Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 34
MORGU^BLAÐIÐ LAUGAftDAG.UR, lj. AffRÍL, .lj)9,l
Hafrannsóknastofnun og Rannsókn-
arstofnun fiskiðnaðarins:
Þorskklak og haf-
beit þorsks áformuð
RANNSÓKNIR á lífríki Eyjafjarðar verða á meðal fyrstu verkefna
Hafrannsóknastofnunar á Akureyri og treystir forsljóri stofnunarinn-
ar því að farið verði út í þorskklak og hugsanlega hafbeit á þorski
er fram líða stundir. Byijað verður í vor að merkja fjarðarþorsk við
Norðurland og Austurland til að kanna hvort hann sé staðbundinn
eða hluti af stærri stofni. Þetta kom fram í ávarpi Jakobs Jakobsson-
ar forstjóra Hafrannsóknastofnunar er stofnunin og Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins opnuðu formlega útibú sín á Akureyri í gær.
Þau eru við Glerárgötu 36 þar sem sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akuréyri er til húsa. Samvinna verður á milli allra aðila og er þess
vænst að risið geti þekkingarsetur á sviði sjávarútvegs á Akureyri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Frá opnun Hafrannsóknastofnunar á Akureyri. F.v.: Jakob Jakobs-
son, Jon Þórðarson, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Háskólans á
Akureyri, Svanhildur Gunnarsdóttir, rannsóknarmaður hjá RF,
Ovind Kasse, sjávarlíffræðingur Hafrannsóknastofnunarinnar á Ak-
ureyri, Arnheiður Eyþórsdóttir, forstöðumaður RF, Grímur Valdi-
marsson, forstjóri RF, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherrra,
og Steingrímur Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinn-
ar á Akureyri.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í ávarpi við opn-
unina að hana mætti rekja til erind-
is frá bæjarstjórn Akureyrar haustið
1989, en þá var þess farið á leit að
stofnunin opnaði útibú í bænum.
Hann sagði að eftir að Háskólinn á
Akureyri var tekinn til starfa hafi
mönnum verið ljóst að á ferðinni
var einstakt tækifæri til að auka
rannsóknarstarfsemi á sviði sjávar-
Ellin og
hamingjan
Jón Björnsson félagsmálastjóri
verður á fundi stuðningshóps fyrir
aðstandendur aldraðra sem haldinn
verður mánudaginn 15. apríl kl.
17.30 á 4. hæð Heilsugæslustöðvar-
innar við Hafnarstræti á Akureyri.
Jón mun á fundinum ljalla um ell-
ina og hamingjuna og eru allir þeir
sem annast aldraða heima velkomn-
ir á fundinn.
Leikfélag Menntaskólans
ó Akureyri sýnir
Grænfjöðrung
eftirCarloGozzi.
Leikstjóri er Jón St.
Kristjánsson.
2. sýn. fimmtud. 11. apríl kl. 20.30.
3. sýn. mánud. 15. apríl kl. 20.30.
4. sýn. þriðjud. 16. apríl kl. 20.30.
Miðapantanir í síma 24073 alla daga frá
kl. 16-20nemalau.og sun.frákl. 14-17.
Miðaverð kr. 800,600 fyrir skólafólk.
Leikfélag MA.
útvegs á Akureyri. Háskólinn þyrfti
á því að halda að vera í samskiptum
við slíkar stofnir, þá væri lífríki
Eyjafjarðar einnig með þeim hætti
að mikilvægt væri að þessar stofn-
anir væru til staðar hér.
í framhaldi af því að stofnanirnar
tvær taka til starfa á Akureyri var
ákveðið að flytja rannsóknarskipið
Mími norður og sagði Halldór það
leitt að sú ákvörðun hefði skapað
úlfúð í Háskóla íslands. „Okkur
finnst að Háskóli íslands hafi ekki
sýnt þessu máli nægilegan áhuga
og nægilegan samstarfsvilja, en ég
vænti þess að svo verði í fram-
tíðinni því við höfum ekki efni á því
að vera með hnýtingar á milli stofn-
ana og aðila í landinu út af þessu
starfi svo þýðingarmikið sem það
er,“ sagði Halldór. Hann sagði að
búið væri að byggja hér grunn sem
byði upp á að fleiri stöður yrðu við
stofnanirnar, hvort sem þær yrðu
nýjar eða þegar fyrir hendi annars
staðar.
I máli Jakobs Jakobssonar for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar kom
fram að stofnunin rekur útibú á 6
BAUTINN HF. varð tuttugu ára
síðasta laugardag og í tilefni af
því gerðu eigendur og starfsfólk
sér glaðan dag um helgina. Veit-
ingastaðurinn hefur verið rekinn
í sama húsi á horni Kaupvangs-
strætis og Hafnarstrætis frá upp-
hafi, en fyrir 12 árum var Smiðj-
an opnuð í samliggjandi húsi. Þá
rekur Bautinn einnig Bautabúr-
ið, kjöt- og fiskvinnslu fyrir veit-
ingastaðina og fleiri aðila, en
fyrirtækið sér einnig um rekstur
Laxdalshúss og leigir efri hæð
stöðum utan Reykjavíkur auk þess
sem sjávarhitamælingar eru gerðar
við 10 hafnir við landið. Starfsmenn
úti um landið væru mikilvægir en
þeir ynnu að rannsóknum sem nýtt-
ust er ástand og stærð fiskistofna
væru athuguð. Starfsmenn stofnun-
arinnar á Akureyri munu auk starfa
sinna þar stunda kennslu við háskól-
ann.
Eitt af fyrstu verkefnum stofnun-
arinnar á Akureyri verður að hefja
rannsóknir á lífríki Eyjafjarðar og
umhverfisþáttum, en Jakob sagði
að við rannsóknir á hafinu umhverf-
is landið hefðu firðirnir orðið að
afgangsstærð og því væri þar mikið
verk að vinna. Þá yrði lagður grunn-
ur að öflugu rannsóknarstarfi við
Norðurland og mikilvægur þáttur
þar væri að hafa til umráða rann-
sóknarbátinn Mími. Þá væru mörg
verkefni fyrirsjáanleg í tengslum við
Fiskeldi Eyjafjarðar, én það hefur
unnið að lúðuklaki og lúðueldi. „Ég
treysti því að við förum út í þorsk-
klak og hugsanlega hafbeit á
þessa elsta húss á Akureyri út
til veisluhalda, en veisluþjónusta
er snar þáttur í rekstrinum.
Eigendur Bautans hf. eru Stefán
Gunnlaugsson, Hallgrímur og Björn
Arasynir og Sævar Hallgrímsson.
Stefán og Hallgrímur sjá um rekst-
ur veitingastaðanna, en Björn og
Sævar um Bautabúrið. Starfsfólkið
er um 50 talsins.
Miklar endurbætur hafa verið
gerðar á Smiðjunni og þar er nán-
ast allt nýtt nema hluti gólfsins,
sem gert var úr lerki úr Vaglaskógi
og þá má geta þess að Þorvaldur
Hallgrímsson sem leikið hefur á
píanó Smiðjunnar frá upphafi situr
enn við hljóðfærið. Áhersla er lögð
á afslappað andrúmsloft í Smiðj-
unni, en hún er opin alla virka daga
í hádeginu og frá kl. 18.30. Salur-
inn tekur um 50 manns í sæti.
Stefán Gunnlaugsson einn eig-
enda sagði að veisluþjónusta bæði
innanbæjar og eins út um landið
væri stór þáttur í rekstrinum og
hefði Bautinn m.a. séð um allar
stórveislur sem haldnar hefðu verið
í Íþróttahöllinni að einni undanskil-
inni. „Við munum sjá um tvær stór-
ar veislur í höllinni í júní, annars
vegar er um að ræða 600 manna
þorski," sagði Jakob, en undirbún-
ingsrannsóknir vegna þessa hefjast
í vor með því að fjarðarþorskur verð-
ur merktur við Norðurland og Aust-
firði til að athuga hvort hann er
staðbundinn eða hluti af hinum
stóra þorskstofni við landið.
Grímur Valdimarsson forstjóri
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar-
ins gerði við opnunina grein fyrir
starfseminni, en RF hefur um all-
langt skeið rekið 4 útibú á lands-
byggðinni, en starfsmenn stofnun-
arinnar eru 54. Viðskiptavinir voru
á fimmta hundraðið á síðasta ári
og tekjur ríflega 50 milljónir króna.
Hann sagði minni rannsóknir unnar
á útibúunum en í Reykjavík, en þau
þyrftu að hafa 4-5 starfsmenn svo
samfella fengist í rannsóknarstarf-
ið.„Það er því stór dagur þegar við
opnum útibúið á Akureyri að hafa
tekið höndum saman við Háskólann
á Akureyri, en við sjáum fram á að
í náinni framtíð muni rannsóknar-
getan aukast mjög verulega," sagði
Grímur.
Lionsþing í byijun mánaðar og
síðan verður MA-hátíðin haldin 16.
júní en þar er reiknað með um 900
manns í mat. í báðum þessum til-
fellum var til okkar leitað, sem
bendir til þess að okkur er fullkom-
lega treyst. Það er afar ánægju-
legt, en setur jafnframt á okkur
nokkra pressu um að standa okkur
vel og til að það geti orðið verðum
Kór Glerárkirkju:
Tveir tónsmið-
ir heiðraðir
KÓR Glerárkirkju heldur tón-
leika í Akureyrarkirkju á sunnu-
daginn, 14. apríl, og hefjast þeir
kl. 17. Á efnisskránni verða verk
eftir tvö tónkáld, þá Áskel Jóns-
son, sem nýlega varð áttræður,
og Björgvin Guðmundsson, en
100 ár eru liðin frá fæðingu hans
nú í apríl. Kór Glerárkirkju vill
með tónleikunum heiðra þessa
tvo menn með flutningi á verkum
þeirra.
Áskell Jónsson var organisti og
kórstjóri við Lögmannshlíðarkirkju
og síðar Glerárkirkju í 42 ár, en
hann hefur einnig samið fjöimörg
sönglög sem kórinn hefur gefið út
í bókinni Við syngjum. Tvö laga
Áskels verða frumflutt á tónleikun-
um, annars vegar kórlagið Við út-
skerið og hins vegar einsöngslagið
Þeyst um þorrakveld, sem Óskar
Pétursson tenór syngur.
Björgvin Guðmundsson var bú-
settur á Akureyri í 30 ára og lét
hann til sín taka á tónlistarsviðinu,
stofnaði m.a. Kantötukór Akureyrar
og var organisti við Akureyrarkirkju
um tíma. Eftir hann verður fluttur
fyrsti þáttur Paradísarþáttarins og
upphaf fjórða þáttar óratoríunnar
Friður á jörðu, sem hann samdi í
Kanada. Flutningur þessa kórverks
hans er upphaf á röð listviðburða
með verkum hans á Akureyri, en
auk tónleika verður leikrit hans,
Skrúðsbóndinn, sett upp.
Einsöngvarar á tónleikunum eru
Helga Alfreðsdóttir, sópran, Margr-
ét Bóasdóttir, sópran, Þuríður Bald-
ursdóttir, alt, Óskar Pétursson, ten-
ór, og Eiríkur Stefánsson, bassi.
Guðrún A. Kristinsdóttir leikur á
píanó á tónleikunum, en stjórnandi
Kórs Glerárkirkju, Jóhannn Bald-
vinsson, útsetti tvö laganna fyrir
strengjasveit sem leikur með.
við að hafa úrvalsstarfsfólk, en það
höfum við haft frá upphafi," sagði
Stefán, en í hófi starfsmanna voru
þrír þeirra heiðraðir sérstaklega,
Alda Þorgrímsdóttir, sem unnið
hefur á Bautanum frá upphafi,
Herdís Ólafsdóttir, sem unnið hefur
þar í 14 ár, og Svandís Guðmunds-
dóttir, sem starfað hefur hjá fyrir-
tækinu í 12 ár.
Jörð til sölu
Til sölu er jörðin Ós í Arnarneshreppi, sem er
í 18 km fjarlægð frá Akureyri. Ræktað land 25
ha. og góðir möguleikar á frekari stækkun á rækt-
uðu landi.
Nánari upplýsingar veittar á Fasteignasölunni hf.,
Gránufélagsgötu 4, efri hæð, Akureyri.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12
og 13-19. Sími 96-21878.
Hermann R. Jónsson, sölumaður,
heimasími 96-25025.
Bautinn 20 ára:
Höfum haft úr-
vals starfsfólk
frá upphafi
- segir Stefán Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Um 50 manns starfa þjá Bautanum hf. en haldið var upp á 20 ára
afmæli veitingastaðarins um helgina. Starfsfólkið ásamt mökum
gerði sér glaðan dag og fór í leikhús að loknum kvöldverði í Smiðj-
unm.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Smiðjunni.