Morgunblaðið - 12.04.1991, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FOSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI URVALSDEILDAR
„Litli bródir“ var of
stór fyrir Keflvíkinga
„VIÐ ætluðum okkur meistara-
titilinn og baráttan var í sam-
ræmi við það. Ég get viður-
kennt að tvívegis í leiknum kom
í mig skrekkur, fyrst þegar ísak
Tómasson meiddist og á loka-
mínútunum þegar munurinn
var aðeins tvö stig. í bæði
skiptin náðum við að halda
okkar striki og það var stór-
kostleg tilfinning sem hríslað-
ist um mann þegar sigurinn var
í höfn,“ sagði Friðrik Rúnars-
son þjálfari Njarðvíkinga, sem
er aðeins 23 ára, eftir að lið
hans hafði sigraði Keflvíkinga
84:75 í æsispennandi úrslita-
leik f „Ljónagryfjunni" í
Njarðvík í gærkvöldi og tryggðu
sér þar með íslandsmeistara-
titilinn íkörfuknattleik. Þetta
varfimmta viðureign liðanna í
úrslitakeppninni og hreinn úr-
slitaleikur.
Uppselt var á leikinn og stemm-
ingin var gríðarleg. Njarðvík-
ingar voru óöruggir í byrjun og það
tók þá þijár mínútur að finna leið-
ina í körfuna. Þá
Björn voru Keflvíkingar
Blöndal komnir í 4:0 og var
skriíarfrá þag j ejna skiptið
sem þeir höfðu for-
Keflavík
Gunnar Örlygsson:
Erfítlyen
þreytan
gleymist
„ÉG kom óþreyttur inn á en
aðrir voru orðnir dauð-
þreyttir. Keflvíkingarnir léku
svæðisvörn, Friðrik Ragnars
„dældi“ boltanum á mig og
ég fékk nógan tíma til að
skjóta. Skotin fóru ofaní að
þessu sinni — sem betur
fer,“ sagði Gunnar Örlygs-
son, hetja Njarðvíkinga, við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Gunnar kom inn á er ísak
Tomasson meiddist, eftir
aðeins fjóra og hálfa mínútu,
og lék frábærlega í fyrri hálf-
leik. Skoraði þá 19 stig og átti
stóran þátt í að leggja grunninn
að sigri liðsins.
„Þetta var rosalega erfítt, en
maður gleymir þreytunni. Þetta
voru síðustu 40 mínútur keppn-
istímabilsins og við gáfum allt
í leikinn sem við áttum. Teitur
barðist eins og hundur og Rond-
ey var mikilvægur undir körf-
unni. Allt liðið var frábært. Og
við gátum ekki fengið verðugri
andstæðing í úrslitakeppninni,"
sagði Gunnar.
Morgunblaðið/RAX
Bræðurnir Gunnar og Teitur Örlygssynir fagna mikilvægu stigi á sinn sérstæða hátt; slá hausunum saman. Litlu
mátti muna að Gunnar næði ekki að taka síðara vítaskotið eftir skelli stóra bróður.
ystuna. Þegar 5 mínútur voru liðnar
af leiknum og staðan 5:4 fyrir
Njarðvík meiddist ísak Tómasson.
Hann varð að fara af leikvelli og
kom ekki meira við sögu. Þetta var
geysilegt áfall fyrir Njarðvíkinga
því að Isak er þeirra aðalleikstjórn-
andi og lykilmaður í vörninni. Stöðu
ísaks tók ungur og vaxandi leik-
maður Gunnar Örlygsson — yngri
bróðir Teits — og að öðrum ólöstuð-.
um var hann maður þessa leiks.
Gunnar tók sig til og skoraði hveija
körfuna á eftir annarri og þegar
upp var staðið hafði hann skorað
27 stig þar af fimm 3ja stiga körf-
ur o g var stigahæsti maður leiksins.
Leikurinn þróaðist líkt og fyrri
leikir þessara liða í úrslitakeppn-
inni. Njarðvíkingar höfðu þetta
5-13 stiga forystu en Keflvíkingar
voru aldrei langt undan. I hálfleik
var munurinn 9 stig 41:32 og góð
byijun Njarðvíkinga í upphafi síðari
háfleiks færði þeim 13 stiga forystu
63:50. En þá kom afleitur kafli hjá
Njarðvíkingum sem skoruðu ekki
stig í 5 mínútur og áður en varði
hafði Keflvíkingum tekist að
minnka muninn í 5 stig 65:60 og
síðan í 2 stig 71:69 og 73:71 þegar
rúm mínúta var til leiksloka. En
Njarðvíkingar gáfu hvergi eftir;
þeir sýndu mikið öryggi í lokin og
verðskulduðu sigur og íslands-
meistaratitilinn að launum.
Sár vonbrigði
„Það voru vissulega sár von-
brigði að tapa leiknum en ég vil
óska Njarðvíkingum til hamingju
með titilinn," sagði Jón Kr. Gíslason
þjálfari og leikmaður með liði ÍBK.
„Leikurinn þróaðist eins og ég átti
von á en okkur skorti hersiumuninn
að þessu sinni. Þeir náðu að skora
á mikilvægum augnablikum á með-
an gæfan sneri við okkur baki.“
„Það kom í mig skrekkur þegar
ísak varð að fara af leikvelli. en
ég róaðist strax og ég sá að Gunn-
ar var tilbúinn og hann var hreint
út sagt frábær. Þetta var líka all
rosalegt á síðustu mínútunum en
þegar mest á reið náðum við að
skora,“ sagði Friðrik Rúnarsson.
„Þetta var erfiður leikur að
dæma en jafnframt skemmtilegur.
Við ákváðum í upphafi að lofa leikn-
um að ganga og ég held að það
hafi tekist nokkuð vel,“ sagði Jón
Otti Ólafsson dómari.
Svefntaflan góða...
„ÞAÐ er gaman að sigra í
hvaða móti sem er; allir sigrar
eru mikils virði, en þessi er
auðvitað mjög sérstakur. Bæ-
irnir liggja saman og allir fylgj-
ast með,“ sagði Rondey Robin-
son, Bandaríkjamaðurinn íliði
Njarðvíkur.
Ronday sagðist telja lið
Njarðvíkur það besta. „í vetur
UMFN Skot Fráköst vö/só Bolta tapað Bolta náð Stoð- send
Innan teigs Utan teigs 3ja stiga Víti Nýt %
Gunnar Örlygsson 3/2 6/3 7/6 2/2 67 2/1 1 2
Friðrik Ragnarsson 3/1 4/1 3/0 3/1 23 3/0 1 2 7
Kristinn Einarsson 4/2 4/2 4/4 67 4/0 3 2 5
Teitur Örlygsson 4/2 1/1 3/2 4/3 67 6/0 7 3 7
Hreiðar Hreiðarsson 3/2 3/2 67 2/1 1 1
Ronday Robinson 8/6 4/1 1/0 5/3 56 17/6 2 3 4
ísak Tðmasson 1/0 0
Ástþór Ingason 2/2 100 1 1
RúnarJónsson
Danícl Valvez
vorum við stundum bestir, stundum
döluðum við, en þegar við leikum
eins og við getum best getur ekk-
ert lið hér á landi unnið okkur.“
Rondey sagðist hafa verið
hræddur fyrir alla leikina gegn
Keflvíkingum. „Ég hafði til dæmis
aldrei leikið gegn Tyrone [Thorn-
ton, Bandaríkjamanninum hjá
ÍBK]. Hann kom það seint, til þeirra
í vetur, að ég spilaði ekki gegn
honum í deildinni. Ég hef varla
sofið nokkuð síðan við slógnm
Grindvíkingana út úr keppninni og
ekkert síðustu nóttina fyrir leikina.
Enda hef ég hitt illa og verið þreytt-
ur í leikjunum — þangað til í kvöld.
Ég tók það til bragðs í gærkvöldi
að taka svefntöflu í fyrsta skipti,
og svaf mjög vel. Enda var ég án-
ægður með mig í leiknum í kvöld,“
sagði Rondey Robinson.
ÍBK Skot Fráköst vö/só Bolta tapað Bolta náð Stoð- send
Innan teigs Utan teigs 3ja stiga Víti Nýt %
Falur Harðarson 3/1 4/1 2/2 44 2/0 3 1 1
Sig. Ingimundarson 3/3 9/0 1/0 1/0 21 3/2 1 2
Júlíus Friðriksson 2/1 50 1/0 1
Albeit Óskarsson 6/2 2/0 4/4 50 1/2 2 2 1
Guðjón Skúlason 2/1 4/3 5/2 3/2 57 3/1 1 4
Tairone Thornton 5/2 19/8 7/5 48 13/3 1 1
Jón Kr. Gíslason 2/2 1/1 3/1 2/2 75 5/0 2 2 8
Egill Viðarsson -
Kristinn Friðriksson
HjörturHarðarson
Hvað sögðu þeir?
Þetta var ótrúiega gaman og ég
er virkilega stoltur af litla bróð-
ur. Eg var að deyja úr stressi en hann
veit ekki hvað það er. Það var fra-
bært að hafa hann í þessu stuði,"
sagði Teitur Örlygsson. „Við höfum
sýnt að við erum með mikla breidd
og allir hafa átt frábæra leiki. Það sem
skipti þó mestu máli í þessum leik er
að við náðum góðum forskoti og
neyddum þá til að fara í þriggja stiga
skotin," sagði Teitur.
„Langurdagur“
„Það var gífurleg taugaspenna í
leikjunum, sérstaklega þessum og
þetta er búinn að vera langur dagur,“
sagði Kristinn Einarsson. „Við höfum
æft mjög vel og andinn í liðinu er frá-
bær. Keflvíkingar eru með gott lið og
sterkasta hlið þeirra er langskotin.
Við náðum að stoppa það síðast og
líka núna og það skipti mestu máli,“
sagði Kristinn.
„Skjálfti i lokin“
„Ég hafði það á tilflnningunni að
við myndum vinna en ég get ekki
neitað því að að það var svolítill
skjálfti í lokin,“ sagði Friðrik Ragnars-
son, sem tók við stöðu leikstjóra er
ísak Tómasson meiddist. „Ég hef tek-
ið við af honum nokkram sinnum og
vissi því hvað ég var að gera. En í
lokin munaði bara því að okkur lang-
aði meira í titilinn. Það er fínt að fá
hann heim.“
ÍÞfénrn
FOLK
■ RONDAY Robinson, Banda-
ríkjamaðurinn hjá Njarðvík, sagði
miklar líkur á að hann yrði áfram
með liðinu næsta vetur. „80-90%
líkur/ sagði hann.
■ ISAK Tómasson, leikstjórn-
andi UMFN, meiddist á ökkla eftir
aðeins fjóra og hálfa mínútu. Hann
var drifinn á sjúkrahús og kom
ekki aftur í húsið fyrr en ein mín.
var eftir. „Mér leið hræðilega. Ég
vissi lítið hvað var að gerast —
heyrði ekki lýsinguna, en var sagt
annað/Iagið hvernig staðan var,“
sagði ísak við Morgunblaðið.
■ TEITUR og Gunnar Örlygs-
synir eiga það til að skalla hvorn
annan þegar þeim dettur í hug.
Seint í leiknum var Gunnar á
vítalínunni, skoraði úr fyrra skotinu
og þá kom Teitur; enni þeirra
skullu saman, fastar en venjulega.
Síðara skotið fór einnig oní, en
Gunnar sagði eftir leikinn: „ég var
heppinn að liggja ekki eftir. Var
hálf vankaður eftir skallann!“ Teit-
ur sagðist hinsvegar bara hafa ver-
ið að tryggja að síðara skotið rat-
aði rétta leið.
■ GUNNAR gerði alls 5 þriggja
stiga körfur úr 7 tilraunum í leikn-
um. Hann er þekktur fyrir góða
hittni; sigraði til dæmis í þriggja
stiga skotkeppni á Stjörnukvöldi
Samtaka íþróttafréttamanna og
KKÍ í Grindavík fyrr í vetur.
■ FYRSTA villan var ekki dæmd
í leiknum fyrr en 4,34 mín. voru
liðnar. Kristinn Albertsson dæmdi
þá tæknivillu á varamenn Keflvík-
inga fyrir mótmæli. Hittnin hafði
ekki verið upp á það bestu þennan
tírna. Staðan var 2:4 fyrir IBK!
■ EFTIR leikinn var hífður upp
fáni í húsinu. Þar gat að líta merki
UMFN og textann: „íslandsmeist-
arar í úivalsdeild 1991.“
■ „ÁFRAM UMFN. Rondey stay
with us [Rondey vertu áfram hjá
okkur]“ stóð á skilti sem ungur
áhangandi UMFN veifaði í salnum.
Auk þess var teikning af Teiti
Örlygssyni sem líktist Bart Simp-
son — augun voru áberandi.
■ RÍKISSJÓNVARPIÐ sendi all-
an leikinn beint yfír í íþróttahúsið
i Keflavík, þar sem stórum sjón-
varpsskermi hafði verið komið fyr-
ir. Um 400 manns borguðu sig þar
inn til að horfa á leikinn.