Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 Nýtt flugskýli í Keflavík; Fjármálaráðherra heimilar að fella niður opinber gjöld ^ Kcflavík. ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra boðaði í gær fund með Flugleiðamönnum og sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum þar sem kynntar voru fyrirhugaðar framkvæmdir Flugleiða vegna byggingar nýs viðhaldsflugskýlis á Keflavíkurflugvelli. A fundin- um skýrði fjármálaráðherra einnig frá því að hann hefði aflað heimilda í lánsfjárlögum fyrir árið 1991 til að fella niður opinber gjöld af fyrirhuguðum framkvæmdum. Olafur Ragnar sagði að bygging flugskýlisins yrði stærsta bygg- ingarframkvæmdin sem ráðist yrði í hér á landi á þessu ári og myndi skapa um 200 atvinnutækifæri á Suðurnesjum. Hann sagði að meginforsendan fyrir niðurfellingu á opinberum gjöldum væri að hér væri verið að flytja inn að hluta starfsemi sem hefði farið fram erlendis og kostað mikinn gjald- eyri. Hér væri einnig verið að flytja inn starfsemi sem hefði far- Morgunblaðið/Róbert Schmidt Viðar Ástvaldsson með skarfana tvo. Hitti tvo skarfa í einu skoti Bíldudal. ið fram erlendis en myndi nú skapa ný atvinnutækifæri og gera Flug- leiðum kleift að bjóða viðhalds- þjónustu til erlendra flugfélaga. Steindór Guðmundsson verk- fræðingur og ráðgjafi Flugleiða varðandi byggingu nýja flugskýl- isins sagði að hér væri um sann- kallaða risabyggingu að ræða sem væri 12.300 fermetrar og 203.000 rúmmetrar. í samanburði væri flugstöð Leifs Eirikssonar 24.000 fermetrar en 128.000 rúmmetrar. Koma mætti 8 Fokker F50 vélum inn í nýja skýlið. Guðmundur Páls- son framkvæmdastjóri tæknisviðs sagði að með tilkomu flugskýlisins færðist öll starfsemi tæknisviðs á sama stað. Nú væru starfandi 25 manns á Keflavíkurflugvelli en yrðu 162. Guðmundur sagði að niðurfell- ing gjaldanna væri ein af forsend- um þess að Flugleiðir færu út í þessa framkvæmd. Samningar við flugvirkja um flutning á vinnustað þeirra til Keflavíkur væru ófrá- gengnir, eftir væri að velja endan- lega gerð skýlisins og tryggja fjár- mögnun. Þar til allir þessir þættir væru frágengnir myndi stjórn Flugleiða bíða með að ákveða hvenær framkvæmdir hæfust. Stefnt væri að því að ljúka bygg- ingu skýlisins fyrir árslok 1992 og væri áætlaður kostnaður 700 milljónir til einn milljarður. Geir Hauksson flugvirki og formaður Flugvirkjafélagsins lýsti yfir ánægju sinni með fyrirhugaðar framkvæmdir og að flugvirkjar litu nú fram á betri tíð í atvinnu- málum. BB Morgunblaðið/KGA Utför Pálma Jónssonar gerð frá Langholtskirkju Utför Pálma Jónssonar í Hagkaup var gerð frá Langholtskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Bjarni Sigurðsson jarðsöng. Tónlistarflutning önnuð- ust Gunnar Kvaran sellóleikari, Sigrún Hjáimtýsdótt- ir, sópran, og Kór Langholtskirkju undir stjórn org- anistans, Jóns Stefánssonar. Jón Ásbergsson, Magn- ús Ólafsson, Kristinn Orri Erlendsson, Olafur Hjalta- son, Ragnar Atli Guðmundsson, Þorsteinn Pálsson, Bárður Daníelsson og Jakob Jónasson báru kistu Pálma Jónssonar úr kirkju. Forsljóri Skeljungs: Úrelt að Verðlagsráð ákveði eldsneytisverð KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., segir þá tilhögun úrelta, að verðlagning á gasoliu, svartolíu og 92 oktana benzíni sé enn í hönd- um Verðlagsráðs, þótt innflutningur á benzíni hafi verið gefinn frjáls. Þetta kemur fram i ársskýrslu Skeljungs, en aðalfundur félagsins var haldinn í gær. „Það er skoðun þess, sem hér rit- ar, að þetta sé úrelt fyrirkomulag og leggja beri verðlagningu á þessum vörum í hendur stjórnenda fyrirtækj- anna. Rétt eins og það á að vera í þeirra valdi og á þeirra ábyrgð, hvar þeir á hveijum tíma telja hentugast að kaupa vöruna,“ segir Kristinn Bjömsson í ávarpi sínu í ársskýrslu Skeljungs. „Það er óeðlilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að þessi fyrir- tæki eigi afkomu sína undir verð- ákvörðunum embættismanna. Ekki hvað sízt nú, þegar hlutabréf í þess- um fyrirtækjum ganga kaupum og sölum á almennum markaði. Á þessu sviði, eins og öðrum, er eðlilegt, að samkeppni hins frjálsa markaðar fái að ráða. Einungis með þeim hætti tekst að byggja iipp vel rekin og öflug fyrirtæki á íslandi." Á aðatfundi Skeljungs í gær kom fram að staða fyrirtækisins væri góð. Heildarvelta var 5,1 milljarður á árinu og jókst um 21,9% frá fyrra ári. Hlutfall eigin fjár af heildareign- um er 48%, miðað við að tekjuskatts- skuldbinding félagsins sé reiknuð í efnahagsreikningi og óskattlagt eig- ið fé um leið leyst upp. Þetta er í fyrsta sinn sem þessari bókhaldsað- ferð er beitt, en miðað við eldri að- ferð er eigið fé 55%. Veltufjárhlut- fall var 1,11. VESTFIRÐINGUM þykir díla- skarfur hið mesta lostæti og er talsvert veitt af honum þar. Skarfabyggðir eru víða og mikið af þessum fugli um alla Vestfirði. Það er siður veiðimanna að fara á „skarf“ og er hann bæði skotinn á sjó og við strendur. Veiðitímabilinu á skarf lauk þann 15. mars, en hefst 20. ágúst að hausti. Á meðfylgjandi mynd er veiðimaður frá Bíldudal með nýskotinn dílaskarf í hend- inni og fyrir aftan er annar skarfur sem féll fyrir sömu riffil- kúlu. Það þykir fátítt að veiðimenn nái tveimur fuglum í einu riffll- skoti og kallast slíkt_„grísskot“. Skyttan heitir Viðar Ástvaldsson og var hann með Homet-riffil, sem tekur kalíber fyrir ofan 22. magnum, og er það hentug kúla fyrir 150-200 metra færi. Báðir skarfarnir náðust og voru þeir ungir, líklega á öðru ári. Annar var merktur Náttúru- fræðistofnun íslands og var merkið sent þangað, að beiðni þeirra sem sjá um fuglamerking- ar fyrir stofnunina. Skarfarnir voru síðan snæddir yfir páska- hátíðina enda herramannsmatur og mikið kjöt á hverjum fugli. Að loknu skarfaveiðitímabil- inu fara menn á „svartfugl" og er komið talsvert af svartfugli í Amarfjörðinn. Um leið og veður fer að batna verða litlu bátamir settir niður og haglabyssurnar viðraðar að hætti Vestfirðinga. R. Schmidt Sovétmönnum afhent greinargerð vegna Litháens-málsins: Undirbúningi að stjómmáia- tengslum við Litháen lokið Bíðum svara frá Eystrasaltsríkjunum, segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra afhenti í gær Igor Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna, greinargerð íslenzkra stjórn- valda vegna viðræðna við Litháen um sljórnmálatengsl landanna. í greinargerðinni eru færð að því þjóðréttarleg rök að ekkert sé því til fyrirstöðu að koma á stjórnmálatengslum við Litháen, og að slíkt sé ekki íhlutun í innanríkismál Sovétríkjanna. Jón Baldvin segir að undirbúningi að því að koma á diplómatískum tengslum sé lokið, en beðið sé svara frá Eystrasaltsríkjunum um erindi Eista, þess efn- is að Islendingar taki að sér milligönguhlutverk í samningum Eystra- saltsríkjanna og Sovétsljórriarinnar. í samþykkt ríkisstjórnarinnar um Litháens-málið frá 23. janúar, var meðal annars kveðið á um að af- staða íslenzkra stjórnvalda yrði skýrð fyrir Sovétmönnum. Jón Baldvin bauð utanríkisráðherra Sovétríkjanna upp á fund um málið og nefndi til þrjár dagsetningar í marz. Viðræðum var ekki hafnað, en Sovétmenn sáu sér ekki fært að mæta á þessa fundi. Þegar síðan var ákveðið að Krasavin sendiherra myndi snúa aftur til íslands var ákveðið að hann tæki við skýringum íslenzkra stjórnvalda. Krasavin áréttaði á fundinum með utanríkisráðherra að Sovét- stjórnin teldi íslendinga vera að skipta sér af innanríkismálum Sov- étmanna og bijóta í bága við Hels- inkisáttmálann og Parísaryfirlýs- inguna. Sendiherrann mun koma greinargerðinni á framfæri við sovézk stjórnvöld. Eistneska ríkisstjórnin hefur ósk- að eftir því að Islendingar hafí milli- göngu um viðræður Eystrasaltsríkj- anna og Sovétstjórnarinnar og bjóði Reykjavík sem fundarstað. Islenzka ríkisstjórnin hefur fallizt á þær til- lögur. Að sögn Jóns Baldvins stóð til að Eistar kynntu þessar tillögur á fundi Eystrasaltsráðsins, þar sem öll Eystrasaltsríkin eiga_ aðild, á fundum snemma í marz. íslending- um yrði tilkynnt um niðurstöður fundanna og framhald málsins átt að ráðast af þeim. „Því miður hefur þetta mál dregizt mjög á langinn hvað varðar viðbrögð Eystrasaltsþjóðanna," sagði Jón Baldvin. „Það var ekki tekið fyrir á fundi Eystrasaltsráðs- ins, sem um var rætt. Það eina, sem hefur gerzt var að hingað var send- ur sérfræðingur af hálfu eistnesku stjórnarinnar. Hann vann með íslenzkum sérfræðingum í tvo sólar- hringa og niðurstaðan var sú að sett var á blað verklýsing fyrir þetta milligönguhlutverk. Það var lagt fyrir eistnesku stjórnina, en við höfum ekkert heyrt frá þeim.“ Jón Baldvin segist hafa vitneskju um að ágreiningur sé milli Litháa og Eista um það hvaða mál eigi að hafa forgang varðandi stuðning ís- lendinga og annarra Vesturlanda við sjálfstæðisbaráttu ríkjanna. „Litháar hafa ítrekað að þeir vænti þess að íslendingar leiði til lykta ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ályktun Alþingis um að koma á stjórnmálatengslum. Eistar leggja höfuðáherzlu á að þessu milligöngu- hlutverki verði sinnt. Mér er á þess- ari stundu alls ekki kunnugt um hvort samkomulag hefur tekizt á milli þeirra um það, en við höfum ekkert frá þeim heyrt.“ Jón Baldvin segist líta svo á að Alþingi hafí falið sér að ljúka því máli að koma á stjórnmálatengslum við Litháen og hann hafi hugsað sér að gera það meðan þingið sitji. Ef ágreiningur Eystrasaltsland- anna leiði ti! þess að ríkisstjórnin geti ekki orðið við óskum Eista, toiveldi það málið. „Við viljum ekk- ert aðhafast, sem gæti orðið til að spilla þeirra samstöðu,“ sagði ut- anríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.