Morgunblaðið - 09.04.1991, Page 21

Morgunblaðið - 09.04.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 21 Ragnhildur Eggertsdóttir' „Til að tryggja það verður að setja þarfir barnanna fremst í for- gangsröðina, ekki að- eins með fögrum orðum heldur með gjörðum. Það vill Kvennalistinn gera, en til að geta framkvæmt það verður Kvennalistinn að kom- ast í ríkisstjórn og til þess að við getum farið öflugar í stjórn þurfum við stuðning kjósenda. Veljum því V, kjósum Kvennalistann. “ og sveigjanlegri vinnutíma foreldra og með því að uppfylla þau sjálf- sögðu réttindi barna og unglinga að leikskólar standi tii boða öllum börnum á leikskólaaldri og nemend- ur grunnskóla fái lengri og sam- felldari skóladag. Að ógleymdum þeim sjáifsögðu mannréttindum að dagvinnulaun hvers einstaklings dugi fyrir framfærslu. Þetta er svo dýrt Nú hugsar ef til vili einhver sem svo, en fleiri leikskólar og lengri skóladagur, þetta er svo dýrt, hvar á að taka peningana? Því ér þá til að svara að það hefur nú hingað til ekki vafist fyrir þeim sem pen- ingavaldið hafa að finna peninga fyrir því sem efst hefur verið á óskalistum þeirra í það og það sinnið. Undirrituð hefur því engar áhyggjur af því að kvennalistakon- ur finni ekki peninga fyrir sínum óskaverkefnum. Hitt er aftur á móti stóralvarlegt áhyggjumál að með því að sinna ekki öryggi og umönnun barna og unglinga eins og okkur ber skylda til verða afleiðingarnar alltof oft þær að við stöndum frammi fyrir því að reyna á einhvern hátt að bæta skaðann þegar hann er skeð- ur. Þetta er dýrt og því miður ekki aðeins í peningum heldur kostar það oft heilu fjölskyldurnar óhamingju og sársauka sem engir peningar fá nokkru sinni bætt. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, þjóðfé- lag sem bregst ekki ábyrgð sinni og skyldum við þau verður aldrei fátækt. Til að tryggja það verður að setja þarfir barnanna fremst í forgangsröðina, ekki aðeins með fögrum orðum heldur með gjörðum. Það vill Kvennalistinn gera, en til að geta framkvæmt það verður Kvennalistinn að komast í ríkis- stjórn og til þess að við getum far- ið öflugar í stjórn þurfum við stuðn- ing kjósenda. Veljum því V, kjósum Kvennalistann. Höfundur er verslunarkona og skipar 3. sæti á frambodslista Kvennalistans í Reykjancskjördæmi. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Nýtt húsnæði tekið í notkun FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykjavíkurborgar hefur tekið nýtt húsnæði, að Skógarhlíð 6, í notkun fyrir unglingadeild og hverfaskrifstofu. I þessu nýja húsnæði mun starfsemi unglingadeildar og hverfaskrifstofu fjölskyldudeild- ar fyrir mið- og vesturbæ félags- málastofnunar flytjast undir sama þak. Húsnæðið að Skógarhlíð 6 var keypt af Sölufélagi garðyrkju- manna í nóvember í fyrra fyrir 19,9 milljónir króna. Síðan þá hefur verið unnið að endurnýjun þess þannig að það félli að þörf- um félagsmálaskrifstofu Reykjavíkur. Breytingar þessar kostuðu 12,5 milljón króna. Hlutur Reykjavíkurborgar í húsnæðinu er á fyrstu hæð og er gengið inn af bílastæði að norðanverðu um tvo innganga, annars vegar að unglingadeild- inni en hins vegar að hverfáskrif- stofunni. Grunnflötur húsnæðis- ins er um 600 fermetrar Morgunblaðið/KGA Hið nýja húsnæði félagsmálastofnunar að Skógarhlíð 6. - - iÍSÍil SiiaSfSI t m Amerísk gæði, öryggi og þægindi eru aðalsmerki Jeep Cherokee. Þetta er bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur um góða aksturseiginleika; ljúfur og lipur sem fólksbfll innanbæjar, viljugur, kröftugur og áreiðanlegur utfinbæjar, í vegleysum eða ófærð. Jeep hófu fyrstir framleiðslu á jeppum, fyrir fimmtíu árum, og í dag leiða þeir lest allra þeirra sem fylgdu í kjölfarið. Það er óhætt að treysta leiðtoganum. JEEP CHEROKEE, ÁRGERÐ 1991, FRÁ KR. 2.327.000,- 4.0 lítra, 6 cyl. vél, 190hestöfl Fjögurra þrepa sjálfskipting eða fimm gíra með yfirgír. Seiect-trac millikassi með sjálfskiptingunni. Læst mismunadrif að aftan. Styrkt fjöðrun og höggdeyfar. Rafdrifnar rúður. Samlæsing hurða með fjarstýringu. o.m.fl. JOFUR HF. NÝBÝLAVEGI 2 S 42600 .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.