Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 „Jakahlaup“ tækni- og þekkingarfyrirtækja Þó hér geti aldrei veriö um línulegt samband aö ræöa mætti lýsa ferlinu þannig á mynd: 2. hluti 3. hluti Grunnrannsóknir Hagrænar rannsóknir og Framleiösla og þróunarstarfseml markaösfærsla ÁrO Ár7 Ár9 Rannsóknasjóöur Vísindasjóöur Rannsóknasj. H.í 'Jakahlauplð* Rannsóknasjóöur Þróunarfélagiö EB-áætlanir Norræni lönaöarsjóöurinn lönlánasjóöur lönþróunarsjóöur Bankar SjóÖir atv. lífsins Áhættufó eftir Þorvald Finnbjörnsson íslendingar hafa á að skipa stór- um hópi hæfra vísindamanna sem vinna að rannsókna- og þróunar- starfsemi. Ætla mætti að töluvert af starfi þessara vísindamanna bein- ist að því að þróa nýjar framleiðslu- vörur eða framleiðsluaðferðir. Ef marka má umsóknir um styrki til Rannsóknasjóðs bendir flest til þess að svo sé. Hinsvegar eru þau fyrir- tæki sem sett hafa verið á laggirnar og byggja á þekkingu eða tækni sem hefur verið þróuð hjá rannsókna- stofnunum, afar fá. En árið 1987 voru unnin tæp 880 mannár við R&Þ og þar af um 680 við háskóla og opinberar rannsóknastofnanir. Hvar liggur hundurinn grafinn? Sá ferill sem fara þarf í gegnum þegar nýsköpunarfyrirtæki er stofn- að um nýja framleiðsluhugmynd eða nýja framleiðsluaðferð og byggir á þekkingu eða nýrri tækni, skiptist í meginhluta. 1. Grunnrannsóknir Þær eru að mestu framkvæmdar við háskóla eða opinberar rannsókn- astofnanir og fjármagnaðar m.a. úr Rannsóknasjóði, Vísindasjóði, Rann- sóknasjóði háskólans og af fjárlög- um. Helsta niðurstaðan úr þessum hluta ferlisins er þekking en hvatinn að rannsóknunum er oft þarfir mark- aðarins. 2. Hagrænar rannsóknir og þróunarstarf Þær eru framkvæmdar á rann- sóknastofnunum og hjá fyrirtækjum, og að nokkru ieyti fjármagnaðar úr Rannsóknasjóði, Norræna iðnaðar- sjóðnum, Iðnlánasjóði og Iðnþróun- arsjóði. Það er á þessu stigi sem farið er að huga að stofnun fyrirtæk- is um viðskiptahugmyndina sem hef- ur þróast í fyrsta hluta ferilsins. 3. Framleiðsla og markaðsfærsla Framkvæmd hjá fyrirtækjum, en fjármögnuð m.a. af bönkum, sjóðum atvinnulífsins og með áhættufé. Frumgerð sem hægt er að framleiða eftir er tilbúin, en þróun hennar hefur tekið mið af þörfum markaðar- eftir Ásgeir Jakobsson Bjarni Haraldsson, verkamaður, svo titlaður í Mbl. 11. apríl, eignar mér svofellda skoðun í grein í Mbl. 27. febrúar. „Á hann þar við Litháa, þeir séu gjörsamlega búnir að tapa glórunni að krefjast sjálfstæðis fyrir þjóð sína þegar nú loksins velgjörðar- maður mannkyns stýrir fleyi komm- únista í Sóvét og koma honum þar með í hin mestu vandræði." Ég segi í minni grein, að Litháar hafi haft „fullan“ rétt til að krefj- ast sjálfstæðis", hins vegar dreg ég í efa í grein minni, að þeir hafi staðið rétt að þeirri kröfu, og hafi máski unnið sjálfum sér ógagn með skjótræði sínu, og heldur átt að „flytja mál sitt, en láta hendur skipta“. Um Gorbatsjov segi ég: „Enginn veit um raunverulegt frjálslyndi Gorbatsjovs... né hvert traust myndi reynast í þeim manni, sem alinn var upp í gamla kerfinu.“ Og ég tel Vesturlönd „ótrúlega bjartsýn að treysta honum“. , Svo eignar maðurinn mér, að ég ins. Undirbúningur markaðsstarfs-' ins fór að nokkru leyti fram í hluta 2. Þó hér geti aldrei verið um línu- legt samband að ræða mætti lýsa ferlinu þannig á mynd: Fjármögnun 1. og 3. hluta ferils- ins er orðin nokkuð þróuð hér á landi, en íjármögnun hagrænna rannsókna og þróunarstarfseminnar, sem getur tekið 5—7 ár, má líkja við ,jaka- hlaup“ milli hugsanlegra fjármögn- unaraðila. Það er sjaldgæft að fjármagn á íslandi hafi „þolinmæði" til að bíða í alt að 7 ár eftir að það fari að bera ávöxt. Sjóðimir styrkja ekki svona löng verkefni og bankarnir mega það ekki. Ef tekið er bankalán árið 0 er venjulega hægt að hefja þróun þeirrar vöru eða aðferðar sem viðskiptahugmyndin byggist á, en eftir innan við 2—3 ár kemur að því að greiða þarf afborganir og vexti. Þá em enn mörg ár þangað til við- skiptahugmyndin fer að skila tekj- um. Ef ekki tekst að fjármagna „jakahlaupið" á þróunarferlinum, þ.e.a.s. ef ekki tekst að fjármagna verkefnið án þess að skuldir aukist, þá blasir oft ekki annað við en gjald- þrot. Nema heppnin sé með og hægt sé að sefja fyrirtækið. Hvorugur kostanna virkar hvetjandi á fólk og eykur áhuga þess á að stofna fyrir- tæki um þá þekkingu sem þróuð hefur verið. Því verður ekki neitað að í örfáum tilfellum hefur aðstandendum fyrir- tækja sem standa í nýsköpun sem byggir á þekkingu eða nýrri tækni, Ásgeir Jakobsson telji hann velgjörðarmann mann- kyns. Ég er uppalinn með verkamönn- um, Bjami minn, og á þeim tíma vom þeir allir læsir. Höfundur er rithöfundur. heppnast ,jakahlaupið“. Dæmi um þetta em fyrirtæki á borð við Marel hf. og Vaka hf. Hinsvegar er nokkuð um fyrirtæki sem em á ,jakahlaupi“ í dag til að ijármagna þróun á fram- leiðsluvömm eða -aðferðum. Hvað er hægt að gera til að gefa þeim möguleika á að komast í þá aðstöðu að geta boðið afurðir sínar á mark- aðnum í framtíðinni? Svarið liggur fremur í því að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfum og skapa hagstæðari skilyrði. Hér er átt við skattalegar aðgerðir annarsvegar og rýmri lána- fyrirgreiðslu hinsvegar. Sú skatta- lega hvatning sem mest er notuð í ríkjum OECD felst í því að veita skattaívilnanir þeim sem vilja fjár- festa í nýsköpunarfyrirtækjum, leyfa nýsköpunarfyrirtækjum að gjaldfæra kostnað við nýsköpunina með vissu álagi og greiða niður laun eða launatengd gjöld ef ráðið er hæft starfsfólk til fyrirtækjanna. Hér á landi hefur verið stigið fyrsta skrefið í skattaívilnunum fyrir þá eftir Kristin Jón Bjarnason 15. október sl. sendi Félag heyrn- arlausra beiðni til útvarpsráðs þess efnis að settur yrði texti á áramóta- skaupið. Útvarpsráð tók beiðninni vel í fyrstu en 17. desember fékk félagið synjun án nokkurra skýr- inga. S. Margrét Sigurðardóttir félags- málafulltrúi Félags heymarlausra skrifaði grein um þetta mál í Morg- unblaðið 28. desember sl. Greinin hefur vakið athygli einhverra því sama dag var viðtal á Rás 2 við Ingu Jónu Þórðardóttur formann útvarpsráðs um textunarmálið. í viðtalinu við formanninn kom m.a. fram að dýrt væri að setja texta á myndir, um 1.000 kr. á mínútu, að truflandi væri fyrir heyrandi að þurfa að horfa á slíkan texta og útvarpsráð vildi ekki setja texta á einstaka þætti. Þá hélt formaðurinn því fram að heyrnarlausir og heym- arskertir voru 200 á íslandi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöðinni þurfa hátt í 7.000 manns að nota heymartæki og eiga þeir í erfiðleikum með að fylgjast með töluðu máli. í umrædd- um þætti vom einungis reifuð við- horf útvarpsráðs. Sjónarmið heyrn- arlausra komu hvergi fram og eng- inn úr þeirra hópi var spurður álits. Mörgum fannst svör formanns útvarpsráðs með eindæmum kulda- leg og gefa jafnvel til kynna að fordómar gagnvart heymarlaus- um/skertum séu ennþá við lýði. Gamlárskvöld er mjög sérstakt kvöld, það ætti ölium að vera ljóst. Þá horfa nær allir íslendingar á sjónvarp, einkum og sér í lagi ára- mótaskaupið. Heimilisfólk sýnir við- brögð, hlær eða er hneykslað eftir atvikum. Blöðin fjalla um skaupið Þorvaldur Finnbjörnsson „Það er ljóst að ef fólki verður auðveldað , jakahlaup“ fjármögn- unar í nýsköpunarfyrir- tækjum þá myndu fleiri leggja út í að hrinda í framkvæmd þeim við- skiptahugmyndum sem þeir hafa og fleiri ný- sköpunarfyrirtæki yrðu sett á laggirnar, frumkvöðlum þeirra og öðrum til góðs.“ sem fjárfesta í atvinnurekstri. En sá stutti listi fyrirtækja sem þetta á við um gefur varla tilefni til að fram komi ný fyrirtæki sem byggja á þekkingu sem leiðir af rannsókna- starfi í landinu. Með rýmri lánafyrirgreiðslu er átt við að bönkum og öðrum sjóðum verði heimilað að veita lengri lán án vaxta og afborgana fyrstu árin og að kröfur um veð verði rýmkaðar. Hægt verði að aðlaga lán að þörfum Kristinn Jón Bjarnason „Nú held ég að tími sé kominn til fyrir út- varpsráð að fjalla í al- vöru um mál þessa hóps og athuga hvað hægt sé að gera til úrbóta strax. Peningar eru til, spurningin er í hvaða forgangsröð málum er skipað.“ og næstu daga er þátturinn til umræðu á flestum vinnustöðum. Allt fer þetta framhjá okkur sem heyrum illa eða ekki og við finnum enn sárar en ella fyrir því hve við erum utangátta. Bíðum við; skaupið var með texta og sá var danskur. Hver var tilgangurinn? Spyr sá sem ekki veit. nýsköpunarfyrirtækja þannig að greiðslubyrðin verði lítil eða engin í byijun og þegar lengra líður „vaxi“ fyrirtækin inn í venjulegt kerfi markaðsvaxta eins og tíðkast hjá EB. Þetta væri hægt með því að bankar og sjóðir leggðu fé í einskon- ar áhættusjóði sem fjárfestu í ný- sköpunarfyrirtækjum. Viðbúið er að einhveijar af þessum fjárfestingum töpuðust en þess mætti þó vænta að heildin skilaði arði. Aðgerðir þær sem átt hafa sér stað hér á landi í tengslum við nýtt álver og virkjunarframkvæmdir tengdar því eru að mörgu leyti af hinu góða. Kostnaðurinn við hvert atvinnutækifæri sem skapast í nýju álveri, gæti orðið á bilinu 80—100 milljónir. Ekki verður rætt um það hér hvað stóriðjufyrirtæki á borð við álver gæti fært þjóðarbúinu. Það er án efa töluvert ef dæmið er skoðað í kjölinn. Hinsvegar væri fróðlegt að skoða hver kostnaðurinn hefur verið við hvert atvinnutækifæri sem myndast hefur í þeim fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið á síðustu árum á landinu og byggja á þekk- ingu og tækni sem hér hefur vaxið úr grasi. Ég leyfi mér að fullyrða að sá kostnaður er aðeins brot af álversdæminu. Hægt er að leiða líkur að því að verði meira fé varið til hagnýtra rannsóknar- og þróunarstarfsemi nýsköpunarfyrirtækja geti það leitt til verulegrar aukningar atvinnu- tækifæra, meiri hagsældar og dreif- ingu þeirra áhættu sem fábrotinn atvinnurekstur hefur í för með sér í landinu. Það er ljóst að ef fólki verður auðveldað ,jakahlaup“ fjármögnun- ar í nýsköpunarfyrirtækjum þá myndu fleiri leggja út í að hrinda í framkvæmd þeim viðskiptahug- myndum sem þeir hafa og fleiri nýsköpunarfyrirtæki yrðu sett á lag- girnar, frumkvöðlum þeirra og öðr- um til góðs. Höfundur er rekstrarhagfræðingur hjá Rannsóknarráði ríksisins. Ekki er endilega um skoðanir ráðisins að ræða ígrein hans. Árið 1980 var tekin upp sú ný- breytni að segja fréttir á táknmáli í Sjónvarpi. Þær hófust kl. 19.45 og stóðu í rúmlega 5 mínútur. Nú níu árum síðar standa táknmáls- fréttir í 3-4 mínútur og eru sagðar kl. 18.45 til 18.55, 75 mínútum fyrir aðalfréttatímann. Textað efni er mun sjaldgæfara en var fyrir nokkrum árum. Á er- lent fræðsluefni, t.d. dýralífsmyndir o.fl., er nú sett talmál, þar með er útilokað að heyrnarlausir geti haft af því skemmtun og fræðslu. Við sem erum heyrnarlaus eða heyrnar- skert verðum að sætta okkur við að geta ekki fylgst með töluðu máli hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Engu að síður auglýsir Ríkisútvarp- ið að það sé „útvarp allra lands- manna“. Þetta er mjög villandi aug- lýsing þar sem hvorki heyrnarlausir og heyrnarskertir geta fylgst með nema broti af því sem þar fer fram. Útvarpið glymur í eyrum lands- manna daginn langan en við hinir heyrnarlausu/skertu höfum ekki hugmynd um hvað þar fer fram. Þó er okkur gert að greiða hálft afnotagjaid. Sónvarpið gæti gert margt til þess að víkka sjóndeildarhring okk- ar og létta okkur lífið. Það er ekki hægt að bera við peningaleysi. Þeg- ar stríðið hófst við Persaflóa, var á stundinni stofnað til tveggja nýrra fréttatíma, enginn talaði þá um peningaleysi. Nú held ég að tími sé kominn til fyrir útvarpsráð að fjalla í alvöru um mál þessa hóps og athuga hvað hægt sé að gera til úrbóta strax. Peningar eru til, spurningin er í hvaða forgangsröð málum er skipað. Ilöfundur er heyrnarskertur og táknmálsþulur í sjónvarpi. Af hverju er maðurinn að ljúga á mig? — Hvað hef ég gert honum? Texti á sjónvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 83. tölublað (13.04.1991)
https://timarit.is/issue/123914

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

83. tölublað (13.04.1991)

Aðgerðir: