Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 83. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tillaga um breytingar á viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins: Stofnað verði fjöl- þjóðlegt stórfylki Kann að telja allt að 100.000 hermenn Brussel. Reuter. HERRÁÐSFORINGJAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa Iagt til að myndaður verði fjölþjóðlegur NATO-her, sem unnt verði að beita með mjög skömmum fyrirvara skapist hættuástand inn- an varnarsvæðis bandalagsríkjanna. Vigleik Eide, formaður hermála- nefndar NATO, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Brussel í gær en þá lauk tveggja daga viðræðum herráðsforingjanna. Vigleik Eide sagði að tiigangur- inn með stofnun hraðliðsins væri einkum sá að tryggja sem mestan sveigjanleika í vörnum aðildarríkj- anna. Hann sagði tillöguna gera ráð fyrir því að komið yrði á fót fjölþjóð- legu stórfylki en það telur að öllu jöfnu 70 til 100.000 manns. Þessu til viðbótar yrði síðan áfram starf- rækt 5.000 manna léttvopnuð, ijöl- þjóðleg NATO-sveit, sem getur lát- ið til sín taka með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Mun hugmyndin vera sú að unnt verði að kalla stór- fylkið tii reynist sá liðsafli ekki nægilega öflugur. Formaður her- málanefndarinnar gat þess einnig að samstaða hefði náðst um tillögur um niðurskurð í heijum bandalags- ins en ræddi ekki nánar í hveiju þær fælust. Tillögu þessa kynnti John Galvin, yfírmaður herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, og þykir sýnt að hún hafi verið mótuð með tilliti til reynslunnar af Persa- flóastríðinu og þeirrar ógnunar sem eitt NATO-ríkjanna, Tyrkland, sætti af hálfu íraka. Bandaríkjamenn hefja meiriháttar neyðarhjálp í þágu Kúrda: yfirmaður liðsaflans að öllum líkindum Breti. Tillaga þessi verður lögð fyrir ráðherra NATO-ríkjanna er þeir koma saman til fundar í Brussel í 'næsta mánuði. Verði hún sam- þykkt, markar það þáttaskil í sögu Atlantshafsbandalagsins, ekki síst í ljósi þess að fram til þessa hefur varnarviðbúnaðurinn einkum mið- ast við stórfellda innrás Varsjár- bandalagsríkjanna úr austri. Líkurnar á slíkri innrás í Evrópu þykja nú hverfandi litlar. Kúrdískir flóttamenn silja á hækjum sér og bíða þess í kulda og trekki að fá vatn og matvæli á tyrk- nesku landamærunum. Aðstæður fara versnandi á flóttamannasvæðunum og tugþúsundir þeirra eru illa haldnir vegna vosbúðar og matarskorts. Reisa flóttamannabúð- ir í norðurhluta íraks Sovétmenn mótfallnir því að komið verði upp griðlandi fyrir Kúrda í Irak Nikósíu, Genf, Ankara, Teheran. Reuter. BANDARÍKJ AMENN hafa ákveð- Heimildarmenn Reuters- frétta- stofunnar í höfuðstöðvum NATO sögðu að hraðliðið myndi saman- standa af hermönnum frá ýmsum Evrópuríkjum og hugmyndin væri sú að það myndi njóta stuðnings bandarískra flugsveita. Höfuð- stöðvar þess yrðu í Þýskalandi en ið að koma kúrdískum flóttamönn- um til hjálpar með því að setja upp hjálparstöðvar í norðurhluta Iraks og á svæðum sem flótta- menn hafa streymt til í Tyrk- landi, að þvi er sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Istan- búl, höfuðborg Tyrklands. Enn- fremur verður flogið með hjálpar- gögn til Teheran í íran en írönsk stjórnvöld hafa veitt Bandaríkja- mönnum leyfi til flutninga af því tagi. Bandarisk stjórnvöld vara Bagdad-stjórnina við því að reyna að hindra lyálparstarf í norður- hluta Iraks. George Bush Banda- ríkjaforseti féllst í gær á sjónar- mið Johns Majors, forsætisráð- herra Breta, um nauðsyn þess að komið verði upp griðlandi fyrir Kúrda í norðurhluta íraks. Sovét- menn sögðust vera andsnúnir þessari hugmynd þar sem það jafngilti því að fullveldi Iraka væri skert en það gengi í berhögg við stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. í tilkynningu tyrknesku stjórnar- innar sagði að Bandaríkjamenn væru að hefja meiriháttar hjálpar- starf í þágu Kúrda. Dan Quayle varaforseti Bandaríkjanna sagði að loftbrú hefði .verið hrundið af stað og væri við það miðað að hjálpar- gögnin nægðu fyrir brýnustu þörf- um 700.000 manns í 30 daga. Á sunnudag hófu bandarískar flugvél- ar að varpa hjálpargögnum kerfis- bundið niður til flóttamanna í fjalla- héruðum Norður-íraks. Akbar Hashemi Rafsanjani for- seti írans sagði í gær, að ein millj- ón íraka hefði flúið til írans eftir að íraski stjórnarherinn hóf sókn gegn uppreisnarmönnum í norður- og suðurhlutum íraks í síðasta mánuði. Um 20.000 manns kæmu yfír landamærin daglega en þar færi veður og aðstæður allar versn- andi. Margir flóttamannanna væru það illa á Sig komnir að þeir væru lítið annað en lifandi lík. Tyrknesk- ir embættismenn sögðu hálfa millj- ón flóttamanna hafa brotist þang- að. Rafsanjani sakaði Vesturveldin um að bera sök á flóttamannavand- anum þar sem þau hefðu hvatt ír- aka til uppreisnar gegn Saddam Hussein forseta. Talsmenn íraskra uppreisnar- manna sögðu að skriðdreka- og þyrlusveitir íraska stjórnarhersins hefðu ráðist til atlögu gegn upp- reisnarmönnum í Ezmir-fjöllum í nágrenni borgarinnar Sulaimaniya í fyrrinótt. Fullyrðingar þessar fengust ekki Staðfestar eftir öðrum leiðum. Ennfremur sögðu fulltrúar Kúrda að íraski stjórnarherinn hefði virt viðvaranir Bandaríkjamanna um að fara ekki með vopnum gegn flóttafólkinu að vettugi. Héldi her- inn uppi árásum á flóttamenn norð- an 36. breiddarbaugsins og erlendir læknar sem komnir eru til hjálpar- starfa við landamæri Tyrklands og íraks hafa skýrt frá því að algengt sé að flóttamenn beri skotsár eða brunasár sem rekja megi til sprengjuárása. James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, neitaði á blaðamannafundi í Sýr- landi að segja með hvaða hætti Bandaríkjamenn hygðust fram- fylgja banninu. Iranska fréttastofan IRNA bar útvarpsstöð íraskra byítingar- manna í suðurhluta íraks fýrir því í gær, að skæruliðar hefðu ráðist á stjórnstöð stórfylkis Lýðveldisvarð- arins í suðausturhluta íraks á fimmtudagskvöld og fellt yfirmann hennar. Sagði IRNA að rangt væri að borgin Basra væri á valdi sveita Saddams, skæruliðar veittu þar enn öfluga andspyrnu. Sjá ennfremur „Dýr þrífast ekki einu sinni við svona að- stæður“ á bls. 28-29. Júgóslavía: Þj óðaratkvæða- greiðsla um framtíð ríkisins Brdo Kod Kranja. Reuter. FORSETAR liinna sex lýðvelda Júgóslaviu ákváðu á fundi í gær að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í lýðveldunum um framtíð júgó- slavneska ríkjasambandsins fyrir lok maímánaðar. Lýðveldin virðast hins vegar eiga langt í land með að leysa innbyrðis deilur sínar. Ráðamenn lýðveldisins Slóveníu, sem er við landamæri ít- alíu, Austurríkis og Ungveijalands, skýrðu þannig frá því í viðræðunum að Slóvenía hygðist draga sig úr ríkjasambandinu í júnílok. Þá ertalið líklegt að Króatía fylgi í kjölfarið. Bandaríkin: Fjölmörgum herstöðv- um 1 Bandaríkjunum og Evrópu verði lokað Washington, Stuttgart. Reuter. BANDARISKA varnarmálaráðuneytið lagði í gær til að 43 herstöðv- ar bandaríska hersins í Bandaríkjunum verði lagðar niður og starf- semi 28 til viðbótar verði endurskipulögð. Þá var tilkynnt um breyt- ingu á starfsemi 32 stöðva í Evrópu. Er þetta liður í þeirri stefnu Bandaríkjamanna að skera niður herafla landsins um hálfa milljón manna á næstu sex árum en Bandaríkjaher hefur nú tvær millj- ónir manna undir vopnum. Meðal þeirra herstöðva sem Bandaríkjastjórn vill leggja niður eru stöðvarnar Fort Ord í Kali- forníu, Fort Dix i New Jersey og skipasmíðastöð flotans í Fíladelfíu ásamt fjórtan stöðvum flughersins. Þá tilkynntu yfirmenn banda- ríska heraflans í Evrópu að 32 herstöðvum í Evrópu yrði annað- hvort lokað eða þá stórlega dregið úr starfsemi þeirra. Nær þetta til 27 stöðva í Þýskalandi, þriggja í Bretlandi, einnar í Tyrklandi og einnar á Spáni. Samkvæmt bandarískum lögum getur vamarmálaráðherrann lokað herstöðvum utan Bandaríkjanna án þess að þurfa samþykki þingsins fyrir því. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra, tilkynnti í september á síðasta ári að 150 herstöðvum utan Bandaríkjanna yrði lokað á næstu árum. Eru þær lokanir sem til- kynnt var um í gær hrein viðbót við hinar fyrri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.