Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 Dagfinnur dýralæknir Víbrar The Evil Pizza Delivery Boys Paxrómanía Dauðarokk meðal aunars FYRSTA tilraunakvöld Músíktilrauna Tóna- bæjar og Sljörnunnar var sl. fimmtudagskvöld og eru þá tvö tilraunakvöld eftir og svo úrslit 26. nk. Þetta fyrsta kvöld kepptu átta hljóm- sveitir um sæti í úrslitum og varð þungarokk- ið hlutskarpast. Það var áberandi snemma þetta kvöld að hljóm- sveitirnar sem þátt taka eru almennt betri en oft áður í músíktilraunum og sérlega er áberandi hvað þungarokkið hefur sótt í sig veðrið. Fyrsta sveit á svið að þessu sinni lék þó ekki þunga- rokk, því þar var á ferð ómengaður rafblús, með miklum gitareinieiksköflum. Sú sveit hét Paxro- mania og kemur frá Akranesi, en þar er mikið tónlistarlíf. Þó blúsarnir sem sveitin lék hafi verið frumsamdir voru þeir ekki ýkja frumlegir, en það er jú til siðs í blúsnum að leita í sameiginlegan frasasjóð, og ekkert við því að segja. Með meiri aga og styttri gítarsólóum hefði sveitin komið betur út og ekki hefði skemmt ef hægt hefði ver- ið að blúsa á íslensku. Gleðipopp hefur átt misjöfnu gengi að fagna í Músíktilraunum og virðist nánast liðið undir lok í bili. Til eru þó sveitir sem bregða fyrir sig slíku og Víbrar, sem voru næstir á eftir blúsnum, léku alvörulausa tónlist. Þó sveitin hafi staðið sig vel, féll framlag hennar í grýtta jörð hjá rokkþyrstum áheyrendum. Rétt er að leiðrétta nafn hljómborðs- leikara sveitarinnar, sem misritaðist, en hann heitir Hákon Sveinsson. Til gamans má geta þess að Nýi tónlistarskólinn og Tónskóli Eddu Borg hafa lýst þeim ásetningi sínum að verðlauna efni- legasta gítarleikara Músíktilrauna með námskeiði og hljómborðsleikara sömuleiðis. Seint fær þó gít- arleikari Víbra slíkt námskeið, þótt góður sé, enda kennir hann við skólánn! Skagasveitin Durkheim' fékk einnig að kenna a því að tónlist sveitarinnar var ekki nógu rokk- uð, en söngvari sveitarinnar, sem var frosinn í fyrstu lögunum, lifnaði við þegar á leið og náði þá upp einhverri stemmningu. Tónlist Dagfinns dýralæknis féll betur í kram- ið, enda þar á ferð einkar efnileg þungarokk- sveit. Þar má þó enn bæta úr ýmsu í lagasmíðum og útsetningum og þétta sveitina verulega, en það kemur. Hér var gert stutt h]é, en þegar eftir hlé kom á svið sú hljómsveit sem flestir biðu eftir, Dídcli Ljósmynd/Björg Sveindóttir Infusoria, ef marka mátti viðtökur áheyrenda. Infusoria spilar geysiþungt dauðarokk og dijúg- ur hluti áheyrenda var greinilega einmitt að bíða eftir slíku rokki, því uppþot varð fyrir framan sviðið þegar sveitin hóf leik sinn og þurftu starfs- menn Tónabæjar að skakka leikinn. Illu pizzusendlarnir úr Borgarnesi voru ekki öfundsverðir að koma á eftir slíkum hamagangi, en náðu þó nokkrum tökum á áheyrendum með góðri keyslu í fyrsta laginu. Eftir það fataðist sveitinni flugið og síðasta lagið var ómarkvisst og of langt. Vert er að geta þess að það gleymd- ist að nefna annan gítarleikara sveitarinnar í kynningu á miðvikudag, en hann heitir Þórður Magnússon. A eftir pizzasendlunum kom hafnfirska rokk- sveitin Nirvana, sem var afskaplega vel undirbúin og þétt eftir því, lék rokk og ról í þyngri kantinum. Lokasveit kvöldsins, Diddi, kom á skjön við það sem á undan fór, því sú sveit lék „sýrt“ framúr- stefnurokk. Þrátt fyrir góðar hugmyndir og jafn- vel spennandi, skorti nokkuð á úrvinnsluna og taugaóstyrkur spillti. Líklega voru sveitarmenn ekki nógu margir á sviðinu'. Urslit kvöldsins urðu þau að Infusoria sigraði með yfirburðum, önnur var Nirvana, en dómnefnd ákvað síðan að Durkheim ætti að fá að spreyta sig úrslitakvöldið. Arni Matthíasson Breytíngar á helgi- haldi í Langlioltskirkj u MEÐ þessum línum er ég að vekja athygli sóknarbarna Lang- holtskirku á því að næstu þrjá sunnudaga mun verða breyting á helgihaldi í kirkjunni. Oska- stund barnanna og almenn guð- þjónusta verða sameinaðar kl. 11.00. Við erum að kynna barnastarf kirkjunnar, en um leið að svara kalli hinna eldri um helgihald við þeirra hæfi. Fram að predikun eru ungir og fullorðnir saman, þá skilja leiðir, framhaldið miðað við þroska hópanna. Aðrar sóknir hafa reynt þetta með frábærum árangri og hví ætti okkur ekki að reynast það líka til heilla? A lokadegi tilraunarinnar mun- um við, kirkjugestir og starfslið, meta árangur og leggja tillögur okkar á borð þeirra er helgihaldi kirkjunnar stýra í framtíðinni. Starfslið barnastarfs, æskulýðsfé- lagar, organistar og prestur standa fyrir þessari tilraun og við hlið þeirra annað starfslið safnaðarins. Munið, kl. 11.00 á sunnudögum, og ég hvet ykkur til þátttöku í þess- ari mótun með okkur safnaðarstarf- inu til styrktar. Sig. Haukur Guðjónsson Píanótónleikar á veg- um EPTA í Garðabæ JÚGÓSLAVNESKI píanóleikar- inn Jelen Dimovska heldur mánudaginn 15. apríl kl. 20.30 tónleika í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Á efnis- skránni eru verk eftir Beetho- ven, Chopin og Anton Webern. Jelena Dimovska fæddist árið 1964 og stundaði fyrst nám í heima- landi sínu. Hún hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn. Árið 1984 hlaut hún 1. verð- laun í alþjóðlegri píanókeppni á ít- alíu og 1985 einnig 1. verðlaun í Júgóslavíu. Hún hefur þrisvar unnið til verðlauna í alþjóðlegum píanó- dúó-keppnum bæði á Italíu og í Þýskalandi. Hún stundar nú framhaldsnám hjá hinum þekkta prófessor Goetzke í Hannover. Jelena Dimovska kem- ur hingað til lands á vegum EPTA; Evrópusambands píanókennara. Hún mun hafa námskeið á Akur- eyri fyrir nemendur Tónlistarskól- ans og einnig halda tónleika í Safn- Jelena Dimovska, píanóleikari. aðarheimili Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 17. apríl kl. 20.30. (Fréttatilkynning) 700 manns keppa í samkvæmisdönsum íslandsmeistarakeppni í sam- kvæmisdönsum verður haldin helgina 13. og 14. apríl. Keppnin fer fram í Ásgarði, íþróttahúsinu í Garðabæ. Setningarathöfn verður kl. 14.00 á laugardeginum en keppt verður báða dagana frá kl. 11.00 til 22.00. Keppendur eru 700 (350 pör) í 9 aldurshópum frá flokki 7 ára og yngri til 50 ára og eldri og er reikn- að með um 2.000 áhorfendum á keppnina. Keppt verður í Latin og Standard dönsum, mis mörgum eftir aldri: Latin: Cha cha, samba, rumba og jive. Standard: Enskur vals, tangó, quikstep og vínarvals. Dómarar keppninnar verða þrír alþjóðlegir dómarar og koma frá Þýskalandi, Bretlandi og Dan- mörku. --------------------- ■ GEÐHJÁLP, félag fólks með geðræna vandamál, aðstandenda þeirra, áhugafólks um geðheil- brigðismál og Átak, aðstandend- afélag, boða til opins fundar um neyðarástand í málefnum geð- sjúkra, sunnudaginn 14. aptti kl. 12.30 á Hótel Borg. Fundinn sitja frambjóðendur allra stjórnmála- flokkanna er bjóða fram í komandi kosningum. Umræður og fyrirpurn- ir. Allir velkomnir. NEYÐARHNAPPA NeySarhnappur frá Vara fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða VARI - alhliða öryggisþjónusta síöan 1969
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.