Morgunblaðið - 13.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991
19
A L
N G I S K O
N G A R
Svörum með atkvæðinu
eftir Pál
Halldórsson
Fyrir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar skrifaði ég greinarkorn hér í
blaðið þar sem ég hvatti_ fólk til að
kjósa Alþýðubandalagið. Ég var sam-
mála þeirri stefnu sem flokkurinn
flutti og treysti frambjóðendum hans
til að fylgja henni eftir. Þá voru að-
stæður aðrar en nú. Formaður
flokksins og stuðningslið hans gerðu
ailt sem í þeirra valdi stóð til að
koma í veg fyrir að Alþýðubandalag-
ið fengi fulltrúa í borgarstjórn
Reykjavíkur og stóðu að sérstöku
framboði í því skyni.
Ríkisstjórnin og „þjóðarsáttin“
Stjórnarflokkarnir hrósa sér nú
af góðu efnahagsástandi, lágri verð-
bólgu og stórgróða hjá fyrirtækjun-
um. Reyndar er þeirra þáttur í
ástandinu hvorki mikill né hrósverð-
ur. Þegar „þjóðarsáttin" svokallaða
var gerð voru stjórnarherrarnir nán-
ast áhorfendur. Þeirra framlag til
að „tryggja þjóðarsáttina" er fólgið
í svikum á samningum og brotum á
mannréttindum. Það eru sennilega
flestir sammála um það að lækkun
verðbólgu sé af hinu góða. Þessi
lækkun verðbólgunnar er hins vegar
dýru verði keypt. Það verð hefur
verið greitt að fullu af launamönnum
sem lifa á taxtakaupi. Eina leið venj-
ulegs launafólks til að sjá sér og sín-
um farborða er annað hvort að vinna
óheyrilegan vinnutíma, eða eins og
færst hefur í vöxt á undanförnum
árum, að einstaklingar sem þess eiga
kost flýja undan töxtum verkalýðsfé-
laganna og gera sérsamninga við
atvinnurekendur.
Ríkisstjórnin og
samningsrétturinn
Samskipti núverandi ríkisstjórnar
við stéttarfélög og umgengni hennar
við samningsréttinn er með eindæm-
um, þó að menn hafi kynnst ýmsu
hér á landi í þeim efnum áður.
Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar
haustið 1988 var að afnema samn-
ingsbundnar kauphækkanir nánast
allra stéttarfélaga í landinu en binda
samninga að öðru leyti fram í febrú-
ar 1989. Þá skipti engu máli þó öll
verkalýðshreyfíngin væri samtaka í
mótmælum sínum. Þessi byijun lof-
aði ekki góðu enda var framhaldið
eftir því.
Flest aðildarfélög BHMR gerðu
kjarasamning við ríkið vorið 1989.
Þetta voru dýrkeyptir samningar sem
kostuðu 6 vikna verkfall. Enginn var
jafn kátur með þessa samninga og
fjármáiaráðherrann. Hann kallaði
samningana „tímamótasamning"
sem markaði upphaf nýrra og betri
tíma í samskiptum ríkisvaldsins pg
háskólamenntaðra starfsmanna
þess.
Eftir að „þjóðarsáttarsamningarn-
ir“ voru gerðir, sá fjármálaráðherra
enga ástæðu til að ræða við aðildar-
félög BHMR um þær nýju aðstæður
sem upp voru komnar. Þvert á móti
hafnaði hann viðræðum við félögin
um framkvæmd samninganna. Sá
sem hafði talað mest um ný og bætt
samskipti kaus að bijóta samninginn
einhliða. Þegar félagsdómur ógilti
þetta samningsrof vílaði ríkisstjórnin
ekki fyrir sér að setja lög. Reyndar
fóru fram sýndarviðræður sl. sumar
en þar voru ekki boðnir nema tveir
kostir; að BHMR félögin gæfu dýr-
keyptan samning sjálfviljug eftir eða
að ríkisstjómin setti bráðabirgðalög
á samninga. í þessum viðræðum
gerði fjármálaráðherra allt sem í
hans valdi stóð til að koma í veg
fyrir að lausn fyndist á deilunni og
naut í því fyllsta stuðnings annarra
ráðherra.
Tveir ráðherrar Aiþýðubandalags-
ins, fjármála- og menntamálaráð-
herra, hafa einkum unnið gegn
samningsrétti stéttarfélaga. í sam-
einingu hafa þeir barist gegn því að
stéttarfélög fengju samningsrétt fyr-
ir stundakennara og hafa kosið að
hafa vald til að skammta þeim kjör
með einhliða tilskipunum. Sama gild-
ir um samningsrétt háskólakennara
á Akureyri. Ráðherrarnir neita að
semja við stéttarfélag launamanna-
og krefjast sjálfsdæmis um kjör
þeirra.
Kjósum ekki þessa menn
Þeir sem haga sér með þessum
hætti eiga 'ekki skilið traust kjós-
enda. Þeim, sem sýna slíkan vald-
hroka og óvirðingu við þær reglur
sem samskipti siðaðra manna byggj-
ast á, á að finna störf við annað en
landstjórnina.
Þeim sem eru stefnumið Alþýðu-
bandalagsins einhvers virði vil ég
benda á að sérhvert atkvæði greitt
flokknum í þessum kosningum er
stuðningur við þá menn sem hafa
með verkum sínum unnið gegn þess-
um stefnumiðum. Það er stuðningur
við það að troðið verði á samnings-
„Samskipti núverandi
ríkisstjórnar við stétt-
arfélög og umgengni
hennar við samnings-
réttinn er með eindæm-
um, þó að menn hafi
kynnst ýmsu hér á landi
í þeim efnum áður.“
rétti stéttarfélaga. Það er stuðningur
við það að launamenn séu annað
hvort niðurlægðir með því að vera
tæpast matvinnungar eða að þeim
sé gert að semja prívat og persónu-
lega um kjör sín við atvinnurekendur.
Menn þurfa ekki að vera í neinum
vandræðum með atkvæðið sitt. Við
getum setið heima og er það mun
Páll Halldórsson
betri kostur en að styðja núverandi
stjórnarherra. Stuðningsmenn fé-
lagshyggju og lýðréttinda ættu hins
vegar að kjósa Kvennaiistann í þess-
um kosningum og launa honum
þannig að á síðasta kjörtímabili hef-
ur hann verið ötull málsvari samn-
ingsréttar og skyldu stjórnvalda að
standa við gerða samninga.
Þegar ríkisstjórnin ákvað að svíkja
með lagasetningu samning sinn við
aðildarfélög BHMR hafði einn af
þingmönnum Alþýðubandalagsins á
orði að það væri aðeins peðsfórn.
Væntanlega átti þessi fórn að skapa
flokknum frekari sóknarfæri. En
margur skákmaðurinn hefur í enda-
taflinu saknað sárlega þess peðs, sem
hann fómaði, í von um skjótan sig-
ur. Og þó að BHMR-félagar og aðr-
ir þeir sem styðja fijálsan samnings-
rétt séu aðeins peð í augum sigur-
vissra stjórnmálamanna þá munar
um atkvæði þeirra. Kjósum ekki
þessa menn!
Höfundur er formaður BHMR.
FÓLKIÐ
FVRST
Frjálslyndir telja að valdið eigi að vera hjá fólkinu, en
ekki hjá kerfinu. Þessvegna vilja Frjálslyndir dreifa
verkefnum til heimamanna í landshlutum.
Frjálslyndir vilja fækka alþingismönnum og ráðuneytum.
Ef þingmaður verður ráðherra þá taki varamaður sæti
hans á þingi.
Frjálslyndir vilja draga úr rekstri ríkisins og lækka
'ríkisútgjöld. Frjálslyndir vilja setja þak á skattheimtu
opinberra aðila
FRJÁLSLYNDIR
fyrir fólk
Ef þú vilt vita meira um þessar kerfisbreytingar eða
önnur stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við
kosningarskrifstofur okkar, eða óskaðu eftir að
frambjóðendur heimsæki vinnustað þinn.
Símar 91-82142, 91-45878, 92-13871, 98-22219,
96-27787
ATKVÆÐI GREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR