Morgunblaðið - 09.04.1991, Side 16

Morgunblaðið - 09.04.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 P 8 1 0 0 LASERPRENTARAR Fyrirferðalitlir, afkastamiklir. 10 blöð á mínútu. Einstaklega lítill rekstrarkostnaður. SKRIFSTOFUVELAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -iœkni og |ijónu»ta á traustum grunni GJOF sem gleður.... BUXNAPRESSA Hvítar - svartar - brúnar. Verð kr. 9.400 stgr. Elnar Farestvelt&Co.hl. Borgartúni 28, simi 622901. Leið 4 stoppar við dymar T/:/'7:/'7:7'7 RAFORKAN þarí ekki að vera staðbundin EG1900X Rafstöðin frá HONDA er hentug fyrir vertaka, við byggingar sumarbústaða og við almennar húsbygg- ingar. Hún gefur frá sér 220V straum. Hlutverk sjúkrahúsa íReykjavík eftir Sigurð Guð- mundsson ogÞórð Harðarson Á undanfömum árum hefur tölu- vert verið rætt um stóru sjúkrahús- in þijú í Reykjavík, rekstur þeirra og framtíðarskipulag, a.m.k. í hópi þeirra er starfa að heilbrigðismál- um. Minna hefur verið fjallað um hlutverk stærri sjúkrahúsa sem menntastofnana og tengsl þeirra við háskólann, en slík umræða er eigi að síður ein af forsendum þess að unnt sé að móta hugmyndir um framtíð sjúkrahúsanna í Reykjavík og taka afstöðu til þeirra. Núverandi skipan Sjúkrahúsin þijú í Reykjavík, Borgarspítali, Landakotsspítali og Landspítali, hafa nú á að skipa um 1.500-1.600 rúmum og um 5.000- 6.000 starfsmönnum og er Land- spítali þar sýnu stærstur. Öll sinna þau bráðaþjónustu og veita öll sér- fræðilega þjónustu á helstu sviðum lyf- og skurðlækninga. Talsverð verkaskipting ríkir þó þeirra í mill- um. Sem dæmi má nefna augndeild á Landakoti, slysadeild, háls-, nef- og eyrnadeiid og heila- og tauga- skurðdeild á Borgarspítala, og kvennadeild og hjartaskurðlækn- ingar á Landspítala. Rekstrarkostn- aður sjúkrahúsanna er um 10 millj- arðar króna á ári en sú tala verður e.t.v. raunsærri þegar þess er getið að hún er nokkru lægri en ársvelta einnar stærstu verslanakeðju lands- ins. Hlutverk sjúkrahúsa Flestir eru sammála um að sjúkrahús eigi að sinna sjúkum. Færri gera sér grein fyrir að hlut- verk stærri sjúkrahúsa þarf að að vera víðtækara og er í meginatrið- um þríþætt. a. Þjónusta við almenning. Með- ferð og umönnun sjúkra er tvímæla- laust það hlutverk sjúkrahúsa sem mest er að umfangi. Þjónusta þessi er margbreytileg og keppt er að því að hún sé sú „besta“ sem unnt er að veita hveiju sinni. Hafa verð- ur þó í huga að þessu marki verður aldrei náð með öllu, enda fara kröf- ur til þjónustunnar, bæði varðandi umfang, fjöibreytni og tæknilega þróun, einungis vaxandi. Líklega má fullyrða að þessum hluta hlut- verks sjúkrahúsa sé almennt dável sinnt en framþróun og gæði hafa hins vegar alls staðar reynst vera mjög tengd áherslu sjúkrahúsa á kennslu og vísindastörf. Þau sjúkra- hús'í nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafsins sem mestrar virðingar njóta leggja öll þunga áherslu á þessi atriði. b. Kennsla og menntun heilbrigð- isstétta. Vegna hlutfallslegrar stærðar höfuðborgarsvæðisins og fjölda heilbrigðisstofnana miðað við önnur byggð ból landsins fer mennt- un heilbrigðisstétta að mestu leyti fram þar. Dagleg störf og skipu- lagning sjúkrahúsa í Reykjavík verða að taka mið af þessu og þurfa tillögur um framtíðarskipulag sjúkrahúsa að lúta að því. c. Vísinda- og þróunarstörf eru e.t.v. sá þáttur heilbrigðiskerfis okkar sem einna minnstur sómi hefur verið sýndur að því er fjárveit- ingar varðar. Eigi að síður hefur vaxandi þróttur verið í vísindastörf- um undanfarin ár innan íslensks heilbrigðiskerfis við erfiðar aðstæð- ur. Ekki þarf að minna á að þrótt- mikið kennslu- og vísindastarf er eitt þeirra atriða sem dregur áhuga - samt og hæfileikaríkt fólk til starfa og leiðir því beint og óbeint til Þórður Harðarson Ur flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóð- mál nú þegar kosn- ingar fara í hönd. bættrar þjónustu við heilbrigða og sjúka. Háskólasjúkrahús Miðstöðvar kennslu og rann- sókna í heilbrigðisvísindum í ná- grannalöndum okkar bæði austan hafs og vestan er á háskólasjúkra- húsum, sjúkrahúsum sem reist eru beinlínis í þeim tilgangi að sinna kennslu og rannsóknum. Þau eru nátengd stjórn viðkomandi háskóla; allt læknalið og hluti annars klín- ísks starfsliðs gegnir jafnframt föstum kennarastöðum við skólann og er það ráðið með tilliti til kennslu og rannsóknaskyldu ekki síður en þjónustustarfa. Fellur þar saman fræðilegt og fagiegt stjórnskipulag háskóladeildar og sjúkrahúss, enda leggja slík sjúkrahús jafna áherslu á alla þætti hins þríeina hlutverks. Kostnaður við rekstur slíkra sjúkra- húsa er óhjákvæmilega meiri en við rekstur annarra, og á Bretlandseyj- um þykir eðlilegt að rekstrarkostn- aður háskólasjúkrahúsa sé um 25% hærri en annarra sjúkrahúsa. Á íslandi er eiginlegt háskólasjúkra- hús ekki til, enda hefur stjórnkerfi Sigurður Guðmundsson sjúkrahúsanna verið háð pólitískri fremur en faglegri forsjá sem hefur að mestu leyti tekið mið af þjón- ustuhlutverki þeirra. Með þetta í huga er brýnt að breyta einu sjúkra- húsanna í Reykjavík í eiginlegt háskólasjúkrahús, enda er menntun og endurmenntun heilbrigðisstétta, rannsóknir og þróun grundvöllur frarritíðarskipunar heilbrigðismála hérlendis sem annars staðar. Rekstur sjúkrahúsa Helsta áhyggjuefni manna á rekstri sjúkrahúsa er sá_ kostnaður sem af honum hlýst. Áður hefur verið minnst á að velta stóru sjúkra- húsanna þriggja er síst meiri en velta stórs verslunarfyrirtækis. Ljóst er að heilbrigðisþjónusta kost- ar fé og mun gera það áfram, a.m.k. á meðan gerðar eru jafnmiklar kröf- ur til gæða hennar og gerðar eru hérlendis. Einnig verður að hafa í huga að kröfur þessar munu fátt gera annað en að aukast, bæði um aukinn óhindraðan aðgang og til sífellt vaxandi tækni við meðferð einstakra vandamála. Skorður á slíkan aðgang og að dýrri „há- tækni“ eru siðferðilega erfiðar og óvíst hvort íslendingar séu tilbúnir til að taka afstöðu til slíkra tak- markana á þessu st’igi. Sparnaður er afstætt hugtak og er óvíst að unnt sé að reka sjúkrahúsin ódýrar en nú er gert svo nemi meiru en fáeinum prósentum. Hafa verður í huga að um 70% rekstrarkostnaðar sjúkrahúsa er vegna launa starfs- fólks og þyrfti því að beita veruleg- um uppsögnum og skerðingu á þjónustu svo að marktækum sparn- aði yrði náð. Miðað við óbreyttar og jafnvel vaxandi kröfur til þjón- ustunnar er ólíklegt að af slíku verði. Rekstur sjúkrahúsa er að því leyti ólíkur verksmiðjurekstri að afköst standa í beinu hlutfalli við kostnað og auknum afköstum (sem oftast verða ekki mæld með reglu- stiku fjármála) hefur fylgt aukinn rekstrarhalli. Markmið okkar verð- ur að vera að veita betri þjónustu fyrir það fjármagn sem til reiðu er nú fremur en að reyna að veita sömu þjónustu fyrir minna fé. Ýmis atriði hafa verið nefnd er lúta að hagræðingu. Má þar nefna styttingu legutíma en til þess.að svo megi verða þarf að bæta þá þjónustu sem sjúkum er veitt í heimahúsum, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Stunda má ýmis smærri viðvik, aðgerðir og rann- sóknir, í auknum mæli utan sjúkra- húsa og er þegar allmikil þróun í þá átt. Tilraunir eru gerðar með dagdeildir og svonefndar fimm daga deildir. Hafa verður þó í huga að þessar ráðstafanir draga líklega úr kostnaði við heilbrigðisþjón- ustuna í heild en óvíst er hvort rekstrarkostaaður sjúkrahúsanna sjálfra minnki verulega þar sem þau sitja eftir með þyngri og dýrari sjúklinga. Að lokuiri hefur verið horft mjög á möguleika á sparnaði sem fengist við aukna samvinnu og jafnvel samruna sjúkrahúsanna, og verður nánar ijallað um þær hugmyndir í síðari grein. Niðurlag Fjallað hefur verið um hlutverk stórra sjúkrahúsa sem kennslu- og vísindastofnana og rík áhersla lögð á nauðsyn þess að eiginlegu háskól- asjúkrahúsi verði komið á fót hér- lendis. Ennfremur voru nokkur at- riði nefnd sem lúta að hagræðingu í rekstri sjúkrahúsa, en hugmynd- um um samvinnu og jafnvel samr- una sjúkrahúsa í hagræðingarskyni verða gerð nánari skil síðar. Sigurður er dósent í lyflæknisfræði, Borgnrspítnln, og Þórður prófessor í lyflæknisfræði, Landspítala. Leggjum niður lífeyrissjóðina! eftir Jón H. Karlsson Þeir sem hafa leitt hugann að skipan lífeyrissjóðakerfís á íslandi hafa margir komið auga á hversu meingallað það er. Hugmyndir hafa komið fram um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn, til að einfalda kerfið og minnka báknið. Þessi hugmynd hef- ir nokkuð til síns máls, þ.e. báknið myndi minnka með því að draga saman húsnæðiskost og starfslið. Hugmyndina tel ég þó ekki í takt við tímann. Með tilkomu allra þeirra fjárfest- ingasjóða er bjóða verðtryggingu og raunávöxtun, sem og með til- komu fijálsa lífeyrissjóðsins er eng- in þörf lengur fyrir hina lögskipuðu lífeyrissjóði, sem skuldbinda fólk til að greiða stóran hluta launa sinna í iðgjöld en skila félagsmönnum sín- um rýrum lífeyri á ævikvöldinu. Miklu meiri ávöxtun fengist af iðgjaldi hvers og eins launamanns væri það ávaxtað á fijálsan hátt. Svo mikill er munurinn hveijum og Wordnámskeið • Macintosh © Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritiö fyrir Macintosh! 12 klst námskeiö fyrlr byrjendur og lengra komna! *o VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SÍMI 689900 * Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - flmm ár (forystu rg? & „Báknið sem fylgir líf- eyrissjóðunum með öll- um þeim gífurlega kostnaði, pólitísku völd- um og óhagræði sem því fylgir, hyrfi af sjón- arsviðinu, öllum til hagsbóta.“ einum launþega í hag að lækka má lífeyrissjóðsiðgjaldið stórlega frá núverandi hlutfalli af launum. Samt nyti launþeginn betri ávöxt- unar og því meiri ráðstöfunarfjár þegar að elliárunum kemur. Nú greiða launþegar að lágmarki 4% af tekjum sínum og atvinnurek- endur 6% í lífeyrissjóðinn, eða sam- tals 10%. Mér segir svo hugur, að flestir eða allir launþegar myndu heldur kjósa að 7% iðgjald yrði greitt mán- aðarlega inn á persónulegan reikn- ing þeirra hjá „öruggu“ verðbréfa- fyrirtæki eða fijálsum lífeyrissjóði. Þannig gætu þeir verið öruggir um að þessi hluti launa þeirra kæmi þeim einum og þeirra erfingjum til góða að lokinni starfsævi, verð- • tryggt og með góðri raunávöxtun. Hvað finnst atvinnurekendum og launþegum um þessa hugmynd? Atvinnurekendur spara 3% iðgjald Jón H. Karlsson (50% af núverandi framlagi) og launþegar fá 3% til viðbótar (í stað 4% verður þeirra hlutur 7% eða 75% hærri). Báknið sem fylgir lífeyrissjóðun- um með öllum þeim gífurlega kostn- aði, pólitísku völdum og óhagræði sem því fylgir, hyrfi af sjónarsvið- inu, öllum til hagsbóta. Reykjavík 22. mars 1991. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Teppabúðarinnar hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.