Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991
Um 400 áhorfendur horfðu á úrslitaieikinn í sjónvarpi í Keflavík.
Spenna-
lognmolla
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
Á SAM A tíma og spennan
náði hámarki á lokasprettin-
um um íslandsmeistaratitil-
inn í köfuknattleik, þar sem
IMjarðvíkingar og Keflvíkingar
börðust fimm sinnum um
meistaratitilinn fyrir fullum
húsum áhorfenda - hefur
meistarabaráttan í hand-
knattleik koðnað niður og lítill
sem enginn áhugi er lengur
fyrir henni. Lognmolla er
allsráðandi.
*r
Ahuginn hefur verið geysileg-
ur fyrir körfuknattleik und-
anfarna daga og hafa spennandi
og jafnir leikir; Fyrst ÍBK og KR
í undanúrslitum og
síðan fimm spenn-
andi viðureignir
i nágrannaliðanna
frá Njarðvík og
Keflavík, verið
mikil lyftistöng
fyrir körfuknatt-
ieikinn. Áhuginn
var svo mikill fyrir
úrslitaleiknum í
Njarðvík, að þegar uppselt var á
leikinn seldu Keflvíkingar inn á
leikinn í Keflavík, þar sem 400
áhorfendur borguðu sig inn til að
horfa á leikinn á stórum sjón-
varpsskermi. Þar voru fleiri áhorf-
endur samankomnir til að horfa
á sjónvarpsútsendingu heldur en
áhorfendur á tólf af átján leikjum
sem hafa verið leiknir í úrslita-
keppninni í handknattleik. Körfu-
knattleikurinn hefur kaffært
handknattleikinn annað árið í röð.
Vonlaust fyrirkomulag
\ í byrjun
Fyrirkomulagið á 1. deildar-
keppninni í handknattleik; þegar
liðum var fjölgað úr tíu í tólf og
leikin sérstök úrslitakeppni um
meistaratitil og fall, var dauða-
dæmd í byijun, eins og undirritað-
ur benti á fyrir ári síðan, eða
áður en ákveðið var í fljótfæmi
og hugsunarleysi að fjölga liðum.
Miðlungsleikjum, sem skiptu litlu
sem engu máli, fjölgaði og áhorf-
endafækkunin var mikil í for-
keppni, sem stóð yfir í allan vet-
ur. Úrslilakeppni eins og er í
handknattleiknum er vægast sagt
ómöguleg og er aðeins til að fjölga
leikjum sem hafa enga þýðingu.
Það gengur ekki að þrjú féiög af
sex hafi tekið með sér ákveðinn
fjölda stiga í úrslitakeppni. Félög
standa ekki jafnfætis þegar
úrslitakeppni hefst með þannig
fyrirkomulagi. Handknattleiks-
menn hefðu mátt taka körfu-
knattleiksmenn sér til fyrirmynd-
ar og láta efstu liðin í 1. deildar-
keppninni leika með útsláttarfyr-
irkomulagi.
Nú þegar tólf leikir eru eftir í
úrslitakeppninni í handknattleik,
skipta fimm leikir engu máli og
fjórir leikir skipta litlu sem engu
máli. Þeir gera það aðeins ef
Valsmenn tapa einum af þremur
heimaleikjum sem þeir eiga eftir
og að Víkingar vinni alla leiki sína
áður en þeir leika gegn Valsmönn-
um í síðustu umferð. Allt stefnir
í að síðasti leikur úrslitakeppninn-
ar - leikur Víkings og Vals, skipti
engu máli og að Valsmenn hafi
tryggt sér meistaratitilinn fyrir
leikinn. Þeir eiga eftir að leika
þijá heimaieiki; Gegn FH, Stjörn-
unni og Haukum, en þessi felög
eru úr leik og hafa að engu að
keppa.
Lítill áhugi
Áhuginn hefur verið mjög lítiil
fyrir úrslitakeppninni í handknatt-
leik þrátt fyrir að mikið hafi verið
fjallað um keppnina I fjölmiðlum.
Áðeins um 6.890 áhorfendur hafa
séð átján leiki, sem er að meðal-
tali 383 áhorfendur á leik. Flestir
áhorfendur hafa séð Eyjamenn
leika gegn Val (900) og Víkingi
(850) í Eyjum. Áðeins 90 áhorf-
endur borguðu sig inn á ieik
Víkings og Hauka á dögunum,
en á sama tíma borguðu 100
áhorfendur sig inn á leik KR og
Ármanns í Reykjavíkurmótinu í
knattspymu.
Áhuginn hefur verið meiri fyrir
úrslitakeppninni í körfuknattleik,
þar sem 7.900 áhorfendur
borguðu sig inn á tíu leiki, eða
að meðaltali um 800 á leik. Fimm
af leikjunum fóru fram fyrir fullu
húsi og nær fullt hús var á þrem-
ur leikjum. Hver leikur í úrslita-
keppninni gaf heimaiiðinu um
hálfa millj. kr. í kassann.
Handknattleiksforustan hefur
oft gert lítið úr mótafyrirkomu-
laginu í körfuknattleik í gegnum
árin. Handknattleiksmenn hafa
gert tvær misheppnaðar tilraunir
með úrslitakeppni. Nú er svo kom-
ið að þeir verða að fara að hugsa
alvarlega um sinn gang og taka
körfuknattleiksmenn sér til fyrir-
myndar.
GOLF / BANDARISKA MEISTARAMOTIÐ (MASTERS)
FRJALSIÞROTTIR
Víðavangshlaup ÍR verður háð á
sumardaginn fyrsta, 25. apríl
næstkomandi, og fer nú fram 76. árið
í röð. Hlaupið verður að öllu leyti innan
Hljómskálagarðsins og er keppnislengd-
in röskir 4 km. Keppt er í flokkum
karla, kvenna, drengja og stúlkna, og
öidungaflokkum, en allir þátttakendur
eru ræstir samtímis. Veitt verða ein-
staklings- og sveitaverðlaun. Þátttöku-
tilkynningar ásamt 500 krónu skráning-
argjaldi þurfa að hafa borist í síðasta
lagi mánudaginn 22. apríl til Jóhanns
Björgvinssonar (s. 624366), pósthólf
301, 121 Reykjavík eða telefax 624336,
eða Kristínar Sigurbjörnsdóttur (s.
27858), pósthólf 1734,121 Reykjavík.
HOLA PAR STIKUR 1
1 4 400 '
2 5 555
3 4 360
4 3 205 1
5 4 435
6 3 180
7 4 360 |
8 5 535
9 4 435 “
36 3465
10 4 485
11 4 455
12 3 155
13 5 465
14 4 405
15 5 500
16 3 170
17 4 400
18 4 405
36 3440
Alls 72 Alls6905
Nick Faldo fryqgöi serl
sigur á henni í oráSa-
bana síðastliðin tvö ár.y
Brautin var löað að
nýju í fyrra eftir
flóoskemmdir.
Vídavangshlaup ÍR
Um helgina
Keila
Úrslitaleikir einstaklingskeppni
karla og kvenna í íslandsmótinu
í ke'ilu fara fram í Keilulandi í
Garðabæ kl. 16 í dag.
Glíma
Sveitaglíma Islands verður háð að
Laugum í Þingeyjarsýslu í dag kl.
14. Þingeyingar hafa verið ósi-
grandi síðustu ellefu árin, en lið
KR-inga er í sókn. Tíu glímusveit-
ir eru skráðar til leiks.
Badminton
Deildarkeppnin í badminton í
Laugardalshöllinni. Keppni hefst
kl. 10 í dag og á morgun en loka-
umferðin hefst kl. 15 á sunnudag.
Keppt er í þremur deildum.
Skíöi
Alþjóðlegt skíðamót verður á
ísafirði í dag. Keppt er í svigi
karla og kvenna.
Blak
Úrslitaleikir bikarkeppninnar í
blaki fara fram í íþróttahúsinu
Digranesi í dag. HK og KA leika
í karlaflokki kl. 16 og Víkingur
og Breiðablik í kvennaflokki kl.
17.30.
Billiard
Um helgina verður íslandsmót
BSSI og Tryggingarmiðstöðvar-
innar í 1. flokki og verður það
haldið í Ingólfsbilliard og Billard-
stofunni Klöpp. Keppni hefst kl.
9.45 ídag.
Knattspyrna .
Leiknir og KR leika í Reykjavíkur-
mótinu í knattSpyrnu í dag kl. 17
á gervigrasinu í Laugardal og á
morgun leika Þróttur og Ármann
á sama stað kl. 17.
FH og Keflavík mætast í Litlu-bik-
arkeppninni kl. 11 í dag í Kaplakl-
rika.
Skíðastökk
Skíðafélag Reykjavíkur verður
með stökkkennslu fyrir almenning
í Bláfjöllum um helgina, eins og
undanfarið. Hægt er að fá leigð
stökkskíði hjá Bláfjallanefnd og
eins hjá Skíðafélagi Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar í síma 12371.
BADMINTON
Þrír keppa
í Hollandi
Broddi Kristjánsson, Árni Þór
Hallgrímsson og Guðmundur
Adolfsson taka þátt í alþjóðlegu
móti í badminton, sem fer fram í
Groningen í Hollandi um helgina.
Mótið getur stig til Ólympíuleik-
anna í Barcelona 1992. Þeir leika
allir í einliðaleik, en í tvíliðaleik leika
Broddi og Árni Þór saman. Guð-
mundur leikur með Tékkanum
Tomasz Mendrek, en hann er núm-
er eitt á styrkleikalista Tékkósló-
vakíu.
NATIONAL Augusta völlur-
inn er einn besti golfvöllur Banda-
ríkjanna en um tíma var efast um
að hægt væri að halda Masters
þar. Ellefta flötin, þarsem Nick
Faldo hefur tvívegis tryggt sér sig-
urinn, nánast flaut í burtu í mikilli
rigningu í október sl. Amen-horn-
ið, sem er 11., 12. og 13. hola,
skemmdist einnig en úrkoman
mældist um 318 mm. á 36 tímum.
I KLÚBBURINN setti strax á
fulla ferð við endurbæturnar og
tæpum mánuði síðar var grasið á
11. flötinni slegið. Nú sjá keppend-
ur engan mun á holunum og meist-
arinn Faldo segist sérstaklega án-
ægður með nýju flötina.
■ ÞEGAR flestir bestu kylfingar
heims safnast saman má búast við
miklum látum. Það hefur komið á
daginn og byijaði með deilu á milli
Tom Watsons og Rocco Mediate.
Sá síðarnefndi notar langa pútt-
kylfu og Watson segir að það eigi
ekkert skylt við golf. „Það ætti að
banna þetta enda er engin goif-
sveifla við notkun kylfunnar,“ sagði
Watson. Mediate segir hinsvegar
að á meðan ekki er bannað að nota
kylfuna ætli hann að gera það,
enda gengið vel að pútta: „Ef Wat-
son hefur eitthvað að segja þá ætti
hann að segja það við mig en ekki
fjölmiðla," sagði Mediate.
■ NICK Faldo hefur einnig átt í
vandræðum vegna ummæla sem
eru höfð eftir honum í nýjast tölu-
blaði Sports Illustrated. Þar kemur
fram gagnrýni á aðra kylfinga og
þeir hafa ekki tekið því vel. Faldo
segir hinsvegar að ummælin hafi
verið slitin úr samhengi og hann
sjá enga ástæðu til að biðja menn
afsökunar.
■ IAN Woosnam náði efsta sæt-
inu á heimslistanum í síðustu viku.
Það er í fyrsta sinn sem hann kemst
í toppsætið en hann hefur stefnt
að því í þrjú ár. „Faldo leggur
áherslu á risamótin en ég á heims-
listann. Núna hef ég náð honum
og þá væri fínt að ná einum stór-
um,“ sagði Woosnam.
■ PAYNE Stewart tekur ekki
þátt í mótinu að þessu sinni. Hann
hætti við á síðustu stundu vegna
meiðsla í baki. Keppendur eru því
87 en hefð er fyrir því að fjölga
ekki, þrátt fyrir að einhveijir hætti
við.
■ TOM Watson hafði heppnina
með sér á 18. holunni, fyrsta dag-
inn. Högg hans fór of langt og inní
hóp áhorfenda. Þar lenti boltinn á
fótlegg konu og rúllaði að flötinni.
Watson náði pari og þakkaði kon-
unni fyrir með stórum kossi!
BLAK / BIKARKEPPNIN
Sögulegur leikur
Það verður söguleg stund í blak-
heiminum hérlendis þegar KA,
núverandi íslandsmeistarar í karla-
flokki, og hið unga og efnilega.lið
HK leiða saman hesta sína í úrslita-
leiknum í bikarkeppninni kl. 16 í
íþróttahúsi Digranessí dag. Hvor-
ugt liðið hefur náð að sigra í þess-
ari keppni en KA-menn hafa tvisvar
áður leikið til úrslita, gegn Þrótti
R. og ÍS en biðu lægri hlut í bæði
skiptin. HK-liðið hefur aftur á móti
aldrei leikið til úrslita í bikarkeppn-
inni og eru leikmenn liðsins því að
leika sinn fyrsta stórleik. Bikarleik-
urinn í karlaflokki er einnig merki-
legur fyrir þær sakir að Þróttur
R. og ÍS hafa einokað keppnina að
mestu leyti og þetta er í fyrsta
skipti síðan 1979 sem þessi lið eru
ekki í úrslitum, en 1979 sigraði lið
UMF Laugdæla. Áratúgurinn
1980-1990 var áratugur Þróttar og
ÍS í bikarkeppninni og það er fyrst
í dag sem nýtt nafn verður skrifað
í sögu bikarkeppninnar. Það má
búast við að KA menn leggi allt í
sölurnar til að sigra í þessum leik
enda ekki vænlegt áð tapa þremur
úrslitaleikjum í röð. HK liðið hefur
komið nokkuð á óvart í vetur og
greinilegt er að leikmenn liðsins
hafa metnað til að komast í fremstu
röð. Liðin byggja á ólíku leikskipu-
lagi KA-menn hafa hávaxnari ein-
staklinga og reyna mikið að sækja
í gegn á köntunum en HK-liðið
beitir meira snöggum sóknum sem
oft er erfitt að veijast.
Víkingur — UBK
í kvennaflokki mætast Víkingur
og UBK kl. 17.30. Þar má einnig
búast við spennandi viðureign.
Víkingar eru núverandi íslands-
meistarar og nokkuð öruggt en
UBK-liðið hefur einna helst staðið
sig í stykkinu með að veita þeim
harða keppni. I Víkingsliðinu eru
fimm einstaklingar í landsliðinu en
í UBK þrír.