Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 25
MOkdUNBLAÐIÍ) 'ÞRIÐJUÖÁÖUR 9. APRÍL 'l'9'91 •25 Botnfiskvinnslan rekin með halla að mati Þjóðhagsstofnunar: Hráefnisverð 47% hærra en áríð 1989 Frystitogararnir með 15,8% hagnað HRÁEFNISVERÐ á botnfiski til frystingar og söltunar var 47,3% hærra nú í mars en það var að meðaltali á árinu 1989, að mati Þjóðhagsstofnunar. Þessi hækkun hefur leitt til þess að botnfisk- veiðar eru reknar með 4,7% hagnaði miðað við stöðuna í mars, að mati stofnunarinnar, á móti 1,8% halla árið 1989 en botnfisk- vinnslan hins vegar rekin með 0,9% halla. Ljósmynd/Sveinbjörn Berentsson Flak Steindórs Þessa mynd af Steindóri GK-101 sem strandaði við Krísuvíkurbjarg 20. febrúar sl. tók Sveinbjörn Berentsson í síðustu viku, en hann var einmitt í hópi björgunarsveitarmanna sem fyrstur kom á vettvang eftir strandið. í baksýn er Krísuvíkurbjarg þar sem báturinn strandaði upphaflega en brimaldan hefur fært flakið inn í Hælsvík. Eins og. sjá má er báturinn illa farinn eftir umrót í grýttri fjörunni. Stýrishúsið er horfið og skrokkurinn allur sprunginn, en skipið var stráheilt þegar björgunarsveitarmenn komu fyrst á vettvang. Vil kanna hvort réttargeð- deild geti verið á Akureyri - segir heilbrigðisráðherra Rekstrarsk’ilyrði botnfiskveiða og vinnslu gjörbreyttust á síðasta ári miðað við árið 1989, þrátt fyr- ir lítilsháttar samdrátt í afla. Ef litið er fram hjá greiðslum úr og í Verðjöfnunarsjóð breyttist af- koman í heild úr 4,8% halla 1989 í 5% hagnað 1990. Vegna greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði á árinu 1989 og greiðslna í sjóðinn 1990 breyt- ist afkoma einstakra fyrirtækja mun minna en heildartölurnar gefa til kynna. Ástæðan fyrir betri út- komu er miklar hækkanir á verði botnfískafurða í erlendri mynt. Verð á botnfiskafurðum hækkaði um 18-20% að meðaltali reiknað í SDR á milli áranna 1989 og 1990, á sama tíma og gengi SDR hækk- aði um 8,2% gagnvart krónunni. Verðhækkanir halda áfram og frá október á síðasta ári og fram í mars hækkuðu afurðirnar um 5,9% í SDR. Samkvæmt útreikningum Þjóð- Misþyrmdu gestgjafa sínum og klipptu hár af höfði hans EINBÚI við Reyðarfjörð varð fyr- ir árás frá tveimur gestum sínum aðfaranótt skírdags þegar hann reyndi að hindra þá í að aka ölvað- ir frá heimili sínu, með því að brjóta framrúðu í bíl annars þeirra. Eftir atlöguna var maður- inn rifbrotinn og með ýmsa áverka í andliti og um líkamann, auk þess sem árásarmennirnir klipptu hár af höfði hans og slitu síma úr sambandi. Talið er að hann hafi legið meðvit- undarlaus í talsverðan tíma áður en hann gat gert vart við sig úr síma í útihúsi á bænum. Maðurinn dvald- ist um tíma á sjúkrahúsinu á Nes- kaupstað þar sem gert var að áverk- um hans. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar, sýslumanns í S-Múlasýslu mun eink- um annar mannanna tveggja hafa haft sig í frammi við atlöguna að manninum. Rannsókn málsins er vel á veg komin og er hvorugur árásar- mannanna í haldi. hagsstofnunar voru botnfískveiðar og -vinnsla rekin með 6,4% hagn- aði í mars síðastliðnum þegar ekki er tekið tillit til greiðslna í Verð- jöfnunarsjóð, en 2,7% hagnaði með greiðslum í sjóðinn. Afkoma ein- stakra greina sjávarútvegs er mjög mismunandi, samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar. Þannig telur hún að frystitogararnir hafi verið reknir með 15,8% hagði í mars en aðrar veiðar með 2,2% hagnaði. Þá er talið að söltunin sé rekin með 3,4% halla en frystingin með 0,5% hagnaði. Líkur eru á að verð á botnfisk- afurðum haldist hátt út þetta ár og telur Þjóðhagsstofnun að af- koma botnfiskveiða og -vinnslu verði góð á árinu, ef tekst að halda kostnaðarhækkunum innanlands í skefjum. Staðan í öðrum helstu greinun sjávarútvegsins hefur breyst til hins verra. Afkoma loðnuveiða og -vinnslu versnaði vegna þess að haustveiðarnar á síðasta ári brugð- ust auk þess sem verð afurðanna lækkaði um 10% í erlendri mynt frá árinu á undan. Afkoma rækju- vinnslu er sögð mjög slæm vegna verðlækkunar. Líklegt er talið að afkoma síldarsöltunar hafi verið léleg á síðasta ári vegna minni framleiðslu, en afkoma hörpudisk- vinnslu góð vegna hagstæðs af- urðaverðs. EKKI hefur verið gengið frá því hvar og hvenær réttargeðdeild, sem einkum verði ætlað að vista geðsjúka afbrotamenn, taki til starfa en Guðmundur Bjarana- son heilbrigðisráðherra kveðst vinna að því að starfsemin geti hafist í einhveiju formi sem fyrst. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu yfirlæknis, en eini umsækjandinn um starfið, Lára Halla Maack hefur verið metin hæf til starfans, að sögn heil- brigðisráðherra. Ráðherra kveðst vonast til að skriður kom- ist á málið áður en langt um líði, jafnvel að loknum áætluðum fundi með væntanlegum yfir- lækni í næstu viku. Ráðherrann segist vilja láta kanna til hlítar hvort mögulegt sé að meginhluti starfsemi deildarinnar tengist geðdeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, en auk þess kem- ur til greina að hún tengist Borg- arspítala eða Landsspítala. Ráðherra kveðst þegar hafa átt fundi með væntanlegum yfírlækni, sem sett hafí fram þær skoðanir að málið kreíjist frekari undirbún- ings og lengri tíma en hann hafi vænst og fram hafi komið í áliti nefndar sem um það fjallaði. Ráðherrann kvaðst hafa lýst því yfir á alþingi að hann vænti þess að málið kæmist á rekspöl fljót- lega. „Ég vil ræða nánar hvort ekki er hægt að koma einhveijum skrið á málið og þessi starfsemi fari af stað í einhveiju sniði sem fyrst þótt það verði ekki í endan- legum búningi," sagði ráðherra. Guðmundur Bjamason sagði að meðan viðræðum við yfirlækni væri ekki lokið yrði ekki gengið í það að velja húsnæði undir starf- semina enda væri sjálfsagt og eðli- legt að slíkt yrði gert í fullu sam- ráði við væntanlegan yfirlækni. Veittar hafa verið fjárheimildir til að kaupa húsnæði fyrir réttar- geðdeild og að auki er til staðar ijárveiting upp á 22 milljónir króna til rekstrar hennar. „Það sjá allir að sú upphæð er ekki heilsársijár- veiting og dugir skammt til að reka stóra stofnun en mínar vænt- ingar voru þær að hægt yrði að koma málinu af stað fyrir þá fjár- muni þó að það væri ljóst að þeir dygðu ekki til hins ítrasta," sagði Guðmundur Bjamason heilbrigðis- ráðherra. Lionshreyfingin stuðlar að útbreiðslu öryggishnappsins Um þessar mundir stendur yfir átak til að stuðla að aukinni útbreiðslu öryggishnapps fyrir aldraða, sjúka og fatlaða, á veg- um Lionshreyfingarinnar. Um 500 manns nota nú hnappinn, flestir á höfuðborgarsvæðinu, en byrjað er að byggja upp útkall- skerfi á landsbyggðinni til að gera fólki kleift að nota hnappinn þar einnig. Megintilgangur öryggishnap- panna er að gera sjúkum, öldruð- um og fötluðum, sem búa einir kleift að búa lengur heima. Secu- ritas h.f. sér um kaup á öryggis- hnöppum og þjónustu við þá á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri en Lionshreyfingin hyggst aðstoða við það á næstunni að komið verði á viðbragðskerfi á landsbyggðinni með ættingjum og nágrönnum hnappþega, svo að fólki um allt land verði gert kleift að nota öryggishnappana. Þegar stutt er á öryggishnapp sendir hann tvöföld boð, annars vegar boð, sem berast til stjórn- stöðvar Securitas á sekúndubroti og þar sýnir tölva frá hveijum boðin koma. Hins vegar berast boð í gegnum almenna Símakerf- ið og við það opnast talsamband milli stjórnstöðvar og íbúðar hnappþega. Viðbrögð við boðum eru mismunandi eftir aðstæðum í hveijú tilviki. Ef boð berast frá hnappþega, sem Tryggingastofn- un hefur skilgreint í mesta áhættuhóp, þá er strax kallað á neyðarbíl og jafnframt sendur öryggisvörður á staðinn með lyk- il að viðkomandi húsnæði. í öðr- um tilvikum fer öryggisvörður á staðinn og metur aðstæður. Öryggishnappur kostar 93.879 krónur á Akureyri og Reykjavíkursvæðinu en 79.797 krónur á landsbyggðinni. Trygg- ingarstofnun ríkisins tekur þátt í kostnaði hnappþega sé um að ræða elli- og örorkulífeyrisþega sem búa einir og eru haldnir ákveðnum sjúkdómum og greiðir hún þá 90% af kostnaði. Baðsett á góðu verði Vegna hagstæöra samninga og magninnkaupa á baösettum getum viö boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐogSTURTUBOTN á einstöku veröi. Aðeins kr. 39 J950; ALLT SETTIÐ /V ÆV /l&NORMANN J.þorláksson & Norðmann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91-8 38 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.