Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 25
MOkdUNBLAÐIÍ) 'ÞRIÐJUÖÁÖUR 9. APRÍL 'l'9'91 •25 Botnfiskvinnslan rekin með halla að mati Þjóðhagsstofnunar: Hráefnisverð 47% hærra en áríð 1989 Frystitogararnir með 15,8% hagnað HRÁEFNISVERÐ á botnfiski til frystingar og söltunar var 47,3% hærra nú í mars en það var að meðaltali á árinu 1989, að mati Þjóðhagsstofnunar. Þessi hækkun hefur leitt til þess að botnfisk- veiðar eru reknar með 4,7% hagnaði miðað við stöðuna í mars, að mati stofnunarinnar, á móti 1,8% halla árið 1989 en botnfisk- vinnslan hins vegar rekin með 0,9% halla. Ljósmynd/Sveinbjörn Berentsson Flak Steindórs Þessa mynd af Steindóri GK-101 sem strandaði við Krísuvíkurbjarg 20. febrúar sl. tók Sveinbjörn Berentsson í síðustu viku, en hann var einmitt í hópi björgunarsveitarmanna sem fyrstur kom á vettvang eftir strandið. í baksýn er Krísuvíkurbjarg þar sem báturinn strandaði upphaflega en brimaldan hefur fært flakið inn í Hælsvík. Eins og. sjá má er báturinn illa farinn eftir umrót í grýttri fjörunni. Stýrishúsið er horfið og skrokkurinn allur sprunginn, en skipið var stráheilt þegar björgunarsveitarmenn komu fyrst á vettvang. Vil kanna hvort réttargeð- deild geti verið á Akureyri - segir heilbrigðisráðherra Rekstrarsk’ilyrði botnfiskveiða og vinnslu gjörbreyttust á síðasta ári miðað við árið 1989, þrátt fyr- ir lítilsháttar samdrátt í afla. Ef litið er fram hjá greiðslum úr og í Verðjöfnunarsjóð breyttist af- koman í heild úr 4,8% halla 1989 í 5% hagnað 1990. Vegna greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði á árinu 1989 og greiðslna í sjóðinn 1990 breyt- ist afkoma einstakra fyrirtækja mun minna en heildartölurnar gefa til kynna. Ástæðan fyrir betri út- komu er miklar hækkanir á verði botnfískafurða í erlendri mynt. Verð á botnfiskafurðum hækkaði um 18-20% að meðaltali reiknað í SDR á milli áranna 1989 og 1990, á sama tíma og gengi SDR hækk- aði um 8,2% gagnvart krónunni. Verðhækkanir halda áfram og frá október á síðasta ári og fram í mars hækkuðu afurðirnar um 5,9% í SDR. Samkvæmt útreikningum Þjóð- Misþyrmdu gestgjafa sínum og klipptu hár af höfði hans EINBÚI við Reyðarfjörð varð fyr- ir árás frá tveimur gestum sínum aðfaranótt skírdags þegar hann reyndi að hindra þá í að aka ölvað- ir frá heimili sínu, með því að brjóta framrúðu í bíl annars þeirra. Eftir atlöguna var maður- inn rifbrotinn og með ýmsa áverka í andliti og um líkamann, auk þess sem árásarmennirnir klipptu hár af höfði hans og slitu síma úr sambandi. Talið er að hann hafi legið meðvit- undarlaus í talsverðan tíma áður en hann gat gert vart við sig úr síma í útihúsi á bænum. Maðurinn dvald- ist um tíma á sjúkrahúsinu á Nes- kaupstað þar sem gert var að áverk- um hans. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar, sýslumanns í S-Múlasýslu mun eink- um annar mannanna tveggja hafa haft sig í frammi við atlöguna að manninum. Rannsókn málsins er vel á veg komin og er hvorugur árásar- mannanna í haldi. hagsstofnunar voru botnfískveiðar og -vinnsla rekin með 6,4% hagn- aði í mars síðastliðnum þegar ekki er tekið tillit til greiðslna í Verð- jöfnunarsjóð, en 2,7% hagnaði með greiðslum í sjóðinn. Afkoma ein- stakra greina sjávarútvegs er mjög mismunandi, samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar. Þannig telur hún að frystitogararnir hafi verið reknir með 15,8% hagði í mars en aðrar veiðar með 2,2% hagnaði. Þá er talið að söltunin sé rekin með 3,4% halla en frystingin með 0,5% hagnaði. Líkur eru á að verð á botnfisk- afurðum haldist hátt út þetta ár og telur Þjóðhagsstofnun að af- koma botnfiskveiða og -vinnslu verði góð á árinu, ef tekst að halda kostnaðarhækkunum innanlands í skefjum. Staðan í öðrum helstu greinun sjávarútvegsins hefur breyst til hins verra. Afkoma loðnuveiða og -vinnslu versnaði vegna þess að haustveiðarnar á síðasta ári brugð- ust auk þess sem verð afurðanna lækkaði um 10% í erlendri mynt frá árinu á undan. Afkoma rækju- vinnslu er sögð mjög slæm vegna verðlækkunar. Líklegt er talið að afkoma síldarsöltunar hafi verið léleg á síðasta ári vegna minni framleiðslu, en afkoma hörpudisk- vinnslu góð vegna hagstæðs af- urðaverðs. EKKI hefur verið gengið frá því hvar og hvenær réttargeðdeild, sem einkum verði ætlað að vista geðsjúka afbrotamenn, taki til starfa en Guðmundur Bjarana- son heilbrigðisráðherra kveðst vinna að því að starfsemin geti hafist í einhveiju formi sem fyrst. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu yfirlæknis, en eini umsækjandinn um starfið, Lára Halla Maack hefur verið metin hæf til starfans, að sögn heil- brigðisráðherra. Ráðherra kveðst vonast til að skriður kom- ist á málið áður en langt um líði, jafnvel að loknum áætluðum fundi með væntanlegum yfir- lækni í næstu viku. Ráðherrann segist vilja láta kanna til hlítar hvort mögulegt sé að meginhluti starfsemi deildarinnar tengist geðdeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, en auk þess kem- ur til greina að hún tengist Borg- arspítala eða Landsspítala. Ráðherra kveðst þegar hafa átt fundi með væntanlegum yfírlækni, sem sett hafí fram þær skoðanir að málið kreíjist frekari undirbún- ings og lengri tíma en hann hafi vænst og fram hafi komið í áliti nefndar sem um það fjallaði. Ráðherrann kvaðst hafa lýst því yfir á alþingi að hann vænti þess að málið kæmist á rekspöl fljót- lega. „Ég vil ræða nánar hvort ekki er hægt að koma einhveijum skrið á málið og þessi starfsemi fari af stað í einhveiju sniði sem fyrst þótt það verði ekki í endan- legum búningi," sagði ráðherra. Guðmundur Bjamason sagði að meðan viðræðum við yfirlækni væri ekki lokið yrði ekki gengið í það að velja húsnæði undir starf- semina enda væri sjálfsagt og eðli- legt að slíkt yrði gert í fullu sam- ráði við væntanlegan yfirlækni. Veittar hafa verið fjárheimildir til að kaupa húsnæði fyrir réttar- geðdeild og að auki er til staðar ijárveiting upp á 22 milljónir króna til rekstrar hennar. „Það sjá allir að sú upphæð er ekki heilsársijár- veiting og dugir skammt til að reka stóra stofnun en mínar vænt- ingar voru þær að hægt yrði að koma málinu af stað fyrir þá fjár- muni þó að það væri ljóst að þeir dygðu ekki til hins ítrasta," sagði Guðmundur Bjamason heilbrigðis- ráðherra. Lionshreyfingin stuðlar að útbreiðslu öryggishnappsins Um þessar mundir stendur yfir átak til að stuðla að aukinni útbreiðslu öryggishnapps fyrir aldraða, sjúka og fatlaða, á veg- um Lionshreyfingarinnar. Um 500 manns nota nú hnappinn, flestir á höfuðborgarsvæðinu, en byrjað er að byggja upp útkall- skerfi á landsbyggðinni til að gera fólki kleift að nota hnappinn þar einnig. Megintilgangur öryggishnap- panna er að gera sjúkum, öldruð- um og fötluðum, sem búa einir kleift að búa lengur heima. Secu- ritas h.f. sér um kaup á öryggis- hnöppum og þjónustu við þá á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri en Lionshreyfingin hyggst aðstoða við það á næstunni að komið verði á viðbragðskerfi á landsbyggðinni með ættingjum og nágrönnum hnappþega, svo að fólki um allt land verði gert kleift að nota öryggishnappana. Þegar stutt er á öryggishnapp sendir hann tvöföld boð, annars vegar boð, sem berast til stjórn- stöðvar Securitas á sekúndubroti og þar sýnir tölva frá hveijum boðin koma. Hins vegar berast boð í gegnum almenna Símakerf- ið og við það opnast talsamband milli stjórnstöðvar og íbúðar hnappþega. Viðbrögð við boðum eru mismunandi eftir aðstæðum í hveijú tilviki. Ef boð berast frá hnappþega, sem Tryggingastofn- un hefur skilgreint í mesta áhættuhóp, þá er strax kallað á neyðarbíl og jafnframt sendur öryggisvörður á staðinn með lyk- il að viðkomandi húsnæði. í öðr- um tilvikum fer öryggisvörður á staðinn og metur aðstæður. Öryggishnappur kostar 93.879 krónur á Akureyri og Reykjavíkursvæðinu en 79.797 krónur á landsbyggðinni. Trygg- ingarstofnun ríkisins tekur þátt í kostnaði hnappþega sé um að ræða elli- og örorkulífeyrisþega sem búa einir og eru haldnir ákveðnum sjúkdómum og greiðir hún þá 90% af kostnaði. Baðsett á góðu verði Vegna hagstæöra samninga og magninnkaupa á baösettum getum viö boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐogSTURTUBOTN á einstöku veröi. Aðeins kr. 39 J950; ALLT SETTIÐ /V ÆV /l&NORMANN J.þorláksson & Norðmann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91-8 38 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.