Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 60
940/960 — Bifreiö sem pií getnr tréysl! LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Utsendingar textavarps næsta haust Sjónvarp í steríó frá áramótum RÁÐGERT er að hefja sjónvarps- útsendingar hérlendis í steríó- hljóm um næstu áramót og hefur seljendum viðtækja verið gert við- vart um þessa breytingu. Þá hefur verið samþykkt í útvarpsráði að hefja tilraunaútsendingar texta- varps sem ráðgert er að tengist textavörpum sem starfrækt eru á öllum sjónvarpsstöðvum á Norð- urlöndum og nýtast mun íslensku- mælandi fólki búsettu þar. Inga Jóna Þórðardóttir, íormaður útvarpsráðs, sagði að ráðgert væri að hefja tilraunaútsendingar með textavarp í lok september. Hún sagði að enn væri of snemmt að segja til um á hvaða formi textavarpið yrði, . til greina kæmi að senda út ritmáls- fréttir, dagskrárkynningar og ýmsar upplýsingar. í nýrri tegundum sjónvarpstækja er búnaður sem gerir sjónvarpsnot- endum kleift að ná steríóútsending- um og nýta textavörp. Útvarpsráð telur að heppilegt sé. að miða útsend- ingar textavarpsins og steríóútsend- inga við fyrrgreindan tíma því talið er að endurnýjunartímabil á sjón- varpstækjum sé að ganga í garð. Fyrir skömmu var samþykkt í útvarpsráði að allt innlent endursýnt efni verði textað í sumardagskrá sjónvarpsins. Þar er um að ræða heimildarþætti, leikrit, kvikmyndir og allt það barnaefni sem er endur- sýnt vikulega. Ávöxtunar- Morgunblaðið/Eggert Óiafsson Bjargað eftir strand JOHANNI Halldórssyni, 39 ára sjómanni frá Bíldudal, var bjarg- að um borð í varðskipið Ægi í gær eftir að bátur hans, Gunnvör IIIS 53, strandaði við Kópinn yst í Arnarfirði. Jóhann var einn á. „Ég var að koma úr róðri þeg- ar kolsvart él gekk yfir. Ég var alveg öruggur um að ég væri sloppinn, en það var ekki. Ég hefði þurft að sigla í tvær mínút- ur enn til að sleppa,“ sagði Jó- hann í gærkveldi. „Við komum að bátnum um kl. 16, náðum Jóhanni um borð og fórum síðan og skoðuðum aðstæð- ur á strandstað. Báturinn er mik- ið skemmdur og ég gæti best trú- að að hann væri ónýtur,“ sagði Magnús Ólafsson, annar stýri- maður á varðskipinu Ægi. Á myndinni hér að ofan er Jó- hann kominn heill á húfi í gúmmí- bát Landhelgisgæslunnar. Til hliðar sést báturinn á strandstað. Morgunblaðið/RAX krafa hús- bréfa í 8,1% LANDSBRÉF hf. sem er við- skiptavaki húsbréfa hækkaði í gær ávöxtunarkröfu bréfanna úr 7,9% í 8,1%. Þessi hækkun hefur í för með sér að afföll aukast við sölu þeirra og nema nú um 17,2% auk sölulauna. Önnur verðbréfa- fyrirtæki fylgdu í kjölfarið og hækkuðu ávöxtunarkröfuna í 8,1% að Kaupþingi undanskildu sem hækkaði hana í 8,15%. Að sögn Sigurbjörns Gunnarsson- ar, deildarstjóra hjá Landsbréfum, er ástæða hækkunarinnar dræm sala bréfanna að undanförnu en mikið framboð. „Það eru ákveðin merki sem sjást um að framboðið muni fara minnkandi þar sem færri umsóknir hafa borist til húsbréfa- deildar að undanförnu. Það er hins vegar óvíst hvenær það skilar sér í minna framboði eða hvort það leiðir til vaxtalækkunar," sagði hann. Sófasetti stolið um há- bjartan dag SÓFASETTI og borði, alls um 300 þúsund króna virði, var stol- ið úr setustofu í sameign fjöl- býlishúss við Grandaveg um miðjan dag á fimmtudag. Menn sáu litlum rauðum fólksbíl með kerru aftan í ekið frá húsinu og virtist sem húsgögnum hefði verið staflað í flýti á kerruna. Viðræður um Evrópska efnahagssvæðið: Frakkar leggja áherslu á hagsmuni Islendinga Hyggjast leggja fram nýja tillögu um sjávarútvegsmál á ráðherrafundi EB FRÖNSK stjórnvöld hafa sett sig í samband við fulltrúa í utanrík- is- og sjávarútvegsráðuneytinu og beðið um athugasemdir við til- lögu um lausn á ágreiningi um sjávarútvegsmál í viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Samkvæmt heimildum í Brussel hyggjast Frakkar leggja tillögu þessa fram á fundi utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins (EB) í Lúxemborg á mánudag. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórn- völd hafi orðið þess áskynja, að Frakklandsforseti hafi gefið samn- ingamönnum Frakka fyrirmæli um að fallast ekki á neina þá samn- inga, sem ekki tækju tillit til sérhagsmuna íslcndinga. Utanríkis- ráðherra segir þetta afar ánægjuleg tíðindi og að þau hafi aukið sér bjartsýni varðandi framgang EB-EFTA-viðræðnanna. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hefur beitt sér fyrir þessum framgangi málsins og er sagt að Frakkar leggi ríka áherslu á að hagsmunum Islendinga verði horgið í viðræðum EB og Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) í viðræðunum um Evrópska efna- hagssvæðið. Erfíðlega hefur gengið að koma saman formlegri tillögu innan EB um sjávarútvegsmál en almennt er talið að reynt verði að höggva á hnútinn er ráðherrarnir koma saman til fundar á mánudag. Ta- kist það ekki verður framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins að leggja fram tillögu á grundvelli samningsumboðsins sem skil- greint var í upphafi viðræðnanna en þar er gengið út frá því að fyrir aðgang að mörkuðum EB verði samið um aðgang að fiski- miðum EFTA-ríkjanna. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að þegar Mitterrand hefði verið hér á ferð í fyrrasumar hefði hann lýst yfir þeirri skoðun sinni, að EB ætti að taka tillit til sérstöðu íslands í við- ræðum við EFTA. í kjölfar þess hefði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, skrifað Frakk- landsforseta og hann sjálfur Rol- and Dumas, utanríkisráðherra Frakka, þar sem ítarleg grein hefði verið gerð fyrir sjónarmiðum Ís- lendinga. Formleg svör við þessum bréfum hefðu ekki borist, en íslensk stjórnvöld hefðu orðið þess áskynja eftir diplómatískum leið- um, að Frakklandsforseti hefði gefið fulltrúum Frakka í viðræð- unum fyrirmæli um að fallast ekki á neinn þann samning, sem ekki tæki fullt tillit til sérstöðu íslend- inga. Ljóst væri að þessum fyrir- mælum hafi verið fylgt og Frakk- ar hefðu haft samráð við íslend- inga um það. Jón Baldvin segir að þetta séu mjög ánægjuleg tíðindi og í þessu hafi komið fram raunverulegur pólitískur vilji til að finna pólitíska lausn, þar sem tekið sé tillit til sérhagsmuna íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.