypt reynsla
Þessi misskilningur Marx hefur
reynzt lífseigur, og hann hefur
haft afdrifaríkar afleiðingar, ekki
sízt í Austur-Evrópu. Þar hafa
verzlun og þjónusta verið látnar
sitja á hakanum af hollustu við
kenningu Marx og síðan Leníns,
meðan stjórnvöld hafa hlaðið und-
ir landbúnað og einkum iðnað með
illum afleiðingum. Rússar kunna
ekki einu sinni að nota tékkhefti,
hvað þá annað, heldur rogast þeir
með reiðufé á milli staða enn þann
dag í dag. Annað er eftir því þar
í landi fyrir tilstilli fáfróðra og
fordómafullra stjórnvalda.
Að réttu lagi eiga verzlun og
þjónusta að smyrja gangverk efna-
hagslífsins, eins og olía smyr vél.
Þetta er einmitt eitt höfuðeinkenni
þjóðarbúskaparins á Vesturlönd-
um á okkar dögum. Efnahagslífið
í Austur-Evrópu hefur á hinn bóg-
inn skrölt áfram eins og ósmurð
vél. Tölurnar tala: hlutdeild verzl-
unar og þjónustu í þjóðarfram-
leiðslu í Sovétríkjunum og í öðrum
Austur-Evrópulöndum er innan við
20% borið saman við yfir 40% í
mörgum þróunarlöndum og næst-
um 60% í iðnríkjum. Ófarnaður
Austur-Evrópuríkjanna í efna-
hagsmálum á liðnum árum stafar
meðal annars af þessu skilnings-
leysi stjórnvalda á mikilvægi verzl-
unar og þjónustu.
Sumar þeirra þjóða, sem mest-
um árangri hafa náð í efnahags-
. málum á síðari helmingi þessarar
aldar, eiga engin hráefni að vinna
úr, svo að heitið geti. Japan er
gott dæmi. Og borgríkið Singapúr
er í raun og veru ekki mikið ann-
að en malbikaður skiki. Lífskjara-
byltingin þar og víðar í Suðaustur-
Asíu undanfarin ár hefur átt upp-
tök sín í verzlun og þjónustu fyrst
og fremst. Þær þjóðir, sem leggja
mest upp úr landbúnaði og sjávai'-
útvegi, eru næstum allar bláfá-
tækar þriðjaheimsþjóðir.
III. Marx er ekki hér
- eða hvað?
Fordómar Marx og fylgisveina
hans eru landlægir hér heima líka.
Margir stjórnmálamenn okkar tala
fjálglega um „frumframleiðslu-
greinar“ og „undirstöðuatvinnu-
vegi“ eins og sjálfsagða hluti.
Rótgróin forréttindi landbúnaðar
og sjávarútvegs á kostnað annarra
atvinnuvega og almennings hér
eru afleiðing þessa marxíska berg-
máls og þess hugsunarháttar, sem
að baki býr. Þau taka á sig ýmsar
myndir:
* Uppbætur á útfluttar land-
búnaðarafurðir hafa verið hækk-
aðar um 86% á fjárlögum þessa
árs, eins og ekkert sé, þrátt fyrir
boðskap stjórnvalda um nauðsyn
aðhalds á öllum sviðum og áfram-
haldandi „þjóðarsátt".
* Blátt bann ríkir enn gegn
innflutningi allra landbúnaðaraf-
urða, þótt engin önnur nálæg þjóð
og engin önnur innlend atvinnu-
grein búi við slíkt bann.
* Gengi krónunnar er áfram
skráð með tilliti til hagsmuna sjáv-
arútvegsins fyrst og fremst, þann-
ig að allir aðrir útflutningsatvinnu-
vegir eiga mjög erfitt uppdráttar.
* Fiskiskipaflotinn er helmingi
of stór og brennir olíu að óþörfu
fyrir fjárhæð, sem nemur yfir
20.000 krónum á hveija fjögurra
manna fjölskyldu í landinu á
hveiju ári, að ekki sé talað um
viðhalds- og fjármagnskostnað -
og það á gamla olíuverðinu.
* Stjórnvöld halda áfram að
afhenda tiltölulega fáum útvöldum
útgerðarmönnum ókeypis afla-
kvóta, sem þeir geta selt dýrum
dómum í auðgunarskyni, jafnvel
þótt fiskimiðin séu sameign þjóð-
arinnar samkvæmt lögum.
Þannig mætti lengi telja. Stefna
stjórnvalda í landbúnaðarmálum
og sjávarútvegsmálum er þungur
baggi á almenningi og stendur
heilbrigðri framþróun atvinnulífs-
ins fyrir- þrifum. Utvarp og sjón-
varp segja endalausar fréttir af
bátum, sem draga fisk að landi,
en sjaldan eða aldrei af læknum,
sem bjarga mannslífum, eða kenn-
urum, sem útskrifa nemendur með
ágætiseinkunn. Það er líka fram-
leiðsla, meira að segja mjög verð-
mæt framleiðsla. Sífelldur frétta-
flutningur af fiskgengd og fisk-
vinnslu er í litlu samræmi við þá
staðreynd, að 87% þjóðarinnar
vinna og hafa hugann við allt ann-
að en fisk.
Framkvæmdastjóri Evrópu-
bandalagsins lét hafa það eftir sér
fyrir nokkru; að 90% af útflutn-
ingstekjum Islendinga kæmu úr
sjávarútvegi. íslenzkir ráðamenn
hljóta að hafa frætt hann á þessu.
Sannleikurinn er sá, að sjávarút-
vegur sér okkur fyrir helmingi af
útflutningstekjum okkar. Það
stendur svart á hvítu í Hagtölum
mánaðarins og öðrum opinberum
hagskýrslum. Þetta hlutfall verður
að öllum líkindum komið niður í
fjórðung eftir 20 ár. Við lifum
ekki lengur á sjávarútvegi fyrst
og fremst. Sá tími er löngu liðinn.
IV. Inn í framtíðina
Um aldamótin síðustu störfuðu
80% mannaflans í landinu til sjós
og sveita. Árið 1940 var hlutfallið
komið niður í 40%, og nú er það
komið niður fyrir 20%. Hlutdeild
landbúnaðar og sjávarútvegs í
mannaflanum mun halda áfram
að minnka á næstu árum og verð-
ui' líklega komin niður fyrir 10%
eftir 20 ár.
Ástæðan er einföld. Fiskimiðin
við Island eru fullnýtt nú og reynd- .
ar ofnýtt, svo að tekjur þjóðarinn-
ar af sjávarútvegi munu standa í
stað eða jafnvel minnka, meðan
þjóðarframleiðslan tvöfaldast að
öðru leyti á 20 árum miðað við
3%-4% hagvöxt á ári. Það er að
vísu hugsanlegt, að hægt sé að
auka verðmæti fiskútflutnings að
óbreyttum afla með aukinni
áherzlu á gæðakröfur og markaðs-
mál, en þá erum við líka að tala
um eflingu verzlunar og þjónustu
í tengslum við sjávarútveg. Og
landbúnaðarframleiðslan hlýtur að
dragast verulega saman á næstu
árum einfaldlega vegna þess, að
hún er allt of mikil nú. Svimandi
háar útflutningsbætur og kjöt- .
flutningar á öskuhauga bera vitni
um það. Það er engin framtíð í
því. Nei, vaxtarbroddurinn í at-
vinnulífi okkar íslendinga næstu
ár og áratugi verður í iðnaði, en
einkum þó verzlun og þjónustu
alveg eins og í löndunum í kringum
okkui'. Þar er framtíðin.
Ilörundur crprófessor í hngfræói
við Iláskóla Islands.
ASKUH
Suöurlandsbraut 14
a 681344