Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 4
%_____ - i&Ökdí’NÍÍLAÐlD LÁUGARDAGUK: i’3. ÁPIÍIL.Í 99Í - Markarfljótsbrúin: Fyrirkomulag brúar- smiðinnar ekki lögbrot - segir Helgi Hallgrímsson aðstoðarvegamálastjóri „ÞETTA fyrirkomulag á smíði Markarfljótsbrúarinnar brýtur ekki í bága við lög um skipan opinberra framkvæmda. Undanfar- in ár hefur Vegagerð ríkisins ýmist boðið út brúarsmíði eða séð um hana sjálf og svo mun verða áfram,“ sagði Helgi Hallgríms- son, aðstoðarvegamálastjóri, í samtali við Morgunblaðið. í blaðinu í gær var greint frá því að stjórn Verktakasambands íslands hefði samþykkt mótmæli gegn því að Vegagerðin vinni að gerð brúar yfir Markarfljót í stað þess að brúarsmíðin sé boðin út. Að sögn Helga gætir misskiln- ings í mótmælum stjórnar Verk- takasambandsins. „í samþykkt stjórnarinnar segir að áætlaður kostnaður við framkvæmdina sé 300 milljónir króna. Það er hins vegar heildarkostnaðurinn. Smíði sjálfrar brúarinnar mun einungis kosta um helming þess og það er sá hluti verksins sem við hyggj- umst sjá um. Hinn helmingurinn, gerð vega- og varnargarða, verður boðinn út síðar á þessu ári,“ sagði Helgi. „Fyrir nokkrum árum byggðum við allar brýr sjálfir og starfrækt- um hér átta til níu brúarvinnu- flokka. Við höfum smám saman dregið úr þessu og boðið meira út. Nú eru eingöngu fjórir brúar- vinnuflokkar í gangi á okkar veg- um, en það er sá kjami sem við verðum að hafa til taks þegar óvæntir atburðir koma upp á. Við komumst einfaldlega ekki af með minna því enn eigum við mikið af gömlum brúm og verðum því oft fyrir áföllum. Þá er nauðsyn- legt að geta kallað út menn í vinnu og á móti verðum við þess á milli að sjá þeim fyrir verkefnum," sagði Helgi. „Reynslan af útboðum brúar- gerða undanfarin ár sýnir jafn- framt að þessir brúarvinnuflokkar eru samkeppnisfærir við verktaka í verði,“ sagði Helgi að lokum. VEÐUR Heimild: VeOurstofa islands (Byggl á veðurspá W. 16.151 gær) IDAGkl. 12.00 / VEÐURHORFUR í DAG, 13. APRÍL YFIRUT í QÆR: Á Grænlandshafi er hægfara 1.000 mb lægð, sem grynnist, en vaxandí 990 mb lægð um 800 km suður af Hvarfi hreyfist norðaustur. Um 600 km austur af Langanesi er 1.000 mb lægð á leið norðnorðaustur. SPÁ: Suðaustan átt, víða allhvöss eða hvöss með slyddu og síðar rigningu. Snýst í suðvestan stinningskalda með slydduéljum vestan- lands er líður á daginn. Hiti 3 til 7 stig en kólnar heldur annað kvöld, fyrst vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUMNUDAG: Suðvestlæg átt, slyddu- eða snjóél sunn- anlands og vestan, víðast skýjað en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 4 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt á landinu. Dálítil ól vestanlands, slydda eða súld með köflum við suðurströndina en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Frostlaust að deginum en hætt við næturfrosti á Norður- og Austurlandí. TÁKN: / Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- -|0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • * ( )► Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V Skúrir ▼ A er 2 vindstig. * V H 4 Æm Léttskýjað / / / / / / / Rigning — Þoka A r r r = Þokumóða 4 Hálfskýjað mmi * / * ’, ’ Súld 4 A (Æmk Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur * * * —j- Skafrenningur W'/vvJl YMym. Alskýjað WBBr * * * * Snjókoma # * * jÞrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hitf veður Akureyri 2 skýjað Reykjavík 2 úrkoma f grennd Bergen 9 þokumóða Heisinki 14 skýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssarssuaq t-8 heiðskfrt Nuuk ■f-10 léttskýjað Ostó 12 skýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Þdrshöfn vantar Algarve 19 helðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 17 iéttskýjað Chicago 3 skúr Feneyjar 17 léttskýjað Frankfurt 18 heiðskírt Glasgow 8 rigning Hamborg 18 léttskýjað Las Palmas vantar London 19 hálfskýjað Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Madrfd 19 skýjað Malaga 17 mistur Mallorca 17 skýjað Montreal 0 lóttskýjað NewYork 4 heiðskírt Orlando vantar París 24 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Vin 13 skýjað Washington vantar Winnipeg 4 alskýjað Morgunblaðið/Steinunn Vinnuflokkur Vegagerðar ríkisins við smíði nýrrar brúar yfir Mar- karfljót. Hugmyndir um vatnsútflutning: Röng stefna í vatns- málum Islendinga — segir vatnsveitustjóri ÞORODDUR Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri segir það of mikla bjart- sýni að hægt sé að dæla 6 rúmmetrum af vatni á sekúndu úr fáum borholum eins og áhugahópur um vatnsútflutning hefur í hyggju að gera. I Morgunblaðinu í vikunni var greint frá fyrirætlunum hópsins sem hyggst á næstu misserum kanna möguleika á stofnun fyrirtækis til útflutnings á vatni. Uppi eru hugmyndir um að flytja vatnið út í 250 þús. til 400 þús. tonna tankskipum. „Eg efast um að umræddur hópur hafi reiknað út það sem hann er þarna að setja fram. Það er útilokað að markaðurinn erlendis geti tekið við því magni sem þarna er talað um auk þess sem ég tel það ranga stefnu í vatnsmálum íslendinga að ætla sér að flytja út svo mikið magn. Við eigum að reyna að fá sem mest verð fyrir vatnið en það tekst ekki nema vatnið sé flutt út í neytenda- pakkningum," sagði Þóroddur. „Það er miklu meira mál en það sýnist í fyrstu að flytja út svo stóran farm því að jafnvel þó að vatnið komist héðan og í höfn erlendis, þá á eftir að dreifa því þar og það þarf mjög stórt svæði til að taka við því magni af vatni sem þarna er um að ræða. Jafnframt verða menn að gera sér grein fyrir að umrædd skip eru ekki sérhönnuð til vatnsflutninga. Þetta eru olíuskip og jafnvel þótt að vel takist að hreinsa þau er ekki ólík- legt að vatnið mengist á langri leið,“ sagði Þóroddur. „Eg veit um fyrirtæki í Kanada, Western Canadian Water Resources, sem fyrir fjórum árum var með álíka yfirlýsingar. Forsvarsmenn þess hugðust flytja út vatn til Kalifomíu og Mið-Asíulanda og auglýstu fyrir- ætlanirnar mjög. Enn hefur þeim hins vegar ekki tekist að selja einn einasta skipsfarm þrátt fyrir fimm ára þurrk og mikinn vatnsskort í Kaliforníu," sagði Þóroddur að lok- um. Flug-mannadeilan: Oformlegt samkomulag um aukínn hámarks- flugtíma liggur fyrir FLUGMENN hafa náð óformlegu samkomulagi við viðsemjendur sína um að hámarksflugtími verði aukinn úr 8 stundum í 9Vi klukku- stund á sólarhring í miliilanda- flugi. Ósamið er enn um greiðslur og verður næst fundað á þriðju- dag. Einnig hefur verið gerð breyting á vaktfyrirkomulagi í innanlandsflugi. Að sögn Geirs Garðarssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, verð- ur þetta samkomulag, ef sta,ðfest verður, til þess að fækka mjög tilvikum þar sem skipta þarf um áhafnir vegna hvíldartima. Slíkt hefur að hans sögn einkum komið uppá í sólarlandaflugi á háann- atíma. Einnig liggur fyrir samkomulag um að heimilt verði að fjölga þeim flugtímum, sem áætlaðir eru 30 daga fram í tímann, úr 80 í 85. Á móti kemur að vakttími flugmanna getur styst við ákveðnar aðstæður, einkum að næturlagi. Hámarksvakttími er 15 klukkustundir á sólarhring en lækkar eftir því sem lendingum fjölg- ar og eftir því upp á hvaða tíma sólarhrings vaktirnar ber. Einnig eru frágengnar ýmsar aðrar hagræðing- ar á vinnutíma, auk þess sem hám- arksflugtími á 15 dögum í millilanda- flugi er aukinn úr 50 í í 55 stundir. Að sögn Geirs Garðarssonar er rétt byijað að ræða um greiðslur vegna þess aukna vinnutíma sem flugmenn eru reiðubúnir að taka á sig, en næsti fundur aðilanna, sem fundað hafa daglega í 10 daga og sátu að samningaborðinu til að ganga 6 í gærmorgun, er boðaður næstkomandi þriðjudag. Geir sagði erfitt að segja til um hvernig ætti að meta þetta samkomulag til greiðslna, enda væri það hagræði sem af hlytist að ýmsu leyti fremur háð mati en beinhörðum útreikning- um. Borgarráð: Sigrún verð- ur á kjörskrá Á FUNDI borgarráðs í gær var synjað beiðni um að nafn Sigrún- ar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins yrði tekið af kjörskrá. Kæran er ekki tekin til greina, þar sem Sigrún er skráð með lög- heimili í Reykjavík, í íbúaskrá þjóð- skrár við samningu kjörskrár. Á fundinum var samþykkt, að taka inn nítján einstaklinga á kjör- skrá en þremur var hafnað, þar sem þeir uppfylltu ekki nauðsynleg skil- yrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: