Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 48
°48 MÖR’ÓÚWBLÁÐÍb ÍÁÖ'GÁRDÁÓtíft' 13.’ ÁPRÍL 1991 Aldarminning: Eiríkur Jónsson, Vorsabæ, Skeiðum í dag, 13. apríl, eru 100 ár liðin frá fæðingu Eiríks Jónssonar odd- vita í Vorsabæ á Skeiðum. Þótt nú séu nær þijátíu ár liðin frá dauða hans sér verka hans ennþá víða stað. Hann brá sínum „svip yfir dálítið hverfi“ þar sem Skeiða- hreppur er og starfsvettyangurinn var reyndar öllu meiri: Árnessýsla þar sem hann kom víða við og Skeiða- og Flóamannaafréttur sem var eins og annað heimkynni hans. Sem unglingur kynntist ég Eiríki einmitt þa — við endumýjun af- réttagirðinga. Hann var fyrsti verk- stjórinn minn utan heimilis og sem lítinn þakklætisvott fyrir ágæta við- kynningu þar og alla tíð síðan set ég hér þessi orð á blað. Eiríkur Jónsson fæddist í Vorsabæ 13. apríl 1891. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Helga Eiríksdótt- ir ljósmóðir, af ætt Ofeigs ríka í Fjalli, og Jón Einarsson, ættaður frá Syðri Brúnavöllum á Skeiðum, en lengra að voru ættir hans í Bisk- upstungum. Gott bú þótti í Vorsabæ er Eirík- ur var þar að alast upp. Ólst Eirík- ur upp með þrem systrum sínum og var heimilið mannmargt. Skóla- ganga var af mjög skornum skammti. Farkennslu var þó haldið uppi í sveitinni og kennari var Guð- rún, systir Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Ekki svalaði þessi far- kennsla menntaþorsta Eiríks. Hann þráði að komast til búnaðarnáms og sótti um vist á Hvanneyri. En bæði var það að þá var skólinn yfir- fullur og heimilið krafðist starfs- krafta hans. Lífsins skóli tók því við og þar varð Eiríkur ekki eftir- bátur annarra. Þá hafði faðir hans veikst; missti hann heilsuna 1906 en hélt samt áfram búskap til 1916. Þá tók Eirík- ur við búskap í Vorsabæ „þó ég hefði lítinn áhuga fyrir því“, eins og hann síðar sagði frá. „Hugur minn stóð miklu fremur til annars, sérstaklega smíðanáms.“ Var hann hagur mjög, bæði á tré og járn og undi sér títt í smiðju þegar hlé gafst frá bústörfum. Haustið 1916 staðfesti Eiríkur ráð sitt og gekk að eiga Kristrúnu, dóttur Þorsteins Teitssonar smiðs. Hafði hann áður búið í Hraunshóli í Ölfusi en var nú kominn að Stokks- eyri. Sjö voru börn þeirra Kristrún- ar og Egils, fjórar dætur og þrír synir en einn þeirra komst ekki á fullorðinsár. Búskapur þeirra Kristrúnar stóð svipað og hjá barn- mörgum fjölskyldum á þeim tíma. Enginn auður var í búi og fannst Eiríki sjálfum frumbýlingsárin erf- ið. En staðan var orðin mjög góð á efri árum hans. Jón sonur hans kom til búskapar á móti honum árið 1948, tók hálflendu jarðarinnar og stofnaði nýbýli. Um þær mundir varð mikil breyting á Vorsabæ eins og á flestum öðrum býlum Skeiða- manna. Eiríkur í Vorsabæ varð skjótt til forystu fallinn. Hann var kjörinn í hreppsnefnd Skeiðahrepps árið 1919 og varð oddviti hreppsnefndar árið 1922. Því starfi gegndi hann samfellt í 28 ár eða til 1950. Á þessu tímabili lifðu Eiríkur og sveitungar hans mestu byltingu í sögu og atvinnumálum sveitarinn- ar. Gjaldkeri stjórnar Skeiðaáveit- unnar varð hann árið 1916 en gerð áveitunnar hófst árið 1917. Þetta mikla mannvirki hafði á sér ævin- týrasnið enda fyrsta stóráveita landsins. Sú óheppni elti fram- kvæmdina að verkfræðingar vissu of lítið um berglagið undir jarðveg- inum. Ekki hafði verið reiknað með því að sprengja þyrfti aðaláveitu- skurðinn af stað fet fyrir fet. Það berglag nefndu heimamenn „Óbil- gjömu klöppina" og kostaði hún minnst helming alls verksins. Þessa klöpp gerði Jónas Jónsson frá Hriflu síðar landsfræga í samnefndri grein og fjallaði hún um hina hrapallegu áætlanagerð verkfræðinga — en þeir voru þá helstu pólitísku and- stæðingar Jónasar frá Hriflu. Lokið var við gerð Skeiðaáveit- unnar í maílok 1923 og vatninu þá hleypt á. Grasauki varð verulegur fyrstu árin og var mestallt áveitu- heyið kúgæft. Því ijölguðu nú Skeiðamenn kúm sínum og voru tilbúnir með stóraukna mjólkursölu þegar mjólkurbúin á Selfossi og í Hveragerði tóku til starfa. Eiríkur í Vorsabæ var þó ekki laus allra mála. Áveitan átti að kosta 107 þúsund krónur en þegar upp var staðið nam heildarkostnaðurinn 458 þúsund krónum. Landssjóði hafði verið ætlað að bera ijórðung kostn- aðar en þegar bændurnir áttu að fara að gréiða vexti og afborganir lána sáu þeir fram á greiðsluþrot. Ríkisstjórnin sá í gegnum fingur sér og gekk ekki hart að neinum. Dankaðist málið þannig að haustið 1951 gengu Skeiðamenn að fullu frá skuldaskilum sínum vegna áveitunnar. En það var seinasta sumarið sem þeir heyjuðu að ein- hveiju marki á áveitum. Mikið reyndi á Eirík í Vorsabæ í þessum vandmeðförnu málum en þá raun stóðst hann. Oddvitastarfið var mjög krefjandi og lítt launað. Á því starfi ólu því margir félags- málamenn fátækt sína. Mun stund- um hafa komið fyrir að oddvitalaun Eiríks nægðu ekki fyrir útsvarinu. Jón sonur hans minnist þess að fátæktarmálin tóku einnig mikinn tíma hans. Sími var næst á Húsa- tóftum og var Eiríkur eitt sinn úti á engjum þegar kallað var á hann í símann út af málum þessum. Var þá tekinn hestur og riðið hart á símstöðina. Skeiðaáveitan og ijómabúið kenndu bændunum að vinna saman og myndaðist góð samstaða þar um flestöll mál. I samtökum bænda stóðu Skeiðamenn sem einn maður og í afurðasölumálunum var Eiríkur í Vorsabæ bæði driffjöður innan sveitar og trúnaðarmaður út á við. Hann vann að stofnun Kaupfélags Árnesinga 1930 og kom i stjórn þess við andlát Ágústs Helgasonar í Birtingaholti 1949. Endurskoðandi reikninga Mjólkurbús Flóamanna varð hann 1934 og deildarstjóri beggja félaganna í sveit sinni um langan aldur. Sýslunefndarmaður varð hann 1938 og starfaði þar lengst í samgöngumála- og vega- nefnd. Formaður sjúkrasamlags á Skeiðunum varð hann 1942 og um líkt leyti umboðsmaður Brunabóta- félags íslands. Síðar tók hann einn- ig við umboði fyrir Samviniiutrygg- ingar. Eiríkur í Vorsabæ gekk snemma til liðs við Framsóknarflokkinn og vann honum vel, bæði í sveit sinni og innan héraðs. í haustkosningun- um 1942 ýttu vinir hans honum út í framboð, hann skipaði annað sæt- ið á lista Framsóknarflokksins í Árnessýslu, næstur á eftir stjórn- málagarpinum Jörundi Brynjólfs- syni. Þá var kjördæmabreyting ný- lega afstaðin og þetta sæti varð vonlítið. En Eiríkur lét engan veg- inn hugfallast, ritaði kjósendum bréf um nauðsyn þess að sýna sam- heldni og í kappræðum á fundum var hann skýrmæltur og rökfastur í máli sínu. Hann flutti ræður sínar hægt og yfirvegað, var orðvar og fór vel að andstæðingum sínum. En stjórnmál í þessum skilningi stundaði hann ekki meira. Jón son- ur hans segir: „Þeir píndu hann út í þetta, samheijar hans, og hann gerði þetta sem góður framsóknar- rnaður." Mesta þrekvirki Eiríks í Vorsabæ í félagsmálum var bygging heima- vistarbarnaskólans í Brautarholti. Þeim skóla var komið upp á einu ári, 1933, í miðri kreppunni og pen- ingar innan sveitar litlar til. Ríkið lofaði að leggja til helming bygging- arkostnaður og Eiríkur safnaði vinnuloforðum heimamanna þar sem menn gáfu allt að því 30 dags- verk. Þegar allt virtist komist í þrot, peningar uppumir, leit út fyrir að verkið myndi stöðvast — enda stóð á ríkisframlaginu. Góðvinur Eiríks benti honum þá á að tala við for- stjóra Brunabótafélags íslands. Tók hann umboðsmanni sínum vel og lánaði sveitinni peninga út á ríkis- framlagið. Það dugði til þess að koma húsinu áfram og kennsla hófst í ársbyijun 1934. Eiríkur taldi þessa skólabyggingu erfiðasta hlut- verk sitt í lífinu svo nærri honum gekk öll þessi fjárútvegun. Seinast vantaði 8 þúsund krónur, bankar lokuðu að sér og þessi upphæð var sveitinni ofviða. En þá kom Bruna- bótafélagið til hjálpar þessum veg- legasta heimavistarbarnaskóla landsins á þeirri tíð. Eiríkur lagði ungmennafélags- skapnum snemma lið sitt. Hann var lengi í stjórn Ungmennafélags Skeiðamanna og formaður þess um skeið. Það leiddi aftur til afskipta hans af ungmennafélögum út á við og formaður íþróttasambandsins Skarphéðins var hann 1918-1921. Ég gat þess í upphafi að Skeiða- mannaafréttur hefði verið Eiríki í Vorsabæ sérstaklegá hugleikinn. Hann var fjallkóngur Skeiðamanna þegar þeir tóku að sér að smala og nýta einnig afrétt Flóamanna — sem ekki máttu reka á hann vegna mæðiveiki. Var það kringum stríðs- byijun. Fjallferðir voru þá bæði erfiðar og eftirminnilegar. Skeiða- menn stóðu flestir vel saman um þessa ráðstöfun og reyndar óskilj- anlegt hvernig þeir gátu einir smal- að svo mikið fjalllendi. En þá var margt ungt fólk i sveitinni og voru tveir til þrír frá hveijum bæ sendir á fjall. Ut úr þessu fékkst vænna fé, svo menn vildu leggja þetta á sig. Eftirminnileg er einnig ágæt ritsmíð Eiríks um afréttinn sem birtist í safnritinu Göngur og réttir. Kom þar vel fram að Eiríkur var ágætlega ritfær og tókst að byggja þessa grein vel upp. Var þetta lengi vel eina heillega lýsing afréttarins uns Ágúst Þorvaldsson skrifaði um hann aftur í Sunnlenskum byggð- um. Margt sem þar er að finna hafði hann beint eftir Eiríki. Eiríkur var einnig lengi gjaldkeri Afréttar- málafélags Flóa- og Skeiða. Því starfi fylgdi eins og ósjálfrátt verk- stjórn bæði við kofabyggingar og girðingavörslu. Naut sín þar vel bæði verksvit hans og frábær verk- stjórn og var eins og honum væri eiginlegra að segja mönnum til frekar.en skipa fyrir. Eiríkur í Vorsabæ var hár maður vexti og fyrirmannlegur. Hann var hæglætismaður í framkomu og ef hann þurfti .að taka á í vissum málum gerði hann það hægt og síg- andi en ekki með offorsi. Undir- hyggjumaður var hann ekki en sagði mönnum til syndanna beint — svo sjaldan sem hann vildi slíkt gera. Mér fannst sem hann ætti virðingu allra manna er ég kynntist honum á ævikveldi hans. Hann hafði ágæta heilsu fram að sjötugu en barðist þá við illvægan sjúkdóm og lést af honum í Reykjavík 28. mars 1963. Skeiðaáveitan og Brautarholts- skóli eru þau verk sem halda lengst á lofti nafni þessa mikla forystu- manns Skeiðamanna. En einnig er nú frá honum kominn mikill ætt- bogi og mannvænlegur sem heiðrar minningu hans í dag. Kveðjur færi ég þeim öllum í minningu Eiríks Jónssonar í Vorsabæ. t Móðir mín og systir okkar, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Gnoðarvogi 36, andaðist í Landspítalanum 11. nóvember. Már Kjartansson, Bergvin Guðmundsson, Steindór Guðmundsson, Engilbert Guðmundsson, Guðbjartur Guðmundsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNA ELISABETH WENDEL hjúkrunarkona, Einimel 19, er andaðist 8. apríl, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landa- koti, þriðjudaginn 16. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Bjarnþór Karlsson, Harald P. Hermanns, Þórunn Símonardóttir, Þóroddur F. Þóroddsson, Sigriður Friðgeirsdóttir, Guðrún Á. Bjarnþórsdóttir, Guðmundur Hermannsson, Karl Þ. Bjarnþórsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS GUÐBJARTSSONAR bónda, Hjarðarfelli, fyrrv. form. Stéttarsambands bænda. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7 Borgarspítala. Ásthildur Teitsdóttir, Guðbjartur Gunnarsson, Harpa Jónsdóttir, Högni Gunnarsson, Bára Finnbogadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Michel Sallé, Hallgerður Gunnarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Teitur Gunnarsson, Guðbjörg Bjarman, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Eriendur Steinþórsson og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför KÁRA JÓNSSONAR, Smáragrund 16, Sauðárkróki. Eva Snæbjarnardóttir, Óli Björn Kárason, Margrét Sveinsdóttir, Guðjón Andri Kárason, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Eva Björk Óladóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI HALLDÓR ÁRNASON, Suðurgötu 16, Akranesi, lést 11. þ.m. Steinunn Þórðardóttir og börn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MAGNÚSAR ELÍASSONAR frá Nesi i Grunnavík, Aðalstræti 25, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Björney Björnsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Austurgörðum i Kelduhverfi. Þórarinn Björnsson, Sigríður Björnsdóttir, Egill Friðleifsson, Guðný Björnsdóttir, Jónas Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. Páll Lýðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: