Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Breyttar aðstæður og ör-
yggishagsmunir Islendinga
eftir Albert Jónsson
Svo kann að virðast að vegna
allra þeirra jákvæðu breytinga sem
eru að verða í Evrópu og samskipt-
um austurs og vesturs, sé ekki þörf
á að velta fyrir sér öryggishagsmun-
um íslendinga. En einmitt við slíkar
aðstæður þarf að skilgreina hveijir
séu hagsmunir íslendinga í þessum
efnum, óháð breytingunum sem nú
eiga sér stað. Þetta er nauðsynlegt
til að gera sér grein fyrir hvað skipti
áfram máli og hveiju megi breyta.
Ekkert bendir til að íslendingar
hætti þátttöku í NATO eða segi upp
vamarsamningnum við Bandaríkin.
Því er miðað við að íslendingar verði
áfram þátttakendur í samstarfi
vestrænna ríkja um hervarnir.
NATO og leiðin yfir hafið
Einhliða fækkun í herafla Sovét-
manna í Austur-Evrópu og endalok
Varsjárbandalagsins þýða að líkur
á skyndiárás á NATO ríkin eru eng-
ar og Sovétríkin gætu ekki hafíð
hemaðaraðgerðir nema með miklu
lengri fyrirvara en áður. CFE-samn-
ingurinn um niðurskurð hefðbund-
inna heija í Evrópu, frá Atlantshafi
til Úralfjalla bitnar einkum á so-
véska hemum og lengir fyrirvarann
enn frekar. Eftir framkvæmd samn-
ingsins og brottflutning sovéskra
hersveita frá austurhluta Þýska-
lands og Póllandi er talið að hernað-
arlegur fyrirvari NATO verði allt
að tvö ár frá þvi vísbendingar bær-
ust um að Sovétmenn hefðu hafið
undirbúning að árás á Vestur-Evr-
ópu.
Ferðir sovéskra kafbáta út á Atl-
antshaf hafa orðið sjaldgæfar. AI-
menn umsvif sovéska Norðurflotans
utan heimahafa hafa einnig minnk-
að mikið frá því sem áður var, þeg-
ar sovéski flotinn var einnig að hluta
til rekinn sem úthafsfloti. Ennfrem-
ur fara æfingar Norðurflotans nú
allar fram í Barentshafi. Ferðum
sovéskra flugvéla og kafbáta hefur
fækkað mikið í nágrenni íslands. í
fyrra flugu orrustuþotur frá Kefla-
víkurstöðinni í veg fyrir aðeins 45
sovéskar herflugvélar í stað 65 árið
1989 og 120 árið þar á undan.
Hámarkið var árið 1985, þegar flog-
ið var í veg fyrir 170 sovéskar vélar.
Sovéski Norðurflotinn er enn
öflugur. Þótt búast megi við örri
fækkun í honum á næstu áratugum
vegna úreldingar og minni nýsmíði
er verið að endurnýja hann á flestum
sviðum. En sovéski flotinn er ekki
sjálfstæð ógn við NATO. Stefna
Sovétmanna á úthöfunum ræðst
ekki af flotastyrk þeirra, heldur
stefnu þeirra á landi. Breytt flota-
stefna með aðaláherslu á umsvif í
og við sovésk heimahöf er rökrétt
afleiðing af breyttum aðstæðum á
meginlandinu. Sovétríkin eru land-
veldi og markmið þeirra á hafsvæð-
um við Evrópu ráðast af hagsmun-
um þeirra og stefnu á landi í álf-
unni á hveijum tíma en ekki öfugt.
í og við heimahöf hafa Sovétmenn
hins vegar varanlega hagsmuni,
sem lúta að öryggi sovéskra eld-
flaugakafbáta og öryggi Sovétríkj-
anna óháð breyttum aðstæðum í
Evrópu.
Þær miklu pólitísku og hernaðar-
legu breytingar sem hafa orðið og
eru að verða i Evrópu og nærliggj-
andi hafsvæðum leyfa breyttar
áherslur NATO-ríkjanna. í stað þess
að láta áætlanir ráðast af tiltekinni
ógnun í tíma og rúmi, tiltekinni at-
burðarás sem gæti gerst skyndilega,
gefst nú í auknum mæli svigrúm
til að byggja þær á mati á því hvaða
áhættu megi taka almennt varðandi
grundvallarhagsmuni og þannig að
unnt verði að treysta varnir þeirra
í tæka tíð ef á þarf að halda.
Þrátt fyrir breyttar hernaðarlegar
forsendur í Evrópu verður einn af
hornsteinum hernaðaráætlana
NATO að geta varið leiðina yfir
Ur flokki greina
háskólamanna
þar sem reifuð
eru þjóðmálnú
þegar kosningar
fara íhönd.
hafíð. Svo lengi sem NATO hvílir á
veru bandarískra hersveita í Evrópu
og skuldbindingum Bandaríkja-
manna um liðsauka þangað breytist
þetta ekki í grundvallaratriðum.
Miklu minni hernaðarógnun frá Sov-
étríkjunum, fjárlagahalli í Banda-
ríkjunum og aukin áhersla á hernað-
arlegan viðbúnað annarsstaðar í
heiminum valda því að veruleg
fækkun verður i bandarískum her-
sveitum í Evrópu á næstu árum.
Það eykur mikilvægi liðsflutninga
fyrir NATO yfír Norður-Atlantshaf
frá Ameríku til Evrópu. Þetta á við
heildarmyndina og heildarhagsmuni
NATO og breytir ekki áætlunum
um að draga úr flotastyrk og við-
búnaði bandalagsins á hafinu. Einn-
ig gæfist auðvitað miklu lengri tími
en áður til að koma bandarískum
liðsstyrk aftur til Evrópu. Hver
hernaðarleg þýðing leiðarinnar yfir
hafið yrði nákvæmlega við hinar
ýmsu aðstæður yrði háð því hvernig
liðsaukaáætlunum Bandaríkja-
manna verður breytt með tilliti til
breyttra aðstæðna.
Varanlegir öryggishagsmunir
Islendinga
Á fyrstu árum nítjándu aldar var
bundinn endi á velgengni Danaveld-
is í alþjóðamálum, en á taflborði
þeirra höfðu Danir notið nokkurrar
virðingar vegna flotaveldis síns. Í
Napóleonsstríðunum reyndu Danir
að halda fram hlutleysisstefnu, en
tókst ekki betur til en svo að þeir
lentu upp á kant við Breta og gengu
í bandalag með Frökkum. í tveimur
herferðum breska flotans til Kaup-
mannahafnar 1801 og 1807 var
flotaveldi Dana að engu gert. Vegna
þátttöku Dana í Napóleonsstríðun-
um-færðu Bretar út hafnbann sitt
norður um Færeyjar og ísland og
allt til Grænlands. Tengsl íslands
og danska ríkisins höfðu rofnað
sakir þess að Danir höfðu gengið í
lið með meginlandsveldi í andstöðu
við flotaveldið Bretland. Til að
tryggja aðdrætti til landsins urðu
þegnar Danakonungs á íslandi að
leita á náðir Breta.
í fyrri heimsstyijöld urðu íslend-
ingar aftur að stöðva að mestu
verslun við meginlandið og reiða sig
á þá sem réðu Atlantshafi. Bretar
keyptu vörur af íslendingum og
tryggðu þeim ýmsar helstu nauð-
synjar. Þó fór að bera á vöruskorti
í landinu eftir því sem Þjóðveijum
varð betur ágengt í kafbátahernaði
á Austur-Atlantshafi. Verðbólga
fylgdi í kjölfarið. Svo mikill skortur
varð á kolum og salti þegar kom
fram á árið 1917 að það átti stóran
þátt í því að íslendingar seldu hluta
af togaraflota sínum til Frakklands.
Eftir að Bandaríkjamenn hófu þátt-
töku í styijöldinni árið 1917 sáu
þeir Islendingum einnig fyrir ýms-
um nauðsynjum.
Tilurð vélskipa og kafbáta leiddi
til þess að í fyrri heimsstyijöld hafði
ísland öðlast hernaðargildi í átökum
um Atlantshaf. í fyrsta sinn var
meginlandsveldi kleift að sækja út
á hafið. Það var einungis sú stefna
þýska flotans að halda sig í heima-
höfum og ósigur hans þegar dró til
úrslita milli hans og breska flotans
sem olli því að átökin á hafinu af-
mörkuðust við Norðursjó og svæði
nálægt Bretlandseyjum. Á fyrstu
mánuðum síðari heimsstyijaldar
færðu Þjóðveijar átökin á hafinu
langt vestur á Atlantshaf og hags-
munum íslendinga og Atlantshafs-
veldanna, Bretlands og Bandaríkj-
anna, var ógnað. Manntjón íslend-
inga vegna átakanna á hafinu í síð-
ari heimsstyijöld varð gífurlegt.
Talið er að allt að 300 íslenskir sjó-
menn hafí verið drepnir í styijöld-
inni. Ýmist var um að ræða árásir
þýskra kafbáta eða flugvéla eða að
íslensk skip rákust á tundurdufl.
Til dæmis misstu Bandaríkjamenn-
325.000 manns á öllum vígstöðvum,
sem var litlu meira hlutfallslega en
manntjón íslendinga. Hafa ber í
huga að allir íslendingarnir sem
fórust í styijöldinni voru óbreyttir
borgarar.
Þessi saga sýnir að öryggi íslend-
inga stafar bein ógn af stórvelda-
styijöld í Evrópu. Einnig kemur í
ljós að einungis Atlantshafsveldin
gátu tryggt íslendingum nauðsynjar
og útflutningsmarkaði og herstöðv-
ar þeirra á Islandi styrktu verulega
stöðu þeirra á hafinu í síðari heims-
styijöld. Ef Atlantshafsveldin lytu í
lægra haldi fyrir stórveldi á meginl-
andinu væri öryggi íslendinga bein-
línis ógnað. Næsta skref yrði lang-
varandi styrjöld milli meginlands-
veldisins og Bandaríkjanna á hafínu.
Henni mundu fylgja bein hernaðará-
tök um ísland.
Fyrirkomulag varna NATO-ríkj-
anna er í endurskoðun vegna
breyttra aðstæðna, sem á eftir að
ná til áætlana og umsvifa NATO á
hafinu og þar með áætlana og við-
búnaðar sem snerta ísland og Kefla-
víkurstöðina. Þótt ekkert liggi fyrir
um að fækka eigi í Keflavíkurstöð-
inni er slíkt ekki útilokað vegna
Albert Jónsson
breyttra aðstæðna. Fækkun í Kefla-
vík gæti komið til í sparnaðarskyni
eingöngu en einnig vegna meiri
áherslu Bandaríkjahers á viðbúnað
vegna spennu og átaka í þriðja
heiminum. Persaflóadeilan leiddi til
þess að bandarískar ratsjárþotur
voru fluttar, tímabundið að því að
sagt er, frá Keflavík. íslendingar
þurfa að taka virkan þátt í endur-
skoðun hernaðaráætlana NATO og
hafa í þeim efnum náið samráð við
Bandaríkin til að tryggja að vörnum
landsins verði þannig fyrir komið
sem íslendingar vilja. Ekki er nóg
að slíkt samráð sé formlega tryggt
í vamarsamningnum. Ákvörðunar-
taka í Bandaríkjunum er flókin og
fylgjast þarf vel með málum til að
koma í veg fyrir að hún ráði ein
ferðinni um íslensk öryggismál.
Verulegar líkur era á að Bandaríkin
vilji áfram vera í bandalagi við ís-
lendinga og hafa hernaðaraðstöðu
á íslandi. Island er og verður óhjá-
kvæmilega mikilvægur staður á leið
hugsanlegra andstæðinga í lofti og
á legi til Vesturheims og í átökum
við Bandaríkin á Atlantshafí og
mikilvægur staður fyrir Bandaríkin
á leiðinni til Evrópu.
Ráðstefnan um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (RÖSE) getur skipt
miklu varðandi frekari samninga
um afvopnun og traustvekjandi að-
gerðir í Evrópu og vegna pólitísks
samráðs um öryggi álfunnar al-
mennt og á hættutímum. Að þessu
leyti fellur RÖSE vel að þeim hags-
munum íslendinga að treysta stöð-
ugleika á meginlandinu. Hér er átt
við stöðugleika í þeirri merkingu að
ekki sé hætta á stórveldastyijöld í
Evrópu, sem óhjákvæmilega mundi
leiða til átaka á Atlantshafi milli
13
meginlandsvelda og Atlantshafs-
veldanna. í öðru lagi er átt við stöð-
ugleika í þeirri merkingu að ekki
verði vígbúnaðarkapphlaup í Evrópu
sem óhjákvæmilega leiddi til víg-
búnaðarkapphlaups og aukinna
hernaðarumsvifa á hafinu í ná-
grenni íslands.
í RÖSE hafa íslendingar mesta
möguleika til áhrifa með þátttöku í
stefnumótun innan NATO. Miklu
minni ógn frá Sovétríkjunum mun
hins vegar þegar á líður draga úr
vægi NATO, en auka pólitísk áhrif
EB á þróun öryggismála í Evrópu.
Vægi þeirra Evrópuríkja NATO sem
ekki tilheyrðu EB, það er íslands
og Noregs, gæti hæglega minnkað
af þessum sökum serh og möguleik-
ar þeirra til áhrifa á þróun mála í
Evrópu. NATO er sá vettvangur sem
tengir bæði löndin við öryggisstefnu
Evrópuríkja, sem þar að auki hafa
skuldbindingar í NATO gagnvart
íslendingum og Norðmönnum. Enn
er ekki á dagskrá að leggja NATO
niður. Reyndar hafa ríki í Mið- og
Austur-Evrópu gengið svo langt að
viðra þá hugmynd að þau fái eins-
konar aukaaðild að NÁTO. Ekki er
líklegt að af því verði. Þessum ríkj-
um virðist mjög í mun að tengjast
Vestur-Evrópuríkjum nánari bönd-
um í öryggismálum en hægt er í
RÖSE, en einnig að tryggja áfram-
' haldandi beina þátttöku Bandaríkja-
manna í öryggismálum Evrópu. Lik-
ur eru á að NATO-ríkin vilji halda
bandalaginu áfram, að minnsta
kosti svo lengi sem núverandi óvissa
ríkir um þróun mála í Evrópu, en
einkum Sovétríkjunum. Hins vegar
má vænta breyttrar verkaskiptingar
milli EB-ríkja NATO og Bandaríkj-
anna með auknu og formlegu sam-
starfi þeirra fyrrnefndu í varnarmál-
um. Það mundi leiða til þess að
ákvarðanir á vettvangi NATO yrðu
í vaxandi mæli niðurstaða samráðs
í svonefndu Vestur-Evrópusam-
bandi EB-ríkja í NATO, og milli
þess annars vegar og Bandaríkjanna
hins vegar; ef til vill með Breta í
reynd einhversstaðar þarna á milli.
Komi ekki til þess að íslendingar
gangi í EB er rökrétt að standa
gegn öllu sem getur veikt NATO
og þar með stöðu Bandaríkjamanna
í Evrópu. Um leið er íslendingum í
hag til að tryggja áhrif sín í NATO
að efla samráð og samvinnu við
Bandaríkjamenn og Breta svo og
Norðmenn, ef þeir verða áfram utan
EB. Fari svo að NATO verði lagt
niður í framtíðinni þurfa íslendingar
að hafa sem fyrr nána samvinnu
við Atlantshafsveldin, jafnvel þótt
þeir gengju í EB eða fengju á ann-
an hátt aðild að vamarsamstarfi
EB-ríkja. Hinn kosturinn er að
treysta á meginlandsveldi til að
tryggja öryggi íslands, sem gengi
þvert á sögulega reynslu íslendinga
allar götur frá því í Napóleonsstríð-
unum.
Höfundurer
framkvæmdasijóri
öryggismálanefndar og
stundakennari í
alþjóðastjórnmálum við
Háskóla Islands.
Framkvæmdasjóður aldraðra:
Vestfirðir og Austurland hafa fengið mest
VESTFIRÐIR og Austurland hafa fengið stærsta hluta þess fjár-
magns, sem Framkvæmdasjóður aldraðra hefur haft til umráða á
undanförnum árum, að sögn Hrafns Pálssonar ritara sjóðsins. Á
sama tíma hefur framlag sjóðsins til Reykjavíkurborgar verið á
bilinu 26% til 32% af ráðstöfunarfé sjóðsins á hverjum tíma, mest
til B-álmu Borgarspítalans. Á þessu ári hefur sjóðurinn um 250
millj. kr. til ráðstöfunar en hafði 195 millj. kr. á síðasta ári og um
160 millj. kr. árin tvö þar á undan. Fé til sjóðsins er aflað með
nefskatti á alla landsmcnn á aldrinum 16 ára til starfsloka um sjö-
tugt. Af þeim skatti hefur sjóðurinn fengið um tvo þriðju undanfar-
in ár.
Davíð Oddsson borgarstjóri segir
það vera staðreynd að Reykjavíkur-
borg hafí verið mjög afskipt í fram-
lögum úr Framkvæmdasjóði aldr-
aðra. Hann sagði að hlutur Reykja-
víkurborgar í úthlutun úr sjóðnum
á undanförnum árum hefði verið
afskaplega rýr, bæði miðað við
þarfir Reykjavíkurborgar og hlut-
fall. „Sýnu verstur og erfiðastur í
þessum efnum hefur Guðmundur
Bjamason, núverandi heilbrigðis-
ráðherra, verið,“ sagði Davíð Odds-
son.
Hrafn Pálsson sagði, að sækja
þyrfti sérstaklega um framlag úr
sjóðnum auk þess sem samþykki
þjónustuhóps aldraðra á hveiju
svæðinu þyrfti til áður en veiting
færi fram. Ef um dagvist er að
ræða er hún styrkt með ákveðnum
daggjöldum, en sá er hennar nýtur
greiðir sjálfur 500 kr. á dag. Þá
styrkir sjóðurinn eftir getu hjúkr-
unarhúsnæði allt að 40%, verndað-
ar þjónustuíbúðir eða dvalarheim-
ili, allt að 35% og þjónustukjarna
allt að 20%.
Sagði hann, að stjórnvöld á
hvetjum tíma réðu hversu mikið
rynni árlega til hans af nefskattin-
um. í ár fær sjóðurinn um 370
millj. kr., og er 250 millj. kr. veitt
til uppbygginga en 120 millj. kr.
er veitt til að koma af stað rekstri
ýmissa stofnana fram að næstu
fjárlögum og á það við um þær
byggingar sem lokið er við á miðju
ári.
A undanförnum árum hafa
hjúkrunarheimili haft forgang og
síðan lokið var við B-álmu Borg-
arspítalans, hafí umönnunar- og
hjúkrunarheimilið Skjól fengið
mest úr sjóðnum eða um 40 millj.
á þessu ári. „Mest hefur verið veitt
til hjúkrunar- og dvalarheimila, þar
sem þörfin er brýn og þá á ég við
heimili ætluð einstæðu fólki sem
ekki getur séð um sig sjálft og svo
til heimaþjónustunnar," sagði
Hrafn. „Hlutfallslega hefur minnst
komið í hlut Reykjavíkur og er það
vegna þess hvað sveitarfélagið er
stöndugt og hefur þá ekki fengið
eins mikla náð fyrir augum nefnd-
armanna. Einnig vegna þess að
Reykjavík hefur einbeitt sér að
íbúðabyggingum fyrir aldraða og
þjónustukjörnum."