Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 49 Hjördís Tryggvadóttir Kvaran — Minning Fædd 27. ágúst 1920 Dáin 6. mars 1991 Það var í anddyri Kaupfélags Þingeyinga, við minnismerki Jakobs Hálfdánarsonar, fyrsta kaupfélags- stjóra á íslandi, að hrygg nágranna- kona Hjördísar sagði mér látið hennar að morgni 6. mars sl. Stað- urinn var við hæfi, af því Hjördís hafði „gegnt starfi“ kaupfélags- stjórafrúar af miklum myndarskap í samtals 41 ár, en andlátsfregn hennar fannst mér berast full- snemma. Hjördís var rétt liðlega sjötug og ein af þeim manneskjum sem alltaf stafaði frá svo mikið líf og Jífsgleði. Ég kveið því mjög að koma í Safnahúsið á Húsavík, fyrsta sinni eftir lát Hjördísar. Þar hafði hún verið safnvörður og „húsmóðir" í 11 ár og ég bjóst við yfirþyrmandi tómleikatilfinningu, en ég á margar góðar minningar um Hjördísi og þær hjálpa til að fylla tómið. Ég minnist hennar með virðingu og þökk. Ég man eftir mér sem barni að leik á eldhúsgólfinu hjá henni. Ég man eftir sérstæðu röddinni hennar og glöðum hlátrinum er hún leit inn i Árnahúsi hjá ömmu á morgnana. Ég man líka eftir því þegar Finnur leit inn siðdegis. Þá sagði hann stundum að leiðin heim að skrifstofu kaupfélagsins lægi í gegnum Ámahúsið, hann kom inn um norðurdyrnar og fór út um suð- urdyrnar, oft eftir að hafa hitt Kinn- unga hjá afa og ömmu, gamla sveit- unga þeirra allra. Ég man eftir af- mælisveislunum hans afa, er ég sofnaði út frá glaðværum hlátri og framandi angan af vindlum og víni í staupum. Yfirleitt voru fáir góðir vinir í þessum veislum, en Finn og Hjördísi vantaði aldrei. Og eftir að afi dó héldu þau áfram að heim- sækja ömmu á afmælisdaginn hans, fannst ekki við hæfí að minnast vina sinna með sorg og sút. Sumarið 1985 var mér treyst til að gæta óskabarnsins þeirra Finns og Hjördísar, safnanna í Safnahús- inu á Húsavík, meðan þau tóku sumarleyfi. Þá kynntist ég vel af hve miklum myndarskap, alúð og áhuga þau höfðu komið söfnunum fyrir og af hve mikiili reisn þau gegndu störfum sínum við þau. í rúm átta ár hef ég starfað við frétt- amennsku á Húsavík og hef því haft tal af flestum þeim er sett hafa upp sýningar í Safnahúsinu, og einu hef ég tekið eftir í viðtölum við þetta fólk, einróma lofi um elsk- ulegheit, hjálpsemi og góða fyr- irgreiðslu af hálfu Hjördísar og Finns. Um áramótin var Finnur sæmdur fálkaorðunni af forseta íslands fyr- ir störf sín að safnamálum. Síðasta minning mín um Hjördísi er að ég hitti hana í Kaupfélaginu og óskaði henni til hamingju með þessa verð- skulduðu viðurkenningu bónda síns, en bætti því jafnframt við að mér þætti hún eiga fyllilega sinn hlut af viðurkenningunni þó nafnið hennar hefði ekki verið nefnt í því sambandi. Þá brosti Hjördís svo undur fallega, brosi þeirrar konu sem metur heiður eiginmannsins framar sínum eigin, en með blik í auga sem sýndi að henni þótti jafn- framt svolítið gaman að þessu kven- réttindatali. Hjördís Björg Tryggvadóttir Kvaran var prestsdóttir frá Mæli- felli í Skagafirði. Foreldrar hennar vom sr. Tryggvi Kvaran og Anna Grímsdóttir Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangái’völlum. Eina systur átti Hjördís, Jónínu, sem lést 1985, og fósturbróður, Kristmund Bjarnason á Sjávarborg í Skaga- firði. Hjördís Björg hét eftir ömmu sinni og afa, sr. Hjörleifi Einarssyni frá Undirfelli í Vatnsdal og Björgu Einarsdóttur, sem misst hafði mann sinn og átti heima á Mælifelli á uppvaxtarárum Hjördísar. Mjög gestkvæmt var á Mælifelli og þar hélt sr. Tryggvi skóla fyrir unglinga sem voru að búa sig undir mennta- skólanám. Snemma fékk Hjördís að sitja á skólabekk með þessum unglingum en síðar kostaði Björg amma hennar hana til náms í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík. Það var örlagarík skólaganga því er Hjördís var nemandi í yngri deild, kynntist hún skólabróður sínum, Finni Kristjánssyni frá Halldórsstöðum í Kinn, sem síðar varð eiginmaður hennar. Skólagöngu Hjördísar var þó ekki lokið því Björg amma hennar kostaði hana til náms í kvennaskól- anum í Reykjavík 1937—1938. Sr. Sighvatur Karlsson flutti minningarræðu um Hjördísi við íjöl- menna útför hennar frá Húsavíkur- kirkju 14. mars sl. Hann hefur góð- fúslega veitt leyfi sitt til birtingar Jónas Gunnlaugs- son - Kveðjuorð Fæddur 19. júní 1910 Dáinn 20. mars 1991 Okkur langar til að minnast afa okkar í fáum orðum. Nú er hann elsku afi okkar, Jónas Gunnlaugs- son, farinn frá okkur. Afi þurfti á hvíldinni að halda, því hann átti við veikindi að stríða. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akra- nesi 20. mars sl. Við munum geyma góðar minn- ingar í hjörtum okkar og minnumst hans fyrir allar góðar stundir sem við áttum með honum. Ekki er langt síðan hún amma okkar dó, tæplega eitt ár. Við mun- um sakna þeirra mikið og minning- ar þeirra munu lifa með okkur. Við viljum senda börnum þeirra, barnabörnum og barnabarnabörn- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Megi afi okkar hvíla í friði og í góðum höndum Guðs. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sp lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Heiðrún, Viðar, Kolbrún, Auður, Sigurveig, Hildur, Berglind og Hrund, Jakaseli. •,_____ ____________ . . . gestum af miklum myndarskap, en gestagangur fylgdi starfi Finns líkt og á Svalbarðseyri. Hjördís var kaupfélagsstjóranum stoð og stytta og er um hægðist á heimilinu hóf hún störf hjá kaupfélaginu í ýmsum deildum þess. Margir starfsfélag- arnir urðu góðir vinir hennar. Hjördís hafði mikinn áhuga á bókmenntum og það leið ekki sá dagur að hún Iæsi ekki ljóð. Hún var einnig hagyrðingur góður en fór dult með þá gáfu sína. Um áramótin 1979—1980 urðu kaflaskipti í lífi þeirra hjóna. Finnur hætti sem kaupfélagsstjöri eftir 41 ár en tók við stöðu forstöðumanns Safnahússins á Húsavík. Þeirri stöðu hefur hann gegnt síðan með Hjördísi fast við hlið sér. Þau hafa einnig annast útgáfu Árbókar Þing- eyinga, sem er mikið starf og gefið út Safnarit til styrktar Safnahús- inu. Safnahúsið var formlega opnað í maí 1980 og síðan hafa margir gengið þar um sali og orðið margs fróðari um þingeyska menningu undir leiðsögn Finns og Hjördísar. Safnahúsið er nú fullnýtt og ver- ið er að byggja viðbyggingu sem m.a. á að hýsa sjóminjasafn. Söfnin sem Finnur og Hjördís settu upp eru: Byggðasafn, náttúrugripasafn, myndlistasafn, ljósmyndasafn og skjalasafn, sem mun hafa verið uppáhaldsstarfsvettvangur Hjördís- ar, en uppsetning þess hefur kostað gífurlega vinnu sejn hvergi er kast- að til höndunum. í safninu er einn- ig kapella með kirkjumunum og þrjár minningarstofur. Hjördís kunni vel þá list að taka á móti gestum Safnahússins, af mikilli reisn, hlýju og eðlislægri ís- ienskri gestrisni. Nú stendur Finnur einn eftir í starfi sínu og á heimil- inu og tekur sínum mikia missi af karlmennsku og skynsemi. Einstök kona hefur fylgt honum um rúm- lega hálfrar aldar skeið og slíka samfylgd ber vissulega að þakka. Ég bið góðan guð að styrkja Finn og fjölskyldu hans. Ingibjörg Magnúsdóttir Kveðja: Pálmi J Kveðja frá Kringiunni Pálmi Jónsson í Hagkaup er fall- inn frá á 68. aldursári. Með honum er genginn einn helsti brautryðjandi smásöluverslunar hér á landi á síð- ustu áratugum og frumkvöðull að byggingu verslunarmiðstöðvarinn- ar Kringlunnar. Pálmi gekk ekki heill til skógar hin síðari ár en fylgdist þrátt fyrir það ótrauður með vexti og fram- gangi Kringlunnar og fyrirtækja sinna. Ekki er hægt að segja að Pálmi hafi verið maður fjölmiðlanna og hann hafði sig lítið í frammi á opin- berurn vettvangi, en lét verkin tala. Verslunarrekstur var ævistarf Pálma. Fyrir rúmum þremur ára- tugum stofnaði hann Hagkaup. Allt frá upphafi hefut' Hagkaup rutt brautina og innleitt margar nýjung- ar í verslunarháttum hér á landi. Undir öruggri stjórn Pálma hefur fyrirtækið þróast úr lítilli póstversl- un í stærstu verslunarkeðju lands- ins. Þetta gerðist ekki baráttulaust. Margir reyndu að standa á móti tilraunum Pálma til framfara, en honum tókst að koma flestum hug- sjónum sínum í framkvæmd með framsýni og dugnaði. Hann fylgdist vel með þróun í viðskiptaháttum og því sem var að gerast á þessu sviði, bæði austan hafs og vestan. Er þeir Hagkaups- menn fóru í byijun síðasta áratugar að huga að byggingu aðalstöðva fyrir fyrirtækið, var víða leitað fanga og m.a. til erlendra sérfræð- inga í verslunarrekstri og byggingu stórverslana. Eftir ítarlega athugun var ákveðið að reisa verslunarsam- stæðu í nýja miðbænum í Reykja- vík, þar sem viðskiptavinir gætþ ónsson sinnt erindum sínum undir einu þaki óháð veðri og vindum. Þegar í upphafi var sett það markmið að verslunarmiðstöðin gæfi ekki eftir því besta, sem þekk- ist i verslun og viðskiptum erlendis. Húsið reis og var gefið nafnið Kringlan. Bygging Kringlunnar er með stærstu verkefnum sem einkafyrir- tæki hefur ráðist í hér á landi. Verkefnið var báéði umfangsmikið og áhættusamt. Mikil vinna var lögð í allan undirbúning byggingarinnar og einnig voru farnar óhefðbundnar leiðir við fjármögnun hennar. Það er ljóst að ef framsýni, dirfsku og þrautseigju Pálma heitins Jónsson- ar hefði ekki notið við væri Kringl- an ekki til í dag. Kringlan er glæsilegur minnis- varði um mikið og heilladrjúgt lífs- starf Pálma heitins. Við sem höfum fengið að taka þátt í Kringluævin- týrinu með Pálma, erum honum þakklát fyrir þann stórhug og dugn- að er hann sýndi við að láta þessa hugsjón sína verða að veruleika. Verk Pálma munu lifa áfram í nafni Hagkaups, þessa stærsta verslunar- fyrirtækis landsins og halda þannig minningu hans á lofti um ókomna tíð. Að leiðarlokum vottum við eigin- konu hans, Jónínu S. Gísladóttur, börnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð vegna fráfalls brautryðjand- ans Pálma Jónssonar. Vegna mistaka við birtingu þessarar kveðju í blaðinu í gær eru þau birt hér aftur um leið og beðist er velvirðingar á mis- tökunum. + Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, EYGERÐAR BJARIMFREÐSDÓTTUR, Stigahlíð 20, Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hafþór Ingi Jónsson, Kristin Egilsdóttir, Helga María Jónsdóttir, Ingimundur Magnússon og barnabörn. á kafla úr ræðunni þar sem greinir frá brúðkaupi og sambúð Finns og Hjördísar: „Þau Finnur gengu í hjónaband að Mælifelli 9. september 1939 og, þau voru síðustu hjónin sem sr. Tryggvi gifti en hann lést skömmu síðar. Það var heiðríkja og algjört logn þegar þau giftu sig. Þá varð ömmu hennar að orði: „Mikið verð- ur þetta gott hjónaband. Ég sé það á heiðríkjunni og logninu." Þegar verið var að undirbúa brúðkaupið þá kom í ljós að Hjör- dís vildi láta syngja sálminn „Á hendur fel þú honum“. Það leist föður hennar ekki á, né heldur tengdaföður hennar, Kristjáni á Halldórsstöðum, sem hafði verið kirkjuorganisti í Ljósavatnskirkju í 40 ár. En þeir sögðu að þetta væri jarðarfararsálmur. Þá sagði Hjör- dís: „Þetta er ekki jarðarfararsálm- ur. Þetta er fyrirbænasálmur og veitir manni nokkuð af því að fá góðar fyrirbænir við þessar kring- umstæður." Þá gekk amma hennar fram fyr- ir skjöldu og Hjördís fékk sinn fyrir- bænasálm: „Á hendur fel þú hon- um.“ Síðar er þau héldu upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt í hálöndum Skotlands þá sagði Hjördís við Finn: „Sjáðu hvað spádómur ömmu minnar hefur ræst með heiðríkjuna og lognið og hvað fyrirbænasálmur- inn minn „Á hendur fel þú honum“ hefur reynst okkur vel.“ Þess má geta í þessu sambandi að hjónaband þeirra einkenndist af mikilli vináttu og samvinnu. Þau voru svo sannarlega sem einn mað- ur í hveiju því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau voru svo samstíga að eitt skóhljóð barst af för þeirra um lífsins veg. Þegar hún var 19 ára gömul fluttist hún í Þingeyjarsýslu. Hún hafði einu sinni áður komið í þá sýslu með hóp unglinga úr Skaga- firði. Þeir stoppuðu þá við Ljósa- vatn, þar sem skógurinn er. En hún hafði að eigin sögn aldrei séð skóg- arhríslu fyrr. Hún var svo hrifin af skóginum að hún sagði: „Ég ætla að ná mér í Þingeying.“ Það urðu orð að sönnu.“ Finnur og Hjördís hófu búskap sinn að Halldórsstöðum í Kinn 1939 en fluttu síðar að Svalbarðseyri þar sem Finnur var kaupfélagsstjóri í 14 ár. Segir hann að á þeim árum hafí aldrei liðið gestlaus dagur á heimili þeirra. Á Svalbarðseyri fæddust Hjördísi og Finni öll þijú börnin _ þeirra: Tryggvi sem kvæntur er Áslaugu Þorgeirsdóttur, en þau búa á Húsa- vík; Guðrún sem gift er Pálma Karlssyni. Þau búa í Kópavogi; Anna sem er gift Ólafi Gunnars- syni. Þaú búa einnig í Kópavogi. Hjördís og Finnur eiga átta barna- börn og tvö barnabarnabörn. Finnur tók við starfi kaupfélags- stjóra Kaupfélags Þingeyinga 1953 og þá flutti fjölskyldan til Húsavík- ur. Þau bjuggu fyrstu árin í For- mannshúsinu við Garðarsbraut, en byggðu síðan einbýlishúsið að Ket- ilsbraut 23, og þar hafa þau hjónin ræktað upp myndarlegan tijágarð. Hjördís bjó manni sínum fallegt heimili. Með gleði tók hún á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.