Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 19 Virðum sjálfsákvörð unarrétt aldraðra eftir Drífu Hjartardóttur Þær öru þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförn- um áratugum hafa að sjálfsögðu haft miklar breytingar í för með sér varðandi aldrað fólk. Með breyttu munstri heimilanna, skap- aðist skyndilega aukin þörf fyrir heimili eldra fólks. Elliheimili voru hyggð í Reykjavík og kaupstöðum víðsvegar um land. Eftirspurn hefur einstaklingar hafa væntingar til áframhaldandi þátttöku í daglegu lífi og þeirri gleði sem samneyti við annað fólk veitir. Aðrir sem ekki njóta góðrar heilsu gera kröfu um aðstoð og þjónustu á heimilum sín- um sem auðveldar þeim að búa sem lengst á eigin heimili og síðan að eiga öruggan aðgang að vistheimil- um og/eða sjúkrastofnunum, þegar nauðsyn krefur. Þarfir einstaklingsins eru mis- jafnar, sumir eldast hraðar en aðrir og því er nauðsynlegt að starfsfólk geti verið sveigjanlegt eftir óskum og getu hvers og eins. Atvinnulífið og samfélagið á að taka tillit til og viðurkenna viðhorf sem þessi þann- ig að þeir sem þess óska og geta fái’að vinna lengur og vera þátttak- c'iidur í hinu daglega amstri og fmna að þeir.eru ómissandi hlekkur í keðju samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi skýrrar stefnu í málefnum eldri borgara. Við mót- un slíkrar stefnu er nauðsynlegt að taka tillit til viðhorfa hinna öldruðu sjálfra, gæta þess ætíð að þeir haldi virðingu sinni og reisn og að sjálfsá- kvörðunarréttur þeirra sé virtur. Höfundur er bóndi að Keldum á RangárvöHum. STánn ©ROSENGRENS Enskir og sænskir peningaskápar N ELDTRAUSTIR • ÞJOFHELDIR • HEIMSÞEKKT FRAMLEIÐSLA E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 Drífa Hjarlardóttir „Þarfir einstaklingsins eru misjafnar, sumir eldast hraðar en aðrir og því er nauðsynlegt að starfsfólk geti verið sveigjanlegt eftir ósk- um og getu hvers og eins.“ jafnan verið langt umfram það sem hægt hefur verið að anna og er svo enn. Nú mun vera nokkuð algengt að minni sveitarfélög hafa samein- ast um byggingu og rekstur dvalar- heimila fyrir aldraða. Slík heimili eru mörg staðsett í byggðakjörnum víðsvegar um landið. Reynslan hef- ur sannað að litlar einingar hafa á sér heimilislegri blæ en þær stærri. I sumum byggðarlögum eru ekki lengur langir biðlistar eftir vist. Með breyttum viðhorfum væri vandinn ekki ýkja stór, ef ekki kæmi til síaukin þörf fyrir sjúkra- rými, sem leitt hafa til þess að sjúkt fólk, sem þarf á sjúkrahúsvist að halda, dvelur áfram á vistheimilum við ófullnægjandi aðstæður. Dvalar- heimili aldraðra eru í mjög fáum tilfellum byggð sem sjúkrastofnanir og hafa ekki á að skipa sérhæfðum starfskröftum í hjúkrun. Það hefur reynst mikilvægt atriði varðandi vistun aldraðra á dvalarheimilum, nálægt heimabyggð þar sem eldra fólk býr í næsta nágrenni við fjöl- skyldur sínar og góða granna frá starfsárum sínum. Með lögum um málefni aldraðra frá 1989 ér sveitarfélögum ætlað að annast heimilisþjónustu fyrir þá ellilífeyrisþega, sem vegna heilsu- brests geta ekki séð um sig sjálfir, en kjósa fremur að dvelja heima. Þjónusta þessi er enn í mótun hjá ýmsum sveitarfélögum á lands- byggðinni, þó að fyrir þessari þjón- ustu sé margra ára hefð víðsvegar um land. Stór hópur aldraðra býr við góða heilsu og er andlega hress. Þessir SKIPAPLOTUR - INNRÉTTINGAR PLÖTURí LESTAR SERVANT PLÖTUR OMrnrLU I ■ I I I I I SALERNISHÓLF BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR A LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.ÞORGRlMSSON&CQ Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Bílaleiga Flugleiða hefur tekið við Hertz umboðinu á íslandi Hertz er stærsta bílaleiga í heiminum. Þar eru gerðar afar strangar og miklar kröfur um öryggi, viðhald og um- hirðu bílanna svo og um þjónustu við viðskiptavinina. Aðeins eru boðnar til leigu bif- reiðategundir sem hafa áunnið sér traust og hylli almennings og enginn bíll er nokkru sinni afhentur án þess hafa gengið í gegnum nákvæma öryggis- og þj ónustuskoðun. Samvinna Bílaleigu Flugleiða og Hertz tryggir viðskiptavinum Flugleiða öryggi og þjónustu eins og best gerist á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hún stuðlar að bættri þjónustu innanlands og tengir Flugleiðir beint við alþjóðlegt bókunarnet Hertz. Síminn er 690500 og fax 690458.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.