Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 Fermingar á 2. sunnu- degi eftir páska Ferming í Oddakirkju sunnu- daginn 14. apríl kl. 14. Prestur sr. Stefán Lárusson. Fermd verða: Áslaug Anna Kristinsdóttir, Ártúni 4, _Hellu. Gréta Rún Árnadóttir, Heiðvangi 23, Hellu. Kristinn Scheving, Freyvangi 19, Hellu. Ólöf Arnadóttir, Drafnarsandi 7, Hellu. Valgerður Gylfadóttir, Freyvangi 16, Hellu. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Fermingarguðsþjónusta í Ár- bæjarkirkju á sunnudag kl. 14. Prestur séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Fermd verða: Kristrún Björg Loftsdóttir, Neðra-Seli, Landsveit. Pálmi Sævar Þórðarson, Lækjarbraut 4, Rauðalæk. BREIÐABÓLSTAÐRAKIRKJA, Vesturhópi: Ferming sunnudaginn 14. apríl kl. 14. Prestur sr. Kristján Björnsson. Fermd verður: Ellý Rut Halldórsdóttir, Efri-Þverá. ■ SÝNING á tréskurðarverkum nemenda Hannesar Flosasonar myndskurðarmeistara verður í smíðahúsi Hliðaskóla við Hamra- hlíð í Reykjavík laugardaginn 13. apríl kl. 14-18. Á sýningunni verða menn að störfum við tréskurð. Skurðlistarskóli Hannesar hefur í starfað frá áritiu 197'2. mó ;n lengur að gengi íslensku krónunnar sé alfarið skráð eftir sveiflum í sjáv- arútvegi eins og verið hefur. Við- skiptakjör í sjávarútvegi þurfa alls ekki að haldast í hendur við við- skiptakjör í ferðaþjónustu og hefur sambýlið við sjávarútveginn því oft verið erfiður róður. Þrátt fyrir háleit áform hefur núverandi ríkisstjórn lítið gert varð- andi skilyrði ferðaþjónustu nema hækka launatengd gjöld í formi svonefns tryggingargjalds, setja virðisaukaskatt á ráðstefnusali, skrifa þykkar skýrslur og halda nýmarga fundi, sem einungis skil- uðu meingölluðu ferðamálafrum- varpi, sem ekki náðist samstaða um á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað skýra stefnu í samgöngu- og ferðamálum, þar sem fyrst og fremst er staðinn vörður um fram- tak einstaklinganna og horft til framtíðar í veröld sem sífellt færist nær. Horfst er í augu við þá stað- reynd, að aðeins með því að búa atvinnulífi okkar lífvænleg skilyrði munu komandi kynslóðir geta búið hér á landi við þau kjör sem þær munu krefjast. Höfundur er framkvæmdnstjóri ogá sæti ísamgöngu- og ferðamálanefnd Sjnlfstæðisflokksins. Út aprilmánuð lá þeín lortjald i haupauka, sam staðlaita pöntun á felllhjoltiysí. Esterel eru handunnin, frönsk fellihjólhýsi í úrvalsflokki. Úr hentugri kerru reisir þú notalegt hýsi á innan vlð einni mfnútu. Innan veggja er öilu haganlega komið fyrir og vandað til allra hluta. Gashitari, eldavél, vaskur, ísskápur, geymir fyrir 12 volt sem heldur ísskápnum köldum við akstur. Hægt er að tengja vagnlnn við 220 volt. Hleðslutæki fæst aukalega og er tengt bflnum. Fortjald fæst aukalega. Vagnarnir eru útfærðir fyrlr fslenskar aðstæður; bætt vörn undirgrind, 13“ dekk, þéttilistar sem útiloka vegarykið o.fl. Komdu á sýninguna um helgina og kynntu þér málið nánar. ^khúd 'wrkn SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 ■ SlMI 91-621780 „Fjármálaráðherra lét sig- til dæmis ekki muna um að skella 24,5% virð- isaukaskatti, fyrirvara- laust, á leigu funda- og ráðstefnusala um síð- ustu áramót, þegar hvað mest er unnið að því að kynna ísland er- lendis sem heppilegan stað fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur.“ Ferðaþjónusta eftir Ernu Hauksdóttur U ndirstöðuatvinnugrein Fyrir velmegun þjóða skiptir mestu að þar sé rekin öflug atvinnu- starfsemi, arðvænleg og ijölbreytt, þ.e. að eggin séu ekki öll í sömu körfunni. Þótt ljóst sé að íslending- ar muni áfram hafa megintekjur sínar af sjávarútvegi, þá er lífsnauð- syn að fleiri og fleiri atvinnugreinar skapi störf og gjaldeyri í þjóðarbúið og hefur ferðaþjónusta og álvinnsla skipt þar meginmáli. Er nú svo komið að verðmæti sjávarafla er rúmlega 50% af útflutningi vara og þjónustu, en ferðaþjónustu u.þ.b. 10%. Ég nefni þetta með sjávarút- veginn að gefnu tilefni, því það virð- ist almenn skoðun í þjóðfélaginu að vægi hans sé mun meira. Ferðaþjónustan er sú atvinnu- grein, sem mest hefur vaxið síðustu árin og er sannarlega ein þeirra greina atvinnulífsins, sem treyst er á til þess að bæta iífskjör á íslandi í framtíðinni. Ferðamönnum hefur fjölgað um 25% á síðustu 4 árum, en á síðasta ári komu rúmlega 140.000 erlendir ferðamenn til landsins. Ráðstefnur og fundir Það er meginmál í íslenskri ferða- þjónustu að jafna árstíðasveiflur, sem eru gífurlega miklar og hafa í för með sér að fjárfestingar út um land allt eru illa nýttar stóran hluta ársins. Ein helsta von manna um að betri nýting fáist utan há- SjáOu glæsileg fellili]olliysi risa a innan við 15. seK. Sýnlng i Esterel lellihjólhýsum um helglna. OplO laugardag kl. 10 tll 18 ng sunnudag kl. 12 0118. annatímans á hótelum, veitingahús- um og_ samgöngutækjum, er að okkur íslendingum takist að gera landið að ákjósanlegum stað fyrir fundi og ráðstefnur. Unnið hefur verið að þeim málum síðustu árin með nokkrum árangri, en það þarf miklu meira til. Ríki og sveitarfélög verða að líta á það sem eðlilega og arðvænlega fjárfestingu að veita fé til landkynningar. Slík fjárfesting kemur margföld til baka, enda skila ferðamenn dijúgum tekjum í ríkis- sjóð, sérstaklega þeir sem koma hér vegna funda, ráðstefna og hvata- ferða. Löngu er orðið tímabært að g;erð verði langtímaáætlun varðandi fjárveitingu til landkynningarmála og látið af þeim hallærisbúskap að slík fjárveiting sé á hveiju ári í happdrættisformi. Þrátt fyrir stöðuga baráttu við að fá hingað fundi og ráðstefnur er ekki einhlítt að ráðamenn leggist á árar í þeim efnum. Fjármálaráðherra lét sig til dæm- is ekki muna um að skella 24,5% virðisaukaskatti, fyrirvaralaust, á leigu funda- og ráðstefnusala um síðustu áramót, þegar hvað mest er unnið að því að kynna ísland erlendis sem heppilegan stað fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur. Hótelin hafa að sjálfsögðu gefið út verð og gert samninga, jafnvel 2-3 ár fram í tímann og sitja því uppi með skattinn þann tíma. Þar sést í hnotskurn umhyggja ráðherra Alþýðubandalagsins fyrir þessari atvinnugrein, sem skilaði í kassann hjá honum rúmlega ellefu milljörð- um í erlendum gjaideyri á síðasta ári auk annars. Framtíðin Búist er við mikilli aukningu ferð- alaga í heiminum í nánustu framtíð og eru ástæður margar, s.s. sameig- inlegur markaður EB-landanna, nýfengið ferðafrelsi Austur-Evr- ópu, aukinn frítími, aukin velmegun og svo mætti lengi telja. Til þess að íslendingar fái sneið af þeirri köku, þá er nauðsynlegt að gera íslenska ferðaþjónustu sam- keppnishæfa við ferðaþjónustu ann- arra landa, enda verður samkeppnin sífellt harðari. En þá þurfa ýmsir að bretta upp ermar. Tryggja þarf að ferðaþjónusta búi við sömu skilyrði og aðrar gjald- eyrisskapandi atvinnugreinar í landinu, en með því að mismuna atvinnugreinum hafa stjórnvöld ekki í reynd viðurkennt ferðaþjónst- una sem slíka. Auk augljósra skatta má benda á þann sem einna verstur er, en það er óhagræðið sem ríkir í landbúnaði og sjávarútvegi og leið- ir til þess að kostnaður á hveija framleidda einingu er hærri en hann þyrfti að vera. Erlend ferðaþjón- usta, sem á í beinni samkeppni við hina íslensku, hagnast á því hve Island er gert að dýru landi í anda einokunar, innflutningshafta og mislukkaðrar byggðastefnu. Það getur ennfremur ekki liðist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.