Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 56
 56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 © 1990 .lim Unqer/Oistríbuled by Universal Press Synðicale FÖLk kunni -eJcki be.int \S£l sé&jftu í þá da.9ct " Nei, ég eyddi ekki krónu í blómin. Einhver gleymdi þeim í strætó____ Kvennamál bílstjórans koma mér ekki við meðan hann lætur einkaritarann minn í friði, segðu honum það. Hvað gerðist á páskunum? Til Velvakanda. Páskahátíðin er nýlega um garð gengin. Ekki er mér kunnugt um það hve mörg páskaegg seldust að þessu sinni. Þykist þó vita að sæl- gætisverksmiðjumar uni sælar við sitt og að flest börn í landinu hafi troðið sig út á sælgæti þessu. „Hvað gerðist á páskunum" spurði skipstjóri nokkur áhafnar- meðlimi sína, eitt sinn. „Þá töpuðum við bauju," svaraði einn háseta hans um hæl, maður roskinn. En svar mannsins er vitaskuld rangt, því eins og flestir vita að þá krossfestu gyðingar Jesús Krist þann dag fyr- ir tæpum tvö þúsund árum, á stað sem heitir Golgata, vegna þess að þeir trúðu því ekki að hann væri sonur hins hæsta. Strax eftir krossfestinguna fóru æðstu prestamir og farísearnir að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Þeir gengu því fyrir Pílatus: „og sögðu: — Herra vér minnumst þess að svik- ari þessi sagði í lifenda lífi: „Eftir þrjá daga rís ég upp.“ — Bjóð því að grafarinnar verði vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu læri- sveinarnir stolið honum og sagt: „Hann er risinn frá dauðurn." Pilat- us sagði við þá: — Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggi- lega um sem best þér kunnið. — Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna." (Matt. 27, 63-66.) Þrátt fyrir stranga varðgæslu var steininum, sem var mjög stór, velt frá hellismunanum. Það gerði eng- ill Drottins. Þetta var á þriðja degi. „Þegar hann var upp risinn árla hins fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu, en út af henni hafði hann rekið sjö illa anda.“ (Mark. 16, 9.) „Jesús segir við hana: — Snertu mig ekki. Eg er ekki enn stiginn upp til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: — „Eg stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar.“ (Jóh. 20, 17.) Er varðmennirnir höfðu sagt æðstu prestunum hvað skeði þá um morguninn, kvöddu þeir saman öld- ungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: „S.egið þetta: — Lærisveinarnir koma að næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum. Og ef þetta berst landshöfðingjan- um til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulaus- ir. — Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal gyðinga allt til dagsins í dag.“ (Matt. 28, 13-15.) En hvað er svona merkilegt við andlát og upprisu Jesú. Og hví erum við yfir höfuð að velta þessum hlut- um fyrir okkur þegar hægt er að horfa á sjónvarp, fara í bíó eða fljúga í sólina á Spáni á þremur, fjórum klukkutímum? Og hvað er maðurinn eiginlega að bulla? Fyrst og fremst höldum við í boðskap Guðs sökum þess að hann er sann- leikur og bæði mannbætandi og uppbyggjandi fyrir sál og líkama. Dauði og endurlifnun Mannsson- arins er í raun aðalatriði kristin- dómsins og það sem aðskilur hann frá öðrum trúarbrögðum. Og með téðu kraftaverki á Golgatahæð er Drottinn einfaldlega að sýna mönn- um hvað þeirra býður, er trúa og vonast eftir endurkomu Messíasar til jarðarinnar. Þeirra er breyta grandvarlega og geyma boðskap hans í hjörtum sér og þrátt fýrir mótlæti heimsins. Þeirra er Guð hefur útvalið og forhertu ekki hjörtu sín er kallið barst þeim: „Gangið inn um þrönga hliðið. Því breytt er hliðið og vegurinn breið- ur, sem liggurtil glötunar, og marg- ir þeir, sem þar fara inn.“ (Matt. 7, 13.) Já, Kristur dó fyrir alla menn: „En ég segi yður sannleikann. Það er yðar. Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur, — syndin er að þeir (hér er líklega átt við gyð- inga. Innskot mitt) trúðu ekki á mig , réttlætið, að ég fer til föður- ins, og þér sjáið mig ekki lengur, og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur.“ (Jóh. 16, 7-11.) Og ennfremur: „Vér vitum að Krist- ur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. Með dauða sín- um dó hann syndinni í eitt skipti fyrir öll, en með lífi sínu lifir hann Guði. Þannig skuluð þér líka álita yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði í Kristi Jesú.“ (Róm. 6, 9-11.) Það er akkúrat þetta sem hinn trúaði væntir með breytni sinni hér á jörðu. Sem sagt, að deyja en lifa þó. Atarna kann ef til vill að hljóma ankannalega í eyrum þeirra er skilja ekki málið til hlítar. Og hvernig getur dauði eins manns verið öðrum til gleði og verulegrar velgengni í lífinu? spyija þeir kannski. En ofan- ritaðar ritningargreinar svara þess- ari spurningu efahyggjumannana mjög vel, myndi ég halda. Nóg um það. Að endingu langar mig til að fara út í aðra sálma og víkja örfáum orðum að helgidögunum er tengjast mótmælendum, en þeir eru jól, föstudagurinn langi (góði, sumar þjóðir nefna hann það) páskar og hvítasunnudagurinn. Mörgum manninum fínnst þessir dagar nefn- ilega vera frámunalega leiðinlegir og lengi að líða. „Eru þá enda versl- anir- og skemmtistaðir lokaðir og þar með er „ekkert" hægt að gera,“ segja þeir. Undan þessu „fargi" stynja menn hástöfum og biðja um að þunga þessum sé umsvifalaust varpað af herðum þeirra. Slík er áþjánin. En nú er rétti tíminn til að setj- ast niður í ró og næði og velta einu fyrir sér. Og það er að sérhvert ár hefur 365 daga, eða 8.760 klukku- stundir. í aðeins 96 stundir, ár hvert, eða í fjóra daga, eru menn í raun „fjötraðir" með þessum hætti. Ég vorkenni því engum þótt hann noti þennan tíma, annaðhvort í faðmi fjölskyldunnar, meðal vina eða bara með sjálfum sér, og íhugi dauðann, h'fið og tilganginn með þessu öllu saman. Geti menn hins vegar ekki hugs- að sér annað en að vera á randi, líka á þessum dögum, er eitthvað mikið að sálartetrinu og þjóðfélag- inu í heild. Eitthvað mjög, mjög alvarlegt. Gott fólk, svo ég tali hreint út: Búið er að umhverfa hinum háheil- ögum dögum Drottins í allsheijar „bissness" þar sem hver otar sínum tota til að græða sem mest og hrað- ast. Kristur segir: „Eins var á dög- um Nóa, svo mun og verða á dögum mannsonarins. Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróður- settu og byggðu. En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himnum og tortímdi öllum. Eins mun verða á þeim degi, þegar Mannsonurinn obinberast.“ (Lúk. 17, 26-30.) Já, heimurinn er að sigla inn í áþekkt tímabil í dag og Kristur talar um hér ofar. A.m.k. verður ekki annað séð og því miður eru það ekki margir sem gefa aðvör- unarorðum Biblíunnar minnsta gaum. Konráð Friðfinnsson HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Mjög erfítt virðist verá fyrir skólafólk að fá vinnu um þessar mundir. Víkveiji veit af ung- um manni sem er búinn að vera að leita sér að vinnu undanfarna mánuði og gengið afar treglega. Er hann búinn að skrifa 30-40 starfsumsóknir, en ekki fengið svör við nema tveimur þeirra og þau neikvæð. Þessi ungi maður er að vonum hissa og undrandi yfir þeirri ókurteisi sem honum er sýnd með því að allir hfnir skuli ekki hafa manndóm í sér til að endursenda umsóknir hans, því þar sé mikið af persónulegum upplýsingum, sem honum sé illa við að liggi út um allan bæ. Fjölmörg fyrirtæki stunda það, að auglýsa eftir starfsmönnum án þess að geta um það hvaða fyrir- tæki er um að ræða og eru þá umsækjendur beðnir um að leggja umsóknir sínar inn á auglýsinga- deildir blaðanna. í viðtali við við- skiptablað Morgunblaðsins í vik- unni segir forstöðumaður ráðning- arstofu, að menn ættu ekki að svara slíkum auglýsingum sætti þeir sig ekki við slík vinnubrögð. Ungi mað- urinn sem er að leita sér að vinnu verður hins vegar að hafa allar klær úti, jafnvel verður hann að sækja um störf frá þessum leynifyrirtækj- um. Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir því að fyrirtæki kjósa að aug- lýsa, án þess að fram komi um hvaða fyrirtæki er að ræða. Engin þeirra réttlætir þó slík vinnubrögð og verður að gera kröfu til fyrir- tækja, sem einhverra hluta vegna geta ekki komið fram í eigin nafni, að þau nýti sér frekar þjónustu ráðningarstofanna, þannig að um- sóknir og önnur persónuleg skjöl umsækjenda séu á vísum stað. xxx Allir fjölmiðlar eru þessa dagana undirlagðir af ýmiskonar efni tengt kosningunum næsta laugar- dag. Víkverji hefur verið að horfa á umræður frambjóðenda í sjón- varpssal og kynningu fréttamanna á málefnum kjördæmanna. Slíkur þáttur var m.a. á dagskrá á mið- vikudagskvöldið um Norðurland vestra. Að loknum þættinum var Víkveiji mjög efíns um gildi slíkra þátta, stjórnendur beindu umræð- unum í mjög einhæfan farveg og fór t.d. stór hluti tímans í karp um hafnarframkvæmdir á Blönduósi. í kynningu fréttamanna og spurning- um finnst Víkveija hafá komið fram mikil vanþekking á málefnum kjör- dæmiSins, helst að þeir vissu um þau mál sem fjölmiðlar hafa blásið út að undanförnu, eins og höfnin á Blönduósi sannar best. Þá var einn- ig áberandi misvægi í umfjöllun um máiefni einstakra svæða kjördæm- isins. Þannig var lítið sem ekkert rætt um málefni Skagafjarðar og Sauðárkróks, sem er þó öflugasti kjarni kjördæmisins og framfarir mestar þar. Benti reyndar einn frambjóðandinn á þetta í lok þáttar- ins og þótti greinilega sárt. Til að fyrirbyggja svo yfirborðslega um- fjöllun sem þarna átti sér stað væri e.t.v. ráð, að leita til heimamanna um stjórn slíkra þátta. í öllum kjör- dæmum landsins eru blaða- og fréttamenn, sem hafa þann daglega starfa að Ijalla um málefni þeirra og hafa á þeim mun meiri þekk- ingu, en fréttamenn Sjónvarpsins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.