Morgunblaðið - 12.04.1991, Page 34

Morgunblaðið - 12.04.1991, Page 34
-34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 -> Knattspyrnufélagið Haukar 60 ára í dag: Byggjum á sterkum grunni og lítum björt- um augum til framtíðar - segir Steinþór Einarsson, formaður Hauka KNATTSPYRNUFELAGIÐ Haukar fagnar 60 ára afmæli sínu í dag. Tímamótanna verð- ur minnst með margvíslegum hætti, en segja má að afmælis- hátíðin hafi byrjað í nóvember s.l. með útgáfu glæsilegrar af- mælissögu félagsins, sem Lúð- vík Geirsson skráði. Að sögn Steinþórs Einarssonar, form- anns Hauka, er mikill uppgang- ur í félaginu og fyrir skömmu undirrituðu Haukar og Hafnar- fjarðarbær fjögurra ára verk- samning, þar sem gert er ráð fyrir að bærinn leggi fram um 80 milljónir á næstu fjórum árum vegna framkvæmda og uppbyggingar á Asvöllum, framtíðar íþrótta- og útivistar- svæði Hauka. „Við byggjum á mjög sterkum gi'unni og lítum björtum augum til framtíðar. Hafnarfjarðarbær er í örum vexti og útivistarsvæðið verður í hjarta bæjarins, þegar fram líða stundir," sagði formaður- inn við Morgunblaðið. Samningurinn tekur til bygg- ingar gervigrasvallar, grasæfing- asvæðis, búningsaðstöðu ásamt frágangi á svæðinu frá norður- mörkum þess inn að miðju, þar sem fyrirhugað er að reisa íþróttahús í næsta verkáfanga. Kostnaðarhlutur bæjarins af heildarkostnaði vegna fram- kvæmdanna er 80%, en hlutur Hauka er 20%. Rúmum 20 milljónum hefur verið varið til hönnunar og jarð- vegsvinnu á svæðinu. I nýsam- þykktri fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir 14 milljónum til framkvæmda á umræddu svæði og auk þess er heimild fyrir sex milljónum til viðbótar, ef ákveðið verður að ráðast í byggingu gervi- grasvallar á árinu, en útboð verða auglýst í dag. Eitthvað fyrir alla Steinþór sagði að hugmyndin væri að gera Ásvelli að samastað fyrir alla árið um kring. Þar yrði aðstaða til sumar- og vetrar- íþrótta, en meginmarkmiðið væri að svæðið yrði lifandi, mann- eskjulegt og skemmtilegt fyrir alla, en ekki einblínt á það sem keppnissvæði. „Því miður miðast íþróttasvæði yfirleitt við keppni, en við viljum að Ásvellir verði samastaður fyrir þá, sem vilja njóta útivistar í fögru og vinalegu umhverfi." 12. apríl 1931 stofnuðu 13 strákar, 10 til 17 ára, Knatt- spyrnufélagið Hauka í KFUM- húsinu við Hverfisgötu í Hafnar- firði og var þegar mikil áhersla lögð á öflugt félagsmálastarf. Því hefur verið viðhaldið og það rækt- að allar götur síðan og sagði Steinþór að Haukar væru ekki aðeins stærsta félag bæjarins heldur félagslega það sterkasta. „í Hafnarfirði er ÍSÍ-bikarinn veittur því íþróttafélagi eða íþróttadeild, sem skarar fram úr Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri, og Steinþór Einarsson, formaður Hauka, undirrita samstarfssamninginn. í félags- eða íþróttastarfí, og mér þykir mjög vænt um að Haukar fengu bikarinn í síðasta mánuði fyrir öflugt og þróttmikið starf í öllum deildum á síðasta ári.“ Áhersla á uppbygginguna Skráðir félagsmenn eru um 1.600 til 2.000 í fimm deildum; knattspyrnudeild, handknatt- leiksdeild, körfuknattleiksdeild, karatedeild og skíðadeild. Form- aðurinn sagði að alls staðar væri lögð rík áhersla á uppbygginguna og nefndi sérstaklega unglinga- starfið í körfuknat.tleiksdeildinni, sem væri til fyrirmyndar. Mikill RAX Steinþór Einarsson, formaður Hauka, á íþrótta- og útivistarsvæðinu á Ásvöllum, sem verður væntan- lega að hluta til formlega tekið í notkun í sumar. efniviður væri í handknattleiks- deildinni og væri ekki óraunhæft að stefna að íslandsmeistaratitli í 1. deild karla innan fárra ára. „Sprenging" hefði orðið í knatt- spyrnudeildinni undanfarin ár og hefði keppnisflokkum fjölgað úr ijórum í 14 á síðustu þremur árum, en á sama tíma hefði meist- araflokkur unnið sig upp úr 4. deild í 2. deild. 14 félagar hefðu. stofnað karatedeildina í fyrra, en nú væru félagar um 50 og hefði þeim gengið mjög vel í keppni — unnið til verðlauna á hveiju mót- inu af öðru. Skíðadeildin hefði einnig verið stofnuð í fyrra fyrst og fremst með því markmiði að sameina • fjölskylduna í íþrótta- starfínu, en stofnfélagar voru 150. „Það hefur sýnt sig að það var rétt ákvörðun að fjölga deiídum og í raun er annað óeðlilegt. Því sé ég fram á fleiri deildir enda er ekkert félagsstarf nema það sé á uppleið," sagði Steinþór. Fjölbreytt dagskrá Afmælishátíðin verður með fjölbreyttu sniði. Klukkan 14 í dag verður minningarskjöldur um stofnun félagsins afhjúpaður á húsi KFUM við Hverfisgötu. í kvöld kl. 20 verður afmælishóf í Haukahúsinu, sem er opið öllum velunnurum, og á morgun verður sérstök barna- og unglingadag- skrá kl. 17 til 19, en dansleikur fyrir 18 ára og eldri um kvöldið. Deildirnar verða með sérstakar uppákomur síðar á árinu. Há- punkturinn verður vígsla íþrótta- og útivistarsvæðisins á Ásvöllum, en stefnt er að því að gervigra- svöllurinn verði tekin í notkun í sumar og er þá áformað að halda ' mikla útihátíð á svæðinu. STEG. Konur tvær í Köben Kvikmyndir Arrtaldur Indriðason Nútímakona („Dagens Donna“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Stefan Henszelman. Aðalhlut- verk: Birgitte Simonsen, Hanne Windfeld Lund, Ole Lemmeke, Jesper Christensen, Jens Arentz- en. Danmörk. 1990. Nútímakona eftir Stefan Hensz- elman fjallar um konur í Kaup- mannahöfn nútímans. Aðalpersón- urnar eru vinkonur tvær sem hafa ólík viðhorf til lífsins. Önnur óttast að binda sig og vill lifa fijáls og óháð en hina dreymir um börn og "íjölskyldulíf og öryggið sem hjóna- bandinu fylgir. Þær standa báðar á krossgötum í lífinu. Onnur þeirra, sem er dágóð- ur ljósmyndari, hefur hitt drauma- prinsinn, skemmtilegan sprellikarl sem þó tekur ástina sérlega alvar- lega og vill meira en aðeins skyndi- kynni. Hin vinkonan, sem er kenn- ari og hatar starfið, kynnist vel stæðum giftum manni og verður ólétt. Ef flokka á Nútímakonuna fellur hún sjálfsagt undir þann hvimleiða stimpil kvennamynd. Hún lýsir á lifandi og skemmtilegan hátt veru- leik og gildum kvenna-en aðalper- sónurnar eru fulltúar ólíkra við- horfa. Konur eru alltof sjaldan við- fangseíiii bíómynda og þessi býður uppá skondna innsýn í hugarheim þeirra og líf í gegnum hinn einfalda hversdagsleika; hún er um karl- mennina í lífum þeirra, starfið, vin- ina, vináttu þeirra, ástina, skemmt- analífið, nútímann. Hver og eirin getur fundið sig í persónunum en víst er að konurnar sem voru í yfir- gnæfandi meirihluta í sýningarsaln- um skemmtu sér afar vel undir sýningunni. í samfloti er líka hinn ljúfi danski húmor sem sprettur af lifandi og skemmtilegri persónugerð og spaugilegum kringumstæðum í bland við alvöru lífsins. Leikurinn er allur fyrsta flokks og standa þar fremstar Birgitte Simonsen og Hanne Windfeld Lund í hlutverkum Nútímakona á danskri viku. vinkonanna en Ole Lemmeke er bráðhress í hlutverki vonbiðils ljós- myndarans, sem veldur honum svo miklu hugarangri því hún kýs að lifa fijáls. Handritið er sérlega vei gert, bragðmikið og brakandi ekta í persónulýsingum og samtölum. Danir eru góðir sögumenn í kvik- myndum. Um það er engin spurn- ing. En það er annað og meira sem veldur því að myndir þeirra höfða til okkar og víðar og eru jafn aðlað- andi og raun ber vitni. Það er við- fangsefni þeirra og mannleg efnis- tök. Danir gera ekki mikið til að þóknast alþjóðlega skemmtimynda- markaðnum. Þeir fjalla um hvers- dagleikann, hið daglega líf, ástina og þrána á broslegan og ljúfsáran hátt og Nútímakona er sérlega gott dæmi um það. Sýningar í dag: Veröld Bust- ers, Jeppi á fjalli, Nútímakona og Isbjarnadans. Stykkishólmur: Fjölmennt afmæli Stykkishólmi. JÓN Jónsson frá Kóngsbakka, einn af mörguni Kóngsbakka- systkinum, átti 80 ára afmæli 6. apríl. Jón hélt upp á afmæli sitt á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi þann dag og dreif að fjöldi vina hans og var það stór stund í lífi hans. Meðal þeirra sem heimsóttu Jón voru vinir hans sem höfðu verið í sveit á Kóngsbakka hér áður, þeir Bjarni Jónsson, listmálari, Magnús Ólafsson, stjórnandi _MS og Jafet Ólafsson', útibússtjóri íslandsbanka í Lækjargötu. Jón hefur ekki gert víð- reist um dagana, haldið sér við sveit- ina sína og síðustu árin á dvalarheim- ilinu í Hóiminum, fróður, minnugur og alla tíð verið ákveðinn bindindis- maður og ekki farið dult með áhyggj- ur sínar af þróun vímuefnaneyslu landsmanna, sem eins og hann seg- ir, leiðir aðeins til bölvunar. _ - Árni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.