Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 23
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 9. APRÍL 1991 23 Verðbólga er enn á fjármagnsmarkaði eftirEggert Haukdal Það vakti að vonum mikla at- hygli þegar forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi að svarbréf Seðla- bankans til ríkisstjórnarinnar um vaxtamál væri hneyksli. Reyndar gekk flánnálaráðherra enn lengra við sama tækifæri er hann kvað skrif og skýrslur bankans mark- leysu. Minna þarf til erlendis að seðla- bankastjóri segi af sér. Jafnvel eitt styggðaryrði dugar. En formaður bankastjórnar Seðlabankans, sem er valdamestur þar á bæ, situr sem fastast. Það gerir hann í skjóli við- skiptaráðherra Jóns Sigurðssonar eins og vikið verður að síðar í þess- ari grein. Of háir raunvextir Málið snýst um raunvexti. Víst eru þeir hærri hér en í öðrum lönd- um. Hið sama gildir um nafnvexti. Nægir að vísa til yfirlits, sem birt- ist í tímaritinu Economist í febrúar sl. og tekur til tíu landa í Evrópu og N-Ameríku. Raunvextir á íslandi eru liðlega tveim prósentustigum hærri en meðaltal landanna og nafnvextir fjórum prósentustigum hærri. Raunvextir á íslandi eru allt að ijórfalt (400%) hærri en í sumum þessara landa, svo sem Bandaríkj- unum, Svíþjóð og Sviss. Að neita þessu er að beija höfðinu við stein- inn. Það gerir Seðlabankinn. Því þarf engan að undra orð fjármála- ráðherra, sem vitnað var til hér að framan. íhlutunar þörf í 2. mgr. 9. gr. seðlabankal'ág- anna segir: „Seðlabankinn getur að fengnu samþykki ráðherra bundið vaxtaákvarðanir innlánsstofnana takmörkunum til að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði hóflegir og eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helztu viðskipta- löndum íslendinga." Þetta orðalag er ótvírætt. Bank- „Ef stjórnvöld taka ekki í taumana mun hagkerfið ganga úr skorðum síðari hluta ársins. Þá er of seint að spyrna við fæti.“ inn hefir heimild og vald til að grípa í taumana. Það skiptir ekki mál hvers vegna raunvextir eru hærri hér en í viðskiptalöndum okkar. Það eitt, að þeir eru hærri, nægir til íhlutunar. Varla hefir staðið á sam- þykki ráðherra bankamála, því að ríkisstjórnin öll bað Seðlabankann skriflega um að beita sér fyrir lækk- un raunvaxta. Ráðherra klórar í bakkann Hins vegar er Jón Sigurðsson ekki heill í þessu máli. Hann sagði í nýlegri umræðu á Alþingi að frum- varp mitt um lánskjör og ávöxtun spariijár að hann teldi eðlilegt að líta á 9. gr. seðlabankalaganna „sem varúðar- og aðhaldsákvæði meðan samkeppni er ónóg á hinum íslenzka fjármagnsmarkaði“. Þessi túlkun er vissulega haldlaus og á sér ekki stoð. Ráðherrann er þarna einfaldlega að klóra í bakkann. Auk þess er samkeppni engin milli hinna fáu viðskiptabanka hérlendis. Allar ákvarðanir þeirra hafa verið teknar með handauppréttingu bankaráðs- manna, þ.e. með handafli þeirra sjálfra, en ekki annarra. Sannleik- urinn er sá að „vaxtafrelsi" og „markaðslögmál" sem fijálshyggju- menn þrástagast á gilda ekki á ís- landi. Það tal er bull eitt til þess ætlað að afsaka og réttlæta vaxta- okur. í öllum vestrænum ríkjum, bæði Evrópu og N-Ameríku, er vöxtum miðstýrt með samhæfðri peningastjórn ríkisvalds og Seðla- banka — og beinum tilskipunum ef önnur ráð eru ekki tiltæk. Hér skortir slíka samvinnu, og því eru laudsmál öll í ólestri. Davíð Oddsson: Hið opinbera umbuni góðum starfsmönnum DAVIÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að breyta þyrfti launakerfi opinberra starfsmanna þannig að hægt væri að umbuna góðum starfsmönnum hins opinbera. „Eg tei að það væri hægt að stokka upp launakerfið, þannig að samið væri á hverjum stað fyrir sig og síðan hefðu forsvarsmenn fyrirtækjanna ákveðið svigrúm til þess að kaupa að og umbuna góðum starfsmönnum," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður út í þetta álit sitt, sem hann reifaði í sjónvarpsþætti á sunnudaginn. Aðspurður um hversu mikið svigr- úm hann teldi að forsvarsmenn opin- berra fyrirtækja ættu að hafa til þess að keppa um hæfa starfskrafta við einkageirann sagði Davíð: „Svigr- úmið yrði að vera töluvert, allt upp í 50 til 60% álag til starfsmanna sem bæru af. Við hjá borginni finnum verulega fyrir því að það er alltaf hætta á að einkaaðilar kaupi frá okkur góða starfskrafta. Við höfum sem betur fer fjölmarga góða starfs- menn hjá borginni sem tapa fjármun- um við að vera hjá okkur.“ Davíð segist telja að hið opinbera verði að vera samkeppnisfært með Sparnaður ekki aukist að stofni Seðlabankinn sakar stjórnvöld um hallarekstur ríkissjóðs er ýti undir hækkun raunvaxta sem 'rétt er. Sjálfur er Seðlabankinn hvergi nærri syndlaus. Hann hefir lánað ríkissjóði milljarða króna beint og nú síðast lagt mikið fé í húsbréfa- kerfið. Þetta nýja fé margfaldast í lánaþenslu viðskiptabankanna. Eitt furðulegasta tiltæki banka- kerfisins er síbyljan um aukinn sparnað í kjölfar vaxtaskrúfunnar. Skv. þeirra eigin gögnum, Hag- Eggert Haukdal tölum mánaðarins o.fl., hefir sparn- aður ekki aukizt að stofni. Bundin spariinnlán hafa aukizt minna en nemur viðbættum vöxtum. Þegar þessir menn tala um sparnað hljóta þeir að eiga við önnur innlán, velti- innlán, viðskiptabækur o.s.frv. sem endurspegla útlánaþensluna. Hafa brugðist þjóðarsáttinni Launþegasamtökin, sér í lagi verkalýðsfélög, hafa sætt sig við óbreytt kjör. Fyrirtæki í iðnaði og verzlun hafa að mestu haldið að sér höndum í verðlagningu. Bankakerf- ið og ríkisstjórnin hafa brugðist þjóðarsáttinni. Vextir eru of háir og veikja samkeppnisstöðu okkar út á við. Á verðbréfamarkaði við- gengst meira eða minna skattfijálst vaxtaokur í formi affalla, verðbóta- þáttar og raunvaxta — meðan vinn- ulaun á fátæktarmörkum eru skatt- lögð hartnær 40%. Ef stjórnvöld taka ekki í taumana mun hagkerfið ganga úr skorðum síðari hluta árs- ins. Þá er of seint að spyrna við fæti. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. eðlilegum hætti við einkamarkaðinn. „Eg tel að það væri raunhæf leið til að fækka opinberum starfsmönnum, ef það væri hægt að umbuna góðum starfsmönnum á kostnað hinna sem lakari væru,“ sagði Davíð. Hann sagðist telja að slíkt launakerfi hjá hinu opinbera yrði mjög hvetjandi og myndi skapa ákveðna samkeppni, sem væri af hinu góða auk þess sem hér væri um mikið sanngirnismál að ræða. „Eg geri mér grein fyrir því að þetta er hægara sagt en gert og flókið í framkvæmd, en ég er sann- færður um að þetta er framkvæman- legt,“ sagði Davíð. ÞYSKUR GÆÐAVAGN VOLKSWAGEN JETTA KOSTAR NÚ AÐEINS FRÁ KR 1J05&000 ® Aflstýri ^j) 6601 farangursrými ® Samlæsing á hurðum Sjálfskipting/handskipting ® Ryðvörn í sérflokki ® Afar Ijúfur í akstri © Lág bilanatíðni © Þriggja ára ábyrgð SÍGILDUR 5 MANNA FJÖLSKYLDUBÍLL HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.