Morgunblaðið - 09.04.1991, Side 27

Morgunblaðið - 09.04.1991, Side 27
Umbætur boðaðar í Kúveit: MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 27 Fermingargjöf- með tramtíðina í hnga FERMINGARTILBOÐ Verö er miðað við staðgreiðslu. Ik llir vilja gefa góða fermingargjöf, en i«það er enginn leikur að hitta á einu VICTOR VPCIIc 30 VGA kr. 109.000,- VICTOR V86p 20 MB ferðatölva kr, 129.000,- réttu gjöfina. Það er hins vegar auðvelt VICTOR V286M 40 VGA kr. 169.000,- að finna gjöf sem sameinar ótrúlegt Mannesmann Tally MT 81 prentari kr. 16.900,- notagildi, þroskar einstaklinginn og hef- TA 100 Gabriele skólaritvél kr. 19.800,- ur jákvæð áhrif á nám og starf um alla LetterPerfect ritvinnsluforrit kr. 16.900,- framtíð. Og það sem meira er - ótrúlega DrawPerfect teikniforrit kr. 29.900,- mörg fermingarbörn langar einmitt að fá Microsoft Entertánment Pack kr. 4.900,- slíka gjöf! Windows 3.0 uppfærsla kr. 9.800,- Victor VPC töfva - Mannesmann Tally prentari - TA Gabriel 100 skólaritvél. Vandaður búnaður frá viðurkenndum framleiðendum. Gjafir sem fylgja fermingar- barninu langt, langt inn í framtíðina. Fermingartitbod sem vert er að kynna sér! EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 Furstiiui heitir kosn- iiignm á næsta ári Stj órnarandstæðingar vilja ákveða kjördag strax Kúveit-borg. Reuter. SHEIKH Jaber al-Ahmed al-Sabah, fursti af Kúveit, flutti á sunnu- dag fyrsta ávarp sitt til þjóðarinnar eftir heimkomu sína að loknum ósigri Iraka. Hann hét lýðræðislegum og frjálsum kosningum á næsta ári. Stjórnarandstæðingar fagna yfirleitt boðskapnum en eru þó varkárir og vilja að stjórnvöld nefni ákveðna dagsetningu fyrir kosningarnar. Kosið var til löggjafarsamkomu í landinu fyrir tveim árum en stjórnarandstaðan hundsaði þá kosningarnar. Einn af ráð- herrum landsins, Abdul Rahman al-Awadi, sagði í gær að kosningarn- ar yrðu að líkindum haldnar í ágúst eða september 1992. Furstinn leysti ráðgefandi þing upp 1986 eftir að það hafði starfað í nokkur ár. Þingmenn voru þá farn- ir að krefjast aukinna áhrifa. „Þetta er mjög gott; þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem við heyrum minnst á fijálsar kosningar," sagði Isa al- Sarraf, talsmaður einnar hreyfingar stjórnarandstæðinga. „En hvað gerist ef hann kemur eftir sex mánuði og segir að enn sé við erfið- leika að glíma og réttlætir síðan að kosningum verði frestað?“ Önnur hreyfing hefur krafíst þess að kjör- dagur verði ákveðinn í janúar nk. Jaber fursti sagði ekkert um það hvort ný ríkisstjórn yrði mynduð en stjórn undir forystu krónprinsins sagði af sér fyrir skömmu. Sabah- ættin hefur verið einráð í landinu í 250 ár. Athygli vakti að furstinn hrósaði kúveiskum konum fyrir frammi- stöðuna á tíma hernáms liðsmanna Saddams Husseins og gaf í skyn að þær fengju ef til vill kosninga- rétt og kjörgengi. Hann sagði lands- menn enn óttast árás af hálfu „harðstjórnas í Bagdad" og fór fram á að bandamenn drægju ekki allan herafla sinn frá Kúveit. Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að bandaríska liðið verði flutt heim eins fljótt og unnt er. Frétta- menn _sem voru á ferð við landa- mæri Iraks og Kúveits á sunnudag sögðust sjá merki um að sumar herdeildir væru að tygja sig á brott en írakar hafa fallist á vopnahlés- skilmála bandamanna. Jaber fursti sagði að hann treysti því ekki að Saddam stæði við vopnahlésskil- málana og lét í ljós áhyggjur af örgygismálum Kúveita. „Harðstjór- inn í Bagdad er allra manna fljótast- ur að undirrita samninga en einnig fljótastur að hliðra sér hjá þeim og bijóta þá,“ sagði furstinn. Eftir frelsunina ofsóttu Kúveitar Palestínumenn og ýmsa aðra araba, búsetta í landinu, fyrir að hafa átt samstarf við íraska hernámsliðið. Sagt er að þúsundir manna hafa verið hnepptar í varðhald en yfir- völd neita því að tugir hafi veéið teknir af lífi. Þúsundir íraka hafa einnig flúið. til Kúveits síðustu vik- urnar. Furstinn sagði Saddam líklegan til að beita „fimmtu her- deild útsendara sinna mitt á meðal vor til að skaða öiyggi og stöðug- leika. Ég tel að ekki sé búið að koma upp um þá alla og við verðum að vera mjög á varðbergi“. Hann Þýskaland: Kohl fær blendnar mót- tökur í austurhlutanum Landsbergis til Bandaríkjanna Vilnius. Dicna. VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, fer í hcimsókn til Bandaríkjanna 6.-16. maí næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Stasis Lozoraitis, sendifulltrúa Litháens í Washington. í ferðinni er ráðgert að Lands- bergis taki við heiðursdoktors- nafnbót við Loyola-háskólann í Chicago. Mun það eiga sér stað við athöfn í skólanum 11. maí. Ennfremur mun hann eiga fundi með bandarískum borgurum sem er af lithásku bergi brotnir. Hann mun einnig taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um samstarf Eystra- saltsríkjanna, sovéskra lýðvelda og vestrænna ríkja, sem einka- stofnun í Vermont-ríki stendur fyrir. Gediminas Vagnorius, fo- ræsitsráðherra Litháens og hátt- settum fulltrúum Eistlands og Lettlands hefur jafnframt verið boðin þátttaka í Vermont-ráð- stefnunni. Erfurt. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hóf um helgina fyrstu ferð sína um austur- hluta Þýskalands frá því skömmu eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýska- lands í fyrra. Ætlar hann að heimsækja öll nýju sam- bandslýðveldin fimm á næstu dögum. Hundruðir manna fögnuðu kanslaranum og hrópuðu „Helmut, Helmut" er hann gekk um hinn gamla miðbæ borgarinnar Erfurt, höfuðborgar sambandslýð- veldisins Thiiringen, á sunnudag. Kohl hefur sætt vaxandi gagnrýni í austurhluta Þýska- lands á undanförnum vikum vegna hins hörmulega efna- hagsástands þar. Telja margir fyrrum Austur-Þjóðverjar að kanslarinn hafi svikið þá þar sem hann hafi fyrir síðustu kosningar lofað hraðari efna- hagsbata en raun hefur orðið á. Kohl sagði blaðamönnum að honum þætti mjög vænt um þær hlýlegu móttökur sem hann hefði fengið í Erfurt og að brátt myndi fara að glæðna yfir efna- hagslífi í austurhluta landsins Móttökurnar sem kanslarinn fékk í Erfurt voru hins vegar ekki að öllu leyti vinalegar. Er hann var að taka á móti blómum frá nokkrum borgarbúum á tröppum stjórnarbyggingar ruddust um hundrað ungmenni sagði þó koma til greina að bæta stöðu kúveiskra borgara af erlend- um uppruna en þeir hafa ekki notið fullra réttinda. Skilyrðið væri að þeir hefðu sýnt landinu hollustu. Reuter Furstinn af Kúveit, Sheikh Jaber al-Ahmed al-Sabah, ávarpar þjóð sina á sunnudag. Reuter. íbúar borgarinnar Erfurt fagna Helmut Kohl kanslara er hann hóf ferð sína um aust- urhluta Þýskalands á sunnu- dag. fram og köstuðu eggjum að Kohl og eiginkonu hans Hanne- lore. Ekkert eggjanna hæfði kanslarahjónin og var þeim í skyndingu komið inn í bygging- una af öryggisvörðum. Voru þessar aðgerðir ungmennanna skipulagðar af Græningjum. augljós

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.